Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 21. nóv. 1961 MORGUHBLAÐIÐ 15 — Inger Framh. af bls. 11. ýmsum félagsmálum- Kjarkur hennar og bjartsýni var þar mik- ils virði. Frú Inger var mjög lifandi kona. Fagurt heimili hennar ber vitni högum höndum og góðum persónulegum smekk; samræður hennar einkenndust af hispurs- leysi og hugsanafjöri, hleypi- dómaleysi mtnntamannsins, sem víða hefur farið mótaði skoðanir hennar og henni var einstaklega iagið að vekja menn til umhugs- unar og fá þá til að tjá <sig. Við nutum okkar á heimili þeirra hjóna. Við finnum það bezt nú, hversu mikil ítök frú Inger á í okkur hversu snauðara líf okk- ar er við fráfall hennar. Dýpstur Böknuður er þó búinn eigin- manni hennar og ættigjum, og vottum við þeim inilegustu sam- úð okkar og biðjum blessunar guðs- Guðfræðinemar. t Kveðja frá starfsfólki G. Helgason & Melsted h/f. TILKYNNINGIN um lát frú Inger Þórðarsona'r kom okkur að óvörum, þó við hefðum búizt við því. Það var svo erfitt að sætta sig við það, að hún sem stóð í blóma lífsins með ótal verk- efni framuhdan og mikla starfs- orku, væri allt í einu horfin okkur, kölluð til æðra starfs, sem eflaust er meira og stærra en meðal okkar. Frú Inger hafði samtals starf- að hjá G. Helgason & Melsted í um fjögur ár. Fyrst sem bréf- ritari frá byrjun árs 1955 fram á mitt ár 1957, þá er hún flutt- Fjölbreyttari hagnýting síldar ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis, að ríkisstjórnin láti fara fram athugun á, hvernig koma megi á fót á Austurlandi fjölbreytt- ari hagnýtingu síldar en fæst með bræðslu hennar og söltun, eins og nú tíðkast. Flutnings- maður er Einar Sigurðsson. Kemur margt til greina. í greinargerð segir m. a.: Það er sjálfsagt þó nokkuð margt, sem komið gæti til greina í þessum efnum, og má m. a. nefna niðursuðu, niðurlagningu og reykingu síldarinnar. Allar hafa þessar verkunaraðferðir átt erfitt uppdráttar á íslandi, þótt aðrar þjóðir hafi verið stórtækar í þessum efnum. ís- landssíldin er viðurkennd gæða- vára, og er Austfjarða- og Suð- urlandssíldin, sem er hvor tveggja ekki alveg eins feit og Norðurlandssíldin, prýðisvel fall in til þessara hluta. Hér skal ekki rakin saga þessara mála hér á landi, en það er engum vafa undirorpið, að íslendingar geta orðið liðtækir í slíkri fram- leiðslu fyrir heimsmarkaðinn eins og aðrar þjóðir. Það væri því mjög mikilvægt, ef ríkis- stjórnin vildi beita sér fyrir, að myndarlegt átak yrði gert í þess um efnum á Austurlandi. Hér er sérstaklega bent á Austur- land, vegna þess að síldin virð- ist nú halda sig þar mest, og svo er þar lítið um atvinnu að vetrarlagi, einkum á norðlægari fjörðunum. Slíkur iðnaður væri tilvalinn til að bæta þar úr árs- tíðabundnu atvinnuleysi. Vantaði varaliluti í Moskovits AÐFARANOTT sunnudags var brotizt inn í Moskvits-bíl, sem Stóð á móts við húsið nr. 19 A við Grettisgötu. Ur bílnum var stolið einum hurðarhúni og þremur sveiíurr til að færa með rúður. Þá var enn fremur stol- ið „blikkljósinu", skiptilykli og skrúfjárni. Þeir, sem kynnu að geta veitt einhverjar upplýsingar um máJið, eru beðnir að láta rannsóltnarlögregluna vita. ist með manni sínum prófessor Þóri K. Þórðarsyni til Chicago. Eftir að þau hjón fluttust aftur til íslands 1959, hóf hún starf hjá okkur á ný og var hjá okk- ur þar til hún veiktist í lok janúar sl. Frú Inger var afbragðs gáf- um gædd og sem starfsmaður var hún fljót, örugg og vönduð svo af bar. Hreinskilin og heið- arleg var frú Inger og svo inni- leg, að öllum, sem einhver kynni höfðu af henni, hlaut að þykja vænt um hana, enda var hún dáð og metin af samstarfs- fólki og húsbændum fyrirtækis- ins. Hún rækti starf sitt hljóð- lót með glatt bros og vildi hvers manns vandræði leysa. Hún miklaðist ekki af hæfileik- um sinum, en leysti þau verk- efni, sem fyrir hana voru lögð og aðstoðaði aðra. Mörgum ný- liðanum þótti gott að leita til hennar um ráð, þegar erfitt var að leysa verkefnin. Frú Inger var gæfukona, það bar hún með sér. Hún talaði oft um áhugamál sín og mannsins síns en öll áhugamáti hans voru henni hjartfólgnust og stundum, þegar hlé var í erfiði dagsins, sagði hún okkur frá starfi þeirra við kirkjubyggingar á íslandi, sem hún tók mikinn þátt í. Við starfsfólk hjá G. Helgason & Melsteð og yfirmenn fyrir- tækisins höfum frú Inger mikið að þakka fyrir hennar samstarf og kynningu á þessum fjórum árum, er hún vann hjá okkur. Persónulega vil ég færa fni Inger og manni hennar prófessor Þóri Kr. Þórðarsyni innilegustu þakkir frá mér og konu minni fyrir aðstoð þeirra og uppörvun, þegar ég lá veikur sl. vetur. Starfsfólk G. Helgason & Melsteð saknar góðs félaga og vottar eiginmanni hennar, pró- fessor Þórði Kr. Þórðarsyni, föð- ur hennar og systkinuo innileg- ustu samúð okkar. Guð blessi minningu hennar Einar Farestveit. Blóðið rennur ekki Hjartað slær ekki Það liggur kyrrt blóðlaust — opið Líkamshitin: 10 stig 1 Hér eru sjúklingar færðir að landamserum lífs og dauða. „Kæliborðið" er notað af læknum við skurðaðgerðir á hjarta eða heila. Hjartað ligg ur þá gjörsamlega kyrrt og blóðlaust meðan skurðaðgerð- in fer fram. Tilraunir með nið urkælingu á dýrum skyldum manninum hafa lækkað lík- amshitann niður í mínus 8 gráður á Celsíus. Öndunin hefur þá stöðvzt og engin lífsmerki eru sjáanleg: Dauð- inn hefur í raun og veru geng Barið á dyr dauðans - Sjúklingurinn við dyr dauð- ans. TIL ERU menn, sem við skurðaðgerð í hjarta hafa ver ið kældir niður í hið ótrú- lega lága hitastig: 10 gráður á Celsíus. í þannig tilfellum stöðast hringrás blóðsins og skurðlæknirinn getu'r í næst- um einn klukkutíma gert að- gerðir að köldu, blóðlausu og kyrru hjarta. Hér er um að ræða nýja enska aðferð við niðurkæl- ingu, hypotermi, sem nú í ár hefur verið reynd um víða veröld- Hún hefur fengið mis- jafnar móttökur, bæði með og á móti. Margir læknar álíta, að hin óvanalega meðhöndlun á sjúklingnum sé varhuga- verð. 90 aðgerðir. Upphafsmaðurinn að hinni nýju aðferð er þó á öðru máli. Fyrir nokkrum vikum hélt hann fyrirlestur um aðferð sína, er hann var staddur i Chicago, og voru meðal áheyr andanna læknar frá mörgum ólíkum löndum. Dr. G. Drew, en svo er hans nafn, er sér- fræðingur í hjartaskurðað- gerðum. Sagði hann, að hann hefði notast við aðferð sína til þess að bjarga sjúkling- um með hjartasjúkdóma, þar sem engar aðrar aðferðir gátu hjálpað. 90 aðgerðir hafði hann gert með góðum árangri, þar sem aldur sjúklinganna var frá 3 mánaða til 60 ára. Þeir voru kældir niður í 13 gráður og þar undir með því að láta blóðstrauminn renna í gegn um þar til gerða hitastigabreytara- Loftkæling hingað til. Sú aðferð sem hingað til hefur verið mest notuð við hypotehmi kælir ekki líkam- ann með því að kæla blóðið. Líkaminn er kældur niður í 28—30 gráður með því að láta kalt loft leika um sjúklinginn, sem er hafður í nokkurs konar plastbúri. Þegar svo aðgerðin fer fram, hvort sem það er að hjarta eða heila þá er búrið opnað þannig að auðvelt sé að komast að sjúka hlutanum. Þegar hjartað er meðhöndlað anfarar tækninnar í dag. Hundar og fleiri dýr hafa ver ið kæld niður að núllpunkt- inum og þar undir. Blóðið hef ur svo að segja stöðvast í æð unum- Dýrin hafa þó verið kölluð til baka í vanalegt á- stand með réttri upphitun, og hafa þau síðan hegðað sér eins og ekkert hafi í skorizt. Landamæri lífsins. Hjá þeim dýrum, sem eru fræðilega séð mest skyld manninum virðist neðra mark ið liggja við mínus 8 gráður á Celsíus. Blóðrásin er þá algjörlega stöðvuð. Hjartað slær ekki og öndunin hefur stoppað. Lífsmerki eru ekki INIý skurðaðgerð á hjarta eru sérstök tæki notuð, sem sjá um að blóðið streymi ekki í gegnum hjartað og einnig sjá tsekin um öndunina. Mælir í mínus. Niðurkælingaraðferðin er ekki aðeins notuð í sambandi við skurðaðgerðir á innri líf- færum. Hún kemur einnig í þarfir þegar hindra þarf mik ið blóðtap við slys. Margra ára tilraunir með hypotehi á dýrum voru und- sjáanleg. Dauðinn hefur sem sagt gengið í garð. Ef þetta ástand varir leng- ur en í 2 klukkustundir, er ekki hægt að endurkalla Ííf- færin til lífs. Landamæri lífs- ins liggja því greinilega á þessum slóðum. Geimþankar. Hugmyndin um að „djúp- frysta“ mannverur, sem leggja skuli í langar geimferðir, virð ist sem sagt ekki standast- Því o ið í garð. Endurlífgun er þó möguleg, ef þetta „dauðaá- stand“ varir ekki lengur en 2 tíma. Hér liggja greinilega landamæri lífsins. síður að geima menn í djúp- frystu ástandi í nokkra manns aldra til þess síðar að endur- lífga þá í nýju tímaskeiði! Einfaldar lífsmyndir og skor dýr eru þó miklu „lífsefgari". Sérstaklega hefur skordýra- tegund ein í Nigeriu vakið á- huga sérfræðinga. Lirfur henn ar- geta haldið sér lifandi í 200 gráða hita jafnt sem í 190 gráða kulda. Slík skordýr ættu að geta þolað hið harða loftslag, sem ríkir á öðrum hnöttum Sólkerfisins. Það er ekkert sem mælir á móti því, að slíkar verur finn- ist á Marz og e.t.v. á tunglinu. Geimferðir til þessara hnatta, sem nú þegar hafa verið lögð drög að, munu skera úr því. Hættan, sem liggur í aug- um uppi við slíkar geimferð- ir, er sú, að þegar geimfararn ir koma til baka til Jarðarinn ar eftir dvöl sína á öðrum hnöttum, má búast við því, að í för með þeim séu alls konar míkroskópiskar lífverur, sem þrífast vel í lofslagi Tarðar- innar. Þessar lífverur (bacte- ríur o.fl.) geta komið á stað farsóttum, sem læknar kunna engin tök á. Hlutaðeigandi aðilar gera sér þessa hættu mjög Ijósa. Fyrir nokkrum vikum var þetta atriði rætt á alþjóða- þingi í Washington. Var þar lögð fram sú tillaga, að í fram tíðinni, þegar geimfarar sneru til baka til Jarðarinnar frá öðrum hnöttum, yrðu þeir að ganga í gegnum allsherjar sótt hreinsun áður en þeir kæmu niður á yfirborð Jarðarinnar. LSINDIOOG TÆKNI V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.