Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIb Miðvikudagur 22. nóv. 1961 Anna Kristjánsdóttir og Laufey Valdimarsdóttir: — Við erum í skólanum fyrir hádegið. Vestur í Isbirninum er verið eð salta og raunar einnig að frysta, en við látum ok'kur næg.ja að heilsa upp á söltun- arfólkið. Á FÖSTUDAGINN var óvenju góð síldveiði hjá bátunum og komu ríflega 31 þús. tunnur á land í höfnunum við Faxaflóa.— Fréttamaður og ljósmynd- ari blaðsins brugðu sér í hringferð milli síldarverk- unarstöðvanna hér í Rvík og má með sanni segja að niðurstaða þeirrar ferðar var sú að með réttu má gefa höfuðborginni nafnið „Síldarbærinn Reykjavík“. um eftir svona túr ? — Ég veit það ekki. Það er ekkert verð komið á síldina. Ætli það verði ekki þannig að við gefum þeim hana fyrir rest. Tökum í hendina á þeirn Við leggjum leið okkar nið- ur Grandagarð þar sem bát- arnir eru að landa síldinni. Þar er líf í tuskunum eins og raunar allstaðar þar sem síld- in kemur við. Um borð í Dofra Við bregðum okkur fyrst um borð í Doifra frá Patreks- firði. Það er verið að skipa upp úr honum fallegri síld. Skipstjórinn Jón Magnússon hefir brugðið sér í land og við snúum okkur að manninum, sem er við spilið og það reyn- ist vera Gunnar Gunnarsson 2. mótoristi. — Hvað eruð þið með mikla sáld ? — Það eru víst 700 tunnur. — Og hvar veidduð þið hana? — Vestur af Jökli. En þarna kemur Jón Magnússon skip- stjóri. Viltu ekki heldur tala við hann urn þetta. Liðlegur ungur maður hopp ar niður í bátinn. Hann er með barðastóran hatt og brosleit- ur. — Hvernig síld er þetta, Jón ? — Þeir segj a að hún sé ágaet, einhver sú bezta sem hefir komið á land í dag. — Hverjir fá þessa sild? — Þeir eru margir. Júpiter og Marz, Kirkjusandur og Jakob Sigurðsson. — Hvað berið þið úr bít- Fyrir utan Fiskiðju B.Ú.R. hittum við Ingólf Sigurðsson verkstjóra. Hann tekur því strax vel að fylgja okkur uiji ríki sitt. Fyrst lítum við inn í móttök- una þar sem verið er að moka síldinni á færiband og er upp- moksturvél notuð við það verk. Síðan heldur s>íldin með færibandakerfi upp á næstu 'hæð þar sem stúlkurnar taka við henni og raða niður í pakka. Færibandakerfinu þurfti lítilsháttar að breyta vegna síldarinnar. Hún má t.d. ekki falla eins hátt og annar fiskur og hún er öll viðkvæm ari. Við höldum upp á loft og'göngum um vinnusal- inn þar sem stúlkurnar eru að legga síldina í pakka. Ekki minni en 166 gr. Ekki má síldin vera minni Jón Magnússon skipstjóri: — Ætli það endi ekki með bvi að við gefum þeim síldina. og þökkum þeim fyrir, segir Jón hlæjandi. Fékk snaps út á nafnið — Og það er norskt nafn á bátnum ykkar. — Já. Og það er vinsælt hjá Norðmönnum. Ég var að landa í norsikt síldartökuskip austur á Seyðisfirði í sumar og þá fékk ég góðan snaps út á nafnið á Dofra. er eru þeir látnir vera 9 kg. og 300 gr. Við snúum okkur að einni stúlkunni, sem er að vigta og spyrjum hana að nafni. Hún kveðst Guðbjörg heita og vera Jóhannsdóttir. Gift kona og fjögra barna móðir. — Og kanntu vel við þessa síldarvinnu? — Já ágætlega. — Er ekki erfitt fyrir þig að komast að heiman ? — Við hjálpumst að með heimilisstörfin hjónin og svo eru elstu börnin orðin stór. Næst er haldið inn í salinn þar sem frystitækin eru og Ingólfur Sigurðsson verkstjóri hjá Fiskiðju B.Ú.R. stendur þarna á bak við uppmokstursvél í fiskmóttökusalnum. A meðan á þessu áamtali stendur er hverjum síldarkass anum á fætur öðrum lyft upp á bílinn og rétt í þann mund er hann er að fara kveðjum við Jón og höldum áfram ferð innL en 166 gr. minnst og lágmarks fitumagn er 14%. Ingólfur seg ir að þessi síld fari aðallega á Pólland og Þýzkaland. Pakk- arnir eiga að vera ð kg. hver en þar sem settur er í þá hálf- ur líter af vatni áður en fryst þar sjáum við hvar pökkun- um er rennt í pönnum í tækin, sem frysta þá á tveimur tím- um eða liðlega það. Flest eru tækin opin, en einmitt þennan dag hafði verið komið fyrir nýjum tækjum. sem eru lokuð og frysta nokkru fljótar en hin því að sjálfsögðu verður kuldatap þar minna. Síðan leggjum við leið okkar niður í frystiklefann, þar sem öskj- urnar eru geymdar þar til þær eru teknar í skip og fluttar út. Ingólfur segir að þeir hafi ver ið heppnir með að losna mikið til jafnóðum við síldina. Ekki er því að neita að hrollur fór um okkur í frýstiklefanum en þar er 22 stiga frost. Eg vorkenndi úlpuklæddum körl unum sem þarna hafast við allan daginn. Einn hafði kom ið klukkan 8 um morguninn og hann gerði ráð fyrir að vinna til kl. 4 um nóttina. Að endingu göngum við út gegnum vélasalinn þar sem 5 frystivélar eru í gangi. Hér kveðjum við Ingólf og höldum á nýjan stað. Guðbjörg Jóhannsdóttir: — Það er hvíld að vinna í síldinni. Allt upp í 22% . Guðmundur Magnússon verkstjóri verður fyrir svör- um er þangað kemur. Hann lætur allvel yfir síldinni og segir að vinnubrögð fólksins séu ágæt. Síldin er að sönnu nokkuð misjöfn bæði að stærð og fitumagni. Við sáum nokkr ar síidar sem voru 22% feitar og aðrar sem reyndust ekki nema 12%. Af Norðurlandssíld fara um 340—50 síldar í tunnu, en af þessari síld fara frá um 400 til 700 síldar í tunnuna og aí minnstu gerðinni allt að 900. Anna Eyjólfsdóttir heitir Ijóshærð stúlka, sem við ráð- umst á og tökum tali. — Kantu vel við að salta síld ? — Já já segir Anna, bros- ir og hallar undir flatt. — Ertu fljót að salta? — Jæja svona. .— Hvað ertu lengi með tunn una? Guðmundur Magnússon verk- stjóri: — Það eru yfirleitt gó# vinnubrögð hjá stúlkunum. — Svona hálftíma. — Og hvað færðu svo fyrir hana? — Eg held að það séu 40 krónur fyrir stærri síldina en 46 fyrir þá minni. — Og hvað hefirðu staðið lengst við tunnuna í einu. — I tólf tima." A meðan við stöndum við kemur. bíll með fullfermi af síld og við fylgjumst með því þegar hann er losaður. Pallin- um er lyft og síldin rennur aftur af honum og ofan í þver- rennu og efitir henni í kassana til stúlknanna. Þessi tæming

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.