Morgunblaðið - 23.11.1961, Page 14

Morgunblaðið - 23.11.1961, Page 14
14 'MÖRGUNttLAÖtÐ Fimmtndseur 23. nóv. 1961 Hjartanlegar þakkir faeri ég öllum þeim sem með heimsóknum, gjöfum og símsk.eytum gerðu mér áttræðis- afmælið mitt ógieymaniegt. — Guð blessi ykkur öll. Jón Jónsson Ég þakka af alúð ö)lu því fólki, sem sýndi mér sóma á sjötugsafmælinu. Magnús Hafliðason, Hrauni í Grindavík. Mínar alúðarfyllstu og innilegustu þakkir vil ég færa þeim mörgu, sem sýiidu mér vinsemd og virðingu á átt- ræðisafmæli mínu þann 20. nóv. Rvík. 22. nóv. 1961 Olafur Þorsteinsson læknir Skólabrú Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig á sjö- tugsafmæli mínu með heimsóknum, blómum, skeytum,. peningagjöfum og öðrum gjöf'um og systurdætrum mín- um og mönnum þeirra sem héldu mér afmælið, allt þetta þakka ég betur en ég fæ með orðum lýst. Jórunn Halldórsdóttir. Ég þakka heilum huga, öllum þeim, sem með svo mikilli hlýju heiðruðu minningu eiginkonu minnar FRÚ INGER ÞÓRÐARSON Ég flyt einnig þakkir frá föður hennar Aage Schiöth, ömmu hennar Margrethe Schiöth, tengdamóður og öðr- um vandamönmim. Þórir Kr. Þórðarson i Hjartkær bróðjr minn og fósturfaðir ÞORÐUR GUÐMUNDSSON frá ísafirði, andaðist að heimili sínu, Kópavogsbraut 11, .22. nóv. Jóna Guðmundsdóttir, Jakob Jakobsson. Minn elskulegi eiginmaður BROR WESTERLUND forstjóri, andaðist í Landakotsspítala 21. þ.m. Linnca Westerlun.d, dóttir, tengdabörn og barnabörn Faðir okkar GUÐMUNDUR HANSSON Akuregrði, Akranesi, andaðist 21. þessa mánaðar að Elli og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna. Bróðir okkar MAGNÚS VERNHARÐSSON Faxaskjóli 20, sem andaðist 15. nóv. verður jarðsunginn 24. nóv. ber kl. 1,30 e.h. irá Fossvogskirkju. Blóm eru afþökkuð. Pálína Vernharðsdóttir, Guðfinna Vernharðsdóttir. Sonur minn ÁGÚST ÓLAFSSON Grettisgötu 61, er andaðist 15. þ.m. verðux jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 24. nóv. kl. 10,30 árdegis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna. Hreiðarsína Hreiðarsdóttir. Maðurinn minn KRISTÓFER EGGERTSSON skipstjóri, Alfheimum 3, er andaðist aðfaranótt 16. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju n k. laugard 25. þ.m. tcl. 10,30 árdegis. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Oddfríöur Ingólfsdóttir. Baldur Jónsson bibeiðastjóri Minningarorð I DAG fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavik kl. 13.30 e. h. útför Baldurs Jónssonar bifreiða stjóra á BÆJARLEIÐUM. Bald- ur Jónsson andaðist í Landakots- spítalanum 13. dag nóvember- mánaðar síðastliðinn, enn hann hafði legið þar sjúkur uxn nokk- urt skeið. Baldur var fæddur í Reykjavík 31. öktóber 1930, einkasonur móður sinnar Jónínu Helgu Snorradóttur frá Húsum í Holt- um Rangárvallasýslu og Jóns Guðmundssonar frá Selárdal í Dölum. Baldur ólst að mestu leyti upp hjá móður sxnni, sem um mörg ár var ráðskona hjá Vémundi Asmundssyni Sogarmýrarbletti 27 hér í bæ og var Vémundur Baldri hinn ástríkasti fósturfaðir en hann lést fyrir rúmu ári. Jónína varð því að þjóna hvoru tveggja í senn ráðskonustarfinu annars vegar og móður og upp- eldisstarfinu hins vegar. Því verður það auðskilið að slíkt hlutskipti hefir verið á stundum bæði erfitt og vanda- samt og ekki annara færi en góðra mæðra að gera svo miklu starfi góð skil. Enda bar Baldur • heitinn þess gleggst vitni að hann hafði orðið ríkulega aðnjótandi eiginleikum móðurumhyggju og ástúðar í hvívetna. Baldur var 1 orðsins merkingu drengur góður, dagfars prúður og hæglátur, góður og tryggur vinur og félagi. Það kom líka vel fram i hans miklu veikindum, hin karlmann- lega ró samfara aðdáunarverðu æðruleysi í hans langvarandi þrautum. Við öll ástvinir hans og starfsfélagar erum sem lítil börn að skilja þann tilgang og þá atburðarás þess lífs, þegar okkar góði vinur og félagi er burtu kallaður fyrirvara lítið á blómaskeiði lífs hans. Baldur fór snemma að starfa og vann fyrst í stað við hin ýmsu störf bæði til sjós og lands, en nú síðustu ár in ók hann sínum eigin bíl frá Bifreiðastöðinni BÆJARLEIÐ- UM. Er við nú að síðustu kveðjum þig kæri ástvinur og félagi, vilj- um við færa þér innilegar þakk- ir fyrir kærlegsríkt samfélag við þig. Móðir þín ástkæra, faðir, fósturfaðir, litla dóttirin og móð- ir hennar, gömlu hjónin í Húsum sem sért sakna litla~drengsins síns sem var að nokkru uppalinn hjá þeim, hálfsystir þín, frænd- syst’kini, vinir og starfsfélagar. Fyrir þína hönd ber ég fram innilegt þakklæti til allra ástvina og samstarfsfélaga. I harmi ástvina og félaga er ein huggun sú að í gegnum myrk ur dauðans hellir sólin geislum sínum á minningu þess góða drengs sem við nú kveðjum. Guð fylgi þér kæri vinur og félagi. Þorkell Þorkelsson. BALDUR Jónsson bifreiðarstjóri er til grafar borinn í dag. Hann var fæddur 31. okt 1930 í Reykja vík og hefur alið allan sinn starfs aldur þar. Þau stuttu kynni, sem við áttum saman skilja eftir hjá mér svo hugljúfar minningar um hann að ég get ekki stil't mig um að senda honum kveðju orð. Hann var maður léttur i lund og eftirsóttur í félagsskap, þegar um skemmtanir var að ræða eða annað. Um allmörg undanfarin ár stundaði hann bifreiðaakstur og ávallt verið eftirsóttur í starfi. Hvert framfaramál sinni stétt til beilla studdi hann af einlægum hug. Eg. kveð þig góði kunningi með söknuði og þakka þá hlýju og vinsemd sem ég fann ávallt leggja frá þér til mín, frá fyrstu tíð, En nú hafa . leiðir skilið um stund og ekki dugir um að fást. Guðjón Andrésson. VETTVANGUR Framh. af bls. 12. eina og björguðu enn um hríð trú sinni með því að ímynda sér, að ræða þessi hefði aldrei verið haldin, og væri henni allri logið upp af gerspilltum Bandaríkja- mönnum. Héldu þeir þvi enn á- fram átrúnaði sínum og sálma- söng, löngu eftir að greindari menn í öðrum löndum höfðu geng ið af trúnni.. „ÚT GASSAGÚLL" En nú kemur þetta mikla reið arslag ,að Krúsjeff tilkynnir það öllum heimi á síðasta flokksþingi, að fúlmennska Stalíns hafi jafn- vel verið enn hryllilegri en Mbí. og Bandaríkjamenn gátu nokk- urn tíma látið sér til hugar koma. Svo trylltur var hann orðinn og grimmur, að nánustu sam- verkamenn hans gengu með ’.af- andi rófu og áttu von á því að vera myrtir, hvenær sem var. Hefur Moskóvítuni nú loks of- boðið svo mjög illmennska Stal- íns og grimmdaræði samkvæmt lýsingum Krúsjeffs, að þeir geta ekki lengur horft á hann i kap- ellunni, heldur eru nú þessa dag ana að drösla út skrokk hans og grafa utangarðs. Verður hann sennilega grafinn upp seinna og brenndur eins og Gvendur loki og aðrir illvígir draugar liðinna alda. En vondur fnykur verður lengi eftir hann á Rauðatorgi og í mannkynssögunni. Er þess að vænta, að fjandi þessi verði ekki lengur tilbeðinn af einföldum sálum. í þessu landi eða öðru, og fái vesalingar þeir, sem seldu þessum rússneska Axl- ar-Birni sál sína og samvizku, góða iðran. Hafa þeir höi-mulega blekkjast látið, er þeir fyrirlétu skaparann, en tóku að tilbiðja skepnuna. FRIÐARHVELLURINN Nú er kominn nýr friðarhöfð ingi til sögunnar, sem safna mun hinum húsvilltu kjúiklingum Stalíns undir vængi sér, ef hann þá vill nýta þjónustu þessa ein- falda fólks, sem vil.lst hefur á slíkum skálki og guði. En það spáir miklu, að þegar hefur hann hrifið viðkvæm hjörtu íslenzkra kvenna, sem stofnað hafa friðar samtök gegn vondum þjóðum eins og Bandaríkjamönnum og stríðsæsingamönnum í Atlants- hafsbandalaginu. Reyndar hafa þeir ekki unnið annað sér til ó- helgis en stófna varnarvegg gegn föntum þeim, sem Krúsjeff heá- ur nú sem óðast verið að útrýma. En vitaskuld nær það engri átt, og væri ókurteisi að halda slíkum vörnum áfram, eftir að annar eins friðarins engill er seztur að völdum í Sovétinu. Fyrir nokkrum árum benti Krúsjeff á það, hvílíkur glæpur það væri gegn öllu mannkyni að sprengja vetnissprengjur og dreifa helryki úr þeim um alla jörð, Og kvökuðu allar friðar- dúfur um víða vexöld með hon- um þessi alvöruþrungnu varnar- orð. Höfðu Bandaríkjamenn þá sprengt nokkrar púðurkerlingar en Rússar fáar einar, enda talið að þeir ættu ekki fleiri í fórum sínum. Voru þá Bandaríkjamenn taldir samv izkul a u s i r níðingar, sem með atferli sinu myrtu ó- fædd börn og blönduðu loft allt lævi. Svo hetjulega börð- ust friðarsamtökin við hlið Krúsjeffs gegn vetnisvopnium að jafnvel þetta vonda og forherta fólk í vestri gugnaði og hætti þessum háskalega leik um tveggja ára brl. Buðust Banda- ríkjamenn til að hætta allri vetn isvopnafram.leiðslu, ef komið yrði á öruggu eftirliti í austri og vestri. Þetta vildi friðarhöfðinginn ekki, og kom nú fyrst í ljós undur samleg vizka hans við að semja um friðinn. Hafði þessi friðar- sókn hans reyndar ekki verið annað en bragð eitt og hrekkur til að villa þaulheimskum hernað arsinnum vestursins sýn, meðan sjálfur væri hann að koma sér upp enn þá ferlegri og hættu- legri sprengjum en þekktar voru á vesturhveli jarðar. Var þetta auðvitað gert til að tryggja frið- inn sem mest, svo að vondir menn í vestri þyrðu aldrei að ráðast á það friðarins ríki, sem hann stjórnaði, og gæti hann ráðið lögum og lofum í öllum þeirra viðskiptum: Lof sé hin- um blessaða Krúsjeff, alla hluti hefur hann viturlega gert! Það geta svo sem allir menn skilið, að reyna veiður þessar sprengjur, sem vigðar eru svo góðum málstað. Gæti það skotið vanheilögum skelk í bringu að heyra í öllum þessum hrossa- brestum Krúsjeffs og því bezt að sprengja ekki færri en þrjá- tíu til fjönitíu dag eftir dag og hafa allar stærri en sprengjur Vestmanna, svo þeim sé áþreifan lega sýnt, að ekki sé skortur á mörsiðfunurn. Enginn ætti að amast við þessu, því að allir sannir friðarvinir hljóta að sjá, að þetta eru „friðarsprenigjur“, Þess vegna klappa nú allar frið ardúfur saman vængjunum, kinka kolli og dást í hjarta sínu að hinum yndislegu hvellum, sem friðarhöfðinginn gefur frá sér, Og þykjast aldrei fegurra hljóð heyrt hafa, því að þetta eru frið arhvellir. Og dýrlegur er sá ilm ur, sem af þessum sprengjum kemur. Hefur ríkisútvarpið það eftir kjarnórkufræðingum vor- um, að sama og ekkert ryk eða geislun kocmi frá sprengingum Rússa, enda er þetta heilagt ryk og heilagir geislar, og ólikt hinu baneitraða helryki frá sprenging um vestan tjalds. Ó, þér vönkuðu sauðir Stalíns og forhertu stríðsæsingamenu vestursins! Nú loks hefur mann kynið öðlast miikinn friðarhöfð- ingja, sem jafnvel vill slá sinni almáttugu verndarhendi yfir þetta auma land, eins og Ung- verjaland, Austur-Þýzkaland, Eystrasaltslöndin og önnur ríkd, sem hann hefur þegar frelsað, Hann ræður yfir allri vizku og sannleika. Beygið yður undir hans voldugu hönd og þér munuð hólpnir verða! Hvenær ætlið þér að þekkja yðar vitjunartíma? En ef þetta auma land blýðir ekki kalli friðarins og bíður þesa með auðmýkt, að friðarhöfðing- inn mifcli þurfi á þvi að halda, er þá nema sanngjarnt og sjálfsagt, að hann í náð sinni helli yfir það vetnissprengjum til að hræða óvini friðarins, sem allir eru vestanverðu á jörðinni, með þvi að gera verulega háan friðar- hvell, rétt við túngarðinn hjiá þeim? Það er alltaf það minnsta, sem hægt er að ætlast til af okkur, að við látum drepa okkur mögl unarlaust, þegar nauðsyn krefur, enda mundum við þá deyja sálu hjálplegum dauða í þágu friðar- ins. Og hvort sem við köfnum úr helryki frá sprengjum Krúsjeffa eða förumst í veraldarbrunanum, j^etur andlátssálmiur vor alltaf orðið þessi: Glaður drekk ég dauða úr róa af vörum þér, því skálin er svo skær. Benjamín Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.