Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBL AÐIÐ Miðvikudagur 22. nóv. 1961 JMwgputtfrfiiifrtfr CTtgefandi: H.f Árvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Ólaa sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. MOSKVUMALGAGNIÐ MINNIST Á SIÐSEMI Þegar Beria var drepinn Krúsjeff sneri byssuna úr hendi hans og Malenkov hitti loks á bjölluhnappinn eftir mikið fum Cjaldan hefur nokkurt blað ^ lotið eins lágt og Þjóð- viljinn. Hann hefur í ára- tugi gengið erinda útbreidd- ustu ofbeldisstefnu, sem heimurinn hefur þekkt frá því sögur hófust. Hann hef- ur að vísu verið útgefinn á Islandi fyrir íslenzkt fólk, „alþýðu íslands" eins og kommúnistar segja svo fjálg lega á tyllidögum. En þó hef ur þetta blað komið íslandi og íslendingum sáralítið við. Tónninn er rússneskur, stefnan rússnesk og meira að segja hringsnúningurinn er af rússneskum toga. Einn þeirra manna, sem unnið hafa um nokkurt árabil við þetta vesæla málgagn, hefur nýlega varpað fram þeirri spurningu, hvort ekki væri tími til kominn að Þjóðvilj- inn færi að skipta sér af ís- lenzkum málefnum í staðinn fyrir að síeltast við hin rússnesku. Hann benti enn- fremur á, að blaðið standi sig ekki alltof vel, þegar Sovét- ríkin eru annars vegar, því réttar fregnir frá þessu móð- urlandi kommúnismans birt- ast ekki í því fyrr en eftir marga áratugi. Þannig vissi allur hinn frjálsi heimur, að minnsta kosti þrjátíu árum á undan Þjóðviljanum, hvers konar mannpersóna Stalin var. En Þjóðviljinn dubbaði Stalin upp í spámann og hélt fast við þau fyrirmæli, sem hann hafði fengið frá Moskvu, að lífsnauðsyn væri fyrir íslenzku þjóðina, að stalinisma yrði komið á hér á landi. Og með hvaða að- ferðum? Einn höfuðpostuli Moskvumálgagnsins, Brynj- ólfur Bjarnason, lýsti að- ferðunum, þegar hann skrif- aði í júní 1932: „Byltingarhugur verkalýðs- ins magnast, unz hámarki baráttunnar er náð með á- hlaupi verkalýðsins undir forystu kommúnistaflokks- ins á höfuðvígi auðvaldsins í Reykjavík og valdanámi hans. Það áhlaup tekst því aðeins, að meirihluti verka- lýðsins, að minnsta kosti í Reykjavík, fylki sér á bak við flokkinn. Að slík tíma- mót munu ekki falla saman við venjulegar kosningar, þingsetu eða þess háttar, nema fyrir tilviljun eina, mun flestum ljóst, svo það sem úrslitum ræður verður meirihluti handanna — handaflið“. Og Einar Olgeirsson, ann- ar aðalpostulinn, skrifar 1933 og lætur sitt ekki eftir liggja. Hann hefur einnig kynnzt aðferðum stalinist- anna og segir hiklaust, að stéttabarátta hér „nær að lokum hámarki sínu í vopn- aðri uppreisn verkalýðsins gegn hervæddri yfirstétt ís- lands“. Þjóðviljinn þykist svo í gær geta talað um siðleysi og óheiðarleika Morgun- blaðsins. Ástæðan er sú, að Morgunblaðið hefur ekki gengið erinda kommúnism- ans á íslandi. Þáð er rétt, svo „siðlaust“ og „óheiðar- legt“ hefur Morgunblaðið alla tíð verið og mun verða. INNRÁSIN í FINNLAND „SJÁLFSÖGÐ" Fn hvað segja lesendur Þjóðviljans um afstöðu hans, um hans siðsemi og heiðarleika? Hvað segja les- endur Þjóðviljans um fyrr- greind ummæli kommúnista- leiðtoganna á íslandi? Hvað segja lesendurnir um af- stöðu Þjóðviljans, þegar Rússar réðust á Finna á sín- um tíma og frömdu níðings- verk á þessari frændþjóð okkar? Þjóðviljinn hafði ekki við að verja aðgerðir lærifeðranna. Honum fannst innrás Rússa í Finnland í senn ágæt og nauðsynleg. Og Brynjólfur Bjarnason lýsti því hátíðlega yfir, að innráis rauða hersins í Finnland væri sjálfsögð, með henni ætti að frelsa finnsfcu þjóð- ina, eins og komizt var að orði. En kommúnistar lögðu ekki einasta blessun sína yf- ir ofbeldisverk rauða hers- ins í Finnlandi. Þeir fögn- uðu leppstjórninni þar í landi, kommúnistunum, sem sviku föðurland sitt, þegar verst gegndi, og voru síðan með hótanir í garð íslend- inga þess efnis, að þessi kommúnistastjórn í Finn- landi mundi minnast íslands, þegar búið væri að svipta Finnland frelsi sínu. / EIGIN SNÖRU ITvað segja lesendur Þjóð- *"*■ viljans um þessa sið- semi? Sem betur fer voru þá eins og nú til heiðarlegir menn á íslandi, menn, sem MENN HAFA löng-um velt J>ví fyrir sér með hvaða hætti Beria var „tekinn úr umferð“ og hve- nær hann hafi í rauninni verið tekinn af lífi. Nú hefur hulunni verið svj^pt frá osr það var sjálf- ur Krúsjeff. sem sagði frá við- ureign sinni við Beria. Þetta gerðist á 22. flokksþinginu í Moskvu á dögunun?., auðvitað á lokuðum fundi. Pólskir kom- múnistar, sem almennt eru tald- ir undir minnstum Moskvu-aga, Iaumuðu sögunni að vestrænum fréttamönnum oe hafa menn Iagt trúnað á öll helztu atriðin. því reynzlan hefur sýnt að í hópi kommúnista í Póllandi finna vestrænir fréttamenn oft örugga ætíð hefur ofboðið að horfa upp á skemmdarstarfsemi Þjóðviljans. — íslandsdeild norræna þingmannasam- bandsins samþykkti að víkja kommúnistunum fjórum úr deildinni og 42 þingmenn töldu virðingu Alþingis mis- boðið með þingsetu komm- únista, þegar Finnlands- styrjöldin stóð sem hæst. — Níðingsverkið í Finnlandi varð til þess að opna augu margra fyrir því að komm- únistar eru þess albúnir að svíkja land sitt og þjóð, hve- nær sem kallið kemur að austan. Þetta er rifjað hér upp vegna skrifa Þjóðviljans um hótanir Sovétstjórnar- heimildarmenn. f frásögninni frá Varsjá sagði, að Beria hefði ver- ið skotinn á fundi forsætisnefnd- arinnar. Sænskur kom.múnisti, sem var á Moskvu-þinginu segir hins vegar, að þetta sé ekki rétt með farið. Beria hafi ekki verið skotinn á fyrrgreindum fundi. heldur handtekinn þar og skot- inn nokkru síðar. Hvor útgáfan er rétt, það er ekki gott að segja, en hér er Varsjár-útgáfan: STALÍN FEKK EKKI LÆKNI Krúsjeff hóf söguna á að segja frá því, að þegar nánustu sam- starfsmenn Stalíns hefðu fengið vitneskju um, að gamli maður- inn hefði fengið slag, þá varn- innar í garð finnsku þjóðar- innar nú. Þá hófu Rússar of- sóknir sínar gegn Finnum með því að krefjast samn- inga. En það sýndi sig þá, að þeir vildu enga samninga, þeir vildu stríð. Það þýðir ekki fyrir Þjóðviljaritstjórana að reyna að dylja sitt rétta eðli með málskrúði og faguryrðum. Sagan hefur kennt fólki að taka Moskvumálgagnið með nauðsynlegum fyrirvara, — ekki aðeins okkur sem trú- um á vestrænt frelsi og lýð- ræði, heldur jafnvel mönn- um, sem hafa unnið á rit- stjórnarskrifstofum Þjóðvilj- ans, eins og fyrr var að vik- ið. Jafnvel þá hefur sviðið aði öryggislögregla Beria þeim öllum inngöngu. Stalín lá í þrjár stundir án læknishjálpar — og svo lézt hann. Við skutum þegar á fundi til þess að ákveða hvernig ríikinu skyldi stjórnað eftir fall Stalíns. Við sömdum um það, að Malen- kov, Molotov og Beria skyldu taka það að sér í sameiningu, en ég tók að mér yfirstjórn flc’*ks- málanna. BERIA NJÓSNAÐI CM FELAGANA Krúsjeff þagnaði, fékk sér vænan vatnssopa og hélt síðan áfram. En hvernig stóð á því að við tókum Beria af lífi? Við höfðum allir svarið þess dýran eiða að taka aldrei upp ógnaraðferðir Stalíns. En Beria sveik. Hann lét njósnara sína fylgjast með okkur. Við gátum ekki hréyft okkur án þess að hanr_ vissi um allar okkar ferðir og gerðir. Svo versnaði þetta. Beria fór að setja sína menn i mikilvægustu stöðurnar. Til dæm is var Mielnikov gerður að fyrsta ritara flokksdeildarinnar í Ukra- inu. Þeir, sem ekki vildu hlíðn- ast Beria voru stimplaðir skemmdarverkamenn. RÁÐABRUGGIÐ gegn beria Þá var það, að ég hóf máls á því við Molotov, Malenkov Oig Bulganin hvernig við ættum að lösna við Beria. Aðalvandinn var að blekkja leynilögreglu Beria, því hiún leitaði á öllum, sem fóru inn í Kraml. Engum var leyft að bera vopn inn í Krernl, ekki einu sinni einkavopn sín. Aðeins Beria, yf- irmaður öryggislögreglunnar gat borið vopn innan Kremlmúranna. Og hann hafði 15 herdeildir ör- ytggislögreglumanna (NKVD) undir sinni stjórn, hafði öll ráð í sínum hönd'Um. Við sáum, að hann hafði ætlað sér sæti Stalíns, SMYGLUÐU VÉLBYSSUM INN í KREML. Þá boðuðum við til fundar i forsætisnefnd miðstjórnarinnar (11 manna nefnd) undir því yfir skyni, að ræða þyrfti ýmis hern aðarleyndarmál. Malenkov sat í forsæti, en á gólfinu, undir borðinu við fót fundarstjórans, var komið fyrir bjölluhnappi og méð því að stíga á hann gat hann kallað inn her- foringjana, sem sátu og biðu i hliðarherbergi. Meðal • þeirra voru Zhukov, Malinovsky (nú- verandi varnarmálaráðherra) og Moskalenko, hershöfðingi, siem var yfirmaður hersins í Moskvu og héraðinu umhverfis. Þessi fundur var haldinn seimt að Framh. á bls. 17. undirlægjuhátturinn. En það er ekki víst, að öllum takizt að nudda af sér Stalinsstimp ilinn. Til þess er slóðin of blóði drifin, til þess hafa of mörg mannslíf týnzt, of margir verið pyntaðir. Heim- ildin fyrir því er Krúsjeff sjálfur. Og enn er haldið áfram. Fátt hefur breytzt, Stalin er að vísu horfinn en skipulag- ið er hið sama, skipulag grimmdar, ofbeldis og of- sóknar. Það skipulag, sem Þjóðviljinn hefur hampað og dáð, en hefur nú leikið hann sjálfan svo grátt, að raunar verkar kommúnisminn á síðum blaðsins eins og snara í hengds manns húsi. Moskalenko, marskálkur, hefur hlotið margar orður og er sjálfsagt vel að þeim kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.