Morgunblaðið - 23.11.1961, Side 5

Morgunblaðið - 23.11.1961, Side 5
Fimmtudagur 23. nóv. 1961 MORCIJTSBT. 4 ÐIÐ 5 ■ ' '• w. &\ : ■: ■■ - ,« ■ m ív.'í' ;.V| ^gjgaB MENN 06 = MALEFN!= H I N N I opinberu heimsó'kn Elísabetar Englandsdrottning- ar og manns hennar Fihppusar prins til Ghana er nú lokið og sigldu þau heimleiðis á kon- ungsskipinu Britannia. Heimsókn drottningar ti)l Ghana þykir hafa verið mjög vel heppnuð og var henni hvar vetna fagnað ákaft. Sl. laugar- dag var haldinn mikilí dans- leikur til heiðurs drottning- unni og manni hennar. Var þar aðallega dansaður dans, sem nefnist „High life“ og er mjög vinsæll í Ghana. Sagt er að Evrópumenn eigi mjög erfitít með að læra þennan dans, en drottningin og maður hennar gerðu honum góð skil. Mjög mikill mannfjöldi var á dansleiknum og er drottn- ingin hóf dansinn með Nkrum ah, hópuðust allir út á gólfið til að fylgjast með. Filippus prins dansaði við frú Fatiu Nkrumah, hina egypzku eigin- konu forsetans. Sérstakur texti hafði verið saminn við „High life“ lagið og bar hann nafnið „Velkom- in yðar hátign“. Filippus prins og frú Nkrumah. Elísabeth Englandsdrottning og Nkrumah. forseti Ghana. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Hrímfaxi er væntanlegur kl. 16:10 í dag frá Kaupmannahöfn og G-lasg. Flugvélin fer til sömu staða kl. 08:30 í fyrramálið. — Innanlandsflug í dag: Til Akureyrar (2), Egilsstaða, Kópa- skers, Vestmannaeyja og í»órshafnar. — Á morgun: Til Akureyrar (2), Fagur hólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Loftleiðir h.f.: — Fimmtudaginn 23. nóv. er Snorri Sturluson væntanlegur kl. 08:00 frá N.Y. og fer til Ósló, Gauta- borgar, Kaupmh. og Hamb. kl. 09:30. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss er á leið til N.Y. — Betti foss á leið til Hvíkur frá N.Y. — Fjallfoss fór frá Rvík í gær til Hvalfjarðar, Ólafsfjarðar, Raufarhafnar, Siglufjarð- ar, Hjalteyrar, Seyðisfjarðar og það- n til Danmerkur. — Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum 21. þ.m. til Austfj. og Norðurlandshafna. — Gullfoss er í Rvík. — Lagarfoss fór frá Halden 20. þ.m. til Ábo. — Reykjafoss fer frá Raufarhöfn í dag til Húsavíkur. — Selfoss fer frá Hamborg í dag til Rvík- ur. — Tröllafoss er í Hafnarfirði. — Tungufoss fór frá Rotterdam 21. þ.m. til Hamborgar. H.f. Jöklar: — Langjökull er í Len- ingrad. — Vatnajökull er í London. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Ventspils. — Askja er á leið fjarðar. — Litlafell kemur tn Rvíkur í dag. — Helgafell er í Leningrad. — Jökulfell er í Rendsburg. — Dísarfell Hamrafell er á leið +il RvíP.ur. til Ítalíu. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er væntanlegt til Grimsby 25. þ.m. — fer frá Hafnarfirði í dag til Horna- — bjargar enginn vinurinn; þó er eftir þyngst hvað er, — það er að standa reikninginn. (Gamall húsgangur) Finnst mér lífið fúlt og kalt, íullt er þar af lygi og róg, en brennivínið bætir allt, bara það sé drukkið nóg. (Eftir Ólaf Davíðsson). Fallega Skjón! fótinn ber framan eftir hlíðunum; af góðum var hann gefinn mér, gaman er að ríða’ honum. (Gömul hestavísa) 70 ára er í dag frú Ingibjörg Gunnarsdóttir, Nönnustíg 7, Hafnarfirði. ‘ÁHEIT OC CJAFIR SóUieimadrengurinn: IJ 100; KJ J00; SP 25; afh. frá konu 50. Sjóslysið: NN 2.200 Faðirinn: — Jæja, Villi minn, áttu marga vini í skólanum? Villi: — Nei, enga. Faðirinn: — Hvernig stendur á því? Villi: — Mér er illa við þá, sem ráða við mig, og þeim, sem ég ræð við, er illa við mig. St. Bernihardsihundur, sem lengi hafði haft þann starfa að bjarga aðframikomnum fjaUgöngu mönnum með því að gefa þeim koníak úr litlu tunnunni, seim hann bar alltaf um hálsinn, kom til dýralæiknis: — Mér líður mjög illa, sagði hann, hvað haldið þér að gangi að mér? Eftir nákvæma athugun sagði dýralseknirinn: — Lifrin er mjög iila farin, vinur minn. — Ó, já, stundi st. Bernhards- | hundurinn. Eg var hræddur uun I I það. Þetta er vegna þess að ég þarf alltaf að drekka m,eð þeim, sem ég bjarga. ■ Það er þessi á prikinu, sem talar, liitt er bara maðurinn heiin'ar: Barnlaus hjón óska eftir 3ja herb- íbúð strax. Helzt í bænum. — Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt „7591“ Jeppi óskast í skiptum fyrir 4ra manna Austin 8. Milligjöf staðgreidd. Tilb. sendist í pósthólf nr. 3 Keflavik. Lagtækur maður óskast sem fyrst. Uppl. veittar i Tómstundabúðinni. Austurstræti 8. I\iý verzlunarinnrélting til sölu hillur, skápar, skúffur og 2 afgreiðsluborð. Upplýsingar í síma 15533. TIL SÖLU Tóbaks- og sælgætisverzlun í fullum gangi. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 27. þ.m. merkt: „Góður staður — 7243“. Nýkomið felgur á Opel, Volkswagen, Mercedes Benz. KRÓM og STÁL Sími 11381. Skólavörðustíg 41. Járnsmiðir óskast eða menn vanir-járnsmiði og nemendur í vélvirkjun og járnsmíði. SiRKlLL vélsmiðjan Hringbraut 121 — Sími 12912 og eftir kl. 7, 34449 T I L S Ö L U Lítil vefnaðarvöruverzlun í fullum gangi í bænum. Til greina kemur að taka góða fólksb-freið upþ í. — Uppl. ekki í síma. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7. í húsið Gólf, Mosaik og Veggflísar. Tíúsid Klapparstig 27 — Sími 22580. Cátur til sölu 50 tonna eikarbátur með 260 ha vél. Ganghraði 9—10 sjómílur. Bátur og vél í goðu standi. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölumaður: Ólafur Ásgeirsson Laugavegi 27 — Sími 14226

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.