Morgunblaðið - 21.11.1961, Side 14

Morgunblaðið - 21.11.1961, Side 14
14 MORGUNftLAÐIO Þriðjudagur 21. nóv. 1961 Hugheilar þakkir til barna minna, tengdabarna, frænd- fólks og vina minna, fyrir góðar gjafir, blóm, og skeyti á 70 ára afmælisdegi mínum 15. nóv. s.l. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Guðmundsdóttir Rauðarárstíg 11. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag fyrlr háedgi vegna jarðarfarar. Frú INGER ÞÓR«ARSON, G. HELGASON & MELSTED. Móðir mín og tengdamóðir JÓNÍNA Þ. ÞORSTEINSDÓTTIR Hverfisgötu 91, andaðist í sjúkrahúsi Stykkishólms 19. þ.m. Unnur Jónsdóttir, Eiríkur Helgason. Ástkær eiginkona mín INGER SCIIIÖTH ÞÓRÐARSON verður jarðsett frá Dómkirkjunni í dag, þriðjud. 21. nóv- ember kl. 10,30 f.h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Þóiir Kr. Þórðarson. Jarðarför sonar okkar INGVARS er lézt þann 12 þ.m. íer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 22. b.m. kl. 1,30 e.h. Guðný Laxdal. Þórólfur Jónsson. • Sonur okkar BALDUR JÓNSSON bifreiðastjóri, Njálsgötu 29, sem andaðist 13. þ.m. verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 23. þ.m., kl. 13,30. Jarðsett verður i gamla kirkjugarðinum. Blóm eru afþökkuð, en þeir sem- vildu minnast hans vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd systur og annarra vandamanna. Jónína Snorradóttir, Jón Guðmundsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og úttör móður okkar ÖNNU JÓNSDÓTTUR Björg Ólafsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson. Hjartkær móðir okkar, tengdamóSir og amma ÞÓRDÍS ÁGLSTA HANNESDÓTTIR H&marsgerði, Brekkustíg 15, ættuð frá Hólum i Stokkseyrarhreppi andaðist aðfara- nótt 18. þ.m. í Lands.spitalanum. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda. Börnin. Innilegar þakkii færum við öllum, fjær og nær, sem auðsýndu okkur samuð og vinarhug við andlát og jarðarför GUDMUNDAR JÓNASSONAR Reynimel 36. Jóhanna Helgadóttir, Anna Guðmundsdóttír, Sigríður Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmur.dsson, Guðrún Tómasdóttir, Herdís Guðmundsdottir, Guðbiörn Guðmundsson. Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur vináttu og samúð við andlat og jarðarför mannsins míns og föður okkar HELGA Ó. EINARSSONAR þökkum við af hrærðu hjarta. Kirkjukór og kvenfélagi Bústaðasóknar. Þórhalli Arnasyni eallóleikara, svo og starfsfélögum og stéttabi æðrum þökkum við sérstaklega. Einnig vildi ég þakka eiganda og viðskiptavinum fisk- búðarinnar Dalbraut 3 samúð, skilning og þolinmæði. Guð blessi ykkur öll. Rósa Sveinbjarnardóttir og börn, Sogavegi 130. Víglundur Bjurni Pdlsson verksfjóri — Minning í DAG verður til moldar borinn frá Fríkirkjunni Víglundur Bjarni Pálsson verkstjóri, sonur Páls bónda Grímssonar frá Nesi í Selvogi f. 1869 d. 1928 og 2- konu hans Valgerðar Hinriksdótt ur frá Ranakoti í Stokkseyrar- hverfi f. 1879 d. 1914. Lúlli, en því gælunafni var hann ávalt nefndur fæddist á Eyrarbakka 13- febrúar 1912. Hann var með föður sínum þar til faðir hans lézt, en faðir hans sem misst hafði tvær eiginkonur, giftist í 3. sinn 1921 önnu Sveins dóttir frá Ósi f. 1896. Til Reykjavíkur fluttist Lúlli árið 1929 og hér bjó hann til ævi loka, og nú síðast í íbúð sinni að Skúlagötu 62, en þar lézt hann að morgni 12. nóvember s.l- eftir nokkra ára vanheilsu. Þegar ald- ur leyfði fór Lúlli að stunda alls- konar störf heima að Nesi í Sel vogi og þegar til Reykjavíkur kom stundaði han* sjóinn, sem ekki var óeðlilegt, þareð faðir hans var formaður 40 vetrarver- tíðir frá Þorlákshöfn, sjóinn stundaði Lúlli þó aðeins til árs- ins 1931 að hann réðist til Hf. Brjóstsykursgerðarinnar Nóa, og vann hann þar til æviloka að undanteknum fáum árum, sem liann fór aftur á sjóinn, meðal annars var hann þá á skipum Skipaútgerðar Ríkisins. Lúlli var sérlega ættrækinn og frændrækinn, hann hafði ávalt mjög náið samband við öll syst- kini sín jafnt hálf- sem alsyst- kini, og ann hann þeim mjög- Hann var elskaður og virtur af þeim, sem nú með söknuði sjá á bak kærum bróðir og dáðadreng. Lúlli vann öll sín störf af sér- legri skyldurækni, sem húsbænd ur hans mátu mikils. Þeir þakka honum trúmennsku hans, og nú þegar leiðir skiljá þakkar for- stjóri Nóa og annað starfsfólk alla vinsemd og ánægjulegt sam starf. Það er ekki ofsögum sagt að Lúlli var einn allra færasti brjóstsykursgerðarmaður hér- lendis, og kunni starf sítt mjög vel. Aldrei kvongaðist Lúlli, en síðasta missiri ævi sinnar bjó hann nieð vinkonu sinni Jóhönnu Helgadóttur. sem var honum mjög samrýmd, og unnu þau hvort öðru hugástum. Bjó Jó- hanna honum hlýlegt og vistlegt heimili- Sér hún nú með söknuði á bak sínum góða vini. Lúlli var bókhneigður maður, og hafði yndi af að lesa góðar bækur, hafði og gaman af góðri tónlist. Hann hélt mikilli try.ggð við ættstöðvar sínar og var sann ur Árnesingur. Meðan heilsan leyfði tók hann mikinn þátt I ferðalögum um óbyggðir lands- ins einnig stundaði hann nokkuð skíðaíþróttir á vetrum. Að endingu sendi ég systkin- um Lúlla og öðrum ættingjum og Jóhönnu vinkonu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur, og honum sjálfum óska ég velfarnað ar í landi eilífðarinnar. Farðu sæll góði vinur- C. H. Sv. Vegna jarðarfarar verða verksmiðjur vorar, vöruafgreiðslur og skrif- stofur lokaðar eftii hádegi í dag. H.F. Nói, H.F. Hreinn, H.F. Síríus. Barónsstíg 2. blaóió húðin finnur ekki fyrir tað verðið þér að gera! Raksturinn sem það gefur er alveg ótrúlega mjúkur og þægilegur. Skeggið hverfur án þess að maður viti af því. Þó húð yðar sé viðkvæm, er varla hægt að trúa því að rakblað hafi verið i vélinni, ef notað er Blátt Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. Pað er pess virði að reyna pað ® Gillette er skrásett vörumerki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.