Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1961, Blaðsíða 23
Fcistudagur 17. nóv. 1961 MORCVTSBI AÐIÐ 23 — Skipulagið Frh. af bls. I efni. Það hefði siðan orðið að ráði, að ráðunautur Reykjavíkiur bæjar um skipulagsmál, prófess or Bredsdorff, hefði tekizt á hend ur undirbúning að heildarskipu- lagningu svæðisins í náinni sam vinnu við íslenzka aðila og þá einkum skipulagsstjóra bæjar- ins. Vék börgarstjóri nú nokkuð að efni þeirrar greinargerðar, sem prófessor Bredsdorff hefur sam ið. Fólksfjölgun og atvinnuvegir. 1) Miðað er við, að árleg fólks- fjölgun á íslandi verði 2%, og yrðu íbúar landisins þá 265 þús. 1980. Ætla má, að aðalfólksfjölg u'nin verði þá á svæði því, sem kallað er Reykjavíkursvæðið, en það er Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Seltjarnarness- Ihreppur, Garðahreppur, Bessa- staðahreppur og MoSfellssveit. Þar muni um 1980 búa 60% þjóð arinnar eða um 160 þús. manns. 2) Að því er atvinnuvegunum viðkemur, er gert ráð fyrir því að landbúnaður haldi sinni að- stöðu, fullnægi innlandsmarkaði hvað matvælaframleiðslu snertir. Þá er miðað við að fiskveiðar skapi sem hingað til megnið af útflutningsvörum landsins og fiskiðnaður ýmiss konar aukizt stórlega. Gert er ráð fyrir aukn ingu skipasmíða, vinnslu jarð- efna og stóraukinni hagnýtingu vatnsorku til ýmiss konar starf- semi. Um Reykjavík sérstaklega segir t.d.: Fiskveiðar munu skipta tiltölulega minna miáji fyr ir Reykvíkinga en áður var, hins - Miðbærinn Framh. af bls. 10. ^ álíka mikið og að undanförnu verður ca. 80 þús. manna aukn í 1 ing í ölium bænum á næstu ‘ i 20 árum, svo að árið 1980 i verða íbúar bæjarins ca. 160 þús. Er reíknað með að sunn- i an og austan Snorrabrautar og Flugvall'arbrauitar verði íbú- arnir orðmr um 100 þús. Og þar sem almennt er reiknað með að bílaeigendum fjölgi úr sem svarar 125 bílum á 1000 íbúa í 300 á sama fjölda, ' þá. verður umferðarmagnið 1 alls 5 smnum meira en það I er i dag. I framtíðarskipulagi bæjar- ins verður því bæði að gera það fært að göturnar geti tek- ið við þeirri umferð og sjá fyr- i ir bílastæðum, þannig að fjár- hagslega sé viðráðanlegt og við hlýtandi frá skipulagssjónar- miði. Þar sem varla er f hægt að halda niðri bílaukn- ingunni á ákveðinn fjölda ibúa, vu ðist prófessornum raunsærra að byggja heldur á takmarkaðri stækkun miðbæj- arins í framtíðinni. En það er því aðeins hægt með því að létta á núverandi miðbæ og koma upp „viðskiptahverfi" til viðbótar annars staðar. I gamla miðbænum er gert ráð fyrir að við aðalumferð- í inni taki göturnar Hringbraut 1 — Sóleyjargata —- Frikirkju- f vegur — Lækjargat — Kal- , kofnsvegur — Skúlagata og f vantar þá umferðarlínu frá austri tii vésturs milli Lækj- argötu og Ananausta. Próf. Bredsdorff telur meiri en eina iausn á þvi máli hugs- anlega. Hann álítur þó að Mýr argata sé raunsæjasta lausnin á austur-vestur umferðar- vandamálinu og síðan annað hvort Tryggvagata eða Geirs- gata meðfram hafnarbakkan- um. Til greina kemur að breikka Tryggvagötuna eins og hægt er, án þess að fjarlægja húsin við hana eða að breikka annað hvort Geirsgötu eða Tryggvagötu í þriggja akreina götur í hvora átt, ef Tryggvagatan yrði fyrir valinu, yrði að fjar lægja mikið af húsum, auk þess sem aldrei gæti orðið eins liðug umferð um hana og Geirsgötu. Þessvegna álítur hann Geirsgötuna raunsæjasta möguleikann til lausnar á mál- inu. Og í því sambandi bendir hann á, að hafnargarðurinn þurfi brátt að endurnýjast og þar skapist tækifæri til að ieggja þess aðalumferðaræð eftir Geirsgötunni. Þá er búið að umkringja miðbæinn umferðum, en göt- urnar innan þessa ferhyrnings vegar mun iðnaður skipta meira máli og er hann nú þegar mjög alhliða. Landrými. 1 skipulagningu verður að miða við aukið landrými á íbúa. Meðal annars vegna þess að fjölskyldur verða fámennari, vaxandi til- hneiging er til bygginga smá- húsa í stað fjölbýlishúsa. Vaxandi bifreiðaeign krefst aukinna gatna og bifreiðastæða og aukin almenn velmegun skap ar kröfur um meiri þjónustu hins opinbera. Þá gerði borgarstjóri grein fyr ir því hvernig fjölskyldustærð hefir farið minnkandi í Reykja- vík undanfarna áratugi frá því að meðalstærð fjölskýldu var 1920 4,85, en var 1950 3,28 og í greinar gerðinni er miðað við að meðal- stærð fjölskyldu verði 2i,8 árið 1980. Miðað við þá þróun, sem verið hefir, undanfama áratugi, þar sem íbúum í hverri íbúð hefði stöðugt farið fæfekandi, mætti ætla að árið 1980 yrði þörf á 47 þús. íbúðum eða einni íbúð fyrir 3,5 íbúa. Mætti gera ráð fyrir, að á næstu 20 árum þyrfti að bæta við 25 þús. íbúð um eða 1250 íbúðum á ári. Atriði er máli skipta um stað- setningu fyrirhugaðrar byggðar. a) Við staðsetningu íbúðar- svæða þarf að gæta þess, að þau liggi vel við samgönguæðum, bæði til miðbæjarins og vinnu- staða. b) Líklegast virðist, að ný höfn komi við Elliðaárvog, en jafnframt verði höfnin í Hafnar firði nýtt svo sem unnt er. Flug völlurinn liggur mjög heppilega miðað við innanlandsflug og er taka þá umferðina í miðbæn um sjálíum. Annar „miðbær“ Það mun vera æði misjafnt eftir bæjum hve stórt við- skiptahverfi þarf miðað við íbúatölu. En þegar tekið er með í reikninginn að viðskipta hverfi Reykjavíkur þarf auk þess sem það þjónar bæum sjálfum að vera miðpunktur alls kyns ríkisstarfsemi, þykir próf. Bredsdorff rétt að álykta, að árið 1980 þurfi ca. 330 þús. ferm. gólffleti að byggja undir slíkt hverfi. Ef reiknað væri með ca. 80 þús. ferm. í Aturænmubsu ólf7 rs í Austurbænum, sem ekki mun vera hægt að auka við, þá er 250 þús. ferm. svæði k eftir. Með því að reyna að / koma þeirri starfsemi sem minnsta umferð krefur og fæst bílastæði i miðbænum, eins og t. d. aðaiskrifstofum stórfyrir- tækja, bönkum, tryggingarfé- lógum, ríkis- og bæjarskrif- stofum og sérverzlunum, þá telur hann að áuka megi skrif- stofu og verzlunarhúsnæði sem þar er i ca. 60 þús. ferm. af skrifstofum og ca. 20 þús. ferm. áf verzlunum, sem svar- ar til ca. 1300 m. verzlunar- framhliðai með 15 m dýpt. En það mun svara nokkurn veg- inn til framhliðar þeirra verzl unarhúsa sem koma má fyrir í Grjótaþorpi, Austurstræti, Posthússtræti og Hafnar- stræti. Því verður enn að sjá fyrir viðskipt^verfi utan við mið- bæinn sem er ca. 170 þús. ferm. Með öðrum orðum, það verður að fá nýjan „miðbæ“ sem að nokkru leyti er ólíkur gamla njiðbænum og verður meira verzlunarhverfi. Telur próf. Bredsdorff að svæði sunnan Miklubrautar og austan Kringlumýrarbrautar, hafi þá kosti sem slíkt við- bótarhverfi þarfnast, en Aust- urbæinn núverandi telur hann ekki hentugan, bæði vegna erfiðleika umferða og þess hversu mikið er þegar byggt þar. Hið nýja hverfi er í sambandi við aðalumferðar- netið. Þaðan er góð umferð til suður tii Kópavogs, í Garða- hrepp og Hafnarfjörð, í austur yfir El'iðaárnar til Suður- lánds- og Vesturlandsvegar, í nOrður að Kringlumýrarbraut í væntaniegt iðnaðar og hafn- arhverfi og um Miklubraut inn í gamla bæinn. Það liggur í nánd við íbúarhverfi, sem þegar eru til, og það er nægi- lega langt frá núverandi mið- bæ, til að ekki verður ónauð- synleg umferð þar á milli, er þó ekki „langt fyrir utan mið- bæinn“. Ekki er rúm til að rekja greinargerð prófessorsins um þetta efni nánar. miðað við hann verði notaður næstu 20 ár. Er í greinargerðinni gert ráð fyrir, að unnt muni að koma fyr ir flugvelli sunnan Hafnarfjarðar. c) Frárennslismál, sem víða er- lendis valda miklum erfiðleik- um, virðast heldur auðveld við- fangs á svæðinu. d) Gera þarf i ráð fyrir hitaveitugeymum og er I mjög nauðsynlegt að samvinna ] komizt á vatnsveitumál svæðis- j ins. Nauðsynlegt er vegna vatns- ] bóla, að óbyggt verði á tilteknu svæði við Elliðavatn. e) Við stað setningu íbúðahverfa verður að gæta þess vandlega, að tryggt sé sem bezt útsýni. Þá ber einnig af fremsta megni að skapa skjól. f) A vissum svæðum er ekki gert ráð fyrir byggingum, til dæmis ekki við Elliðavatn, eins og áður segir og ekki heldur í Heiðmörk eða í Garðarhauni. g) Öæskilegt er að byggt verði þar, sem járð vegsdýpi er mikið, þ.e. meira en 4 metrar, eða þar sem klöpp liggur grunnt og því sprenginga þörf. Miðbærinn. Greinargerðin og tillögurnar fjalla um svæðið milli Lækjar- götu og Garðastrætis, Tjarnar- innar og Hafnarinnar. Byggist greinargerðin á upplýsingum, sem fjölmargir starfsmenn bæjar ins og skipulagsnefndar hafa látið í té og er gerð í náinni sam vinnu við skipulagsstjóra Reykja víkur. Umferðarmál. A grundvelli umferðartalning ar, sem fram fór í des. s.l. og ýmsum fleiri upplýsingum, virð ist sýnt, að umferðarmagn muni stóraukast á næstu 20 árum. Verð ur við endurskipulagninguna að stefna að því að auka afkasta- möguleika gatnanna Og sjá fyrir bifreiðastæðum, þannig að við- unandi sé skipulagslega og við- hlítandi fjárhagslega. Arið 1980 má ætla, að 50 þús- und bifreiðar verði á Reykja- víkursvæðinu, og skapast að sjálf sögðu við þessa fjölgun mikil þörf fyrir ný bifreiðastæði. Má gera ráð fyrir, að í miðbænum verði að reikna með 1400 bif- reiðastæðum í stað 800 nú. Skipulag miðbæjarins. Lögð er áherzla á, að reynt verði sem víðast að útbúa svæði ætluð fótgangandi einum, og reynt verði að skapa möguleika á byggingum bílageymsluhúsa. Öhjákvæmilegt er að fram- fylgja stranglega reglum um út- vegun bifreiðastæða. Ef mönnum verður heimilað að leysa sig undan því með fjár- greiðslum að sjá fyrir bifreiða- stæðum inni á lóðum, verður að nota það fé, sem inn kemur til kaupa á eignum í Grjótaþorpi og bygginga bílageymsluhúsa. • 1 tillögunum er miðað við þá hóflegu hæð húsa, sem er í mið bænum. Þar sem hús í Grjótaþorpinu eru yfirleitt léleg, virðist endur bygging þar sjálfsögð að því leyti sem svæðið fer ekki undir bifreiðastæði. Nokkurt vafamál er hve mikið á að leggja upp úr þeim möguleika, að einstakir lóðaeigendur geti byggt á lóðum sínum. 1 eldri tillögum var meira stefnt í þá átt, en hins vegar gera tillögurnar, sem nú liggja fyrif, ráð fyrir allmikilli milli- göngu bæjarins í sambandi við endurbygginguna Grjótaþorpið. 1 einni framlagðri tillögu próf. Bredsdorff er gert ráð fyrir því, að byggingarlína Landssímahúss ins ráði austurhlið Aðalstrætis að Vallarstræti, en síðan Veltu- sund. Morgunblaðshúsið ráði vest urhliðinni lítið eitt suður fyrir Bröttugötu. Þar komi aftur bygg ing þvert yfir Aðalstræti. Bygg ingarlína verði aftur á móti all miklu vestar en Mbl.-húsið er, þegar kemur suður fyrir það hús, allt að Túngötu. 1 þeim ferningi, sem þar myndast verði almenn- ingsgarður, enda bæjarstæði Ingólfs á þessum slóðum og gamli kirkjugarðurinn. Sá garð ur verði tengdur Austurvelli með gróðurbelti meðfram Kirkju- stræti norðanverðu. Neðan þverbyggingarinnar á Aðalstræti komi mikið torg, ætl að fótgangandi fyrst og fremst, og verði því lokað að norðan- verðu með byggingum. Vestur- gatan verði lögð niður frá Hafnar stræti að Garðastræti. Borgarstjóri lagði áherzlú á, að þótt samkomulag ríkti alger- lega um skipulag miðbæjarins vestur að Aðalstræti, þá væru fleiri tillögur um skipulag við Að alstræti og í Grjótaþorpi, sem ýmist gera ráð fyrir Aðalstræti Undanfarið hafa verið sýnd málverk eftir Sigfús Halldórsson í glugga Morgunblaðsins. Síðustu dagar sýningarinnar er í dag. — ÓI. K. M. tók þessa mynd af einu málverka Sigfúsar. opnu að Kirkjustræti í fullri 44 metra breidda eða mjórri. Enn fremur væri gert ráð fyrir gróður belti er tengdi Austurvöll og gamla kirkjugarðinn við Aðal- stæti. Lögð er áherzla á það, að þar sem samfelld byggð er þegar kom in, verði ekki leyfð hærri hús, fremur lægri, enda raskar það ekki heildarsvip. Ákveðinn uppdráttur lagður fyrir bæjarstjóm? Þórður Björnsson (F) kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu borg arstjóra og kvaðst fagna þeim skrið, sem nú væri kominn á skipulagsmálin. Hann taldi, að rétt hafi verið að bjóða full- trúum nágránnabyggðanna til samstarfs um þessi mál og að leita til erlendra sérfræðinga um tillögur á lausn þeirra. Enn væri þó ekki hægt fyrir bæjar- stjóm að gera neina samþykkt á grundvelli þeirra tillagna, sem fyrir lægju. Beindi ÞB tveim spurningum til borgarstjóra varð andi framkvæmd skipulagsmál- anna: ‘Er ætlunin að leggja fyr- ir bæjarstjóm á næstunni end- anlegar tillögur, sem bæjar- stjórnin taki afstöðu til? Hvar er staðsetning ráðhúss borgár- innar fyrirhuguð í tillögunum? Lóðaeigendur í miðbænum óánægðir? Guðm. Vigfússon (K) kváð það mikið ánægjuefni eftir hið langvarandi skilningsleysi bæj- arstjórnarmeirihlutans á þessum málum, að nú skyldi eiga að fara að taka þau öðrum og fastari tökum. Kvaðst GV þeirrar skoð- unar, að rétt og skynsamlegt hefði verið að taka upp samráð við nágrannabyggðirnar, en það mætti þó ekki hafa í för með sér, að ákvarðanir um heildar- skipulag Reykjavíkur drægjust úr hömlu. Sagði Guðm. að sér litist í meginatriðum vel á til- lögur hins danská prófessors. — Sérstaklega litist sér vel á þá hugmynd hans, að byggðin í mið bænum verði yfirleitt lág, en það mætti segja sér að lóðar- eigendur í miðbænum yrðu ekki eins ánægðir með þessa stefnu. Ráðhúsið við norðurenda Tjarnarinnar. Geir Hallgrímsson borgarstjóri kvaddi sér nú hljóðs til þess að svara fyrirspurnum Þórðar Björnssonar. Kvað hann ráðgert að á næstunni yrði endanlega gengið frá tillögum um skipu- lag miðbæjarins, sem þá yrðu lagðar fyrir skipulagsnefnd, bæj arráð og síðan bæjarstjórn. Fyr- irspurn ÞB um staðsetningu ráð hússins svaraði hann svo, að próf. Bredsdorff gerði ráð fyrir ráðhúsinu við norðurenda Tjarn arinnar. Þórður Björnsson kvaðst fagna þeirri yfirlýsingu, að end- anlegar tillögur um skipulag miðbæjarins verði lagðar fram í bæjarstjórninni á næstunni. Beindi ÞB síðan þeirri spurn- ingu til borgarstjóra hvort próf. Bredsdorff hefði látið í ljós skoðun sína á því, hve hátt ætti eða mætti byggja í mið- bænum. Ný skipulagslög. Ingi R. Helgason (K) lagði þá spumingu fyrir borgarstjóra hvort bæjarráð hyggðist hlutast til um endurskoðun skipulags- laganna. Geir Hallgrímsson tók nú á ný til máls til þess að svara fyrirspurnum ÞB og IRH. Varð- andi fyrirspum ÞB kvaðst hann vilja endurtaka það, sem fram hefði komið í framsöguræðu sinni, að í greinargerð prófess- orsins væri gert ráð fyrir frem- ur lágri byggð í miðbænum, þannig að byggðin við Austur- stræti og Hafnarstræti héldist líkt og nú er og yrði sums stað- ar lægri. Vegna fyrirspumar ÍRH upplýsti borgarstjóri, að skipulagsnefnd ríkisins myndi nú hafa skilað frumvarpi til nýrra skipulagslaga til viðkom andi ráðuneytis og mætti því vænta þess, að það færi að sjá dagsins ljós. — Sæsíminn Framh. af bls. 24. eyjum í sambandi við þetta mál. Hann sagði tengingar milli strengjanna fara fram um borð í Alert og var búizt við að þær hæfust kl. 7 í gærkvöldi og tækju um 10 klst. Verk það vinna sérfræðingar, sem eru um borð 1 skipinu. Þegar því er lokið fara fram mælingar og prófanir á strengnum með sam- tölum við Færeyjar. Skipið er þá úr öllu sambandi við streng- inn og heldur heim á leið eftir að hafa komið sérfræðingunum á land, en þeir fylgjast með prófunum en halda síðan flug- leiðis heim á leið. í Vestmannaeyjum eru nú staddir menn frá Mikla nor- ræna ritsímafél. og frá Stand- ard Telephone Cables í Lond- on og vinna að því að setja upp tækin, sem tengd verða við strenginn. í strengnum verða 24 talrásir og við ritsímanotkun er hægt að nota hverja talrás fyrir fleiri en eitt samband í einu en ekki er hægt að nota hverja rás nema fyrir eitt samtal í senn. Þetta gerbreytir allri símaþjón- ustu milli íslands og Evrópu. Lokið um áramót Það mun taka 4—6 vikur að prófa og stilla sæsímastrenginn en um áramót má búast við að sambandið komist á. Sæsímasambandið vestur á bóginn mun komast á á næsta ári, en þa verður lagður streng- ur héðan frá íslandi og til Grænlands og Kanada. Jón sagði að lokum að lagn- ing sæstrengsins hefði gengið vel. Hann hefði verið lagður með 6 mílna hraða en vega- lengdin er 408 mílur frá Fær- eyjum. Alert er 5—6000 tonna skip. — Reykjavik og nágrenni Framh. af bls. 11. að hafa landrými fyrir skóla með iþróttavelli, barnaleikvöll og vöggustofu, frístundaheimili og almenningsleikvöll, bókasafn, kirkju fyrir annað hvert hverfi og ca 6000 ferm. lóð fyrir verzl- anir og smáverkstæði. Hverju hverfi megi ljúka á nokkrum ár- um og ganga frá görðum og gras- blettum. Og ef íbúafjöldinn skyldi ekki aukast eins ört og gert er ráð fyrir í áætluninni, má auðveld- lega fækka eða fjölga nýju „smá bæjunum". Að sjálfsögðu kemur próf. Bredsdorff inn á miklu fleira í tillögum sínum, en ekki verður | hægt að rekja það nánar hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.