Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 1
‘44 síður 48. árgangur 266. tbl. — Fimmtudagur 23. nóvember 1961 Frentsmiðja Morgunblaðsins ikojan veitti Lange ádrepu en Norðmaðurinn svaraði fullum hálsi MOSKVU, 22- nóv. — Halvard Lange og Mikojan áttu í dag all- hörð orðaskipti um utanríkismál Noregs í hádegisverðarboði í norska sendiráðinu í Moskvu. Mikojan sagði, að Norðmenn befðu gerzt aðilar að hcrnaðar- bandalagi sem stefnt væri gegn Ráðstjórnarríkjunum og bað þá leggja eitthvað jákvætt til al- þjóðamála. Uange svaraði og sagði, að Norðmenn hefðu ekki * hyggju að ganga úr Atlants- hafsbandalaginu, þvert á móti. Þeir hefðu lært nógu mikið til þess að sjá hvar þeim væri bezt borgið. ★ Mikojan hóf máls og minntist 1 upphafi á Atlantshafsbanda- lagið. sem hann sagði fjandsam- legt Ráðstjórnarríkjunum. Norð- menn væru þar aðilar þrátt fyrir að rússneskir hermenn hefðu frelsað Norður-Noreg í síðustu heimsstyjöld og rússneskir stríðs fangar stofnað til varanlegra vin áttu banda við menn og konur á Noregi. ★ Hann beindi þeim orðum til Lange, að Norðmenn ættu að gerast virkir í baráttunni fyrir afvopnun og lagði áherzlu á mik- ilvægi friðarsamnings við Þýzka- land. Þegar þörf er að binda endi á það ástand, sem styrjöldin skapaði, dugar ekki að horfa bara á, sagði hann. Loks sagði Mikojan, að þeir Lange og Gerhardsen hefðu sjálf Framh. á bls. 23. Full eining meö Kennedy og Adenauer um leiðir til varanlegrar lausnar Berlínarmálsins Schröder utanríkisráðherra <$- WASHINGTON, 22. nóvember. — Kennedy forseti og Adenauer kanzlari ræddust viff í tvær stund ir í dag og var það lokafundur þeirra í þriggja daga viffræðum. Gáfu þeir út sam.eiginlega yfir- lýsingu. þar sem lýst er algeru samkomulagi um þær leiðir sem fara beri til þess að ná varan- legri og friðsamlegri lausn Ber- línarvandamálsins. Leiðtogarnir voru algerlega sammála í öllum atriðum sem rædd voru í sambandi við hið al- varlega ástand í heimsmálunum. Sögðu þeir, að Rússar hefðu skapað spennuna í Berlín — og ásakanir Rússa um árásarundir- búning Atlantshafsbandalagsins og þá sér í lagi V-Þýzkalands væru falskar og ekki á rökum reistar. Lögðu þeir áherzlu á mikil- vægi Atlantshafsbandalagsins frjálsum þjóðum til varnar gegn ofbeldinu og sögðu að beita ætti öllum ráðum til þess að styrkja bandalagið og treysta varnir þess. Strauss, varnarmálaráðherra, sagði á fundi með blaðamönnum síðar í dag, að viðræðurnar hefðu gengið betur en búizt hefði ver- ið við, því komið hefði í ljós, að enginn ágreiningur væri með leiðtogum þjóðanna. Aðspurður sagði hann, að viðræður vestur- veldanna við Rússa um lausn Berlínarmálsins væru fyrst og fremst háðar vilja fjórveldanna til þess að talast við um málið, fyrst og fremst háðar Banda- ríkjunum — og de Gaulle, bætti hann við. Adenauer fer heim flugleiðis í nótt . Þessi mynd sýnir bílinn, sem ók á rafmagnsstaur á Akur- I eyri sl. sur.nudag, mölbraut' staurinn þannig að rafleiðsl- I urnar féllu umhverfis og yf- i J ir bílinn. — Varð að rjúfa strauminn áður en björgun- ’ armenn komust að bílstjór- anum, sem þá var meðvit- undarlaus. Kom hann brátt til sjálfs sín í sjúkrahúsinu á Akureyri og mun lítt meidd- ur. Má það teljast furðu vel sloppið úr lífsháska. (Ljósm.: St. E. Sig.) NATO-varnir Osló, 22 nóv. FUNDURINN um endurskipu- lagningu a yfirstjórn varna NATO á Daiimerkur og Slesvig- Holstein svæðinu hefur nú staðið í þrjá daga. Næsta skrefið verða viðræður við Norstad, yfirhers- höfðingja allra herja NATO. Trillu frá Skagaströ nd saknað Sléttbakur fékk brotsfó, missti björgunarbát. — Vonzkuveður nyðra Samningar nauð- synlegir um Berlín — sagði SchrÖder, utanríkisrdðherra, WASHINGTON, 22. nóvember- - Ef vesturveldin nota ekki rétt sinn til þess að kref jast samninga um Berlín verður hætta á ferff- um, sagði Schröder, hinn nýi ut- anríkisráðherra Bonn-stjórnar- innar í ræðu í di.g. Það á að semja við Rússa um Berlín, hélt hann áfram, en ekki vildi hann fara út í smáatriðin þar eð vesturveldin hefðu ekki krufið málið til mergjar sín á milli, þ. e. a. s. hvað Bretum og Frökkum viðkemur. > Ég veit, sagði hann, að allir þeir, sem séð hafa múrinn í Ber- lín, skilja hvers vegna Berlinar- búar fylgjast af lifi og sál með framvindu málsins. Þessar samn- ingaviðræður ráða úrslitum fyrir framtíð þessa fólks. Schröder sagði ennfremur, að utanríkisstefna samsteypustjórn- arinnar í Bonn yrði óbreytt frá því áður. Helzta verkefni stjórn- arinnar í utanríkismálum væri að styrkja böndin við Atlants- hafsbandalagið halda áfram bar- áttunni fyrir auknu efnahags- og stjórnmálasamstarfi innan Evr- ópu — og að halda vakandi kröf- unni um sameiningu Þýzkalands og frjálsar kosningar í landinu öllu. SAKNAÐ er bátsins Skíðis HU 8 frá Skagaströnd, en bát- urinn fór í róður þaðan klukkan fjögur í gærmorgun. Á bátnum, sem er átta lesta, eru tveir menn, Hjörtur Hjart- arson og bróðir hans, báðir frá Skagaströnd, en ekki er Mbi. kunnugt um nafn bróðurs Hjartar. Síðast heyrðist til bátsins á Skallagrunni á Húnaflóa um hádegisbilið í gær. Ætlaði Skíðir að hafa aftur samband við land klukkan þrjú, en þá heyrðist ekki til hans og ekki síðan. Vonzku- veður var á Húnaflóa í gær, rok, stórsjór og bylur. Var leit að bátnum talin vonlítil. Er Skíðir hafði samband við land um hádegið í gær átti bát- urinn eftir að draga 2—3 bala af línunni. Ætlaði hann eins og fyrr getur að hafa samband við land klukkan þrjú síðdegis, en síðan hefur ekkert til hans spurzt. Skíðir er átta brúttólestir að stærð, smíðaður á Akureyri 1956. Eigendur eru Kristján A, Hjartarson o. fl. á Skagaströnd. Stórsjór og bylur. Mbl. náði sambandi við Óð- inn um miðnættið í gærkvöldi, en skipið leitaði þá Skíðis á Húnaflóa. Sagði Eiríkur Kristó- fersson skipherra að leitin hefði þá engan árangur borið, enda væri stórsjór, rok og hörkubyl- ur á þessum slóðum, þannig að vart sæist út úr augum. ;,Við höfum leitað í allt kvöld fra því að kallað var til okkar“, ságði Eiríkur. „I dag leituðu hér einnig tveir stórir bátar frá Skagaströnd, og höfðu báðir radar ,en þeir urðu að snúa frá í dag vegna óveðurs.“ Óðinn leitar áfram. Oðinn var staddur út af Vatns nesi í Húnaflóa er Mbl. náði sambandi við skipið. Hafði ver- ið leitað frá Skallarifi, þar sem síðast heyrðist til bátsins, yfir Húnaflóa og langleiðina að Vatnsnesi, en án árangurs. Oð inn ráðgerði að halda leitinn áfram í alla nótt. Sléttbakur missti bát. Um það leyti sem Mbl. hafð samband við Oðin. tilkynnt togarinn Sléttbakur' að ham hefði fengið á sig brotsjó, oj missti togarinn bakborðsbjörg unarbátinn. Var Sléttbakur þ staddur 14 mílur NNA a Rauðanúpi, en þar voru þá 1 vindstig, stórsjór og snjókoma. Ekki var vitað um aðrar skipi ferðir nyrðra, nema hvað olíu skipið Þyrill var á leið inn Húm flóa á miðnætti. Fundi Norður- landaráðs frestað Helsinki, 22. nóv. TILKYNNT var í dag, að 10. fundi Norðurlandaráðs, sem hald inn verður í Helsiniki, yrði frest að um einn mánuð. Hann mun því hef jast 11 marz. Stjórn ráðs- ins tók þessa ákvörðun að fengnu samþykki rikisstjórna allra land- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.