Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23 nóv. 1961 MOrtGVNBLAÐIÐ 11 eftir Sigurð Bjarnason af fólki . af Evrópuaettum' etU" að sjálfsögðu Bretar, Skotar, We’lsbúa1r og Norðúr-lrar, sam- tals um 52 mijljónir manna, eða ‘«inn þriðji af öllum íbúum Bandaríkjanna. Þá kemur fólk af þýzkum ættum um 21 millj. manna, næst írar um 14 milljón . ir, ítalit 7 milljónir, fimmtu Bandaríkjamenn af Norðurlanda ættum um 6 milljónir, og sjöttu fólk af pólskum uppruna, um 5 milljónir manna. Auk þessara þjóðabrota kem- ur svo mikill fjöldi fólks af f rönskum ættum, hollenzkum, rússneskum, kanadiskum, tékk- neskum, svissnéskum, grískum og belgiskum. Gyðingar frá hinum ýmsu löndum Evrópu eru árið 1950 taldir vera um 5,4 milljónir í Bandaríkjunum. Þess má enn- fremur geta að í dag eru tald- ar vera um 3 milljóriir gyð- inga í New York einni. Þessar tölur sýna gréinilega, hversu geysilega blönduð banda ríska þjóðin er. White bendir á það í bók sinni, að farsæld þessarar kynblöndunar réki ekki hvað sízt rætur sínar til þess, hve óhrætt ungt fólk í landinu hafi ávallt verið við það að blanda blóði við hin ó- líkustu þjóðerni. Upp af þess- ari kynblöndun hafi svo sprott- ið sterkur og gróskumikill kyn- þjóðahaf meira né mirina en 54% af í- búum Washington D.C. riegrar í stað 35% árið 1950. Á sama áratug hefur svert- ingjum New York borgar fjölgað úr 775 þús. í 1,1 millj., eða úr 9,8% í 14% af heildar- íbúatölu borgarinriar. 1 ein- stökum borgum New Jerséy og Perinsylvaniu hefur hvítum mönnum fækkað verulega en hinum svörtu fjölgað að mun. Fylgi svertingjanna við Repúblikaria tók fyrst verulega að bila með tilkomu Franklins D. Roosevelts. Nú er svo kom- ið að þeir hafa stórkostleg á- hrif á úrslit forsetakosriinga í hinum stóru iðnaðarborgum og þar með á kjörmannakosningu fjölmennustu ríkjanria við for- setakjör. Og við flestar for- setakosningar síðan 1932 hafa þeir hallast að Demókrötum. — Þeir hafa e.t.v. ekki gleymt Abraham Lincoln, hinum mikla leiðtoga Repúblikana, sem gaf þeim frelsið og opnaði dyrnar fyrir sókn þeirra til jafnréttis við hinn hvíta mann. En þeir fylgja ekki flokki hans lengur eins einhliða og áður. Þvert á móti. telur White í bók sinni, að mikill meirihluti þeirra hafi í forsetakosningum á sl. ári kosið John F. Kennedy. Þessa stefnubreytingu svert- ingjanna rekur höfundur fyrst og fremst til breyttra atvinnu- hátta þeirra með flutningunum norður og vestur á bóginn, ásamt auknu trausti þeirra á félagsmála- og efnahagsmála- stefnu Demókrata, Það er þetta mikla þjóða- haf, þessi ólgandi röst fjölda kynstofna og þjóðerna, sem New YorTc, 20. nóv. ÞEGAR ég kom hingað í lok september voru jólasveinar þegar komnir á kreik í stöku búðarglugga. Svo snemma byrjar jólaundirbúningur og kauptíð hér vestra. En nú er jólatrjám og jólasveinum óðum að fjölga. Þeir eru alls staðar á ferli, í gluggum stór verzlananna, í sjónvarpinu, á gistihúsum og jafnvel á stræt um og torgum. Þetta eru góð látlegir karlar, síðskeggjaðir og rauðnefjaðir, alveg eins og okkar jólasveinar heima. Og erindi þeirra er hið sama, að hjálpa kaupsýslufólkinu Þar ólgar við mætum á Broadway, Jólasveinar á kreiki — en unglingarnir „!wista“ á Piparmyntuklubbnum til þess að selja alls konar varning og gleðja unga og gamla, sem gera sér daga- mun á jólum. Mitt í hinum tryllingslega hraða heims- borgarinnar og óhemju alls- nægtum hefur lítill drengur eða telpa tíma til þess að nema staðar fyrir framan búðarglugga og dást að skrautlega búnum jólasveini, sem býður upp á alla heims- ins dýrð. Hvað langar hann eða hana til þess að fá í jólagjöf? Ég veit það ekki. En það er geisli gleði og eft- irvæntingar í augum þeirra, e. t. v. vissa um það, að þau öðlist það, sem þeirra ungu björtu girnast. Þannig standa börn heims- borgarinnar og afskekktasta nfkima veraldarinnar í sömu sporum þegar líður að jól- um. Tilhlökkun og eftirvænt- ing móta beggja hug og svip. En aðstæðurnar til þess að láta óskirnar rætast eru mis- jafnar, einnig meðal barna Stórborgarinnar. Ösin í verzlununum er gíf- urleg. Hvaðan kemur allt þetta fólk, rúmast það ájörð inni? Þó eru þrengslin víst enn- þá meiri í Japan. Kunningi minn, sem dvaldi þar í fyrra, sagðist aldrei hafa séð ann- an eins mýgrút af mann- eskjum. Fólkið þakti hvern þumlung af yfirborði jarðar, hvort heldur var úti eða inni. íslendingnum fannst alltaf að hann væri að troð- ast undir, niður í jörðina — og verða að engu. Einhvern veginn bjargaðist hann samt. Hér ólgar hið mikla þjóða- haf. Broadway er eins og Látraröst, þegar hún er í essinu sínu. Straumur fólks- ins fellur um það þungur og óstöðvandi. Þar mætast öll heimsins þjóðerni, hvítir og svartir, gulir og þeldökkir. Líklega er engin þjóð á jörð- inni eins blönduð og Banda- ríkjamenn. Um það getur að líta mikinn og merkilegan fróð- leik í bók, sem Theodore H. White hefur nýlega ritað um forsetakosningarnar á sl. ári. Bók þessi ber titilinn „The mak ing of the president 1960“ og hefur verið metsölubók undan- farna mánuði. Þar er m. a. skýrt frá því, hvernig innflytj- endurnir til Bandaríkjanna hafi skipzt eftir þjóðernum, og hvaða stefnu þeir hafi í megindráttum fylgt í stjórnmálum. 43 milljónir innflytjenda á 140 árum Samkvæmt upplýsingum Whit es er fyrst byrjað að skrá inn- flytjendur eftir þjóðernum árið 1820, eða fyrir rúmum 140 ár- um. Það ár eru íbúar Banda- ríkjanna taldir vera tæpar 10 milljónir. Af þeim mannfjölda eru þá um 20%, eða tvær millj- ónir svertingjar. Afgangurinn, um 8 milljónir, eru taldar vera kjarni nýlenduþjóðfélagsins, að yfirgnæfandi meirihluta brezk- ur, en þó lítillega kryddaður ævintýramönnum frá Norður- Evrópu. Á þeim 140 árum sem síðan líða fram til ársins 1960 eru innflytjendur til Bandaríkjanna taldir vera 43,2 milljónir manna, nær eingöngu frá Evrópu og Kanada. Þá er að athuga, frá hvaða einstökum löndum þessi stóri hópur innflytjenda er kominn. hinria miklu þjóð stofn, amerísk þjóð, með sterka og heilbrigða þjóðartilfinningu. Fyrsta bylgja flutninga kemur frá írlandi. Á árunum 1847—1854 komu hvorki meira né minna en 1,2 milljónir íra til Bandaríkjanna, eða nær 7% af hinni hvítu íbúatölu landsins á þeim tíma. Þessir stórkostlegu fólksflutn- ingar gerast á tíma seglskipanna við þá miklu áhættu, sem sigl- ingar þeirra yfir Atlantshaf höfðu í för með sér. Stórsókn Þjóffverja og Norðurlandabúa Um svipað leyti hefjast flutn- ingar Þjóðverja til hins nýja heims. Á árunum 1850—1857 flytjast 889 þús. Þjóðverjar til Ameríku. Og þeir halda áfram að koma í stórum bylgjum. Fyrstu sjö árin eftir borgara- styrjöldina koma 900 þús. þeirra, og 950 þús. á árunum 1881— 1885. Á árunum 1923—1928 koma 300 þús. Þjóðverjar og að lok- um 300 þús. í síðustu flóðbylgj- unni árin 1950—1952. White telur að það sé engum vafa undirorpið að hinir írsku innflytjendur hafi yfirleitt gerzt Demókratar og afkomendur þeirra séu það enn þann dag í dag. Allir vita líka að Kennedy forseti er af írskum uppruna. Á sama hátt sé það staðreynd að hinir þýzku innflytjendur hafi flestir gerzt Repúblikanar og afkomendur þeirra haldi í stórum dráttum við þá skoðun. Er Eisenhower fyrrverandi for- seti einnig af þýzkum uppruna. Skipting innflytjendanna og afkomenda þeirra eftir þjóðern- um verður því vissulega að tak- ast með í reikninginn þegar hinir tveir stóru stjórnmála- flokkar Bandaríkjanna ákveða framboá sín, bæði við forseta- kosningar og fjölmargar aðrar kosningar til trúnaðarstarfa, bæði í þágu ríkisheildarinnar og einstakra ríkja og héraða. Eftir borgarastyrjöldina, með- an írar og Þjóðverjar héldu áfram að flæða til Bandaríkj- anna kom svo bylgja af Norð- urlandabúum. Frá Italíu komu einnig á árunum 1900—1914 rúmar 3 milljónir manna og frá Austur- og Mið-Evrópu um 6,5 milljónir, sem skiptust nokkurn veginn jafnt milli slava og gyð- inga. Árið 1950 er talið að íbúar Bandaríkjanna hafi verið 151 milljón manna, þar af 135 milljónir hvítra manna. Af hin- um hvita hóp er talið að 126 milljónir Ameríkumanna hafi verið af evrópskum uppruna. Stærsti hópurinn brezkur Langsamlega stærsti hópurinn Svertingjarnir bregðast Þessi bók Theodores White er fyrst og fremst stjórnmálasaga. Þess vegna dregur hann póli- tískar ályktanir í allar áttir. Hann telur að svertingjarnir, sem upprunalega töldu það skyldu sína að kjósa með Repúblikönum vegna þess að Abraham Lincoln veitti þeim frelsið, hafi nú að verulegu leyti snúið við þeim bakinu og hallað sér að Demókrötum. — Áður fyrr bjuggu langsamlega flestir svertingjanna í Suður- ríkjunum. Árið Í910 eru 90% þeirra enn búsettir þar. Árið 1960 er hinsvegar svo komið að tæpur helmingur amerískra svertingja er orðinn búsettur í Norður- og Vestur- ríkjum landsins. Á fimmta ára- tug aldarinnar hafa t.d. 260 þús. svertingjar flutt frá Missi- sippi, um það bil einn fjórði hluti af hinum svörtu íbúum þess ríkis. í engu hinna gömlu Suðurríkja er nú lengur meiri- hluti íbúanna svartur. Árið 1960 eru hinsvegar hvorki marglitri og sundurleitri, tal- andi 82 tungumál — en engu aff síður sterkri og einhuga, frelsisunnandi þjóð, friff- samri og óttasleginni viff til- hugsunina um nýja styrjöld meff vetnis- og kobaltsprengj um. — Æskan dansar „hristing“ En þótt dimmt sé í lofti læt- ur æskan ekki glepja sig frá gleði og leik. Nú er „rokkið" ekki lengur tízkan á dansgólf- um New York borgar. „Twist- ið“ hefur leyst það af hólmi. Það er engum öðrum dansi líkt. Þátttakendur hans snerta ekki hver aðra, heldur hristast og nötra álengdar. „Hristing“ mætti kalla þennan kynjadans, eða þá „straum og skjálfta“U Þeir dansa þennan dans á hverju kvöldi í „Piparmyntu- klúbbnum*1 í Fertugustu og fimmtu götu, rétt hjá Broad- way. Þar er alltaf þétt biðröð langt út á götu, líka þótt regn og hráslagi sé í lofti. Það er hægt að „twista“ úr sér hroll- inn á eftir. S. Bj. — heldur hristast og nötra áler.gdar. — Þaff er „twist“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.