Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIB Fimmtndagur 23. nóv. 1961 CTtgeíandi: H.f Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áftm.) Sigurður BjarnastJn frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. • Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kris.tinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. A-Uglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. VIÐRÆÐUR UM BANN VIÐ KJARNORKUTILRAUNUM ins og skýrt var frá hér í®" blaðinu í gær, hafa Ráð- stjórnarríkin fallizt á að hefja að nýju viðræður um bann við kjarnorkuvopnatil- raunum. Er gert ráð fyrir að viðræðurnar byrji í næstu viku. Því miður er ekki fyrir- fram ástæða til mikillar bjartsýni um árangur þess- ara viðræðna. Slíkar samn- ingatilraunir hafa sem kunn- ugt er áður verið gerðar árangurslaust. Nýlega hafa Rússar lokið ógnarlegustu kjarnorku- sprengjutilraunum sögunnar og hafa því vafalaust tölu- verðan áhuga á að Vestur- veldin hefji ekki kjarnorku- sprengjutilraunir,sem styrkja muni kjarnorkubúnað þeirra. Af þeim sökum má vera, að Rússar séu í rauninni fúsari til samkomulags en áður. Að sjálfsögðu kemur ekki til mála að semja við ein- ræðisstjórn um slíkt bann, án þess að framkvæmd þess sé tryggð með fullkomnu eft- irliti. Meðan síðustu viðræð- ur fóru fram undirbjuggu Rússar í óða önn stórspreng- ingar sínar og hófu þær um leið og þeir slitu viðræðun- um. Engin ástæða er til að ætla að þeir undirbúi ekki nýjar tilraunir, meðan á við- ræðum þeim, sem nú eru framundan, stendur, ef ekk- ert er að gera til að fylgj- ast með slíkum undirbúningi. Reynslan af Ráðstjórn- arherrunum mun vafa- laust valda því, að Vestur- veldin krefjist skjótrar niður stöðu viðræðnanna og látí Rússum ekki haldast uppi margra mánaða málþóf, án þess að nokkuð raunhæft sé gert. Þess vegna ætti ekki að líða ýkja langur tími, þar til það skýrist, hvort Rússar séu í raun og veru fúsir til að fallast á bann við I kjarnorkuvopnatilraunum og I eftirlit með, að því sé fram- fylgt. ÓÁBYRG AFSTAÐA l?rá því að Atlantshafs- *■ bandalagið var stofnað 1949 hefur stöðugt verið reynt að ná samstöðu lýð- ræðisaflanna á Islandi í ut- anríkismálum, hvað sem ágreiningi um innanlandsmál kynni að líða. Tókst þetta stórslysalaust fram til vors 1956, þegar undirbúningur vinstra samstarfs komst í al- gleyming. Frá þeim tíma og allt fram að því, að Rússar hófu hinar ógnarlegu sprengingar sínar nú í haust, hefur afstaða Framsóknarmanna og mál- gagns þeirra Tímans, verið með þeim hætti að forðast hefur verið að taka einarða afstöðu gegn kommúnisma og með Atlantshafsbandalag- inu. í haust sá Tíminn sig knúinn til að ráðast allharka lega að kommúnistum, vegna aðgerða Rússa, þrátt fyrir hið nána bandalag, sem að undanförnu hefur verið milli kommúnista og Framsóknar- manna. Er enginn efi á því, að Framsóknarmenn hafa verið farnir að óttast dekrið við kommúnista, enda hafa all- margir óbreyttir Framsókn- armenn skilið afstöðu for- ingja sinna svo, að þeim bæri að skrifa 'upp á siðferð- isvottorðið fyrir Krúsjeff, þar sem því er lýst yfir, að íslendingar vilji vera hlut- lausir. Að undanförnu hefur verið að búa um sig meðal Fram- sóknarmanna ný stefna í þessum málum. Þeir segjast nú vera eindregnir stuðn- ingsmenn Atlantshafsbanda- lagsins, en leggja ríka á- herzlu á að menn geti haft mismunandi afstöðu til varna íslands, þótt þeir segist fylgj endur NATO. Rétt er það, að varnarsamningnum er hægt að segja upp með II/2 árs fyrirvara og íslendingar hyggjast ekki hafa hér her lengur en nauðsyn krefur vegna alþjóðamála. Aðalatr- iðið er hins vegar, að eins og umhorfs er í heiminum í dag, þá er Atlantshafsbandalag- inu brýn þörf á varnarstöðv- um á Islandi og þátttaka okk ar í NATO væri lítils virði fyrir sameiginlegar varnir [lýðræðisþjóða, ef við neituð- um bandalaginu um nauðsyn lega aðstöðu hér. MEÐ EÐA Á MÓTI Áherzla sú, sem Framsókn- armenn leggja á að skilja að þátttöku okkar í NATO og varnir hér á landi, ein- mitt á þeim tíma þegarvarn- anna er mest þörf, er vissu- lega uggvekjandi. Stefna þessi virðist eiga að miða að því að sætta ólík sjónarmið innan Framsóknarflokksins, án tillits til hagsmuna ís- lenzku þjóðarinnar og nauð- mnics Vísindamenn leita til móður Þessi kastali er radarstöð í Alabama í Bandaríkjunum. Hún er hlekkur í hinni um- fanffsmiklu varnarkeðju Bandaríkjamanna. har sem. rafeindaheilar reikna út á svipstundu, ef hætta er á ferð- um. Hin nýja vísindagrein bionics mun leiða til en full- kominna rafeindaheila. nátturu eftir nýjum tæknileiðum 'ÍSINDAMENN leita til móð- r náttúru eftir nýjum tækni- leiðum. Hin ýmsu dýr ok lif- andi verur. sem bróast hafa fram á milljörðum ára. oe sem nú ásamt manninum. eru dreyfð um Jörðina, bæði á þurrlendi og votlendi. hafa að geyma lyklana að tæknileið- um, sem leitt sreta til fuli- komnari rafeindaheila. A þessari öld fraimtfara: Ijrýstiloftsvélar þjóta um him inloftin, heimilisvélar sjá um eldhússtörfin, gervihnettir hringsóla út í geimnum, jörð- in er unnin með því að styðja á hnappa, Fólk horfir á knatt spyrnuleiki, sem eiga sér stað í öðrum iheimsálfum (sjón- varp) og rafeindaheilar leysa öll torleyst viðfangsefni, þá er erfitt að skilja, að maðurinn þurfti að leita á náðir móður náttúru eftir hugmyndum og tækni. Svo er þó raunin, fullyrða I stofnendur að nýrri vísinda- grein, sem kölluð er Bionics. „Sannleikurinn er sá,“ segja þeir, „að hingað til hefur hin- um lifandi verum á Jörðunni verið allt of lítill gaumur gef- inn í þeim tilgangi að rannsaka á hvern hátt móðir náttúra hef ur leyst hin ýmsu vandamál, sem urðu á vegi hennar i gegn um hina milljarða löngu þró- unargöngu hennar.“ —★— Nákvæmlega orðað táknar bionics — rannsókn á hinum lifandi kerfum í náttúrunni í þeim tilgangi að leita eftir lyklum, sem opnað geta nýj- ar leiðir í framleiðslu flókinna véla og tækja. I>að þarf enga afburðaheila til þess að skilja, að stofnend- ur bionics-vísindgreinarinnar hafi rétt fyrir sér, þegar þeir halda þessu fram, að maður- inn hafi snúið sér allt of seint til náttúrunnar. Látum okk- ur taka nokkur dæmi til stuðn ings. Allir vita að notkun raf- magns, framleiðsla þrýstilofts hreyfla, uppgötvun radar- tækja og rafeindaheila eru svo til ný fyrirfoæri hjá mannin- um. samanborið við hina löngu þróunarsögu hans. Þó hafa allan tíman verið dýr fyrir sjónum hans, sem hag- nýtt hafa sér tæknina á bak við öll þessi fyrirbæri. Flestip vita einnig, að leður blakan sendir frá sér hljóð- öldur, sem hún notar til þess að dæma fjarlægðir og sem gerir henni kleyft „að sjá í myrkri“ líkt og skip útbúin með radar. Færri vita þó, að köngurlær, uglur og skjald- bökur hafa einnig þennan hæfi leika, hvert á sinn sérstaka hátt. —★— Aður en manninuim tóksit að kgma fyrstu þrýstiloftsvélinni á loft, hafði smokkfiskurinn notazt við sömu tækni í ára- milljónir til þess að skjóta sér um í hafsdjúpunum. Hvað snertir rafmagn og rafeindaheila má benda á það, að til eru dýr, sem gefa frá sér rafmagnshögg, ef við þau er komið. Það verður þó næsta ómerkilegt, þegar hugleitt, er að allt tauga- og vitsmuna- kerfið hjá manninum jafnt sem hjá dýrunum byggist á rafmagni. Jafnvel froslkheilinn er full- komnari en hinn margbrotn- asti rafeindaheili. Satt er það, að frosksheilinn getur ekki leyst nein stærðfræðileg við- fangsefni. Hann getur þó ann- að. Hann getur með aðstoð „útibúa“ sinna heyrt, séð og síðan ályktað út frá því, sem hann verður var við — og það er meira en nokkur rafeinda- heili getur. —★— Þessi staðreynd svíður í aug um tæknisérfræðinganna. Það er því ekki undarlegt, þótt þeir vilji endurbæta rafeinda- heila sína. Spurningin er að- eins: hvernig. Það er hér sem froskurinn kemur inn og segir álit sitt. „Takið vel eftir, þegar ég veiði mér flugur til matar. Samstarfið milli augna minna og heila er þannig, að þótt augu mín sjái allt sem fram fer í kringum mig, tek ég alls ekki eftir neinu öðru en flug- unum (sem mér finnst svo gómsætar). Auðvitað þekiki ég einnig óvini mína, en það • er líka allt og sumt. — Annað t kem-ur mér nefnilega sko J hreint alls ekkert við“. I Já-já-já, Froski gamli er l ekki að skera af því, þegar , hann leggur sitt til má’lanna. En hann hefur áheyrendur. Hann er meira að segja 1-agður á skurðarborð eða settur í alls k-onar blöndur til þess að finna út, hvernig hann fer að þessu. —★— Rafeind-aheilar, sem gæfu unnið á svipaðan hátt, þ.e. „sorterað út“ aðeins þa’ð sem skipti máli við hin ým-su til- felli, gætu gert ótrúlega mik- ið gagn. Veðurathuganastöðv- ar hafa nú orðið úr svo marg- Framh. á bls. 17. synjar lýðræðisríkjanna ’á varnarstöðvum á íslandi. Stefna þessi byggist líka vafalítið á því, að íslending- ar eru skuldbundnir til að vera í NATO enn um all- langt árabil, svo að mismun- andi skoðanir á því, hvort við eigum að vera í banda- laginu eða ekki gætu ekki hindrað það stjórnarsam- starf, sem foringjar Fram- sóknarflokksins vilja taka upp við kommúnista, ef þeir sameiginlega næðu meiri- hluta á Alþingi. Hins vegar mundi erfitt fyrir kommún- ista að samþykkja slíkt sam- starf, án þess að varnarliðinu yrði vísað úr landi. Þannig virðist því vera um að ræða tilraunir til að mynda stefnu, sem kommúnistar gætu unað við vegna samningsákvæða. Þegar menn á annað borð viðurkenna þá staðreynd, að varnir vestursins hafi hindr- að framrás heimskommún- ismans, þá eru það þjóðsvik að vilja veikja þær varnir. Við íslendingar værum vís- vitandi að gera tilraun til þess að auka styrjaldarhættu, ef við óskuðum þess að varn arliðið hyrfi úr landi. Svar okkar við síðustu ofbeldis- verkum Rússa á miklu frem- ur að vera það, að við auk- um varnirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.