Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVHBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Frarakvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ENGIR HEILDARSAMNINGAR jP IN S og frá hefur verið° skýrt hér í blaðinu, af- lýstu verkfræðingar verk- falli sínu, án þess að samn- ingar næðust við vinnuveit- endur. Áður höfðu þeir aug- lýst lágmarks kauptaxta og virðast ganga út frá því að samningar verði ekki gerðir um lægri laun milli einstakra verkfræðinga og vinnuveit- enda. Naumast hefur stjórn vejk- fræðinga vald til þess að skipa félagsmönnum að semja ekki undir ákveðnu lágmarki, úr því að ekki náðust heild- arsamningar á * grundvelli vinnulöggjafarinnar. Niður- staðan virðist því vera sú, að verkfræðingar og atvinnu- rekendur séu alveg frjálsir að sérsamningum. Fram að þessu hafa laun- þegasamtök lagt áherzlu á heildarsamninga, en nú bregður svo við, að eitt stétt- arfélag hverfur af þeirri braut. Víða í einkafyrirtækj- um eru verkfræðingar for- stjórar eða þá nánustu að- stoðarmenn forstjóra. Af þeim sökum má segja, að erfitt sé að ákveða launa- kjör, sem gildi fyrir alla verkfræðinga, þar sem að- stæðurnar eru mjög ólíkar. Fyrirfram er því ekki á- stæða til að ætla að þessi niðurstaða sé hin óheppileg- asta. Úr því á reynslan eftir að skera. ÖHÆFUR AÐBÚNAÐUR TÝSING sú á aðbúnaði í ' fangahúsinu við Skóla- vörðustíg, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag, hlýtur að vekja menn til umhugs- unar um, hve brýn nauðsyn er á úrbótum í fangahúsa- málum. Ein af skyldum síÖt aðs þjóðfélags er að búa á mannsæmandi hátt að þeim ógæfumönnum, sem fangelsa verður vegna afbrota. Hérlendis hafa fangelsis- málin í rauninni verið nokk- urs konar feimnismál, og menn mátt búast við því að vera sakaðir um mannúðar- leysi, ef þeir hafa lagt til að hraða byggingu sæmilegt fangahúss. En það er ekki eingöngu í fangahúsamálum, sem horft hefur til hreinna vandræða. Aðbúnaður lögreglunnar í Reykjavík er líka óhæfur, en sem betur fer hillir nú und- ir úrbætur í þessum málum. ER ÍSLAND ÁRÁSARRÍKI ? Ú fullyrðing Magnúsar ^ Kjartanssonar, ritstjóra Þjóðviljans, að Rússum stafi árásarhætta frá hendi ís- lendinga, er meðal þess fár- ánlegasta, sem borið hefur verið á borð fyrir íslenzka blaðalesendur. Á sínum tíma héldu kommúnistar því fram, að Finnar hefðu ráðizt á Rússa, og þótti mönnum nóg um þá fullyrðingu, þótt því sé nú ekki bætt við, að Rúss- ar verði að fá herstöðvar í Finnlandi, vegna þess að þeir þurfi að óttast Norðurlanda- þjóðirnar, Dani, Norðmenn og íslendinga. Aðför Rússa að Finnum nú sýnir aftur á móti, hve til- gangslítið hlutleysið er. Al- kunna er, að allir stjórnmála- flokkar Finnlands styðja hlut leysisstefnu í utanríkismál- um. Það láta Rússar sér hins vegar ekki nægja og heimta nánara samstarf Finna og aukin kommúnistísk áhrif í landinu. Vegna tilgangsleysis hlut- leysisyfirlýsinga hafa íslend- ingar valið þann kost að tryggja öryggi sitt með sam- starfi við aðrar lýðræðisþjóð- ir. Menn deila um það, hvort varnarliðið á Islandi sé þess megnugt að verja landið og má vera að sú skoðun sé rétt, að það sé ekki nægilega öflugt. Hitt er óumdeilanlegt, að sameiginlegar varnir vest- rænna ríkja hafa til þessa s t ö ð v a ð útþennslustefnu Rússa, og við höfum lagt nokkurn skerf af mörkum til hinna sameiginlegu varna. í rússnesku tímariti hefur því nýlega verið lýst yfir, að hernaðarþýðing íslands væri mjög mikil, einkum vegna kafbátaleiða í námunda við landið, og kunnáttumenn inn an Atlanthafsbandalagsins hafa marglýst yfir, hve mik- il nauðsyn bandalaginu væri á því að hafa varnir hér á landi. Þegar menn hafa gert sér það ljóst, að varnarmáttur Atlantshafsbandalagsins einn fær stöðvað heimsvaldastefnu Ráðstjórnarríkjanna, þá hljóta þeir líka að vera reiðu búnir að leggja fram til varnanna það, sem á hverj- um tíma er talið nauðsyn- legt. Þess vegna getur ekki komið til mála að varnarliðið hverfi brott af íslandi, með- an heimsástandið batnar ekki. UUttm ifflWfrartfríBtiin iitfwyimi „Allt nit í heiminum er ]>essum tveimur að kenna", sagði kom múnlstapáflnn & 88. flokks- þinginu. (tarantel press). Seðlar í umferð tryg^ðir 187,0% SEÐLAR í umferð á Islandi 31. okt. sl. voru kr. 471.470.000,00 að því er segir í tilkynningu frá Seðiabanka Islands í Lögbirtinga- blaðinu. Er soðlaveltan tryggð fyrir 187,0% af seðlum í umferð eða þannig: Gulleign innanlands sam kvæmt gullverði 1 New York og gildandi dollaragengi krónur 43,657.842,00, erlend verðbréf í frjálsum gjaldeyri á markaðs- verði Og óveðbundin kr. 719.678.986, inneign í erlendum bönkum í frjalsum gjaldeyri kr. 118,235,907 eða samtals er seðla- veltan tryggð fyrir kr. 881,572,735. Þvert á móti hljótum við íslendingar að vera reiðu- búnir til að veita Atlants- hafsbandalaginu þá aðstöðu, sem það þarfnast til að geta haldið uppi nægilega öflug- um sameiginlegum vörnum. ■ „Ráðstjórnarríkin eru friðsömustu ríki veralðar. Sprengjurokkar eru sprengdar í friðsömum • tilgangL". — (tarantel press). Stopp! Það er ég, sem stjórna hér . . . eða hvað? ... — (Terroc Diplomacy = ógnunarstefna). (tarantel press). THE CINCINNATI EN0UIRER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.