Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBL 4Ð1Ð Fimmtudagur 23. nóv. 1961 Rafvæðing N-austur- lands og - öryrkjamál Fyrirspurnum svarað a Alþingi Frá umræðunum á Alþingi: Viðurkenning Vestur-Þýzka- lands á fiskveiðilögsögunni Færeyingum heimil ha ndfæraveiði Á FUNDI sameinaðs þings í gær var m.a. tekin til umræðu þings- ályktunartillaga um staðfestingu á samkomulagi um viðurkenn- ingu Sambandslýðveldisins Þýzka lands á 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland og þingsályktunartil- laga um staðfestingu á samkomu Iagi um aðstöðu Færeyinga til handfæraveiða við ísland. Uagt var til, að tillögunum yrði vísað til utanríkisnefndar, en atkvæða greiðslu um það var frestað. VIÐURKENNING Á LANDHELGINNI Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra rifjaði upp í iþessu sambandi, að í marz sl. (hefðu ríkisstjórnir íslands og Bretlands gert með sér samkömu lag til lausnar landhelgisdeilunni, sem staðið hafði frá 1. sepfember 1958. Aðalatriði þess sam.nings hef ðu verið þ e s s i : Annars vegar að Bretar viðurkenndu á landhelginni stór fellda útvíkikun frá 1958 með því að fækka grunn- línupunktunum og jafnframt rétt íslendinga á 12 mílna fiskveiðilögsögu frá þeirri grunnlínu; hins vegar hefðu Íslendingar failizit á, að íbrezk fiskiskip mættu stunda fiskveiðar á takmörkuðum svæð- um ákveðinn tíma úr árinu xiæstu þrjú árin. Skömrnu eftir að þetta samkomulag var gert, leitaði ríkisstjórn Þ-ýzkalands efb ir því, hvort Þjóðverjar gætu náð svipuðum samningum og Bretar. En sem kunnugt er, hefur mikill fjöldi þýzkra fiskiskipa fiskað hér undanfarin ár og korna Þjóð- verjar næst Bretum hvað snert- ir lengd veiðitíma á hverju ári og árafjölda, fjölda skipa og aíla magn, þar kemst engin önnur þjóð í samjöfnuð. Þá minnti ráð- herrann á, að Þjóðverjar hefðu mótmælt útvíkkun landhelginn- ar 1958, en fljótlega hefði þó komið í ljós, að þeir vildu fall- ast á sams konar lausn og Bretar og viðurkenna fiskveiðilögsög- una, eins og hún nú er. Ríkisstjórn íslands hefði talið rótt að gera slíkan samning, en þó þannig, að hann rynni úr gildi samtimis samningnum við Breta og með þeim fyrirvara, að Al- þingi samþykki hann. EÐLILEGT FRAMHALD Karl Guðjónsson (K) sagði, að þessir samningar við Þjóðverja væri eðlilegt framhald samning- anna við Breta. Eigi að síður væri Alþýðubandalagið andvigt þess- um samningum, þar eð lýst hefði verið yfir, að það væri andvígt því að leyfa erlend- um aðilum rétt til veiða innan 12 mdllna mark- anna. í þessum samningi væri þar að auki 12 mílna reglan ekki viðurkennd, þar sem einungis væri fallið frá mótmælum. Þá sagði hann, að Morgunblaðið sparaði fyrirsagn- ir sínar yfir fréttum af veiðar- færa tjóni af völurn erl. fiski- skipa, þar sem Morgunblaðsmenn heyrðu aðeins það, sem þeir vilja heyra, og sjái aðeins það, sem þeir vilji sjá. Enn frem.ur gat hann þess, að flogið hefði fyrir, að íslenzka ríkisstjórnin ætlaði að breyta reglum um rétt ís- lenzkra togara innan landhelg- innar. Og ef þetta er rétt, sagði ræðumaður, hvaða trygging er þá fyrir því, að erlendir togarar fylgi ekki á eftir? ÓÞARFT AÐ SEMJA Eysteinn Jónsson (F) minnti á, að þegar reglugerðin um út- færslu fiskveiðitakmarkanna var gerð 1. sept. 1958, sigtldu allir erlendir togarar nema brezkir úr landhelgi og viðurkenndu þannig í verki 12 rnílna mörkin. Og þótt V es tu r -Þj ó ðver j ar eigi gott skil- ið fyrir það, kvaðst h a n n ekki geta failizt á, að við þá yrðu gerðir svipaðir samningar o g B r e t a , vegna þess, að því fleiri slíkir samninig- ar sem gerðir væru, þvi verr væri farið. Þá sagðist hann van- treysta því, að innfærslan verði aðeins í þrjú ár. Óþarfi hefði verið að leyfa Bretum að veiða innan fiskveiðitakmarkanna, við hefðum getað fækkað grunnlímu- punktunum samt. Þá sagði hann, að Íslendingar hefðu afsalað sér sjálfsákvörðunarrétti með því að fallast á, að gefa Bretum rétt til að skjóta frekari útfærslu fiskveiðitakmarkanna undir Haagdómstólinn. RÉTTUR ÍSLENDINGA EKKI SKERTUR Guðmundur í. Guðmundsson utanrikisráðherra svaraði þeirri A FUNDI sameinaðs þings var m. a. tekið til umræðu þingsálykt unartillaga Jóns S. Arnasonar um jarðboranir að Leirá með hita- veitu fyrir Akranes fyrir augum. Enn fremur þingsályktunartil- laga Eggerts Þorsteinssonar um undirbúningsnámskeið fyrir tæknifræðinám og þingsályktun- artillaga Páls Kristjánssonar um baukaútibú á Húsavík. Jarðboranir að Leirá Jón Arnason (S) mælti fyrir þingsályktunartillögu um, að þor að verði eftir heitu vatni að Leirá í Borgarfirði, svo fljótt sem auð- ið er, 1 þeim tilgangi, að Orku- lin-iir þær, sem þar kunni að vera, verði hagnýttar til hita- veitu fyrir Akranes. Minnti Jón Arnason á, að 1957 hefði Gunn- ar Böðvarsson verkfræðingur at- hugað jarðhita- svæðið að Leirá og talið öll ein- kenni benda tii þess, að vænta mætti nokk- urs vatnmagns, ef þorað yrði. Síðan hefði ver- ið borað árið 1959 og farið nið ur í 133 m dýpi og ' hefði rennslið verið orðið 7—8 sekl. af 80° heitu vatni, þeg- ar hætt var í febrúar 1960. Síðan hefði þetta rennsli haldizt og einn ig hitastig þess, og mætti telja þetta mjög góðan árangur, miðað við þann litla og ófullkomna bor, sem notaður hefði verið. Hér væri þvi um mjög knýjandi mál að ræða og mikið hagsmunamál Akraness. Undi r búningsnámskeið tæknimenntunar Þá mælti Eggert Þorsteinsson fyrirspum Karls Guðjónssonar, hvort ríikisstjórnin hefði í hyggju að breyta reglum um veiðisvæði íslenzkra togara. Sagði hann, að ríkisstjórnin hefði til athugunar hvaða ráð séu tiltæk til að bæta hag og afkomu togaraútgerðar- innar. En þessar athuganir væru á byrjunarstigi og engar ákvarð- anir hefðu verið gerðar og engar ákveðnar tillögur komið fram frá ríkisstjórninni. Svar sitt væri því nei. Þá sagði hann, að fullyrð- ing E.J. um, að með samningun- um við Breta hefði verið afsalað rétti til einhliða útifærslu land- helginnar með reglugerð væri ekki rétt. fslendingar yrðu ein- ungis að láta vita um þetta ög láta alþjóðlegan dómstól fjalla um málið, ef til ágreinings kæimi. Eysteinn Jónsson (F) endurtótk skilning sinn á þessu ákvæði. SAMIÐ VIÐ FÆREYINGA Þá mælti Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra með frumvarpi þess efnis, að Fær- eyingum sé heimilt að stunda handfæraveiðar á svipuðum slóð um og íslenzkir togarar með botnvörpu. Sagði hann, að danska stjórnin hefði vakið máls á þessu, þegar er fiSkveiði'lögsagan var færð út 1. ept. 1958, en málinu hefði verið skotið á frest vegna deilunnar við Breta. Kvað hann það kunnara en frá þyrfti að segja, að Færeyingar hefðu stund að þessar veiðar um langt skeið, enda virðist ekki skipta máli með tilliti til fiskistófna, hvOrt slíkar veiðar séu leyfðar eða ekki. (A) fyrir þíngsályktunartillögu um, að komið verði á fót undir- búningsnámskeiði fyrir iðnaðar- menn, er hafa í huga að komast til náms í tæknifræðiskóla heima eða erlendis. Benti hann á, að með aukinrii tækni í þágu atvinnu veganna heíðu kröfur til hvers konar sérhæfni í starfi stóraukizt. Og þótt sér- menntuðum mönnnum hefði fjölgað mjög, teldu fróðir menn, að alvar- leg eyða hefði skapazt- í þessa menntun, þar sem bilið milli iðnaðarmanna og langskólageng- inna manna hefði lítt verið brú- að. A allra síðustu árum hefðu iðnaðarmenn þó leitað í stærri mæli utan til náms í tæknifræði skóla. Þessum iðnaðarmönnum stæði þó fyrir þrifum, að þá skort ir nauðsynlegan undirbúning fyr- ír slíkt nám erlendis, t. d. hvað snerti ónoga tungumálakunnáttu og reynist þeim námið óeðlilega torsott af þeim sökum. Því sé nauðsynleg' að koma á fót ein- hvers konar undirbúningsnám- skeiðum, til þess að kostnaðar- samur undn-buningstími fari ekki tii onýtis. Um tvær leiðir að velja Gylfi Þ. Gislason, menntamála- ráðherra tók mjög undir orð Eggerts og taldi, að hér væri um Hijög þýðingarmikið mál að ræða. Kvað hann tvær leiðir aðallega koma til greina í þessu sam- bandi. Annars vegar að stofna tæKnifræðískóla hérlendis, sem þó vær' af ýmsum talið óhæfi- lega dýrt, ef að gagni ætti að í FYRIRSPURNARTlMA sam- einaðs þings í gær var rædd fyrirspurn frá Gísla Guðmunds- syni (F) um, hvað liði rafvæð- ingu Norðausturlands. — Sagði hann, að hún hefði verið tekin inn í 10 ára áætlun um rafvæð- ingu og reiknað með, að til framkvæmda mundi koma á ár- unum 1962—63. — Þess vegna hefðu þingmenn Norðaustur- lands ásamt Bjartmari Guð- mundssyni flutt þingsályktunar- tillögu á öndverðu þessu ári um, að framkvæmdirnar yrðu undirbúnar á þessu ári, en sú þingsályktun hefði verið sam- þykkt. Ingólfur Jónsson, raforku- málaráðherra, las upp bréf frá raforkumálastjóra þess efnis, að vegna dreifbýlis héraðsins og mikilla veglengda frá Laxár- virkjuninni til einstakra staða væri rafvæðing héraðsins svo dýr, að hæpið væri að leggja út í hana. — Stofnkostnaður á heimili yrði t.d. 120—150 þúsund k r ó n u r . Hins vegar hefði raf- veitan r e k i ð iieselrafstöð á Raufarhöfn o g á Þórshöfn, e n ■caupfélagið ann ast rekstur slíkrar stöðvar á Kópaskeri. — Enn fremur veitti raforkusjóð- ur öllum bæjum, er þess óska, hagstæð lán til að koma upp dieselrafstöð, eða lítilli vatnsafl- stöð, þar sem skilyrði séu fyr- ir hendi. En með þessu sé bændum tryggt öruggt rafmagn og ekki dýrara en frá Laxár- virkjuninni. Hins vegar gat ráð- herrann þess, að með vaxandi orkuþörf héraðsins eða minnk- andi stofnkostnaði rafvæðingar mundu að sjálfsögðu skapast ný koma, og hins vegar að setja á fót einhvers kon ar undirbvnings- eða forsk >1 a, er eigi að tryggja, að nám við tæknifræðiskóla erlendis ljúki á tilskildum tíma. kvaðst hann vona, að ekki dragist lengi enn að tekin verði ákvörðun um, hvaða meginstefnu taka skuli í þessum málum. Bankaútibú á Húsavík Loks mælti Páll Kristjámsson (K) með þingsályktunartillögu þess efnis, að ríkisstjórnin hlut- ist til um, að komið verði á fót bankaútibúr á Húsavík. Kvað hann, að með þessu yrði orðið við óskum Húsvikinga, enda hefðu þeir látið málið mjög til sín taka, þar sem hér sé um mikið hagsmunamál þeirra að ræða. Atvinnulíf þeirra sé i mikl- um blóma og ört vaxandi, valdi það þeim því miklum óþægind- um að sækja bankaviðskipti til Akureyrar, megi t. d. benda á samgönguerfiðleika að vetri til í þvi sambanöi. Samþykkt var að visa frum- varpinu bl t.llsherjarnefndar. viðhorf, sem taka bæri tillit til. Loks undirstrikaði ráðherrann, að það væri Alþingis að úr- skurða, hvort þetta væri við- hlítandi lausn. Magnús Jónsson (S) vakti at- hygli á í þesu sambandi, að einnig kæmi til greina, hvort ekki væri fært að tengja byggð- arlögin við dieselrafstöðvarnar í þorpunum og jafnvel starf- rækja fleiri rafstöðvar, ef henta þætti, til þess að tryggja bændum rafmagn við sama verði og annars staðar. Hvað líður öryrkjamálum? Þá var tekin á dagskrá fyrir- spurn frá Birni Jónssyni og Ey- steini Jónssyni um, hvað liði framkvæmdum á tillögum milli- þinganefndar um öryrkjamáL Snerust umræðurnar aðallega um hvort Sjálfsbjörg, félag lamaðra og fatlaðra, hefði feng- ið 3 kr. af hverju kíló sæl- gætis, sem flutt er inn í land- ið, eins og milliþinganefndm hafði lagt til. Emii Jónsson, félagsmálaráð- herra, upplýsti, að komið hefði fram beiðni frá fleiri samtök- um svipaðs eðlis um styrk af gjaldi, sem lagt sé á óbeina skatta ýmissa vörutegunda. Gat hann þess t.d. að óbeinir skattar á hverju kg af sælgæti væru nú orðnir 41 króna 58 aurar og ef bæta ætti 3 kr. þ a r við, v æ r i pað óneitanlega orðið óeðlilega hátt gjald. Hins fegar sagði h a n n , a ð hér væri um mjög þýðingarmikið mál að ræða og Oefði mikið ver ið um það rætt bæði f félagsmálaráðuneytinu og eins innan ríkisstjórnarinnar, hvaða leiðir væru færar til úr- bóta. Kvaðst hann vona, að lausnin væri ekki langt undan, en á hitt lagði hann áherzlu jafnframt, að Sjálfsbjörg væri ekki ein á báti heldur einnig vanheilir, blindir, eldra fólk með skerta starfsorku o. s. frv. Vandkvæði allra yrði að leysa jafnt, eins ekki á kostnað ann- ars. Þá gerði hann grein fyrir lánum og styrkjum úr „erfða- fjárskattssjóði" til vinnuhæla og lagði mikla áherzlu á þýð- ingu þeirra. Þeir Björn Jónsson (K) og Eyteinn Jónsson (F) lögðu báð- ir mikið upp úr, að ákvörðun yrði flýtt í þessu máli og feng- ist á þessum vetri. Ekki töldu þeir höfuðatriði með hvaða hætti þessum félögum yrði tryggður tekjutofn, heldur að það yrði gert og það sem fyrst. Eysteinn taldi þó, að sú leið, að leggja gjald á óbeina skatta hér og óbeina skatta þar hefði gefizt mjög vel og betur, en ef gjöldunum hefði verið safnað saman á einn stað í f jár- lögum. Konan fer með Luthuli Pretoria, 22. nóv. FRU Uokukanya Luthuli, eigin- kona Albert Luthuli, sem hlýtur friðarverðlaun Nobels í ár, heíur líka fengið vegabréfsáritun Suð- ur-Afríkustjórnar. Fer hún því með manni sinum til Osló þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku 10. desember. Gcezlu- og vaktmaður Gæzlu- og vaktmann vantar nú pegar í Kópavogs- hælið. Laun samkvæmt launalögum. Frekari upp- lýsingar um stöðuna veitir forstöðumaður hælisins, sími: 12407 og 14885. Reykjavík 21. nóv. 1961. Skrifstofa rikisspítalanna. Frá umræöunum á Alþingi: Jarðhitaboranir að Leirá með hliðsjón af hitavei fu Akraness

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.