Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 1
24 síður wgimiMdblb 48. árgangur 265. tbl. — Miðvikudagur 22. nóvember 1961 Prentsmiðja Morgmblaðsins vareiea Rio de Janeiro, 21. nðv. (AP) ÞAÐ blæs ekki orðið byrlega fyrir uppreisnarforingjanum Henrique Galvao, þess sem stóð fyrir uppreisninni á „Santa Maria" á dögunum. í dag kom hann flúgleiðis til Kio de Janeiro — en sem kunn- ugt er hafði Quadros, fyrrum forseti Brazilíu, veitt honum hæli þar í landi sem pólitískum flóttamanni. En nú bar svo við að yfirvöldin þar neita honum um landvist. Brazilískir lög- reglumenn hindruðu Galvao að komast leiðar sinnar er hann hafði stigið úr flugvélinni — en hann kom nú frá Dakar í Senegal — og skipuðu honum að fara aftur með vélinni. Virðist úr vöndu að ráða því að flugmaðurinn neitar með öllu að taka Galvao og félaga hans um borð aftur og raðaði áhöfn vélarinnar sér við inn- göngudyrnar. Einn farþeganna kvaðst hafa heyrt Galvao segja, að hann skyldi gera flugvélina að „hreinu helvíti" yrði honum þröngvað þar aftur um borð. — Herma síðustu fregnir, að upp- reisnarforinginn hafi hrópað á lögreglumennina að þeir skyldu skjóta þá félaga þar á staðn- um, því að lifandi mundu þeir aldrei fara frá Brazilíu. Þó svo flugmaðurinn hefði tekið við Galvao hefði hann ekki verið miklu bættari, því að ríkisstjórn Senegals hefur neitað honum um landvistar- leyfi og fyrir rúmri viku var hann rekinn frá Marokkó. Nú er lokið hinum feiknlegu framkvæmdum í Austur-Berlín. Hafa verið reist rammgerir virk- isveggir meðfram borgarmörk- iiii.ii m á mörgum stöðum og skurðir og síki grafin. Meðfylgj- andi mynd sýnir múrveg£inn mikla, sem reistur hefur verið við Brandenborgarhliðið og lok- ar endanlega allri umferð liar uni. í gærkvöldi fóru tugir þúsunda Berlínabúa mótmælagöngu að borgarmörkunum og hrópuðu „Burt með múrinn" og í nótt kom til átaka milli nokkur hundr uð vestur-þýzkra ungmenna og austur-býzkrar lögreglu. Stóðu ungmennin við mörkin — hróp- uðu yfir til lögreglumannanna. kölluðu bá fangaverð5 og svikara. Beittu Austur-Þióðverjar þá. brýstivatnsdælu sinni oe hópur- inn dreifðist. Viðræður hefjast að nýju um ann við kjarnorkutilraunum Moskvu og Washington, 21. nóv. AP-NTB • Sovétstjórnin svaraði í morg un tillögu Randaríkjamanna og Breta um, að viðræðurnar um bann við kjarnvopnatilraunum verði að nýju hafnar í Sviss. • Segist Sovétstjórnin vera reiðubúin að hef ja viðræður 28. nóv. — en með þeim fyrirvara að hef ji nokkurt Vesturveldanma til raunir með kjarnorkuvopn, með- an viðræðurnar fari fram, verði Sovétríkin að gera sínar ráðstaf- anir. • Bandaríkjastjórn hefur þegar gefið bandarisku nefndarmóiijiun um fyririnæli um að halda til Genf, en fregnir frá Washing- ton herma, að Kennedy sé engan veginn luimi að gleyma fyrri framkomu Rússa í þessum mál- um — hann hugsi sér ekki að falla tvisvar á sama bragðinu. • Engu að síður hafa talsmenn Vesturveldaiuia lýst ánægju sinni vegna samþykkis Rússa við því að hef ja viðræður. Ætti n.ú sam- komulag að geta náðst svo fram- aricga sem Rússum sé alvara — en ekki sé uin einn skrípaleikinn enn að ræða. • Almenn afvopnun takmarkið I crðsendingu Rússa, sem er svar við orSsendingum Breta og Bandaríkjamanna frá 13. nóv., segir, að þeir séu nú reiðubúnir að koma til íundar í Genf þriðju daginn 28. nóv. eins og Vestur- veldin hafi lagt til. Hinsvegar verði Sovétstjórnin að gera sín- ar ráðsfafanir hefji eitthvert Vest urveidanna kjarnvopnatilraunir meðan á viðræðum stendur. Þá segist Sovétstjórnin sérstaklega taka undir með Bretum og Bandaríkjamönnum — að hið endanlega takmark sé allsherjar- afvopnun og að henni beri að vinna. Svari Rússa var tekið með mestu rósemi af stjórnum Vestur- veldanna. Menn telja ljóst, að Sovétstjórninni sé nú í mun að reyna að vinna upp aftur þann alitshnekki, er þeir urðu fyrir í haust, þegar þeir hófu að nýju sprengjutilraunir. Menn benda jafnframtá, að raunverulega setji Rússar tvö skilyrði fyrir viðræð- um. Framhald á bls. 23. Hér er Ben Bella (lengst til hægri) ásamt tveim öðrum aðilum alsirsku útlagastjórnarinnar þeim Muhammed Khider t. v. og Ait Ahmed. Verður Ben Bella látinn Inus? París, 91, nóv, HAFT er eftir áreiöanlegum heimildum, að væntanlega verði alsírski uppreisnarfor- inginn Ben Bella, sem lauk 20 daga hungurverkfalli í gær, láíinn laus úr fangelsi í næstu viku — og verði hon um leyft að taka þátt í næstu viðræðufundum full- trúa frönsku stjórnarinnar og alsírsku útlagastjórnar- innar. Ben Bella er aðstoðar- forsætisráðherra hennar. Fregn þessi hefur ekki feng- izt opinberlega staðfest af frönskum stjórnarvöldum. Heimildir hennar eru tengd- ar marokkanska sendiráðinu í París, en fulltrúar Hassams II., konungs í Marokkó, hafa unnið að því sl. viku að leysa deiluna um Ben Bella og fá hann leyst- an úr haldi. Ben Bella er heldur að hjarna við, en hann og félagar hans fjórir voru orðnir aðfram- komnir af hungri um sl. helgi og hékk líf þeirra á bláþræði. Thant fái fullt umboð til að sameina Kongó Sameinuðu þjóðunum, 21. nóv. — (AP-NTB) — ADLAI Stevenson, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði í dag til við Öryggisráðið, að U Thant, framkvæmdastjóra samtakanna, verði veitt fullt umboð til þess að gera þær ráðtafanir, sem bann telur nauðsynlegar til þess að binda endi á aðskilnaðar- stefnu Katanga-fylkis í Kongó, svo og annarra fylkja eða hér- aða i landinu. Ennfremur að herstjórn SÞ í Kongó sé veitt heimild til þess að aðstoða mið- stjórnina í LeopoldviIIe við að endurskipuleggja her sinn frá grunni. Að tillögunni standa auk Bandaríkjamanna, Líbería, Arab íska sambandslýðveldið og Cey- lon. — Valerian Zorin, fulltrúi Rússa, hefur lýst sig fylgjandi ýmsum. atriðum tillögunnar, en kveðst muni beita neitunarvaldi gegn sérhverri tillögu Bandaríkja- manna, sem miði að því að Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.