Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORGV1SBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Moí aey 4 6 Skáldsaga hér enn. André sneri sér við og breiddi út faðminn og hún flaug í hann eins og dúfa, sem er að lenda heima hjá sér. Fyrst hélt hann henni mjúklega og kyssti mjúklega á enni hennar og augna lokin og mur.ninn, þó að andlitið væ-ri allt vott af söltum sjó. André.... hvíslaði hún er hún fann ákafann hjartaslátt hans og varirnar, sem urðu æ ákafari, þangað til þam voru orðin eins og eitt. Og meðan þau stóðu þarna, komu fyrstu gullnu sólargeislarn ir upp yfir hafsbrúnina og hlýj- uðu þeim um leið og þau fylltu allt umhverfið gullnum ljóma nýs dags, svo sem til að setja kórónuna á hamingju þeirra. Hversvegna sagðirðu mér ekki frá bréfunum, elskan mín? sagði hann loksins- Hún brosti snögglega en bláu augun horfðu beint í hans augu. Hvernig gat ég sagt þér, að ég elskaði þig og hefði aldrei hætt að eika þig — þegar þú varst trúlofaður Simone? sagCi hún blátt áfram, og hendurnar á ber- um öxlum hans hristu hann dá- lítið. Hitt skil ég bara ekki, hvernig þú gazt farið áð trúlofast þessari eiturskepnu! Æ — Simone! sagði hann og skuggi leið yfir andlit hans, og nú yptti hann öxlum eins og sannur Frakki. Við skulum gera okkur heildarmyndina af því Ijósa í eitt skipti fyrir öll, sagði hann alvarlega, og þau settust í fjörusandinn- Þá getum við fyrst gleymt því liðna. Mamma þín skrifaði Edvard frænda, að þú værir veík, og að þú mundir aldrei geta orðið hamingjusöm á ævinni, nema því aðeins þú gætir vaxið upp úr þessari krakkaást á mér. Ég veit þetta, sagði hún. Séra Filippus sagði mér það. Ó, André geturðu hugsað þér allt þetta, sem mamma er búin að Ijúga! Það eitt hefði nú aldrei getað sannfært mig. En þegar bréfin mín — öll sem éitt — komu endursend óopnuð og árituð með þinni hendi, hélt ég, að þeim hefði tekizt að teija þér hug- hverf. Ég sá ekkert einasta þeirra. Ég skrifaði þér vikulega í heilt ár, áður en ég gafst upp á því.. Hann hleypti brúnum. Það skrítna var nú samt, að þetta var þín rithönd. Ég hafði séð hana svo oft í skólabókunum þínum, að ég þekkti hana út í æsar. Það var höndin hennar mömmu, svaraði hún dauflega- Ég stældi hana fyrst framan af og við skrifuðum báðar þessa skólastelpuhönd. En mín hefur breytzt mikið síðan. Jæja, þ'á. Ég var sem sagt orð- inn tvítugur og mér hafði verið sagt, að stúlkan, sem ég elskaði vildi ekki sjá mig framar, og væri þá sælust ef ég léti hana afskiptalausa, sagði André bros- andi,.. og ef út í það er farið, þá varst þú ekki nema þrettán ára, eiskan mín. Ég var farinn að iesa laeknisfræðina af mesta kappi, og mér fannst, að það væri ekki nema sanngjarnt að lofa þér að verða fullvaxin, en þá mundi ég hitta þig aftur og þú gætir ráðið þaið við þig,. hvort.... Og þú komst til New York.... hvíslaði hún með ákafa. Ó. elsk- an mín....hefði ég bara vitað það! Já, það er hryggilegt, en nú er það umliðið sagði hann hóglega, og guð hefur verið okkur góður að lokum. Kannske hefðum við aldrei orðið svona hamingju- söm, ef allt hefði gengið eins og í sögu fyrir okkur — þjáningin gefur okkur skilning.... Og þú ætlaðir að giftast Sim- one þó að þú elskaðir mig? Vissulega. Simone vissi full- vel, að ég elskaði hana ekki. Fyrst til að byrja með vorkenndi ég henni, skiljanlega. Hendur hans héldu fast í axlir Frankie og nú brosti hann í augu hennar. Svo bætti hann við: Þegar ég skrifaði þér um lát Edvards frænda, hélt ég enn í einfeldni minni að þú mundir koma og það strax — ef þú þá ekki værir I gift- Svo kom þetta rólega, til- finningarlausa bréf frá þér, þar sem þú sagðist mundu koma eftlr sjö mánuði, og ég varð vondur, og um sama leyti bauð mamma Simone að koma til langrar dval- ar. Hún hafði misst foreldra sina með sviplegum hætti, svo að það var ekki nema mannkærleiks- verk að bjóða henni til okkar. En þú hefðir nú ekki þurft að giftast henni fyrir það, mótmælti Frankie með nokkurri beizkju. Það hefði verið skynsemis- hjónaband af beggja hálfu svar- aði hann þurrlega. I rauninni stafaði það af misskilningi — mamma sagðist vilja, að hún ætti heima hjá okkur til fram- búðar og bætti því við, að ég vildi það líka — og þetta tók Simone eins og einskonar bón- orð. Hann hló snöggt. Ég sé það núna, að þetta var beinlínis kænskubragð hjá henni, en það hugsaði ég ekki um þá.... vor- kenndi henni aðeins. Svo gat hjónaband með Simone verið einskonar trygging fyrir mig.... Gegn hverju? Gegn því, að þú kæmir aftur, svaraði hann alvarlega. Ég var dauðhræddur við það, ef þú fær- ir að koma heim aftur, af því að ég þóttist viss um, að þú værir orðin algjörlega afhuga bæði mér og Laurier. Guð minn góður, hvaða bjánar við höfum verið) En nú skulum við gleyma þess- um eyddu ár.um. ... Eftir drykklanga stund bætti hann við: Ég gleymdi dálitlu öðru. Heima hef ég gjöf til þín — það er afsalið fyrir Laurier- eigninni- Hr. Rougemont hefur sent það fyrir tíu dögum, en ég var fyrst nú að opna póstinn minn. Ég kæri mig ekki um það, sagði hún hreinskilnislega. Þú átt að fá Laurier fyrir sjúkra- hús. Ég hélt, að það væri á- kveðið. Hann leit á hana og þreytu- hrukkurnar í andlitinu urðu að brosi. Þú ert ekkert gráðugur erf- ingi, sagði hann þurrlega. Held- urðu að við gætum haft eina álmuna fyrir okkur? Aðstoðar- maðurinn minn gæti þá verið í aðalbyggingunni. Þú ert ekkert farinn að biðja mín, sagði Frankie og brosið á henni var glettnislegt, eins og þegar þau voru krakkar. Þú hef- ur ekki einu sinni sagt, að þú elskir mig. Það er ekki nema satt, sagði hann og reisti hana á fætur í flæðarmálinu. Það er víst tími til kominn, að við segjum Clau- dette tíðindin og svo er ég orð- inn svo banhungraður, að ég gæti étið Celestine, sem bíður þín þarna svo þoiinmóð.. .. Já, hvað getum við sagt Clau- dette? spurði Frankie sakleysis- lega- Hann sneri sér við og greip hana í faðm sér og aftur fann hún öran hjartslátt hans. Við getum sagt henni, að við séum í þann vegin að gifta okk- ur og að við vonum að eignast heila glás af krökkum handa henni að passa og — hann bætti við hlæjandi....að ég elski þig ... .litla bjánann hana Francoise. Þarf ég að taka það sérstaklega fram, að ég elski þig? Og svo kyssti hann hana eins og hann væri að bæta sér upp Öll glötuðu árin og eins og hann gæti ekki hugsað til þess að skilja nokkurntíma við hana aftur. Hinumegin við vatnið hneggj- aði Celestine lágt en ávítandi og Frankie leit upp með sæluljóma í augunum. Við erum að koma, gamla mín, kallaði hún og sólbrenndur lík- ami hennar smaug niður í blátt vatnið samsíða dökkum líkama Andrés, Uppi á ströndinni hvísl- uðu pálmarnir í morgungoiunni og það var eins og allur heimur- inn væri að syngja til þess að bjóða nýja daginn velkomdnn. (Sögulok.). sUUtvarpiö Þriðjudagur 21. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tóleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón- leikar — 17:00 Fréttir — Endur- tekið tónlistarefni). 18:00 Tónlistartími barnanna: Jórunn Viðar kynnir vísnalög með að- stoð Þuríðar Pálsdóttur. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 ,,Helios-forleikur“ op. 17 eftir Carl Nielsen (Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins leikur; Erik Tuxen stj.). 20:15 Framhaldsleikritið „Hulin augu'* eftir Philip Levene, í þýðingu Þórðar Harðarsonar; 5. þáttur: Hauskúpan. — Leikstjóri: Flosi Ólafsson. Leikendur: Róbert Am finnsson, Haraldur Björnsson. Helga Valtýsdóttir, Indriði Waage, Gunnar Eyjólfsson, Sæv ar Helgason, Brynjólfur Jóhann esson, Þorgrímur Einarsson, Jón Sigurbjörnsson, Valur Gíslason og Jóhann Pálsson. • 20:50 Ný íslenzk tónlist (Guðrún Tóm- asdóttir, Kristinn Hallsson og fleiri söngvarar og hljóðfæraleik arar flytja). a) Þrjú lög eftir Jón Ásgeirsson. b) „Haustlitir4* eftir I>orkel Sig- urbjörnsson. c) í»rjú lög eftir Fjölni Stefáns- son. 21:15 Erindi: Með vínbændum í Frakk landi (Lúðvíg Hjálmtýsson fram- kvæmdastj óri). 21:40 Samleikur á fiðlu og píanó: Nat an Milstein og Walter Sússkind leika „Helgisögn" eftir Wien- iawsky og ,,Moto perpetuo" eftir Novácek. 21:50 Formáli að fimmtudagstónleikiim Sinfóníuhljómsveitar íslands og kórsins Fílharmoníu (Dr. Hallgr. Helgason). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob I>. Möller). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 22. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tóleikar. *— 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. ' 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón- leikar — 17:00 Fréttir — Endur- tekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: ,,Á leið til Agra" eftir Aimée Sommer- felt; X. (Sigurlaug Björndóttir). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Kenny Drew leikur píanólög eftir Harold Arlen. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Grænlend- ingasaga; fyrri hluti (Dr, Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður). b) Norðlenzkir kórar syngja ís- lenzk lög. c) Séra Jón Kr. ísfeld flytur þátt úr ævisögu Ebenezers hringjara á Bíldudal. d) Jóhannes skáld úr Kötlum les úr þjóðsögum Jóns Árnason ar. 21:45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22:00 Fréttir og tilkynningar. 22:10 Upplestur: „Svart og hvítt í lífs ins leik", smásaga eftir Dorothy Parker, í þýðingu Margrétar Jóns dóttur skáldkonu (Anna Guð- mundsdóttir leikkona). 22:30 Næturhljómleikar: a) „Söngur næturgalans**, sin- fónískt ljóð eftir Stravinsky (La Suisse Romande hljóm- sveitin leikur; Ernest Anser- met stjórnar). b) Sinfónía nr. 6 í es-moll op, 111 eftir Prokofieff (Fílharm oníska hljómsveitin í Lenin- grad leikur; Evgenij Mravin- skij stjórnar), 23:40 Dagskrárlok. Beltasmiðjan Mosfellssveit, vill vekja athygli dráttarvélaeigenda og annarra eigenda þungavinnuvéla á, að nú er hentugasti tfaninn lil að endurbyggja og gera við belti, rúllur og hjól. Beltasmiðjan sími 55 um Brúarland. Afgreiðsla í Reykjavík P. Stefánssonh.f. Iiverfisgotu 103, sími 13450. — Ég get ekki komið að leika núna. Ég verð að vera inni og hjálpa mömmu. GEISLI GEIMFARI X- X- X- / -— Heldurðu að Gar læknir sé í raun og veru hættulegur maður, Lucy frænka? — Adams hafði arfleitt hann að fjármunum sínum og Adams dó svo viku síðar .... .... á yfirborðinu virtust dánaror- sakir eðlilegar. En Adams hafði lát- inn þetta undarlega bros. — Gæti hið stolna „glottandi-gas“ verið í spilinu? Það er eitur sem enginn kæmi auga á þó notað hefði verið. — Flýtið ykkur, letingjarnir ykk- ar, annars missum við af „mystikus metallikus“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.