Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. nóv. 1961 MORUVHBLAÐIÐ 3 EINU sinni, fyrir mörgum ár- um. kom Sígaunaflokkur til Akureyrar. Ég og nokkrir strékar gengum á fund spá- konu nokkurrar, sem sat á hækjum sínum í sótugu tjaldi, reykti pípu og sneri kjöti á teini. Hún las í lófa okkar og nefndi tölur, sem áttu að tákna æviárin- Við tókum auðvitað ekkert mark á spá- konunni, hlógum og höfðum gaman að. En nokkrum árum síðar gekk ég inn í líkt tjald í Kaup Þorvaldur og matsveinarnir sneiða niður kjötið. Aldursforseta íslenzkra leikara haldið samsæti Var sæmdur stórriddarakrossi Fálka- orðunnar við það tækifæri maður," ávarpaði Brynjólfur Jóhannesson afmælisbarnið. „Eg héf aðeins fimm mínútur til þess að ávarpa þig og skamma þig.“ Það var hlýleg- ur tónn í ræðu hans. Og margar myndir voru dregnar fram af Haraldi Björnssyni. leikara; og sögur frá fortíðinni rifjaðar upp. Kristinn Hallsson og Erling- ur Vigfússon sungu „íslenzka óperu“ um ævi og starf leik- arans og vakti söngur þeirra mikla kátínu. mannahöfn. Og spákonan nefndi tölur, og þá brá mér heldur betur, því henni bar alveg saman við spákonuna í tjaldinu á Akureyri. Og sam- kvæmt þeim tölum á ég eftir að vera með ykkur í mörg ár enn, því þær voru ríflegar á árin. Þessa sögu sagði Haraldur Björnsson leikari sl. n ánu- dagskvöld í hófi, sem Félag íslenzkra leikara hélt honum og konu hans Júlíönu Frið- riksdóttur til heiðurs og vakti sagan mikinn fögnuð við- staddra. Haraldur Björnsson varð 70 ára 27. júlí sl. og er því aldursforseti íslenzkra leik ara. Á afmælisdaginn stóð hann á leiksviðinu á Akur- eyri, sama bæ og hann fyrir nær 50 árum hóf lei'klistar- feril sinn- En samstarfsmenn hans hér í Heykjavík voru nú ekki á því að láta hann snuða sig um afmælisveizluna. eins og Valur Gíslason komst að orði í upphafi samsætisins, tg því var honum haldið þetta samsæti. Logandi kjöt Glaumur mikill og gleði var allt kvöldið og skemmtu menn sér yfir góðum mat og dýrum veigum, og fjölmargar ræður voru fluttar til heiðurs afmælisbaminu. Hófið var haldið í Leikhúskjallaranum og á sviðinu stóð Þorvaldur Guðmundsson, veitingamaður, ásamt tveimur hvítklæddum kokkum og fjölda framreiðslu stúlkna, og sneiddi niður ljúffengt lambakjöt, -sem jafn óðum var borið til gestanna. Það var ekki laust við að margir rækju upp stór augu, þegar kjötið var borið fram: lambalærin voru þrædd upp á örmjótt sverð; á hjöltunum voru litlar skálar fullar af konjaki. Kveikt var í konjak- inu og stóðu þá lærin í björtu báli- Margar ræður Svo sem kunnugt er, er Haraldur Björnsson fyrsti ís- lendingurinn sem lagði út í það ævintýri að nema leiklist við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn, og tekur þar próf árið 1927, ásamt Önnu Borg. Frá þeim tíma hefur hann staðið í eldinum hér heima, leikið, kennt og haft leikstjóm á hendi. í fyrr- nefndu hófi voru haldnar margar ræður til heiðurs hin- um aldna leikara, flestar í Haraldur Kröyer, forselaritari, og Haraldur Björnsson, takast í hendur, eftir að sá fyrrnefndi hefur afhent þeim síðarnefnda stórriddarakross Fálkaorðunnar. léttum dúr, eins og vera ber. Þeir sem ávörp fluttu voru: Guðlaugur Rósinkrans, þjóð- leikhússtjór;, sem tilkynnti að Þjóðleikhúsið hefði ákveðið að færa honum að gjrf mál- verk af honum sjálfum, sem Sigurður Sigurðsson hefði gert- Jón Sigurbjörnsson, for- maður Félags íslenzkra leik- ara, Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, Brynjólfur Jó- hannesson, formaður Leik- félags Reykjavík-ur, Ævar Kvaran, sem afhenti Haraldi gjöf frá leikurum Þjóðleik- hússins, Kristbjörg Kjeld, sem afhenti gjöf frá Tilraunaleik- húsinu Grímu og dr. Jakob Benediktsson, sem mælti örfá orð fyrir hönd áhorfendá og sagði frá því, þegar hann horfði á Harald Björnsson koma fram í fyrsta skipti í konunglega leikhúsinu í Höfn. „Gamli skröggur, þú þraut- reyndi gamli kollega og li&ta- Orðuveitingin Hápunktur samsætisins var þó, þegar Haraldur Kröyer birtist öllum að óvörum, og liikynnti samkvæmt boði for- seta íslands, að orðunefnd hefði ákveðið að sæma Har- ald Björnsson stórriddara- krossi Fálkaorðunnar í þágu íslenzkrar leiklistar og leik- menningar. Haraldur Björnsson hélt ræðu í lok veizlunnar og þakkaði hverjum ræðumanni fyrir sig með vel völdum orð- um, og öllum, sem hefðu stað- ið að þessu samsæti, gömlu félögunum og fleirum, sem of langt yrði hér upp að telja- Hann sagði í lok ræðu sinnar, að ungu leikararnir hefðu yfir miklu að gleðjast, leiklistinni væri nú skipaður veglegur sess í menningarlífi þjóðarinnar og bað :enn að skála fyrir islenzkri leiklist Brynjólfur Jóhannesson mælti fyrir minni frú Júlíönu Fdriksdó'tur og færði henni blómvönd. SIAKSTEIMAR Kína og Kenya Magnús Kjartansson segir í málgagni Sovétríkjanna á ís- landi í gær: „Sá dagur líður naumast, að ekki berist fréttir um mannvíg og hryðjuverk ein- hvers staðar í heiminum. 13 flugmenn eru myrtir í Kongó . . . glæpaverk í Túnis og Alsír. ráða menn í Sovétríkjunum gera upp sakir vegna óhæfuverka á liðn- um árum“. Ritstjórinn kvartar síðan undan því. að „um þetta allt séu birtar stórar fyrirsagnir í blöðum". en hins vegar sé ekki skýrt nógu rækilega frá hung- ursneyð meðal Massai-manna í Kadjiado-héraði í Kenya, sem um var getið á baksíðu Mbl. á sunnudag. og Þjóðviljinn vitnar til. Segir ritstjórinn, að þar sjá- ist „árangurinn af stefnu þeirra .(Breta) í efnahagsmálum“. Mbl. gegnir vitaskuld þeirri sjálfsögðu skyldu fréttablaðs að skýra frá hungursneyð, hvar sem liún verður í heiminum, hvort heldur það er í Kenya éða Kína. En meðal annarra orða: Hvenær hefur Þjóðviljinn skýrt frá hinni hræðilegu hungursneyð. sem nú geisar í Kína? Hver hefur orðið „árangurinn af stefnu" Kínverja „í efnahagsn-,álum“? Eru hung- ursneyðir kannske „misgóðar“ sem fréttaefni? Skiptir það Þjóðviljann höfuðmáli, hvort það eru Massai-menn, sem svelta. eða milljónir Kínverja, sem búa við sult og seyru? Hvenær hef- ur kommúnistablaðið skýrt frá hungursneyðunum, sem urðu í Sovétríkjunum á fjórða tugi ald- arinnar, öðru vísi en að afgreiða bær sem* „auðvaldslygi"? Meðan Þjóðviljanum er skipað að mat- reiöa sovétlygamar hráar fyrir íslendinga, getur Magnús Kjart- ansson ekki krafizt þess. að nokkur taki nr.ark á orðum hans. A1 Capone Kremlinsky Hitt er svo athvglisvert. að ritstjórinn skuli jafna „óhæfu- verkum ráðamanna í Sovétríkj- unum“ við morð í Afríku. Vili hann ekki hreinlega viður- kenna. að ríkisstjómarfundir í Ráðstjórnarríkjunum hafa verið og em e. t. v. enn, skv. nýlegum játningum Krúsjeffs, nákvæm- lega eins og fundir í glæpafélaga stjómum í Chicago á þriðja tugi aldarinnar? Em það ekki Smiling Killer Cmshy og Trigg- erhappy Moskolenko. sem ráða stjórnarathöfnunum? Skyldu þeir geta lært af þessu? Ein af hinum skaðlcgustu kreddum sósíalista er sú. að all- •ur atvinnurekstur eigi að vera rekinn í einhverju sérstöku og á.kveðnu formi. Allir heilvita menn skilja, að rekstrarfornr.ið hefir ekkert gildi í sjálfu sér. Menn hljóta að mæla með einhverju ákveðnu rekstr- arformi. vegma þess að atvinnu- fyrirtækin verði með þeim hætti betur rekin og skili þjóðarbúinu meiri arði en ella. Þetta mega sósíalistar yfirleitt ekki heyra nefnt. Ákveðin rekstr arform eru þegar í upphafi svo ásæt ,að sjálfsagt þykic, ekki að- eins að hlífa þeim fyrirtækjum sem þannig eru rekin við öllum sköttum og skyldum. heldur að leggja skuli beinlínis fé til beirra úr almannasjóðum, ríkissjóði og bæjarsjóðum. Óþarft er að nefna dænr.í um þetta j islenzku atvinnulífi. Til þess eru þau of mörg og öllum kunn — og hafa þessi sjónar- mið, þar sem þau fengu ráðið framkvæmdum skaðað allan al- menning í landjnu um hundruð- ir milljóna. Nú kom í gær skemmtileg frétt í Þjóðviljanum frá Krúsjeff. Hann segir, að rekstrarformin skipti ekki máli. Aukaatriði sé, hvort ríkis- eða samyrkjubú- skaparform. sé á rekstri landbún- aðarins á tilteknu landsvæði. (XJm önnur rekstrarform er þar ekki að ræða). Skyldu kommún- 'star geta af þessu Iært?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.