Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBL AÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1961 1750 manns ferðuðust með F.í. í sumar FélagiÖ hyggst koma upp tjaldbúðarstœði Á SUNNUDAGINN var haldin hin svokallaða „Sviðamessa“ Ferðafélags íslands, en á haust- in býður ferðanefnd félagsins þeim mönnum sem hún hefur haft mest skipti við á árinu til hádegisverðar í Skíðaskálanum og skýrir blaðamönnum þá frá því markverðasta sem félagið hefur tekið sér fyrir á árinu. For- maður ferðanefndar er Lárus Ottesen. Jón Eyþórsson, forseti Ferðafélags íslands, stjórnaði hófinu, og bauð velkominn Geir Hallgrímsson borgarstjóra, svo og aðra gesti- Jón sagði m. a. að í athugun hiá Ferðafélaginu væri hvaða s*ef næst skyldi taka hjá félaginu til fyrirgreiðslu fyrir ferðamenn, en sem kunnugt er hefur félagið reist skála til afnota fyrir ferðafólk á mörg- um ferðaleiðum út um landið. Væru forráðamenn félagsins að hugsa um að koma upp tjaldbúð- arstað í fögru urjihverfi, þar sem fjölskyldur eða aðrir hópar gætu dvalið í umarleyfum. Þetta þyrfti að vera fallegur staður, með möguleikum til gönguferða og ýmsa fyrirgreiðslu þyrfti að hafa á tjaldstæðinu, svo sem rennandi vatn og þessháttar. Sagðist Jón hafa það á tilfinn- ingunni að æskulýðinn vantaði verkefni- Unga fólkið væri ötult, það þekkti hann af reynslu, ef því væri hjálpað um verkefnin. Ný vinsæl ferðamannaleið Stjórn Ferðafélagsins telur lið- ið ár fremur hagstætt, þrátt fyrir heldur óhagstæða veðráttu á sumrinu var þátttaka í ferðum góð. Alls voru farnar 61 ferð og voru þátttakendur 1750. Sú nýjung var tekin upp á árinu að tvö skíðanámskeið voru haldin í Kerlingafjöllum undir forustu þeirra Valdimars Örnólfssonar og Eiríks Haraldssonar og tókust mjög vel. Sagði Jón Eyþórsson, að snjór hefði l~_gið í fjöllunum mjög lengi fram eftir í vor, en óvíst væri hvort alltaf yrði hægt að vera þar á skíðum, eftir að bílfært er orðið inneftir. Þá gat hann þess, að ný ferða- mannaleið er að opnast, sem virðist ætla -ð verða mjög vin- sæl- Er það Fjallabaksvegur, þ.e.a.s. það sem stundum hefur verið kallað Fjallabaksleið syðri til aðgreiningar frá Fjallabaks,- leið nyrðri, sem Jón vill að nefnd sé Landmannaleið. í einni ferð Ferðafélagsins um Fjallabaks- veg, var farið úr leið, að Emstru- Á þessu ári kemur út 34. ferða bók Ferðafélagsins, en það er nú 34 ára gamalt. Verður bókarinn- ar getið í annarri frétt í blað- inu. Ferðafélagið hélt 5 kvöldvök- ur á sl. ári. Var sú nýbreytni tekin upp að binda skemmtiefni hverrar kvöldvöku við ákveðið svæði kringum einhvern skála félagsins og gafst það mjög vel- Voru kvöldvökurnar ákaflega vel sóttar. Að venju var plantað trjáplönt um í reit félagsins í Heiðmörk. Voru settar niður 6000 trjáplönt- ur í vor, og hefur félagið þá gróðursett alls 69.000 plöntur í Heiðmörk. Orðsending til gjald- enda stóreignaskatts náms alls misréttis og ranglætis. Samkvæmt þvi má gera ráð fyrir að fjármáiaráðherra eða ríkis- stjórnin í beild beri mjög bráð- lega fram á þinginu frumvarp um þetta. Frestun innheimtunnar mun að sjálfsögðu einnig ná til inn- heimtu verðbréfadeildar Lands- bankans á veðskuldabréfum, sem nokkrir stóreignaskattsgreiðend- ur hafa gefið ut með fyrirvara. Viröingarfyllst, Páll Magnússon Landabréfin verða prentuð hér Ferðafélagið hefur á undan- förnum árum gefið út landabréf, sem prentuð hafa verið á vegum Geodædisk Institut í Kaupmanna höfn, og hefur það gefið nokkrar tekjur. Nú hefur félagið keypt frumteikningarnar þar og er ætl- unin að prenta kortin framvegis á íslandi í Lithoprent en þau eru prentuð í 10 litum- Hefur Ágúst Framh. á bls. 8. Hallbjörg á Borginni HIN VINSÆLA söngkona, Hallbjörg Bjarnadóttir, mun skemmta gestum á Hótel Borg næstu vikur með söng, eftirhermum og gamanyrðum. Skemmti hún í fyrsta skipti á fimmtudaginn var ásamt bróður sínum, Kristjáni Má, dægurlagasöngvara. Skemmti atriðin voru allgóð, en hegð- un nokkurra gesta spillti gamninu nokkuð. Sá, sem verst lét, var ekki settur út fyrr en um seinan, og aðrir fengu að haga sér illa, óáreitt- ir að mestu. VEGNA eðhlegra fyrirspurna frá greiðendum stóreignaskattsins frá 1957 um það, hverra úrslita sé að vænta í baráttunni fyrir afnámi hinna furðulegu laga, vil ég taka fram, það sem hér fer á eftir: Um þetta má fyrst og fremst vísa til greinargerðar Leifs Sveinssonar iögfr., í Morgunblað- inu 2. þ.m. Eins og þar kemur ljóst fram, er nú sannað óvéfengj anlega, hverskonar glapræði og fiaustursverk stóreignaskattslög- in 1950 og 1957 eru, frá hvaða hlið, sem á þau er litið. Astæða er til að ætla að borgaraflokkarn ir séu nú loks að átta sig á því, hvers eðlis þessi löggjöf er og hvaðan ættuð. Þetta má marka á því m. a., að uppi eru nú í málgögnum þessara flokka og á málfundum háværar raddir um nauðsyn þess að fá inn í landið mikið erlent einkafjármagn og samstarf við eigendur þess, í því skyni að gera atvinnurekstur þjóðarinnar fjölþættari, sam- keppnishæfari tæknilega séð, og afkomu lanasmanna betri og tryggari sbr. hið ágæta erindi Steingrims Kermannssonar í Morgunblaðinu. Þetta bendir til þess, að lýðræðisflokkarnir séu nú að hverfa frá hinni háskalegu þjóðnýtingarstefnu, sem þeir hafa allir dekrað við meira og minna, bæði í Orði og verki und- anfarna áratugi. Þessi áhugi fyrir erlendu fjármagni og erlendu. einkaframtaki í landinu, hlýtur að opna augu manna fyrir því, hver heimska það er og óhæfa, að halda samtímis áfram látlausri ofsókn á hendur innlendu einka- fjármagm og einkarekstri og skapa þar með óstöðvandi fjár- flótta og jafnvel fólksflótta úr landmu. — Og varla munu þess- ar aðfarir ísi. stjórnvalda í garð hins innlenda einkafjármagns orka örvandi á f járstrauminn hingað frá eriendum fjármagns- eigendum. I samræmi við það, sem að of- an er sagt, hefur núverandi fjár- málaráðherra frestað innheimtu stóreignaskattsins frá 1957 og san.þykkt áíramhaldandi fresti í dómsmálunum út af honum, með það íyrir augum, að yfirstand- anoi Aiþingi afnemi lögin eða geri að minnsta kosti á þeim nauðsynlegar breytingar til af- ♦ Sjónvarp Eitt aðalmál dagblaðanna síðustu daga er stækkun sjón- varpsstöðvar varnarliðsins á Keflavikurílugvelli. Það var leiðinlegt að sjá að ritstjórn Timans þurfti endilega að gera þetta að pólitísku máli. Um Þjóðviljann er ekki að spyrja, hans stefnu og rökfestu í þessu máli sem öðrum þekkja allir landsmenn. Þar sem ég á sjón- valp og heí mikið gaman af, vildi ég fá þetta tækifæri til þess að svara þeim þröngsýnu mönnum, sem mæla á móti stækkun stöðvarinnar á Kefla- víkurfluvelli. Þessir menn telja að stöð sem þessi, rekin af hernum, sé áróðurskennd, svo og að dagskráin sé frekar léleg og gæti jafnvel haft spill andi áhrif á íslenzka menn- jngu. Því er til að svara að öll „prógrömmin“ suðurfrá eru úr val af þeim mörgu,- sem fram koma í Bandaríkjunum, en við þurfum ekki að horfa á hinar ýmsu auglýsingar, sem heldur þykja leiðinlegar til lengdar. Hinsvegar bera auglýsingarn- ar venjulega kostnaðinn af upptöku myndanna. Með þessu móti er okkur kleift að fá glæsilegt úrval beztu „pró- gramma", án þess að þurfa að þola auglýsingaáróðurinn, er annars myndi fylgja þeim. Þá má einnig benda á það, að ríkisútvarpið telur að mestu örðuleikarnir við að koma á stofnun íslenzkri sjónvarps- stöð stafi erlendis frá. I vest- rænum löndum, svo sem til dæmis Danmörku, Englandi, V.-Þýzkalandi Og fleiri lönd- um, eru sýndar bandarískar dagskrár, sem viðkomandi lönd hafa borgað geysifé fyrir, en öll þessi helztu „pró- grömm“ fáum við til sýnis ókeypis hér. Menn segja að sjónvarpið sé tímaþjófur Og að vísu er það rétt. En mætti þá ekki eins segja að kvikmynd, leiksýnmg, lestur í blöðum og tímaritum, spilamennska og flest annað, sem fólk skemmt- ir sér við í frístundum sínum, sé tímaþjófnaður? Það er eng inn að halda því fram að sjón- varpsstöðin suðurfrá sé nein menntastofnun, enda eru sjón- varpsstöðvar það yfirleitt ekki heldur í öðrum löndum. Mað- ur verður að gera sér grein íyrir því að rekstur sjónvarps byggist af áhorfendafjöldan- um og það er nú einu sinni svo, að meirihluti fólksins vill heldur horfa á léttar myndir í frístundum sínum, en alvar- legar kennslumyndir. * Evrópska eða ameríska kerfið? Eg las í Vísi viðtal við Vil- hjálm Þ. Gíslason útvarps- stjóra, þar sem hann segir okkar, að það muni kosta tíu til tólf milljón krónur að byggja sjónvarpsstöð og jafn- vel ennþá hærri upphæð að reka slíka stöð árlega. Síðan segir útvarpsstjóri, að sjón- varpsstöð Islendinga muni sennilega verða byggð sam- kvæmt evrópsku kerfi, en það þýðir að allur sá fjöldi, sem hefur eignazt sjónvörp nú þeg- ar, mun ekki geta séð á þessa stöð nema með því að breyta tæki sínu, sem er afar kostn- aðarsamt. Þetta þýðir beinlín- is að útvarpsráð ætlar sér að eyðileggja eignir þessara manna, sem mér skilst að þeg- ar séu orðmr yfir 500, og það, að mér virðist, alveg að á- stæðulausu. Segjum svo að við Islendingar getum komið upp stöð ef tir 2-3 ár og má þá gera ráð fyrir að á þeim tima bæt- ist við önnur 500 tæki, þannig að fjöldmn verður þá kominn upp í eitt þúsund samtals. Þá er þegar icomin f járfesting upp á fimmtán milljónir í tækjum. Það ætti ekki að skipta miklu máli hvað kostnaðinn snertir fyrir útvarpsráð að velja ame- ríska kerfið frekar en það evrópska, þegar við byggjum okkar eigin stöð. Sá stofnkostn aður hefur lítið að segja, þeg- ar allt annað er tekið til greina. Einnig gætu menn þá valið um, hvora stöðina þeir heldur vildu horfa á — eða er það kannske þetta val, sem út- varpsráð er hætt við? Það væri fróðlegt að heyra frá út- varp9s(.jóia, hvaða skýringar hann hefux fram að færa fyrir þvi að velja evrópskt kerfi frekar en amerískt, þegar til- lit er tekið til þeirra fjárfest- íngar, sem þegar hefur orðið t ameriskum sjónvarpstækjum. * Endurvarp frá loftbelgium Bandaríkjamenn hafa gert vel heppnaða tilraun með þvt að skjóta loftbelg út í geim- :nn, en sá loftbelgur »hefur snúizt með sama hraða og hnötturinn og hafa þeir skotið á hann geisla, sem síðan endur varpasl íil jarðar. Sagt er að Bandaríkjamenn séu bjartsýn- ir á, að innan tveggja til þriggja ára ætti að vera hægt að skjóta nokkrum slíkum hnöttum með ákveðnu milli- bili og kasta í þessa hnetti bæði útvarps- og sjónvarps- bylgjum og fá til baka truflun arlausa sendingu. Þessi hug- mynd á ekki svo ýkjalangt I land og veldur gjörbyltingu bæði á byggingu sjónvarps- stöðvar og einnig á útsend- ingu. Heíur útvarpsráð tekið tillit til þessarar gjörbylting- ar, og ef svo er, finnst þeim samt rétt að leggja út í gífur- legan kostnað við byggingu nýrrar stöðvar, áður en séð verður hvernig þessari nýju tækm vindur fram? Þegar þess ír belgir eru komnir á loft ætt um við aö geta fengið úrval bæði amerískra og evrópskra „prógramma“, þar sem hug- myndin er að heimsálfurnar skiptist á dagskrám með þvl að kasta upp í þessa belgi. Hvað segja þá menn um spill- ingu íslenzkrar menningar? SjónvarpsunnandL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.