Morgunblaðið - 21.11.1961, Side 11

Morgunblaðið - 21.11.1961, Side 11
í>riðjudaeúr 21. nóv. 1961 M O K C T’V B L AÐ 1 Ð 11 ln memoriam Inger Schiöth Þórbarson F. 24. maí 1925. D. 15. nóv. 1961 SÚ harmafregn barst um Há- skólann fyrir tæpri viku, að frú Inger Þórðarson, kona prófess- ors Þóris Þórðarsonar, væri lát- in. Sú fregn kom að vísu ekki alls kostar á óvart, því að frú Inger hafði lengi átt við alvar- legan sjúkdóm að stríða, en hin- ir mörgu vinir þeirra hjóna héldu í lengstu lög í þá von, að viljastyrkur frú Inger, lífsgleði hennar og lífsþróttur myndi vinna bug á sjúkdómnum. Frú Inger Þórðarson var fædd á Akureyri 24. maí 1925, og var því aðeins 36 ára, er hún lézt. Hún var dóttir Áge Schiöth, lyf- sala og konu hans Guðrúnar, f. Juls0. Frú Inger ólst að mestu leyti upp á Akureyri hjá ömmu sinni og afa, er alla stund voru henni mjög kær. Frá fyrstu tíð hafa kynni mín af Inger verið mér hugstæð og hugþekk. Ég kynntist henni fyrst fyrir 23 árum, er ég var nemandi í Menntaskólanum á Akureyri og kenndi henni undir inntökupróf í skólann. Mun ég seint gleyma henni eins og hún var þá, broshýrri og brosmildri, glettinni og geislandi af lífsfjöri, en jafnframt prúðri og háttvísri, svo að af bar. 1 menntaskólan- um reyndist hún mjög góður memandi, og var henni sérstak- lega sýnt um málfræði og tungu- mál.Stúdentsprófi lauk hún frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1944 með mjög góðum vitnisburði. Fylgdist ég með mámsferli þessa geðþekka nem- anda míns, og var kunnugt um, að hún var í miklum metum hjá skólameistara og öðrum kennurum skólans. Fljótlega að 'loknu stúdentsprófi hélt Inger til Svíþjóðar til náms og starfa, og dvaldist þar hjá frænku sinni í 3 ár, 1945—1948. Lagði hún þar m. a. stund á tungumál. Á árunum 1948—1951 starfaði hún hér heima á skrifstofu. Var hún mjög fær til allra skrif- stofustarfa og hafði ágætan undirbúning undir þau störf. Sumarið 1951 giftist Inger Þóri Kr. Þórðarsyni, er lokið hafði þá um vorið embættisprófi í iguðfræði með miklum ágætum. Fór% þessi ungu, glæsilegu og gáfuðu hjón til Bandaríkjanna þá um haustið, þar sem Þórir stundaði framhaldsnám í fræði- grein sinni í Chicago. Undu þau vel hag sínum þar, og báðum varð þeim mikið úr dvölinni, enda voru þau bæði óvenju skyggn á menntunar- og menn- ingarfæri erlendra þjóðfélaga og kunnu að hagnýta sér þau. Tók Inger mikinn þátt í hinu erfiða námi manns síns og varð hon- um þá sem jafnan síðar mikil stoð og styrkur. Þau hjónin komu hingað heim, er Þórir var skipaður dósent í guðfræði við Háskóla íslands 1954. Þau dvöld- ust að nýju í Chicago 1957— 1959, þar sem prófessor Þórir var við kennslu og sérfræði- legar rannsóknir og lauk dokt- orsprófi í guðfræði. Voru þau hjón vissulega hinir ágætustu fulltrúar lands síns á erlendum vettvangi og eignuðust þar fjölda vina. Frú Inger bjó manni sínum vistlegt og ágætt heimili hér í Reykjavik. Eru þeir margir, sem þar hafa verið heimilisvinir, og á ég því láni að fagna að vera einn í þeirra hópi. Hin gáfaða húsfreyja lagði þar mikið til mála í viðræðum um menning- armál samtímans, enda var hún vel menntuð og víðsýn og bjó yfir mikilli sálrænni innsýn í mannheima. Hún var fágætlega áhugasöm um kennslustörf manns síns og almenn umbóta- mál í hinum unga háskóla vor- um. Stúdentar leituðu mjög á heimili þeirra, og lét frú Inger 6ér umhugað um þá, þ. á m. erlenda stúdenta, er hér dvöld- ust við nám. Er það ómetan- legur styrkur hverjuin skóla — og þá ekki sízt háskóla — að konur kennaranna séu áhuga- eamar um störf eiginmanna einna og um málefni stofnunar- innar. Er háskóla vorum því mikil eftirsjá að frú Inger. Að frú Inger Þórðarson er mikill mannskaði. Hún var óvenju vel gerð kona, greind, geðfelld og góðviljuð, hreinlynd og trygglynd. Hún var heil- steyptur persónuleiki, að sumu leyti dul og var stundum sem tregi byggi undir glaðværð á ytra borði. Þykir mér líklegt, að það verði rakið til þess mikla áfalls, að hún missti barnung móður sína. Hún hafði skýrt mótaða lífsstefnu, sem henni var mikill styrkur að í sjúkdómi sínum, en honum tók hún með sálarró og viljaþreki þroskaðrar konu. Frú Inger var fjarskalega barngóð, og hændust börn mjög að henni. Trega börn á heim- ilum vina þeirra hjóna nú sárt Inger, sem alltaf var aufúsu- gestur, er hafði frá mörgu að segja og hafði óvenju næman skilning á börnum, í gleði þeirra og raun. Þessi smávinir munu aldrei gleyfna Inger, „sem var svo góð og skemmtileg“, eins og einn þessara vina hennar lýsti henni látinni. Við fráfall frú Inger er meiri harmur kveðinn að eiginmanni hennar og öðrum vandamönn- um en svo að hér verði rætt. í hinum mikla harmi er þess að minnast, hve bjart er og fag- urt um minningu hennar, hve góðan orðstír hún gat sér hjá öllum þeim, er af henni höfðu kynni og hve hlýtt þeim er öll- um til hennar. Vér geymum minningu hennar í þakklátum huga. Kennarar háskólans og aðrir starfsmenn senda prófessor Þóri Þórðarsyni, svo og föður frú Inger og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Requiescat in pace. Ármann Snævarr. t F Y R IR rúmum sautján árum kvöddu 45 stúdentar Mennta- skólann á Akureyri á björtum júnídegi. Það var létt yfir hópn- um, enda talsverðum áfanga lok- ið og því ástæða til þess að fagna hvítri húfu og rós í barmi. „Gaudeamus“ var sungið, öllum var fjarlæg hugsun lokaorða vísunnar: „nos habebit humus“. Ein í þessum hópi var Inger Schiöth, sem við fylgjum síð- asta spölinn í dag, daprir í bragði, svo mjög var það um aldur fram, sem hún hn.eig í valinn, aðeins 36 ára gömul. En örlögin eru stundum grimm og miskunnarlaus. Rósin bliknar, fyrr en varir. Allt er hverful- leikans. Inger Margrethe Schiöth var fædd á Akureyri 24. maí 1925, og voru foreldrar hennar hjón- in Gudrun og Aage Schiöth lyf- sali. Þegar hún var 13 ára að aldri, lézt rgóðir hennar, og dvaldist hún síðan að miklu leyti hjá ömmu sinni og afa, frú Margrethe og Axel Schiöth. Að loknu námi í barnaskóla hóf Inger nám í Menntaskólan- um á Akureyri haustið 1938 og var þar nemandi í 6 vetur. I skólanum naut hún mikilla vin- sælda sinna bekkjarfélaga, kenn- ara og skólameistara. 1 íiekkn- um voru engin meiri háttar ráð ráðin, nema hún væri þar til kvödd. Sigurður skólameistari hafði alloft orð á því, að Inger hefði óvenju menningarlega og háttvísa framkomu, enda ritaði hann á verðlaunabók skólans til hennar, þá er hún var í 6. bekk, að gjöfin væri veitt fyrir um- sjónarstörf og fagra framkomu. Er mér nær að halda, að skóla- meistari hafi ekki viðhaft þau orð í önnur skipti, er hann af- henti nemendum verðlaun. — Inger Var kona fríð sýnum, frjálsmannleg í fasi og skemmti- leg, greind og dugleg við nám, enda lauk hún prófi með hárri fyrstu einkunn. Að loknu stúdentsprófi tvístr- aðist hópurinn og hélt í ýmsar áttir, eins og jafnan vill verða, og fundum fækkaði um sinn. Næsta vetur var Inger kennari við Gagnfræðaskólann á Siglu- firði, en hélt sumarið 1945 til Svíþjóðar, þar sem hún dvald- ist hjá föðursystur sinni, bú- settri í Stokkhólmi, um þriggja ára skeið við nám og störf. — Sumarið 1948 kom hún aftur heim og réðst þá til skrifstofu- starfa hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Á þessum árum hitti hún tíðum okkur skóla- félaga sína að norðan, og var hún ávallt mikill aufúsugestur í okkar hópi. í júlímánuði árið 1951 giftist Inger Þóri Kr. Þórðarsyni, cand. theol., nú prófessor í guðfræði við Háskóla íslands, og héldu þau samsumars vestur um haf til Ameríku, en næstu 3 árin dvaldist Þórir 'við framhalds- nám við háskóla í Chicago — eða þar til hann var skipaður dósent í guðfræði haustið 1954. Að þremur árum liðnum fóru þau hjón aftur til Chicago og dvöldust þar árin 1957—1959, þar til prófessor Þórir hafði lok- ið doktorsprófi. Þau hjónin voru nú alkomin heim og áttu myndarlegt heim- ili, þar sem vinum og gestum var tekið af mikilli alúð. Auk þess að annast heimilið vann Inger á skrifstofu fyrirtækisins G. Helgason og Melsted, meðan heilsa leyfði. í janúarmánuði síðastliðnum kenndi Inger þess sjúkdóms, sem nú hefur farið með sigur af hólmi og orðið henni að aldur- tila. í febrúar og um mánaða- mótin júní—júlí gekk hún undir tvær meiri háttar skurðaðgerðir, en eigi varð við ráðið. Þetta eru í stuttu máli ævi- atriði hinnar ungu konu, sem í dag er til moldar borin. — ★ — Hópurinn, sem fagnaði fyrir sautján árum, fylgir nú hljóð- ur síðasta spölinn og sendir eig- inmanni og öðrum ástvinum hlýjar samúðarkveðjur. — Yfir minningunni Ijómar birta vor- daganna, þegar allt lék í lyndi, og megi hún milda sáran sökn- uð. Runólfur Þórarinsson. t HÁSKÓLANÁM er ekki aðeins lestur fræðibóka, heldur og sam- vera kennara og nemenda, sam- vinna þeirra við ákveðin verk- efni, sem stúdentar vinna undir leiðsögn prófessora. Við slíkrr aðstæður skapast oft persónuleg kynni þeirra á milli, sem gera námið lífrænna og innihaldsrík- ara, og geta orðið ómetanleg litt mótuðum og leitandi stúdentum- Guðfræðinám vekur ef til vill öðrum námsgreinum fremur ýms ar þær spurningar, sem leita á menn, krefjast svars og úrlausn- ar. Skiptir þá miklu, að menn geti rætt um þau vandamál á frjálslegan, óþvingaðan hátt við kennara sína og félaga. Frú Inger og dr. Þórir skildu þetta vel. Heimili þeirra stóð op- ið stúdentunum og okkur var tíð- gengið þangað. Hinn hlýi frjáls- legi heimilisbragur, er mótaðist af hispurslausu, aðlaðandi við- móti og ósvikinni, íslenzkri gest- risni, vann bug á feimni manna og uppburðaleysi og skapaði hinn ákjósanlegasta ramma um dýrmætar og eftirminnilegar sam verustundir- í dag kveðjum við frú Inger hinztu kveðju. Frú Inger var óvenjuleg atgerviskona. Glæsi- leiki hennar, alúð og látleysi fékk okkur alla til að líða vel í návist hennar. Hún var gædd góðum gáfum og lifandi áhuga á mönnum og málefnum og tók mjög ríkan þátt í starfi og áhuga efni manns síns, enda voru þau hjónin einstaklega samhent. Við kynntumst henni því ekki aðeins sem sérlega elskulegri húsfreyju, heldur og sem góðum félaga í Framhald á bls. 15. Rúðugler fyrirliggiandL Grsiður aðgangur. Fljót afgreiðsla. Rúðugler S.F. Bergstaðastræti 19 Sími 15166 Sængur Endurnýjum gömlu sængurn- ar. — Eigum dún og fiðurhelt ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur. Dún- og "'ðurhreinsunin Kirkjuteig 29. — Sími 33301. Einbýlishús á góðum stað á Seltjarnarnesi. Húsið er 5 herb. Mjög góð teikning. 2ja herb- íbúð, mjög stór og góð jarðhæð við Hjarðar- haga 4ra herb. risíbúð í Vesturbæn um. Útb. 100 þús. / smíbum 2ja og 3ja herb. íbúðir við Kaplaskj óls vc g. 3ja herb. íbúðir ca 85 ferm. Sérstaklega ódýrar í fjölbýl ishúsi við Álftamýri. 4ra herb. ibúð við Fálkagötu o.m. fl. MARKABURINN Hýbýladeild Hafnarstræti 5 — Sími 10422 Rílasala Mnuindar Bergþórugötu 3. Símar 19092 og 36870. Selur úrvals góðan Opel Kapitan bíl, árg- ’55, með útvarpi og miðstöð. Bíllinn er sem nýr aðeins ekinn 32 þús. km. Bílasala Guðmundar Bergþórv.götu 3. Sími 19032 og 36870 Bíiasala Guðmundar Bergþórugötu 3. Sima. 19032 og 3&870. Ford Taunus Station árg. 1961 af De Luxe gerð. Útvarp, miðstöð. Bílasala Guðmundar Bergþórugöf’ 3. Símar 19032 og 36370. Mercedcs - Benr 1958 ■ 1961 Höfum kaupendur Eð Merce- des Benz vörubifreið. „BÍLLIIMIS!44 Höfðatúni 2 — Sími 18833- Leiguakstur Höfum kaupanda að góðum bíl hentugum til leiguaksturs, helzt 6 cyl., beinskipt. „BÍLLIIMN44 Höfðatúni 2 — Sími 18833- Opel Kapitan ‘57 mjög glæsilegur, nýkominn til landsins, til sýnis og sölu í dag. Skipti koma til greina Bílamiðstöðin VAGN Amtmannsstíg 2C. Sími 16289 og 23757. Járnsmiðir Vantar jámsmiði nú þegar. Vélsmiðja Eysteins Leifssonar Laugarvegi 17. Kynning Óska eftir að kynnast danskri eða norskri stúlku á aldrinum 27—40 ára. Tilboð sendist blað inu fyrir 25. nóv. merkt „1961 — 7585“ þagmælsku heitið. Bílasala Guðmundar Mercedes Benz 180 árg. 1955 Fíat 1200 De Luxe árg. ’59 Ford Taunus station ’59 Dodge ’55 Mercedes Benz ’56 220, skipti hugsanleg á Opel Kapitan ’60. Skipti á ódýrari bíl hugsanleg. Skoda station ’57 Volkswagen ’52—’60 Fíat station ’i>7 Bilasala Guðmundar Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 36870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.