Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. nóv. 1961 Mar.garet Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN Skdldsaga _____________) i. ESMOND! Þetta var nafnið á mannveru, sem ég hafði alltaf þekkt, þótt aldrei hefði ég séð hana ekki einu sinni á ljósmynd, eða reynt að byggja upp eftir lýsingum annarra, af því að enginn, sem ég hafði verið samtíða í uppvext inum, hafði þekkt Esmond- En í inniluktri ímyndun ein- mana bams feiminnar stúlku og hlédrægrar konu var hann raun- verulegur. Ég trúði því staðfast- lega, að einhvern daginn mund- um við tvíburabróðir minn hitt- ast og hlæja saman að þessari einkennilegu atvikarás, sem hófst við fæðingu okkar og varð til þess að skilja okkur sundur. Og þá mundi samstundis þróast með okkur skyldleikasamband sem mundi hlýja og auðga líf okkar. Tilhugsunin til Esmonds var allt af gleðileg og bergmálaði hlátur og áhyggjulausa kæti. 1 þau tvö skipti, sem ég hafði gert tilraun til að sjá Esmond, hafði ég ekki nefnt það við nokk urn mann. Ekki einu sinni meðan ég var skotin. í Philip, hafði ég nefnt bróður minn á nafn við hann. Myndin af honum var mín einkaeign og stundum kom hann mér ekki í hug mánuðum saman. Til dæmis var hann vissulega ekki í huga mínum daginn sem ég fór til Parísar, síðdegis. Ég ætlaði að fara að hitta mömmu. Hún hét Tamara og vildi alltaf láta kalla sig skírnarnafninu — ekki mömmu, enda var hún víst aldrei sérlega móðurleg. Mér hafði verið skipað að koma, í bréfi, sem í var farseðillinn og þúsund franka seðill, hinsvegar engin bending um það, hvað henni lægi svona á að hitta mig tafarlaust- Svona var mamma: Þó að ég væri orðin tuttugu og sex ára, leit hún alltaf á mig sem skólastelpu, sem hún gæti þveitt fram og aftur að eigin vild. En það var nú ekki þar fyrir, að í augum hennar var flest fóik krakkar, en hún sjálf fullorðin fostra, sem ætti að hafa vit fyrir því. Það voru liðin þrjú ár síðan ég hafði síðast komið til Parísar og viðbrigðin voru áberandi, þeg ar ég kom utan úr útborgunum inn í sjálft hjarta heimsborgar- innar. En undir eins og ég var búin að ná mér í leigubíl við flughöfnina og hafði fengið bíl- stjóranum heimilisfangið, sem var klórað ofan til á bréfið frá mömmu, fór ég að velta því fyrir mér, hverskonar íbúð hún væri í þessa stundina. Það var alveg hvorttveggja til, að hún lifði í skrautíbúð eða þá í einhverju fá- tæklingahverfi. Ég kannaðist ekkert við borgar hlutann. Ég fór að hugsa um, hvort hún mundi nú búa ein sins liðs. Síðast þegár við hittumst, fyrir ellefu mánuðum, hafði hún verið í fínni villu í Fiesole, sem ein- hver ítalskur stóriðjuhöldur hafði verið svo vinsamlegur að lána henni, og kom svo, fínn og siðprúður til kvöldverðar og ekki vissi ég annað en hann væri far- inn fyrir miðnætti. Hann var einn af langri halarófu af „heið- urs frændum“ sem ég hafði af að segja í bernsku minni. Þegar bíllinn stanzaði, steig ég út og leit forvitin kring um mig, rétt eins og hún gæti gefið mér einhverja bendingu um það hversvegna Tamara hefði eytt allt að því tuttugu og fimm sterl ingspundum í það að koma mér til Parísar. Ég sá stórhýsi með smáíbúðum, sem var að vísu frá því eftir ó- friðinn en þó ekki mjög grenj- andi nýtízkulegt, með sveigum úr járni neðan við gluggana, sem áttu að vera gervisvalir. Er ég hringdi bjöllunni, datt mér allt í einu í hug, að móðir mín hefði nú kannske, eftir tu.ttugu ára ekkjustand, tekið það í sig að giftast aftur og ég hefði verið sótt alla leið frá London til þess að vera vottur að athöfninni. En þegar Tamara opnaði dyrn ar, hjaðnaði þetta hugboð sam- stundis niður og varð að engu. Eins og vænta mátti af henni, var kveðja hennar glaðleg en á- vítunarkennd um leið. Charlotte! Svei mér ef ég var ekki alveg búin að gefa þig upp á bátinn! Klukkan er orðin yfir átta! Hvað gekk að þessari flug vél þinni? Hún hallaði kinninni að mér og ég strauk hana lauslega með vörunum. Hún ilmaði alveg jafn ríkmannlega og áður. Það kom ekkert fyrir flugvélina. Hún var alveg á mínútunni, en ég gat bara ekki náð í ferðina, sem þú pantaðir handa mér. Það var laugardagur, ekki satt? Það á ég bágt með að skilja. Og þú vinnur væntanlega ekki á laugardögum? Það varð ég samt að gera í dag. Ég losnaði ekki fyrr en eftir klukkan tvö- Æ, þessi bölvaður ekkisens banki þinn og þessi karlhólkur hann Sir Humphrey!.... Þessar formælingar hennar á starfi mínu og húsbónda þögn- uðu, sem betur fór meðan hún var að ganga á undan mér inn í stofukytruna sína. Stofa sú bar á sér öil einkenni herbergja, sem eru leigð út með húsgögnum. Ég fór nú að virða hana fyrir mér. Hún var í smaragðgrænum silkikjól og þessi litur undirstrik aði leiftrandi litinn á grænum augum hennar. Síða hárið, svart og gljáandi og vafið í snúð eins og áður. Já, mamma var alltaf sú sama: falleg og ónæm fyrir árunum, sem yfir hana færðust. Hún gekk að skáp, sem var svartur að lit og með stálskrauti á. Við skulum fá okkur einn lít- inn, en það verður að vera ann að hvort Pernod eða viskí, því miður. Hvort viltu heldur? Ég kaus Pernod og meðan hún var að ná tappanum úr flöskunni, reyndi ég að átta mig svolítið- Tamara.. ég er alveg að deyja af forvitni að vita, hvað þetta á að þýða. Hversvegna þurftirðu að hitta mig svona snögglega? Hún svaraði engu, en hellti í gLsið og rétti mér það. Ég þekkti hana út í æsar, alveg inn í innstu afkima sálar hennnar, eins og maður þekkir það fólk, sem mað ur hefur athugað með vægðar- lausri eftirtekt barnsins — og sá því fljótt að hún var í einhverju uppnámi, og — sem meira var — henni leið hálfilla. Já, hún hafði áreiðanlega eitthvert vandamál á samvizkunni, sem hún þurfti að bera undir mig. Þegar hún sneri við mér baki og gekk aftur að stólnum sínum, fór hún að tala og orðin komu eins og hugsunarlaust — og það líktist henni heldur ekki. Þetta er afskaplega einkennileg at- burðarás Charlotte. Ég get svar- ið, að ég hafði ekkert hugboð um, það að þetta gæti nokkurntíma komið fyrir. Ég get fullvissað þig um, að mér hefði aldrei getað dottið í hug, að eyða einu andar- taki í að hugsa um hana, enda var það eina skynsamlega að þurrka hana álgjörlega út úr huganum.... Hverja ertu að þurrka út? spurði ég. Auðvitað hana Edvinu, svar- aði hún og augun skutu neistum, eins og alltaf þegar ég var sein að skilja- í barnæsku hafði ég öðru hverju fengið að kynnast hrak- legri framkomu Edvinu — sem var móðir föður míns — en það voru komin mörg ár síðan ég hafði heyrt Tamöru taka sér nafn hennar í munn. Hvernig kemur Ed-vina nú við sögu? spurði ég. Ég er mest hissa á, að hún skuli vera lifandi enn. Hún hlýtur svei mér að vera komin til ára sinna. Tamara hafði vanið mig við það í uppvextinum að kalla ömmu mína skírnarnafni, eins og sjálfa hana. Þetta gerðu allir, sagði hún. Eg býst nú við, að það hafi verið Tamara sjálf, sem fann upp á því fyrst. Edvina hefur verið gömul svo lengi sem ég get munað, sagði hún nú- Hún íklæddist sorgarföt um þegar hinn blessaði William hrökk upp af, og hefur ekki af- klæðzt þeim síðan. En hvað ættum við að vera að skipta okkur af henni? Við, sem höfum varla vitað, að hún væri til? Af því að hún ætlar að fara að skipta sér af þér, svaraði Ta- mara hv-asst. Æsingin, sem hafði blossað upp í henni, var nú tekin að hjaðna niður, en hinsvegar var óróinn aftur í vexti. Hún fékk sér drjúgan sopa úr glasinu og þegar hún setti það frá sér, sagði ég: Þú býrð áreið- anlega yfir einhverju, sem þú gUÍItvarpið Miðvikudagur 22. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik-* ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón-* leikar 9:10 Veðurfregnir. —• 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tóleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna*': Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. -•* Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón- leikar — 17:00 Fréttir — Endur- tekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið til Agra“ eftir Aimée Sommer- felt; X. (Sigurlaug Björndóttir). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Kenny Drew leikur píanólög eftir Harold Arlen. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Grænlend- ingasaga; fyrri hluti (Dr, Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður). b) Norðlenzkir kórar syngja ís- lenzk lög. c) Séra Jón Kr. ísfeld flytur þátt úr ævisögu Ebenezers hringjara á Bíldudal. d) Jóhannes skáld úr Kötlum les úr þjóðsögum Jóns Arnason ar. 21:45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22:00 Fréttir og tilkynningar. 22:10 Upplestur: „Svart og hvítt I lífs ins leik“, smásaga eftir Dorothy Parker, í þýðingu Margrétar Jóns dóttur skáldkonu (Anna Guð- mundsdóttir leikkona). 22:30 Næturhljómleikar: a) „Söngur næturgalans'*, sin- fónískt ljóð eftir Stravinsky (La Suisse Romande hljóm- sveitin leikur; Ernest Anser- met stjórnar). b) Sinfónía nr. 6 í es-moll op, 111 eftir Prokofieff (Fílharm oníska hljómsveitin 1 Lenin- grad leikur; Evgenij Mravin- skij stjórnar). 23:40 Dagskrárlok. Fimmtudagur 23. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tóleikar. — 12:28 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþátt- ur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón- leikar — 17:00 Fréttir — Endur- tekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennslá í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gu8 rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir 18:30 Þingfréttlr Tónleikar. 18:50 TiLkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Samsöngur: Pólýfónkórinn syng ur mótettuna „Jesu, meinr Freude" eftir Bach. Söngstjóri; Ingólfur Guðbrandsson. 20:30 Erindi: John Locke og heiim- spekikenningar hans (Hannet Jónsson félagsfræðingur). 20:55 Gestur í útvarpssal: Gösta Jahn frá Svíþjóð leikur frumsamm lög á píanó. 21:20 Ævintýraskáldið H. C. Andersen í tali og tónum, — dagskrá gerð af Ólafi Gunnarssyni sélfræð- ingi. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: „Köttur í regni", smá saga eftir Ernest Hemingway (Þýðandi, Svala Hannesdóttir, les). 22:25 Harmonikuþáttur: Henry J. Ey land og Högni Jónsson hafa um- sjón á hendi. 23:00 Dagskrárlok. I ffl 'l&'f I ^ I -fjvmu oji áffiíjskióirmi | ffíliS jsér a§l(aupa WisUpJ jaoí) bcr ac> ekl& I J ...........----------------------------,-------- Kelvinator kæIiSkáoinn, er.aranr,.a; Aushirstræti 14 ll'68Zjp|piöj :ö1.1 æinifesa. oe.aq vtra ýlliU. Ai Gæti ég fengið eina rúgbrauðssneið með smjöri — og vatnsglasi ? >f Xr GEISLI GEIMFARI >f >f >f the /MerHL/uJX uoreí ov w PLANer Mer»í/eeíAH, gúc/osres w///>r mso/cjl sc/f//ce /s eoma eox r//e ■ se/z/oe c/r/ze/js oe ~//e /■£// ce//rL//e y. I'M IMPITBSSED/ I'D NEVEP eUESS VOU'P ALU PASSED THE C6KITURV A\A RK/ TWAT’S NOTHIN6,BOV , WE'LL HAVE A 200 PLUB x CLUB BEEORE YOU KIDSj BREAK THE B'MINUTE MILE Á Hótel Hethulux á plánetunni Methuselah fær Buck að sjá hvað læknavísindin gera fyrir eldri borg- ara 25. aldarinnar. — Velkomnir til ,,100 ára klúbbs- ins“ unglingar. Eg er stórhrifinn. Aldrei hefði ég trúað því að þið væruð öll meira en 100 ára. Þetta er ekkert ennþá, kæri vin- ur. Við verðum búin að stofna „200 ára klúbbinn“ áður en afkomendur ykkar á jörðinni hafa hlaupið mílu- vegalengd á skemmri tíma en 3 mínútum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.