Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORG VNBL AÐIÐ Laugardagur 18. nóv. 1961 Cftgefandi: H.f Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. . Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áftm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKIPULAGIÐ í REYKJAVIK OG NÁGRENNI k bæjarstjórnarfundi í fyrra ** dag gerði Geir Hallgríms- son, borgarstjori, grein fyrir tillöjgum, sem prófessor Breds dorff, danski skipulagsfræð- ingurinn, sem hér hefur starfað að undanförnu, hefur nú gert, annars vegar um heildarskipulag hins svo- nefna Reykjavíkursvæðis og hinsvegar um skipulag gamla Miðbæjarins. Fyrir forgöngu bæjarstjórn ar Reykjavíkur var hafin samvinna milli skipulags- nefndar ríkisins og bæjar- og sveitarfélaganna, á svæði því sem nær frá sjó, upp eft- ir Mosfellssveit og suður um Hafnarfjörð. Er þar um að ræða Reykjavík, Kópa- vogskaupstað, Hafnarfjörð, Seltjarnarneshrepp, Garða- hrepp, Bessastaðahrepp og Mosfellssveit. — Var hinum danska sérfræðingi falið að gera drög að skipulagi alls þessa svæðis og liggur það nú fyrir. Jafnframt fól bæjarstjórn Reykjavíkur prófessor Breds dorff að gera tillögu að skipulagi Miðbæjarins í Reykjavík. Hefur prófessor- inn gert fjórar tillögur og mælt sérstaklega með einni þeirra. Aðalsteinn Richter, skipulagsstjóri Reykjavíkur- bæjar, hefur unnið með pró- fessornum og hefur hann gert sjálfstæða tillögu um skipulag Miðbæjarins. Allar skipulagstillögurnar eru nokk um veginn samhljóða að því er varðar verulegan hluta gamla bæjarins, en hinsveg- ar skiptar skoðanir um skipulag við Aðalstræti, Grjótaþorp og nokkrar teng- ingar umferðaræða. Að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum um skipulagstillög- ur sem þessar. Almenningi hefur nú verið gerð grein fyrir þeim, og er ekkert eðli- legra en umræður fari fram um þær, gagnrýnt verði það, sem miður þykir fara, og bent á betri leiðir. Borgar- stjóri sagði í ræðu sinni á bæjarstjórnarfundi, að á- herzla yrði lögð á að hraða' endanlegri samþykkt skipu- lagsins, hvort sem það yrði nákvæmlega í samræmi við tillögur prófessors Breds- dorffs eða frávik yrðu gerð frá þeim. Aðalatriðið hlýtur að vera að ganga endanlega frá skipulaginu, jafnvel þótt all- ir geti ekki orðið á eitt sátt- ir, því að sérhvert vel unnið heildarskipulag hlýtur að vera betra en skipulagsleysi eða takmörkun skipulagsins við tiltölulega lítil svæði. — Mjög ber því að fagna þessu stóra átaki bæjaryfirvalda Reykjavíkur, enda lýstu full- trúar minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn yfir ánægju sinni með þessar aðgerðir, svo að fullur einhugur virðist ríkja um þær. SKRÍTINN SAMDRÁTTUR k öðrum stað í blaðinu er birt fréttatilkynning frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga, þar sem frá þ.ví er skýrt, að velta félagsins hafi stóraukizt og hagur þess sé góður, enda hafi mikillar bjartsýni gætt á fundi félags ins og ekki sízt í ræðu for- stjóra þess. Fundarmenn hefðu rætt ákaft um framtíðarfyrirætl- anir og var augljóst, að þeir töldu ótal tækifæri til nýrra framkvæmda, því að blóm- legt væri um að litast í ís- lenzku þjóðlífi. Fregn þessi, eins og raun- ar allar aðrar, sem berast af framkvæmdum og atvinnu- lífi landsmanna, stinga illi- lega í stúf við kreppu- og samdráttaráróður málgagns Framsóknarflokksins. Hvað- anæva berast fregnir af stór- framkvæmdum og fyrirhug- uðum átökum til umbylting- ar íslenzks athafnalífs, en Tíminn talar um kreppu. Um allt land er meiri' eftirspurn en framboð vinnuafls, en Tíminn sér fyrir sér sam- drátt. Morgunblaðið hefur marg- spurt Tímann að því, hvar samdrátturinn lýsti sér, hvar hið mikla atvinnuleysi væri. Framsóknarmálgagnið hefur ekki fengizt til að svara þeim spurningum, sem von- legt er, en Erlendur Einars- son hefur nú tekið af blaði sínu ómakið. Hann segir hik- laust, að blómlegt sé um að litast í íslenzku þjóðlífi — og eru það orð að sönnu. SKRUM UM HÚSNÆÐISMÁL 17’ ommúnistaþingmenn hafa “• á Alþingi flutt frum- varp, sem leysa á allan vanda húsbyggjenda. Kennir þar ýmissa grasa og skal ekki farið út í að rekja efni frumvarpsins. Á hitt skal aft ur á móti bent, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ...r fi uz YM&m SENEGAMBIA Nýtt ríki verður væntanlega myndað í Afríku á næsta ári, þegar Senegal og Gambía sameinast vf 9 ./VJ teþ&L /ay «•*> Bécha rrrmnout (kol> ir-l'k!íLS,R E F Iitið er á landabréf yfir vestasta tanga Afríku má þar sjá fyrrverandi frönsku nýlenduna Sene- gal, sem liggur milli Mauretaníu og Portúgölsku Guineu. En skammt fyrir Tsjombé neitar sak- argiftum EtiISABETHVILLE, Katanga, 16. nóvember (AP) — Moise Tsjonr.be, forsætisráðherra Katangafylkis. ræddi við fréttamenn í dag- um skýrslu bá. sem rannsóknarnefnd Sam einuðu þjóðanna hefir gefið út um morð Patrice Lum- umba. fyrsta forsætisráðherra ttongó. — Lýsti Tsjombe það „svívirðileg ósannindi“, að belgiskir málaliðar hafi myrt Lumumba og félaga hans tvo, með vilja og vitund Kat- angastjórnar — og jafnvel að ráðherrum hennar ásjáandi. Hvers vegna kom þessi nefnd ekiki- hinigað til þess fcð leita sannleikans i málinu, sagði Tsjombe, — við hefðum getað gefið henni fullar upp- lýsingar. Hún gat aldrei vænzt þess að komast að himi sanna með því að sitja um kyrrt í Genif allan tímamn. „Látuim nefndina koma hing- að og rannisaka mál'ið að nýju — og síðan gefa út aðra skýrslu," sagði Tsjombe. sunnan höfuðborgina Dak- ar teigir brezka nýlendan Gambia sig langt inn í Senegal. Gambia er þarna eins og rani, 500 kílómetra langur og 40 km breiður, sem nærri klýfur Senegal í tvennt. — Nú mun þess ekká langt að bíða að Gam bia hljóti sjálfstæði og er almennt talið að þegar það verður mimi löndin tvö sameinast. • Sjálfstæðí á næstu grösum Fyrir nokkru var ákveðið eftir brezk-gambiskar viðræð- ur að í maí n.k. skuli, fara fram kósningar í Gambiu. Þá eiga íbúarnir, sem eru um 300.000, að kjósa 32 fulltrúa á þing landsins. En eftir þess- ar kosningar hlýtur Gambia takmarkað sjálfstæði, þar verð ur mynduo ný ríkisstjórn og hennar fyrsta verkefni verður að ákveðc- hvenær landið á að fá fullkomið sjálfstæði. A- ætlað er að það geti orðið næsta haust. Nú er það svo að af fjár- hagslegum éstæðum getur landið ekki staðið eitt. Um tíma var í athuguri sameining þess við Sierra Leone, sem varð sjálfstætt ríki í ár. En margí rnælti gegn þeirri sam- einingu. I fyrsta lagi er Sierra Leone mörg hundruð kíló- metrum fyrir sunnan Gambiu og auk þess eiga íbúar land- anna ekkert sameiginlegt. • Þjóðirnar skyldar Hinsvegar er mikill skyld- leiki milli íbúa Gambíu Og Senega!. Báðar þjóðirnar eru af sama ættstófni, tala sömu tungu og eru Muhammeds- trúar. Margir Gambíubúar eiga sky!dmenni í Senegal og öfugt, Og margir fyrrverandi íbúar Gambíu eru nú búsettir í Senegal. Og á uppskerutím- anum í Gambíu koma þangað þúsundir manna frá Senegal til að vinna á ekrunum. En hnetur eru einasta útflutnings vara landsins. Þá er einnig það, sem minnst var á hér að ofan, að Gambía og Senega! eru í rauninni.ein heild, þar sem Gambía er að- eins ram inn í landsvæði Sene- gal. Þessi rani lokar svo til suðurhérað Senegal, Casam- ■ví—i -■ _____ ®f/ Am»r j 'WJt ! V /^Pt.OoUMUd » / r Mara / kopar AA 1 FRANSKA VfSÝUR'-AFRÍKA ^TimOuk SIESKA l, _JU L apce, frá öðrum landshlutum. Það er því ekki undarlegt þótt þessar tvær þjóðir finni til skyldieikans og að Oft sé rætt um sameiningu landanna. Þegar þessi sameining er rædd í Dakar eða Bathurst (höfuð- borg Gambíu) hreyfir yfirleitt enginn mótmælum. Og þegar síðast fóru fram kosningar í Gambíu hmn 15. okt. 1959, hlutu þeir frambjóðendur einir kosningu, sem vildu sam- einingu rikjanna. • Ekki hvort, heldur hvenær Nú þegar ríkir náin sam- vinna miili landanna á ýmsum sviðum, svo sem um vegamál, póst, síma o. fl. Og háttsettir embættxsmenn beggja landa hittast að jafnaði í Dakar eða Bathurst til að ræða sameigin ieg vandamál. Auk þess hittast ieiðtogar landanna, P. S. N’Jie aðalráðherra Gambiu og Leo- pold Senghor forseti Senegal, oft til að ræða sameininguna. Hvað Bretum viðvíkur, þá telja þeir að ekkert sé því til fyrirstöðu að löndin verði sam einuð. Að vísu hafa Bretar þarna nokkurra hagsmuna að gæta, en landið hefur verið þeim fjárhagsleg byrði. Spurn ingin virðist því ekki vera sú hvort úr sameiningunni verð- ur, heidur hvenær úr henni verður. Gambia er í rauninni land- fræðilegur vanskapnaður -og g!öggt dæmi þess hvernig ný- lenduríkin ákváðu landamæri nýlenda sinna. Sameining Gambíu og Senegal ætti að verða öllum til hagsbóta ekki sízt vegna þess að með þessu, eins og með sameiningu írönsku og brezku Cameroon í eitt sjáifstætt ríki, er unnið að bættum tengzlum ensku og fiönskumælandi landa í Afríku. kommúnistar ætla að bjarga þeim, sem eru að brjótast í að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þegar vinstri stjómin tók við völdum var eitt megin- stefnumið hennar að leysa vandamál allra húsbyggj- enda. Mál þessi heyrðu und- ir kommúnistaráðherrann Hannibal Valdimarsson. Það var því á hans valdi að fram- fylgja stefnu stjórnarinnar. En hver var árangurinn af starfi hans? Þegar vinstri stjórnin tók við völdum hafði hið al- menna veðlánakerfi starfað í átta mánuði og veitt nærri 70 millj. kr. lán, eða 8,7 millj. kr. á hverjum mánuði. Á valdatíma vinstri stjórnar- innar voru hinsvegar ekki veitt lán nema sem námu 3,9 millj. kr. mánaðarlega. Lán- veitingar úr veðlánakerfinu voru fyrir vinstri stjórnina 55 þúsund krónur á hverja íbúð, en vinstri stjórnin lækkaði þessi lán niður í 36 þúsund krónur að meðaltali á íbúð. Þar að auki hækkaði bygg- ingarkostnaður á tímum vinstri stjórnarinnar, þannig að þegar hún hrökklaðist frá, kostaði 100 fermetra íbúð 375 þúsund krónur, samkvæmt hagskýrslum, en hafði kost- að, þegar vinstri stjórnin tók við völdum, 280 þúsund. Af- leiðing þessarar stefnu varð líka sú, að stórlega dró úr íbúðabyggingum og lækkaði tala íbúða í smíðum í Reykjavík ár frá ári, meðan vinstri stjórnin sat að völd- um. — Þessar staðreyndir er rétt að menn hafi í huga, þegar kommúnistar berja sér nú á brjóst og segjast á ný vera færir um að leysa allra manna vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.