Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBL AÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1961 Handrið Smíðum handrið úti og inni. Fljót afgreiðsla. Verk stæðið Laufásvegi 13 — Símar 22778 og 32090 Harpaður gólfasandur til sölu, einnig mjög góður pússningasandur. Pöntun- um veitt móttaka í síma 12551. — Ægissandur hf. Rauðamöl Seljum mjög fína rauða- möl. Ennfremur gróft og fínt vikurgjall. Sími 50997. Hafnarfjörður Glerslípnnin í Hafnarfirði er á Reykjavíkurvegi 16- 2 — 3 — 4 — 5 og 6 mm gler. Einnig hamrað gler og öryggisgler. Permanent litanir geislapermanent, gufu permanent og kalt perma- nert. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 16A — Sími 14146 Til sölu Dömu- og unglingakjólar, kápur, pils og skór. Tæki- færisverð. Uppl. á Kirkju- teig 25 kjallara. Sími 33726 Dönsk módelkápa til sölu. Uppl. í síma 35515 frá kl- 1—3 alla daga nema þriðjudaga og fimmtudaga. Reglusamur maður óskar eftir fæði, Iielzt í Laugarneshverfinu. Tilboð sendist blaðinu fyrir fimmtudag merkt — „Ábyggilegur — 7572“ Kenni akstur Hef nýjan bíl. Uppl. í síma 32508. Kvenarmbandsúr tapaðist 15. þ.m. í Austur- bænum. Skilvís finnandi gjöri svo vel að hringja í síma 16981. Ráðskona óskast má hafa barn- Uppl. í síma 35513. Múrari óskar eftir íbúð. 3ja ti' 4ra herb. Fyrirframgreiðla. — Uppl. í síma 35245 í dag. Vantar íbúð Reglusama fjölskyldu vant ar íbúð til leigu á hitaveitu svæði, má vera í kjallara- Sími 23607. Barnarúm 2 gerðir Húsgagnavinnustofa Sighvatar Gunnarssonar Hverfisg. 96 — Sími 10274 Ódýrir bílar Standard 8 ’47. Ford pall- bíll, góður. Uppl. á Ný- býlavegi 50. Kópavogi í dag- í dag er priðjudagurlnn 21. nóv. 325. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 4:22. Síðdegisflæði kl. 16:39. Slysavarðstolan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrlt vitjaniri er á sama stað fra kl. 18—8. Síml 15030. Næturvörður vikuna 18.—25. nóv. er 1 Lyfjabúðinni Iðunni. Uoltsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9.15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna, Uppl. í síma 16699. Næturlæknir í Hafnarfirði 18.—25. nóv. er Ólafur Einarsson, sími 50952. IOOF = Ob. 1 P. = 14311217 == E. T. II. 0 Helgafell 596111227. IV/V. 2. Kvenfélag Hallgrímskirkju: Fundur miðvikudaginn 23. þ.m. (á morgun) í húsi KFUM og K, Amtmannsstíg 2 kl. 3 eJh. Áríðandi að konur, sem ætla að undirbúa bazar mæti. St. Georgs Gildi Rvíkur, samtök & Herðið ykkur við austurinn, piltar. eldri skáta og velunnara skátahreyf- ingarinnar, fundur í Skátaheimilinu (litla salnum ) í kvöld kl. 21. KFUK: Konur, muniö bazarinn, sem verður 2. desember. + Gengið + 17. nóvember Kaup Sala 1 Sterlingspund 120.90 121.20 1 Bandaríkjadollar .. 42,95 43,06 1 Kanadadollar 41,56 41,67 100 Danskar krónur .... 622.68 624.28 100 Norskar krónur .... 603,00 604.54 100 Finnsk mörk 13,39 13,42 100 Franskir frank 874,52 876,76 100 Tékkneskar kr 596.40 598.00 100 Vestur-þýzk mörk 1.072,84 1.075,60 100 Austurr. sch 166,46 166,88 100 Pesetar 71,60 71,80 1000 Lírur 69,20 69,38 100 Franskir frank 872,72 874,96 100 Belgískir frankar 86,28 86,50 100 Svissneskir frank. 994,50 997,05 Laeknax fjarveiandi Árnl Björnsson um óákv. tíma. — (Stefán Bogason). Esra Pétursson um óákveðinn tíma (Halldór Arinbjarnar). Gísli Ólafsson frá 15. apríl 1 óákv. tíma. (Stefán Bogason). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar Guðmundsson). Ólafur Geirsson fjarv. til 21. nóv. Víkingur Arnórsson til marzloka 1962. (Olafur Jónsson). Sigurður S. Magnússon um óákv. tíma (Tryggvi Þorsteinsson). FÆREYSKIR MÁLSHÆTTIR: Hann má lúta, ið minni már. Ofta er ljótur dreymur fyri litlum. Hann, sum einki kann at loyna (=leyna), eigir einki at vita. Eingin toyggir (= teygir) seg longur, enn armarnir rökkva (= hrökkva). Mangur er málvinur, ið ikki er alvin- ur. Tá ið músin er mett, er mjölið beiskt. Leingi stendur mansevni til bata. Tað er mangur leikur í longum talvi (= tafli). Hann, sum ikki sýpur seg mettan, sleikir seg ikki mettan. Bundin er barnamóðir. MFNN 06 = MALEFNI= NÚVERANDI vararíkisstjóri Minnesotaríkis í Bandaríkjun- um, Karl F. Rolvaag, er stadd- ur hér á landi um þessar mund ir. Hann er fæddur í bænum Northfield, Minnesota hinn 18. júlí árið 1913. Hann var þriðji í röðinni af fjórum börnum prófessors Ole E. Rolvaag og konu hans, en Ole Rolvaag var í mörg ár kennari við Skóla þann í Northfield, sem ber nafn Ólafs helga Noregskon- ungs og kallaður er St. Olaf College. Kenndi hann þar eink um norskar bókimenntir og var í allmörg ár forseti þeirrar deildar skólans, sem annast kennslu í norskum og norræn- um bókmenntum. Aúk þess var Ole Rolvaag mjög mikil- hæfur rithöfundur, og hefur notið mestrar frægðar vestan hafs þeirra rithöfunda nor- rænnar ættar, sem ritað hafa bækur sínar á norsku. Bók hans Giants in the Earth telst til klassískra bókm.ennta Bandaríkjanna. Einnig nutu Peder Victorius Og Their Fath ers God mjöig mikilla vin- sælda vestan hafs. Arið 1931 hóf Karl F. Rol- vaag nám við St. Olaf College, en varð að hætta námi að einu ári liðnu vegna fjárhagsörðug leika. Faðir hans var þá látinn og auk þess var þá fjárhags- kreppan mikla í Bandaríkjun- um í algleymingi. Næstu ár- in varð hann þvi að vinna fyrir sér með því að stunda ýmis konar erfiðisvinruu. Vann hann þá ýmist við skógarhögig, námugröft og landbúnaðar- störf, aðallega í rí'kjunum Washington og Idaho. Árið 1937 tók hann svo aft- ur við nám sitt og enn við St. Olaf College. Lauk hann B.A.- prófi í bandarískri sögu árið 1941. Hugðist hann halda á- fram námi, en varð þess í stað að hefja herþjónustu, þar eð heimsstyrjöldin síðari hafði nú brotizt út. Gekk hann í herinn í júnímánuði sama árið og hann útskrifaðist úr St. Olaf College, og gegndi her- þjónustu í hinum frægu skrið- drekasveitum Pattons hers- höfðingja, fyrst sem óbreytt- ur hermaður, en hæikkaði smám saman í tign og var orðinn höfuðsmaður, er stríð- inu lauk. Fjórða skriðdrekasveitin í 3. her Pattons naut mikillar frægðar í stríðinu fyrir vask- lega framgöngu, bæði í innrás inni í Norður-Afríku og síðar í innrásinni í Evrópu og ýms- um meiri háttar orrustum á ítalíu, í Frakklandi og í Þýzka landi. Þessi hersveit hlaut sér staka viðurkenningu Banda- rí'kj af orseta og var sæmd franska heiðursmerkinu „Cro- ix de Guerre“. Sjálfur hlaut Rolvaag ýmiss beiðursmerki fyrir hermennsku sína, en hann særðist einnig hættulega oftar en einu sinni, og í lok stríðsins varð hann að dvelja í sjúkrahúsi í tvö ár til lækn- isaðgerða vegna sára sinna. Árið 1947 hóf Karl Rolvaag fr'amhaldsnám við ríkishá- skóla Minnesotaríkis, og lagði nú einkum stund á stjórnlaga- fræði og hefur meistarapróf í þeirri grein. Arið 1947 hlaut hann námsstyrk frá American -Scandinavian Foundation I Bandaríkjunum til enn frek- ara náms við háskólann i Osló, en þar dvaldi hann eitt •háskólaár Og kynnti sér eink- um stjórnmálasögu Noregs og þróun stjórnm/álaflokkanna þar í landi. Rolvaag hafði ávallt haft mikinn •áhuga á stjórnmálurn og jafnan fylgt demókrata- flokknum að málum, en það var ekki fyrr en stríðinu lauk, að hann gat farið að taka virk- an þátt í stjórnmálum heima- ríkis síns. Arið 1946, þá 33 ára gamall, var hann fyrst í framboði til kjörs á þjóðþing Bandaríkjanna fyrir demó- kratiska bænda- og verkalýðs- flokkinn í Minnesota, en náði eigi kosningu. Hann var aftur í framboði fyrir sama flokk til þjóðþingskjörs árin 1948, 1950 og 1952. Tókst honum ekki að ná kosningu, en jók stöðugt við fylgi flok'ksins. Ar ið 1954 hlaut Karl Rolvaag kosningu sem vara-ríkisstjóri Minnesótaríkis með 54,001 at- kvæða meirihluta. Hefur hann jafnan síðan verið endurkjör- inn, og árið 1956 hlaut hann 72,447 atk. meirihluta, árið 1958 179,870 atkvæða meiri- hluta og árið 1960 fékk hann 151,441 atkvæði fleiri en noikk ur annar frambjóðandi til em bættis vararíkisstjóra. Sem stjórnmálamaður hefur Rolvaag jafnan verið mjög ná- inn samstarfsmaður hins kunna öldungardeildarþing- manns frá Minnesota, Hubert Humphrey, og barðist hann fyrir framboði. hans til forseta kjörs á vegum demókrata- flokksins í Bandarí'kjunum fyr ir forsetakosningarnar síð- ustu. Rolvaag hefur verið full- trúi á þingum demókrata- flokksins bæði 1956 og 1960. Auk stjórnmálastarfa sinna í Minnesótaríki hefur Karl F. Rolvaag einnig starfað mikið að tryggingamálum og hefur verið einn af framkvæmda- stjórum vátryggingafélags í Minnesota, semnefnist Group Health Mutual Insurance Company. Þá hefur hann einn ig tekið virkan þátt í störfum samtaka, sem menn af norsk- um og norrænum upprana hafa með sér í Minnesota. Karl F. Rolvaag vararíkis- stjóri hefur að undanförnu verið á fyrirlestrarferð um Norðurlönd og kemur hingað til lands frá Svíþjóð. VEGNA óánæMíiu, sem Egill Jónasson á Húsa- vík, hefir orðið var við, út af Öskjuvísunni, sem áður hefur verið birt hér í biaðinu, hefir hann gert hessa bragarbót: Leiðréttingar lausafregnar styð ég. í landafræði hvergi nærri slyngur, auðmjúklega afsökunar bið ég: Askja er fædd og getin Mývetningur. JÚMBÓ og SPORI í frumskóginum -X * * Teiknari J. MORA 1) Loksins víkkaði útsýnið. Fyrir framan þá var svolítil kúpt eyja og Júmbó stýrði þangað þegar í stað. Þarna gátu þeir gengið á land, til þess að reyna að átta sig svolítið. Satt að segja veitti þeim ekkert af því. 2) — Tvær gráður á stjórnborða, norð-norðvestur, aftur á bak! Júmbó var ákaflega skipstjóralegur. — Við vörpum akkeri hér, þar sem ég sting spjóti mínu, og svo getum við í ró og næði .... 3) Það var aldrei útskýrt frekar, hvað þeir gerðu í ró og næði, því að nú kvað við ægilegt öskur og Júmbó varð samstundis ljóst, að það hafði verið bakhlutinn á gömlum flóðhesti, sem hann stakk spjótsoddinum í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.