Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 22. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Reynt að bjarga fornum rústum HINUM stórkostlegu musterum Abu Simbel verður e.t.v. bjargað undan flóði með snilldarhug- mynd jafnsnjallri hir.ni, er byggði þau í upohafi. ítalskur prófessor í þjónustu Sameinuðu þjóðanna fann ráð- ið. Nefnd hafði verið köll- uð saman tii þess að ræða möguleika á því að bjarga must- erunum frá flóðinu, sem hin stóra Aswanstífla mun valda eft- ir 5 til 6 ár, þegar hún verður tekin í notkun. Aswanstíflan, fimm km löng og yfir 73 m á ihæð, mun stöðva rennsli Nílár og mynda öðuvatn 470 km á lengd. Vatnsborðið mun smám eaman hækka um 65 m og færa allt í kaf, sem liggur lægra en það. Ekki aðeins Abu Simbel heldur einnig fjölda minja, sem prýtt hafa bakka Nílar allt frá dögum Faraóanna. ' Þessar fornleifar verða þó að engu við hliðina á hinum tveim xnusterum Abu Simbel- Til þess að varðveita mikilleik þeirra kom fornleifafræðiprófessorinn Piero Gassola frá Milano með e£t irfarandi uppástungu: „Lyftið þeim upp“, sagði hann. „Lyftið musterunum og setjið þau á nýj ar undirstöður nægilega háar, svo að vatnið nái ekki til þeirra.“ Einfalt, eða hvað finnst þér? l?að er þó eitt sem mælir á móti. Musterin eru höggvin í fjall. Þegar Ramses II. byggði þau á þrettándu öldinni fyrir Krist, sparaði hann ekkert til þess að gera þau sem mikilfeng legust- Annað musterið var helg- að hinum þrem þýðingarme&tu Guðum Egypta: Horus, Amon og Ptah, hitt helgaði Ramses drottn ingu sinni, Nefetari. Fyrir fram- an bæði musterin eru risastórar styttur — út af fyrir sig furðu- verk einnig, þar sem þær eru líka höggnar í fjallið. Stærra musterið er 33 metra hátt og 40 metra breitt. Það nær 65 metra inn í fjallið. í einni aðalhvelfing- Hinir innfæddu fyrir framan Stóra hofið á bökkum Nílar líta út eins og putar samanbornir við hinar 23 nt.etra háu risastyttur, byggðar af Ramses fyrir 33 öldum. unni eru margar styttur. Þó að- eins 10 metra háar og því litlar í samanburði við 22-metrungana fyrir utan. Að bjarga Abu Simbel muster- unum þýðir því að skera út helj- ar mikið grettistak úr fjallinu og •lyfta því síðan upp sem svarar 16 húshæðun.. Hugmyndin er samt álitin framkvæmanleg, og eftir að egypzka ríkisstjórnin lýsti opin- berlega stuðningi sínum við framkvæmdina, hefur komizt skriður á málið. Alþjóðanefnd verkfræðinga var kölluð saman til þess að dæma í málinu og á- kveða hvað gera skyldi. Tillaga hafði einnig komið frá Frökkum: að byggja sérstaka stíflu um- hverfis musterin til þess að hindra aðgang vatnsins. ítalska tillagan varð þó ofan á við at- kvæðagreiðslu og nú skal sagt hverning hin þrjú fyrirtæki — Italuonsult, Imprese all’estro og Ing- Logdigiani — hugsa sér að gera framkvæmdina: Fyrst verður berggrýtið fyrir ofan musterin höggvið burt. Síð- an verður höggvið niður með hliðunum (engar sprengingar leyfðar) og undir musterin og að lokum munu musterin eins og þau leggja sig verða steypt inn í höggþéttan steinsteypukassa, sem mun vernda þau fyrir öllu hnjaski og auðvelda framkvæmd ina. Vöðvakraftinum við fram- kvæmdina munu 308 dúnkraftar, staðsettir undir kassanum, sjá fyrir. Til þess að þeir vinni rétt verða dúnkraftarnir undir stjórn rafeindatækja, sem sjá til þess að þeir vinni allir samtímis eða alls ekki. Aðaláhyggjuefni verkfræðing- anna er þó ekki það. að dúnkraft arnir muni renna til eða mistak- ast að lyfta sínum hluta (Saman* lagt verður það sem lyfta þarf um 300,000 tonn og hver dúnkraftur mun taka 1.000 tonn auðveld- lega), heldur hitt, að þar sem þyngdin mun verða misjafnt dreifS vegna holrýmisins og bergið alls ekki þannig að það þoli mikla áreynslu (margar sprungur þegar í berginu), þá muni misvægið geta framkallað hættulegt rennsli- Til þess að koma í veg fyrir slíkt munu dúnkraftarnir aðeins lyfta um 1 mm í einu. Með því að vinna í svo litlum áföngum mun sérhver dúnkraftur geta sjálfkrafa stillt þrýsting sinn eft ir þeirri mótstöðu, sem hann verð ur fyrir. Þegar dúnkraftarnir hafa lokið sínu verki, mun ný undirstaða verða steypt undir musterin og hlífðarkassinn tek- inn utan af þeim. Eftir það munu landslagssérfræðingar sjá um verkið. Ef vinnan á staðnum byrjar 1 maí 1962 reikna sérfræðingarnir með því, að musterin eigi að geta verið komin á sínar nýju undir- stöður árið 1965. Fínslípingin á verkinu mun síðan taka önnur þrjú ár- Hvað mun verkið kosta? Erfitt er að segja fyrir um það, en 75 milljón dollarar virðist lik legast. Enda þótt Egyptar muni sjálfir útvega hluta af fjármagn- inu, mun megnið þó koma frá söfnunum sem deild innan Sam- einuðu þjóðanna mun standa fyr ir. Kennedy forseti hefur þegar beðið ríkisstjórn Bandaríkjanna um tíu milljón dollara. myndimu má sjá, hvernlg gengið hefur verið frá blokkunum og þarf ekki skýringa við. Ljósm. Ol. K. M. Athyglisvert framtak ÞAÐ hefur löngum veriS metn- aðarmál allra Reykvíkinga að fegra bæinn eftir föngum, og flest ir eru líklega sammála um, að Reykjavík sé fallegur bær. Oneit- anlega skiptir mestu máli í þess- ari viðleitru, að bæjarbúar sjálf- ir ,«appkosti að ganga svo vel frá útíiti Og umhverfi húsa sinna og nokkur kostur er, þótt ýmislegt íleira hafi að sjálfsögðu mikið að segja. Gott dæmi um framtak bæjar- búa í þessa átt er Gnoðavogs- bloKKÍrnar. Þótt aðeins séu þrjú ár siðan fyrsta blokkin var reist og eitt ár frá því þær allar voru tiibúnar, vantar ekki nema lierzlumuninn á, að endanlega sé frá lóðunum gengið. Frétta- manni Morgunblaðsins lék for- vitni á að vita, hvernig á þessu 8tæði, að íbúar blokkanna allra voru svO samhentir um þetta. Hann snen sér því að Kristjáni Enendssyn:: — Hverju þakkið þér það helzt, Kristján, hve fljótt og vel ykkur hefur tekizt að ganga frá lóðun- um? — I desember 1959 komu ibúarnir hér í blokkunum saman í þessu augnamiði og stofnuðu félag, Gnoð. sem á að gæta hags- rnuna íbúánna í blokkunum, alls 120 manns, i hvívetna. I febrúar s.l. hófumst við svo handa, það var metnaður hjá okkur öllum að gera eins fljótt fallegt og skemmtilegt i kringum okkur og kostur var. — Og hvernig var jarðvegur- inn búinn undir þessar fram- kvæmdir? — Ekki vel. Það var töluvert af grjóti hérna beggja vegna, sem þurfti að fjaiiægja. Töluðum við um það við yfirverkstjóra og mér þykir vænt um að segja, að hann lét það þegar í stað. Einnig þurft- um við að fá mold. Hana fengum við hjá blokkunum í Alfheimum. Síðan ýmist þöktum við eða sáð- um i lóðirnsi. Einnig höfum við iagt stéttir eða steypt í kringum hverja einustu blokk og gert okk- ur bílastæði I vor er svo ætlun okkar að groðursetja tré og blóm umnverfis loðirnar. — Eg veitti því athygli, að neðsti hluti neðstu lóðarinnar er sKummra a veg komiiMSí — Já, það er rétt. Þegar stjórn Gnoðar fékk næð punkta lóðanna í febrúar s.i. var ekki búið að skipuleggja þá lóð. Því var ekki iokið fyrr en seint í haust, en þá var þegar hafizt handa um að slétta hana og lagfæra. — En þetta hlýtur að vera tölu vert dýrt? — Það iætur nærri, að þetta hafi kostað um 1700—2000 kr. 1 beinhörðum peningum í beinum kosmaði en auk þess 100 vinnu- stundir á hverja íbúð. — En verða lóðirnar fyrir ágangi t. d. vegfarenda? — Já, noKkuð er um það og mæðir mert a austustu blokkinni i því sambanai. Fólk gengur yfir hana til þess að stytta sér leið, tii þess að Komast í strætisvagn, þótt girt sé, en það er sáð i blett- inn, þess vegna er þetta mjög bagalegt. Og mikið værum við þakklát fóiki, ef það vildi taka tillit til þess. — En börnin? — Börnin sýna þessu skilning og virðast skilja þetta. Þau hafa njálpað tii, eins og þau hafa getað, og aliir, konur jafnt og karlar. Til að byrja með voru ræddir möguleikarnir á því að byggja 73 metra háan varnargarð umhverfis musterin og bjarga þeim þannig frá yfirflæðingu. Franskt fyrirtæki undirbjó verkið og byggði modelið, sem sést hér á myndinni. Hugmyndin reyndist þó ekki ákjósanleg, og Frakkar urðu að láta í minni pokann fyrir ítölum, sem vildu gera enn róttækari ráðstafan- ir, þ. e. flytja musterin. Mikið átak Strassborg, 20. nóv. NTB-AFP. EFNAHAGSMÁLARÁÐHERRA Vestur-Þýzkalands, Ludvig Er- hard, flutti ræðu í dag á þing- mannaráðstefnu Efnahagsbanda- Iags Evrópu og ræddi þar um skoðanamun hinna ýmsu aðildar- ríkja varðandi ýmis vandamál 1 bandalagsins. Erhardt sagði, að mikið átak þyrfti til að koma á öðru stigi bandalagsins, en það er aðal- umræðuefni ráðstefnunnar- Enn- fremur verður rætt um umsókn- ir Bretlands og Danmerkur svo og endurskoðun ýmissa samninga sem tengja 16 Afríkuríki Efnahagsbandalaginu. Ráðstefn- an hófst í dag og stendur tvo daga. Formaður hennar cr hans Furler frá V-Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.