Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 1
24 síður Stuöningsmenn Gizenga hvetja til uppreisnar New Yorlc og Leopoldville, 20. nóv. (AP-NTB-Reuter) FULLTRÚI SÞ, Mahmoud Khiari, skýrði fréttamönnum svo frá í Leopoldville í dag, að Pakassa ofursti, einn helzti stuðningsmaður Antoi- nes Gizenga, hefði látið dreifa bréfum og ©rðsending- um um gervallt Kongóríki — þar sem íbúar landsins væru hvattir til uppreisnar gegn Sameinuðu þjóðunum. anna, U Thant, bréf, þar sem hann óskar að þegar verði haf- in rannsókn á atvikum í sam- bandi við morð ítalanna þrettán í Kivuhéraði í Kongó og hinum seku verði refsað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sent 600 eþíópíska hermenn flugleiðis frá Stanleyville til Kindu í Kivuhéraði til aðstoðar Malayahermönnum, sem þar voru fyrir. Þó er talið að enn sé þörf frekari liðsafla, áður en herlið SÞ geti látið til skarar skríða gegn kongósku hermönn- unum, sem að morðunum stóðu. Meðfylgjandi mynd var tekin á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir helgina, þar sem Kongómál- ið var til umræðu, og rætt var um hverjar ráðstafanir skyldu gerðar vegna hins óhugnanlega morðs á ítölsku flugmönnunum þrettán. Fremst til vinstri situr U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna en til hægri Valerian Zorin fulltrúi Rússa. Að baki þeim eru — talið frá hægri, Cruise O. Brien, fulltrúi S.Þ. í Kongó, Indar Rikyhe hershöfðingi, ráðgjafi U Thants í Kongó- málinu og Sean McKeow hers höfðingi liðs S. Þ. í Kongó. íbúar Luluaborgar voru gripn ir mikilli skelfingu fyrir helg- ina, þegar Pakassa ofursti hafði breitt út orðróm um að SÞ hygðu á loftárás á borgina. Fór þá Adoula forsætisráðherra til borgarinnar og fékk róað fólkið. Miðstjómin í Leopoldville kom saman til fundar um helg- ina til að ræða ástandið í Kindu og er nú beðið eftir skýrslu innanríkisráðherrans, Christopher Gbenye, sem er ný- kominn frá Bukavu í Kivuhér- aði. Kongósk* fréttastofan ACO segir, að uppreisnirnar, sem orð- ið hafa undanfarið í Luluaborg, Lubuta, Kindu og Albertville, hafi orðið til þess, að nú sé á- kveðið að endurskipuleggja Kongóherinn frá grunni. Verður kjarni hersins þá æfðir her- imenn og vel þjálfaðir liðsfor- ingjar. Segir fréttastofan, að belgíska landstjórnin fyrrver- andi eigi heiðurinn af því að hafa grundvallað Kongóher á ó- læsum og óskrifandi mönnum, sem einskis hafi verið megnugir er belgísku liðþjálfamir hurfu á brott í júlí sl. ár. • Liðstyrkur til Kindu Utanríkisráðherra ítalíu, An tonio Segni, hefur ritað fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- Ströng næturvinna í Austur- Rammefldir múrveggir reistir og skotgrafir grafnar á borgarmörkunum Berlín, 20. nóv. AP-NTB • Aðfaranotr mánudagsins unnu austur-þýzkir verkamenn baki brotnu undir vernd vopnaðra hermanna — að því að reisa rammgerð vígi á mörkum borgar hlutanna. 0 Mestur viðbúnaður var við Brandenborgarhliðið, þar sem steyptur var veggur svo ramm- efldur, að hann á að þola árás skriðdreka. Ka)la fréttamenn múr vegginn „1000 ára munnn“ vegna rarnmleika hans. • Víða á borgarmörkunum hafa verið reist sterk vígi og stálgrind- ur settar upp og í dag var byrj- að að grafa skotgrafir og skurði. • Hvergi er nú samgangur milli borgarhlutanna nema í Friedrich strasse. Sem fyrr segir er viðbúnaður- Lange óskar f und- ar með Krúsjeff MOSKVA, 20 nóv- (NTB). — Halvard Lange, sem um þessar mundir er í heimsókn í Rúss- landi, hefur óskað eftir sérstök- Um viðræðufundi með Krúsjeff, forsætisráðherra. — ★ — Lange þarf að vera kominn til Helsingfors 30. nóv. — áður fer hann til Leningrad og Uzbekist- an — en hann hefur tilkynnt Krúsjeff, að hann sé reiðubúinn að koma aftur til Moskvu annað favort 1. eða 2- desember — Að kvöldi 3. desember verður hann að vera kominn til Ósló að nýju vegna umræðna í Stórþinginu um markaðsmálin þegar á mánu dagsmorgun. I dag ræddi Lange við ráðherr- ana, Mikojan og Gromyko og var þar meðal annars drepið á af- vopnunarmálin. Eru umræðurn- ar sagðar hafa verið „hinar kurt- eislegustu“. Á morgun verður mikilvægasti fundur Langes í Moskvuferðinni, en þá ræðir hann við Gromyko utanríkisráð- herra. Hyggst Lange meðal ann- ars ræða orðsendingu Rússa til Finna frá 30. okt. sl- og ræða þann misskilning, sem norska stjórnin segir einkenna ummæli P.ússa í garð Norðmanna. inn mestur við Brandenborgar- hiiðið. Þar voru reistir tveir vegg ir, liálfhrmglaga, sem taka þar fyrir alla umferð. Nýr múrveggur er kominn upp við Bernauer-strasse, og styrktar hafa veiið fyrri hindranir við Potzdamerpiatz. Sama er um Friedrichstrasse og Linden- strasse að segja, en þar hefur helzta umferð milli borgarhlut- anna verið siðan gaddavírsgirð- ingarnar voru fyrst settar upp. I dag fóru herbifreiðar bandaríska setuiiðsins óhindraðar ferða sinna í Friedrichstrasse og þyrla sveimaði yfir og fylgdist með verkamönnunum austur-þýzku, þar sem þeir voru að verki. Þegar verkið hófst hljómaði jazzmúsikk frá hátölurum víða vegu og er a leið nóttina blönd- uðust við hamarshögg og hávaði ioftþrýstibora og annarra rafknú- inna verKiæra, en vöruflutninga- Þriðjungur lundsins nndir vntni New York, 20. nóv. BANJJARISKAR flugvélar og skip fJytja nú þúsunidir lesta af niatvælum til Somalilanids í Afríku, þar sem gífurlegir ’ vatnavextir hafa valdið neyð- arásfandi í landinu. Ægilegar rigningar hafa verið í land- inu sl. tvær vikur, ár flætt yf- ir bakka sína og eyðilagt akra á stórum svæðum Má heita að þriðjj hluti landsins sé undir vatni. HundruS manna eru einangraðir matarlausir viðsvegar um Iandið og mikil hætta á drepsóttum. bifreiðir stóðu í röðum og biðu þess að iosa steinsteyptar hellur, múrsteina og sement. Hvorki blöð né útvarp í Aust- ur-Berlín minntust á þessar að- gerðir einu orði í dag og var ekki annað að sjá á ífflium A- Beriínar en þeim væri þetta alls ókunnugt. Hinsvegar gaf austur-þýzka stjórnin ut tilkynningu ;seint í kvöld þar sem segir, að að- gerðirnar á borgarmörkunum séu geröar vegna öryggis A.- Berlinar. I tilkynningunni segir m. a.: — Austur-Þýzkaland hefur ekki á prjónum neinar áætlan- ir um að blanda sér i malefni' Vestur-Berlínar. Er það von Austur-Þjáöverja að hinn trausti múrveggur sannfæri um liið gagnstæða alla þá, sem lifa í þeirri trú, að Austur- Þýzkaiand fyrirhyggi árásir á Vestur-Berlín. Særðist Þrír mer.n komust yfir borgar- mörkin om nelgina, þrátt fyrir skotárás austur-þýzkra hervarða. Einn flóttamanna særðist alvar- lega, en allir komust þó yfir með því að synda yfir ána Spree. Um helgina særðist franskur maður, — eirm af þátttakendum á þmgmannafundi NATO, sem Framh. á bls. 2. Sex af tíu komust af Flak ítolsku vélarinnar íundið við Tanganyika vatn Nairobi, 20. nóv. (AP-NTB) I D A G fannst flak ítölsku flugvélarinnar, sem saknað var á laugardag, en hún var á leið til Leopoldville í Kongó. Sex menn komust lífs af, er vélin hrapaði til jarðar, en tíu menn voru í vélinni. Flakið fannst við austurströnd Tanganyika-vatns, rétt norð- austan við Albertville. Norskir flugmenn, sem voru í leitarflugi yfir þeim stöðum, er líklegt þótti, að ítalska vélin hefði far- ið yfir, fundu flakið og menn- ina — sem gátu gefið merki um að þ«ir væru ómeiddir. Flugvélin var af gerðinni C- 119. Italski flugherinn lánaði hana til Sameinuðu þjóðanna í Kongó og áhöfnin — átta ítalir — áttu að koma í stað þeirra þrettán, sem myrtir voru í síð- ustu viku í Kivu-héraði. Hinir tveir, sem voru 1 flugvélinni, voru opinberir embættismenn ítölsku stjórnarinnar. Þeir, sem af komust, voru fluttir til Albertville í Kat- anga í dag. • Senda ekki fleiri flugvélar Vegna þessa hörmulega flugslyss hefur ítalska ríkis- stjórnin ákveðið að senda ekki fleiri flugvélar eða starfsmenn til Kongó, a.m.k. ekki fyrst um sinn — en fyrirhugað var að tvær flugvélar af sömu gerð — C-119 — yrðu sendar til Kongó á morgun — þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.