Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUISBLAÐIÐ Laugardagur 18. nóv. 1961 Þi Dorothy Quentin: öfllaey 44 Skáldsaga Og, fari hún fjandans til, þessi ómerkilega skepna! hrökk allt í einu út úr Frankie og henni leið betur á eftir. Þú getur fengið minn. Ég aetla niður eftir til að hitta hana mömmu þína, og svo skal ég senda Jóseph með bílinn um hæl. En á meðan ættir þú, Sol, að ná í einhvern matarbita handa honum André- Ég býst ekki við, að hann hafi fengið mikinn mat síðan í morgun. Sol hvarf fram í eldhúsið. Þeg- ar hann kom aftur með bakka í hendi, sá hann, að læknirinn var önnum kafinn að skrifa í vasa- bókina sína. Fjölda-bólusetning, t a u t a ð i hann.... þakka þér fyrir, Sol. Heldur þú, að Frankie kunni nokkuð til hjúkrunarstarfa? Hún er útlærð hjúkrunarkona. Og það varð hún þín vegna. Fyr- ir þig hefur hún stritað eins og galeiðuþræll í Mayne-stofnun- inni, sagði litli Pólverjinn í með- aumkunartón. I Mayne-stofnuninni? Jé, og Christopher Mayné er sonarsonur stofnandans- Fyrir tveim árum var hann þar, veikur af heilahimnubólgu. Frankie var sú eina, sem gat hjúkrað honum, pg því var það, að hún gat ekki komið til New York á afmælinu sínu. Og þegar frændi hennar dó, var hún enn á • samningi við stofnunina og ekki orðin útlærð. En undireins og hún hafði próf- skírteinið sitt í höndum, kom hún heim — til Laurier! André, sem var að maula á brauðsneið, spurði: Hvernig veizt þú svona mikið um Franc- oise? Af því að ég elska hana líka. Ég reyni alltaf að kynnast sem bezt því fólki, sem ég elska, svaraði litli leikstjórinn þurr- Jega. XXI. Sex vikum síðar reið Frankie Celestine niður að Lúsíuflóanum íyrir sólaruppkomu, í þeim tii- gangi að synda þar á bezta tíma sólarhringsins — í dögun. Hún herti ekkert á hryssunni, sem virtist hafa nautn af Því að anda að sér sætum ilminum af runn- unum, undir þungri hitabeltis- dögginni og það engu síður en húsmóðir hennar- Öðru hverju þóttist hún vera að fælast við skuggann af runna eða tré og stundum hneggjaði hún lágt af ánægju. Jæja, kelli mín, þú skalt líka fá að synda. Frankie laut fram og klappaði á gljáandi hálsinn, þar eð hún vissi, hve hestar sækjast eftir vatni. Þetta var í fyrsta sinn, sem þær höfðu getað andað rólega. Martröð var afstaðin. í gær hafði Sol yfirgefið eyná. hamingjusam- ur yfir því að hafa getað orðið að liði þegar mest lá á. Hann hafði hlegið þegar Frankie kvaddi hann með kossi, og klapp- að á skeytið, sem hann hélt á. Fyrst reka þeir mig og síðan hækka þeir við mig kaupið, en næst þegar ég verS rekinn, ætla ég að koma aftur til Laurier, Frankie. Ég er búinn að finna það út, að ég hefði átt að vera læknir. Hugsaðu nú vel um þenn an unga mann þinn — hann á það skilið. Það skal ég gera, hafði hún svarað hlæjandi en hafgolan feykti hárinu frá andliti hennar, meðan hún var að veifa til litla mannsins á skipinu, með tárin í augunum. Síðan steig hún upp í bílinn sinn. Einn maður hafði dáið, og það var sá, sem hafði einmitt þurft að meiða sig á hendinni meðan hann var að taka sóttina. Tveir af sama skipi voru nú að ná sér eftir þunga legu og ein fjöl- skylda, sem rak krá við höfn- ina, hafði veikzt lítilsháttar. Að BABY borðstrauv'él Það er barnaleikur að strauja þvottinn með ■ ,.Baby“ borðstrauvélinni B A B Y borðstrauvélinni er stjórnað með fæti og því hægt að nota báðar hendur við að hagræða þvottinum. Afborgunarskilmálar Viðgerðir og varahiutir að Laugavegi 170 — Simi 17295 Uekla Austnrstræti 14 Sími 11687. öllu samanlögðu mátti það heita góð útkoma í byggðarlagi, sem taldi tuttugu þúsund íbúa- En svo hafði fólkið líka staðið sig ágætlega, hugsaði hún, er hún reið löturhægt niður á grasrönd- ina við sjóinn. Það hafði treyst svo vel André og jafnvel móður hans. Hann hafði unnið eins og þræll og skipulagt hjúkrunar- flokka til þess að bólusetja fólk- ið, og Frankie hafði stjórnað þeim hópnum, sem hafði bæki- stöð í Laurier Það hafði verið svo mikil -gleði og fullnæging að geta nú loksins unnið með hon- um, að hún hafði ekkert tóm haft til að hugsa um néitt annað fyrr en fyrir fáum dögum, þegar þeir síðustu sluppu úr sóttkvínni. Og nú, þegar það versta var afstaðið, var verið að senda André aðstoðarmann, ungan lækni, sem var nú á leiðinni frá Frakklandi. André hafði brosað — raunverulega brosað í fyrsta sinn — þegar hann sýndi henni tilkynningua um þetta. Það ætlar þá að fara svo, að ég geti tekið nér frí. Frankie hugsaði með sjálfri skr, að stundurn gæti lífið verið skríti lega kaldhæðið. Síðan Simone hafði þotið burt í öllum asanum, hafði André aldrei nefnt nafn hennar- Það var ekki að vita hve djúpt hann hefði verið særður, eða hvort hann hefði yfirleitt verið særður. Framkoma lians gagnvart Frankie var alvarlega embættisleg, allt frá þeirri stund er hann sá hana fyrst í búningi hjúkrunarkonu — og mikið hafði Claudette þurft að glenna upp skjána, þegar ferðatöskurnar voru loks opnaðar aftur. En stundum fannst Frankie þó kenna glettni í grágrænu augun- um. En svo hafði hún líka sjálf verið og niðursokkin í starfið, sjálfs þess vegna, til þess að hugsa teljandi um viðbrögð hans. Jafnskjótt sem hún heyrði urri yfirvofandi sótthættuna, hafði starfsáhugi hennar komið til skjalanna, og hún hafði gert sér ljóst, að hverjar sem afieiðing- arnar yrðu, yrði hún að vera kyrr og sjá fyrir endann á hætt- unni. Þegar Celestine kom niður 1 sendna fjöruna, var sólin rétt að byrja að dreifa purpurarauðum næturskýjunum. Snöggvast stönz uðu þær báðar og horfðu á morg- unbirtuna, sem breiddist nú út yfir sjávarflötin í flóanum. Ailit var kyrrt og rólegt eins og það væri enn að bíða nýja dágsins. Þetta minnti Frankie á daginn, sem hún hafði komið til Þöglu- eyjar og ofurlítill skjálfti fór um hana- Enn vissi hún ekki neitt. André hafði ekki mælt til hennar eitt ástarorð, enda þótt augnatillitið, sem hann sendi henni, þegar hún hélt í höndina á deyjandi manni, hefði verið fullt ástar. Hann hafði fengið sjúkrahúsið sitt, hugsaði hún dapurlega, og hann hafði losnað við stúlkuna, sem hefði án efa spiltt lífi hans. Meira að segja höfðu komizt á eins konar sættir með Helenu og Frankie, nóttina góðu, þegar Frankie hafði komið til gömlu konunnar og Simone hafði verið að taka saman dót sitt, allt hvað af tók, en gamla konan studdi sig fram á silfurbúna stafinn sinn og horfði á með fyrirlitningarsvip. Ef þú ferð núna, kemurðu aldrei aftur, sagði Helena dræmt Svo miklu get ég að minnsta kosti lofað þér. Sonur minn fær aldrei að giftast hugleysingja. Frankie, sem stóð úti á svölun- um, hafði orðið steinhissa að sjá, hve mikinn farangur Simone ætlaði að hafa á brott með sér og var nú að láta niður í töskur, fljótt og skipulega. Hún ætlaði' ekki að skilja eftir tangur né Þér megið reyna, hvort ekki er hægt að kyssa án þess að hann „stimpli“. Slllltvarpiö Laugardagur 18. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar. 10:00 Veðurfr.). Geisli er kominn til stjörnunnar Methusalem, þar sem hann á að lát- ast vera Roger Fox, frændi Lúsí Fox. — Hvers konar töfravald hefur Gar læknir yfir henni frú Colby. vinukonu þinni, Lúsí frænka? — Ó, aðallega er það þessi stima- mjúka framkoma hans.... Og þessi rafeindaspávél, sem hann kallar Mystikus metallikus. — Lúsí Fox! Hvað oft á ég að segja þér að Mystikus metallikus spáir ekki um framtíðina! — Berta Colby! 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigw urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt« ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Guðmunóur Arn** laugsson). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16:30 Danskennsla (Heiðar ÁMvalds* son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra; Þorsteinn Sveinsson héraðsdóms- lögmaður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning A dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leMI til Agra“ eftir Aimée SommeN felt; IX. (Sigurlaug BjörnsdótU ir). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ung« linga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Fílharmoníusveit Vki arborgar leikur slavneska dansa eftir Dvorák; Rafael Kubelilc stjórnar. 20:30 íslenzk leiklist: I: „Þess xegnn skiljum við" eftir Guðmun<8 Kamban; i þýðingu Karls ísfelds. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Arndís Bjömsdótti®, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Valtýsdóttir, Gísli Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Helga Bach« mann, Sigríður Hagalín, Þóm Friðriksdóttir, Róbert Arnfinns** son, Haraldur Bjömsson og Guð rún Stephensen. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. ' 22:10 Danslög, þ. á. m. leikur hljóm* sveit Sverris Carðarssonar. Söng kona: Inger Östergárd. 01:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.