Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 8
8 > MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 115 nóv. 1961 Frá umræðum í neðri deild um lækkun aöflutningsgjalda Lúðvík og Eysteinn kváðust styðja frumvarpið gjaldeyrissóun að ræða, vegna þess, að töluvert af þessum smygl aða varningi er erlendis keyptur í smásölu, og því að óþörfu greidd smásöluálagning, sem í mörgum löndum er mjög há. Nokkur kjarabót. Til þess að reyna að ráða bót á eða a.m.k- að draga verulega úr ólöglegum innflutningi held ég, að verði að fara tvær leiðir samtimis, hélt ráðherrann áfram Önnur er sú að lsekka aðflutn- ingsgjöld á ýmsum vörum, sem vitað er, að flytjast í stórum stíl ólöglega til landsins — og sam- tímis þessu að herða tollgæzlu og tolleftirlit. Þá benti ráðherrann á, að frum varp þetta yrði nokkur kjarabót fyrir almenning, þar eð tolla- lækkanirnar mundu að sjálf- sögðu leiða til lækkaðs vöru- ve'rðs. Einnig væri það ætlan rík isstjórnarinnar að tollalækkan- irnar mundu verða til þess, að svo dragi úr smygli, að aukinn löglegur innflutningur af þeim sökum mundi verða til þess, að tollalækkunin þýði ekkj tekju- tap fyrir ríkissjóð. Frekari tollal.ekkun. Eysteinn Jónsson <"F) hóf mál sitt á því, að margir hefðu furð- að sig á því, er gengisfellingin 1960 var gerð, að ekki skyldi hafa siglt í kjöl far hennar lækk un á innflutn- ingsgjöldum þar eð öllum uppbót um hafi verið sleppt, sem mjög áttu þátt í að hækka innflutn- ingsgjöld. Þá taldi hann hættulegt fyrir ráðherra að treysta því að smygl minnki svo mjög við þessar ráðsiafanir, enda hefði hann lýst því yfir, að í ráði sé að auka tóllgæzluna. í»á taldi ræðumaður, að frumvarpið ætti að ná til fleiri vörutegunda, fyrst á annað borð væri verið að lækka tolla, og sagðist mundu bera fram breytingartillögur um það. Að öðru leyti kvaðst hann mundu styðja frumvarpið- V erðlagsákvæði. Lúðvík Jósefsson fK) taldi, að innflutningur hefði fyrst dregizt saman á þeim vörutegundum, sem um ræðir, er viðreisnin kom til sögunnar. I>á sagðist hann draga í efa, að þessar ráðstafanir drægju úr smygli, þótt hins veg ar mætti segja að smygl aukizt vegna hárra innflutningsgjalda. Þá taldi hann það höfuðatriði þessa máls, að allar þær vörur, sem tollalækkanirnar ná til, lúti verðlagsákvæðum. Sagðist hann ekki hafa mikið traust á sam- vinnufélögunum, smákaupmönn- um og stórkaupmönnum hvað það snerti, að gæta hófs i álagn- ingu. En í aðalatriðum kvaðst hann sammála frumvarpinu. Einkennilcgur misskilningur. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra tók aftur til máls. Þakk aði hann þeim Lúðvíki og Ey- steini góð fyrirheit um stuðning við frumvarpið. Því næst drap hann á þá fullyrðingu Eysteins, að engin innfiutningsgj. hefðu verið tekin af eða lækkuð, er genginu var breytt í febrúar 1960. Kvað hann þetta einkenni- legan misskilning hjá Eysteini, hið sanna væri, að 55% yfir- færslugjald var fellt niður- Þá voru innflutningsgjöld, sem í tíð vinstrí stjórnarinnar voru hækk uð upp í 62% lækkað í 40%, það sem var 40% lækkað í 30% og það, sem var 22% lækkað í 15%. Kvaðst ráðherrann ekki skilja, hvernig þetta gat farið fram hjá Eysteini Jónssyni. Þá minntist ráðherrann á þá skoðun Lúðvíks Jósefssonar, að samdrátturinn í innflutningnum væri að kenna gengisbreytingun- um. Sagðist ráðherrann þvert á móti ætla, að það væri mál kunn ugra að aðgerðir vinstri stjórnar innar, er hún hækkaði aðflutn- ingsgjöld með jólagjöfinni frægu og hækkaöi innflutningsgjald úr 22% í 62%, sem mestu hefði ráð ið um. Ekki þurfti annað en skoða verzlunarskýrslur til að sjá, hvernig innflutningur minnk aði eftir þær aðgerðir fram að gengisfellingunni. Varðandi þann efa Lúðvíks, að tollalækkanirnar mundu ekki ná til almennings, benti ráðherrann Lúðvík á, að ekki hefði enn bor- ið á því, að kaupmenn hefðu mis notað sér það álagningarfrelsi, sem þeim var veitt 1. september síðast liðinn. Ekki þurfi hins veg að að efa, að hafi það verið til- fellið, hefði einhvers staðar heyrzt hljóð úr horni. Þá. benti ráðherrann á, að undanþágan næði aðeins til 1. september næst komandi, þar að, auki fylgdist verðlagsnefnd með álagningunni og gæti, hvenær sem er, tekið verðlagsákvæðin upp að nýju. ef ekki verður lagt hófsamlega á vörurnar- Áður hafði ráðherrann látið þess getið, að hann hefði komizt að raun um af viðtölum við kaupmannasamtökin, að þau hefðu í hyggju að lækka álagn- ingu 1 krónutölu á öllum þeim vörutegundum, sem tollalækkun in nær til. Lúðvík Jósefsson fK) tók aft- ur til máls og endurtók fyrri stað hæfingar sínar. Að því loknu var gengið til atkvæða og samþykkt samhljóða að vísa frumvarpinu til 2. umræðu og fjárhagsrtefnd- ar. Á FUNDI neðri deildar í gær var tekið til 1. umræðu frumvarp ríkisstjórnarinnar um að lækka útflutningsgjöld ýmissa vöruteg- unda. Samþykkt var að vísa frum varpinu tii 2- umræðu og fjár- hagsnefndar. Áður höfðu þó for- menn þingflokka Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks lýst stuðningi sínum við frumvarpið, þótt þeir að sjálfsögðu væru ekki sammála því í öllum atriðum. Tugmilljóna tap ríkissjóðs. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra gat þess í framsögu- ræðu sinni, að farið hefði fram rannsókn á því, hvort og hve mikið væri um ólöglegan inn- flutning. Erfitt væri að kryfja þetta mál til mergjar, en með því að athuga innflutning sam- kvæmt "verzlunarskýrslum og bera saman við það, sem telja mætti eðlilega vörunotkun landsmanna, hefði komið í Ijós, að hinn lög legi innflutning ur hefur dregizt stórlega saman á vissum vöruteg- undum, þótt vitað væri að notk- un þeirra vörutegunda væri sízt minni en áður. Það var því ljóst af þessari athugun, sagði ráðherr ann, að hér var um að ræða tug milljónatap fyrir ríkissjóð á ári hverju, ef miðað er við að allur innflutningur hefði verið lögleg- ur. Þar að auki er um töluverða Iótinn WASHINGTON. 16. nóv. — Einn af þekktustu stjórnmálamömium Bandarikjanna, Sam Rayburn, forseti fulltrúadeildar Banda- ríkjanna um tvo áratugi og einn af áhrifamestu foringjum Demó- krataflokksins. lézt í morgun í sjúkrahúsinu í Bonham í Texas, heimaborg hans. Heyburn var 79 ára gamall. Raybum hafði legið í sjúkra- húsi síðan í surnar, er hann tók að kvarta um mjög slæma verki í baki. Vitað var, að hamn bafði verið sárþjáður um skeið — en það var ekki vani bans að kvarta og kveina. Starfið var honum aBt, og því lét hann ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Við lækn- isrannsókn kom í ljós, að Ray- burn þjáðisf af ólæknandi krabba meini. Hann var þó löngum mál- hress veþ þar til nú allra síðustu dagana, að honum hrakaði mjög ört. Sam Rayburn var nánast eins konar lifandi þjóðsaga í Banda- ríkjunum — allir þekktu hann að einhverju, og gekk hann ýmist undir nafninu „mr. Sam“ eða „mr. Democrat". Hann var kjör- inn til fulítrúadeildar þingsins árið 1913 og átti þar sæti síðan. Forseti deildarinnar varð bann 1941. „Mr. Democrat1' Sam Rayburn, Gleðisöngleikurinn Allra meina bót, verður sýndur í Iðnó í næst síðasta sinn í dag kl. 5. — Þessi bráðskemmti- legi gaman söngleikur, sem sýndur var hvað eftir annað í Austurbæjarbíói s.l. vor fyrir fullu húsi og nú í haust í Iðnó, hefur vakið almenna kátínu áborfenda. Jón Múli Arnason hefur samið öll lögin, en flest- ir minnast Delerium Bubonis , og laganna hans þar, sem urðu landsfræg á sínum tíma. En eitt er þó, sem allir tala um ; eftir sýninguna og það er leik ur Brynjólfs Jóhannessonar í , hlutverki Andrésar gamla, sem er stórkostlega skemmti- legur. — Myndin sýnir Andrés , gamla, sem er að skera nef- tóbak fyrir doktor Svendsen. Skýrsía Fiskifélags Islands sannaði mál Gylfa — afsannaði fullyrðingar Luðvíks EINS og kunnugt er urðu all miklar deilur milli Lúðvíks Jósefssonar og Gylfa Þ. Gísla sonar viðskiptamálaráðherra, er frumvarp um Seðlabanka íslands var til umræðu í neðri deild. Snerust deilurnar , aðallega um, bvernig verð- lagi á sjávarafurðum hefði verði háttað á árunum 1959, 1960 og 1961. Hafði Lúðvík gert lítið úr verðlækkunum á árinu 1960 og talið, að þær hefðu orðið á árinu 1959 og því verið teknar til greina, er við reisnin var undirbúin. En Gylfi hélt frarn, að þær hefðu haldið áfram á árinu 1960. Til þess að komast að hinu sanna í málinu bauð Gylfi Lúðvík að þeir skyldu skrifa Fiskifélagi íslands eftirfar- andi bréf: „Þess er hér íheð óskað, að Fiskifélag íslands semji skýrslu um þróun verðlags á fiskimjöli og lýsi á árun- um 1959, 1960 og ’61 og geri ennfremur samanburð á verð lagi íslenzkra sjávarafurða um áramótin 1959-—1960 og í ágúst s.l.“. Lúðvík vildi ekki fallast á að standa að slíkri beiðni, en Gylfi sendi það eigi að síður. Í gær hafði honum svo borizt svar frá Fiskifélaginu, kvaddi hann sér því hljóðs utan dag skrár í upphafi fundar neðri deildar í gær og skýrði frá niðurstöðum Fiskifélags Ís- lands. Niðurlag bréfsins er á þessa leið: Vér höfum reynt að meta þær verðbreytingar, sem orð ið hafa á tim-abilihu og er niðursíöðu þeirra atbugana að finna í eftirfarandi töflu, sem sýnir breytingar á verð- lagi einstakra afurða á þessu tímabili og jafnframt eru met in heildaráhrif breytinganna á framleiðsluverðmæti sjáv- arafurðanna. Er niðurstaðan sú, að heildarverkun verð- breytinganna hafi orsakað lækkun á framleiðsluverð- mætinu um sem svarar 3,2%. Verðbreytingarnar hafa ver ið sem hér segir: ísvarinn fiskur -f 3.8% Skreið + 4.0% Saltfiskur, verkaður + 11.0% — óverkaður + 5.0% + 4.0% -f- 25.8% -v- 32.0% 0 -i- 23.0% -í- 31.2% )+ 7.2% -í- 9.5% Samtals -i- 3.2 Virðingarfyllst, Davíð Ólafsson. Um þessar niðurstöður fór- ust viðskiptamálaráðherra svo orð: Þessar upplýsingar Fiskifé- lagsins taka af öll tvímæli um það hvað rétt er í þeim efn- um, sem okkur Lúðvík Jóseps syni, hefur greint á um. Fiski- félagið segir verðlækkun á fiskimjöli á árinu 1960 hafa verið 43—47%, en ég hafi sagt hana nema 45%. Lúðviík Jósefsson hefur hins vegar hvað eftir annað staðhæft að á árinu 1960 hafi engin verð- lækkun orðið á fiskimjöli. Fiskifélag íslands telur, að á árinu 1960 hafi orðið verð- lækkun á lýsi, sem sé nær 20% en 30%, en ég hafði talið verðfallið á lýsinu 25%. Lúð- vik Jósepsson, hafði staðhæft, að árið 1960 hafði engin verðlæikkun orðið á lýsi. Þá segir Fiskifélag Is- lands, að með alverðbreyt- ing á sjávar- afurðum frá áramótum 1959—’60 og þangað til í ágúst 1961 sé þannig, að um 3,2% verð- lækkun sé, að ræða. Eg hafði í framsöguræðu minni talið verðlækkunina 3,8% en Lúð- vík Jósepsson, hafði talið, að um alls enga verðlækkun hefði verið að ræða, heldur þvert á móti verðhæbkun. Þær töl- ur í skýrslu Fiskifélagsins, sem ég las, eru allar nákvæm lega eins og þær tölur, sem ég las í síðari ræðu minni, að frátöldum tölunum um verðlækkun á þorsbalýsi nokkru minni en gert var í skýrslu minni vegna þess, að Fiskifélagið tekur meira til- lit til verðlagsins á kald- hreinsuðu lýsi en gert hafði verið í minni skýrslu. Tölur Fiskifélagsins um verðlæklk- un á síldarmjöli eru einnig nokkru lægri en tölur þær, sem ég byggði á í minni ræðu, vegna þess að nú telur Fiski- Framh. á bls. 23. Freðfiskur Fiskmjöl Þorskalýsi Hrogn söltuð Karfamjöl Karfalýsi Ýmisl. (frá þorSkv Síldarafurðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.