Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. nðv. 1961 lí ORGVNBLABtB 15 „Hangikjöt fékkst í kjötbúðinni í Lundar“ Rætt viö Jóhönnu Pálsdóttur, prestsfrú, nýkomna frá Kanada — ÞAB er ágætt að vera húsmóðir í Kanada; að vísu eru aðrar kröfur gerðar þar til lífsins þæginda en hér heima. Xil dæmis er á mörg- um heimilum ekki lagt fyrir vatni, en húsmæðurnar eiga öll þau heimilistæki sem völ er á. frystikistur, uppþvotta- vélar, sjálfvirkar þvottavélar o.s.frv., og fyrir framan hús- in standa nýjustu árgerðir af bílum. Þannig komst Jóhanna Páls dóttir, prestsfrú, að orði við blaðamann Morgunblaðsins fyrir skemmstu. Hún er gift séra Jóni Bjarman frá Ak- ureyri, sem um þriggja ára skeið hefur verið þjónandi prestur í Lundar í Kanada. Þau hjónin eru nýkomin heim frá Kanada og eru að flytja búferlum að Laufási í Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem séra Jón mun gegna prestsstörfum. Jóhanna er dóttir prestshjónanna á Skinnastað í Axarfirði, séra Páls Þorleifssonar og Guðrún ar Elísabetar Arnórsdóttur. Við hittum Jóhönnu á heim ili bróður hennar, Stefáns Pálssonar, gjaldkera í Búnað- arbankanum, að Dunhaga 20, þriðjud. 31. okt. sl., og létum spurningar rigna yfir hana. . Vatnið sparað í fyrstu Þá er víst bezt ég byrji á byrjuninni. Við fórum sem sé til Kanada fyrir þremur ár- um um settumst að í Lundar, sem er um 110 km. norður af Winnipeg. Það er 1000 manna bær og margt um ís- lendinga. í eina tíð var bær- inn alíslenzkur en hefur nú blandazt öðrum þjóðum. Búskapurinn gekk aðeins erfiðlega í fyrstu. í húsinu var viðarkynding, ekkert vatn og ekkert frárennsli. — Urðum við að sækja vatn í brunn um 100 metra frá hús- inu og bera út óhreina vatn- ið. Og þið megið trúa að vatnið var sparað. Seinna var olíukynding lögð í húsið og varð þá allmikil breyting á, og í vor var allt húsið gert upp, vatn lagt inn og var það í bezta lagi, þegar við fórum. Gerðu slátur og rúllupylsu Um matarræðið er það að segja, að það er töluvert öðru vísi þar en hér, en þó er munurinn ekki eins mikill og margur skyldi halda. — Margar húsmæður af ís- lenzku bergi brotnar suðu slátur, lifrarpylsu og rúllu- pylsu, bjuggu til skyr og í kjötbúðinni gat maður feng- ið keypt hangikjöt, enda hafði hana íslenzkur maður. En í Lundar borða menn miklu meira fuglakjöt og nautakjöt, sem er sérlega ljúf fengt; lambakjötið þar er ekki eins bragðgott og hér og minna borðað. Fiskur er dýr fyrir vestan og aldrei sáum við íslenzkan fisk í Kanada, en fengum hann einu sinni, þegar við vorum á ferðalagi í Bandaríkjun- urn. í kringum Lundar er afar mikil nautgriparækt, aðallega holdanaut. Landið er spegil- slétt, sézt hvergi laut né hóll. Kornrækt er þar fremur lítil, en nokkuð ræktað af græn- meti, hægt að fá alls kyns grænmeti keypt í verzlunum. Kvenfólkið félagslynt Ekki er hægt að bera það saman, hve kanadiskar kon- ur taKa miklu meiri þátt í félagslífi en íslenzkar konur. Þar eru allar konur starfandi meira og minna innan félaga, sumar í mörgum félögum. Þetta eru ekki saumaklúbbar eins og hér tíðkast, heldur góðgerðarfélagsskapur af ein- hverju tagi. Þær styrkja starf semina með því t. d. að selja mat, og eru það nefndar „sölur“. Þar er oft á tíðum íslenzkur matur á boðstólum, íslenzku vínarterturnar með mörgum lögum og sveskju- sultu á milli og margt fleira. Einnig stunda konur vestra — og raunar allir — mikið ísíþrótt, sem nefnd er „curl- ing“ og er skozk að uppruna. Þær skreppa gjarnan í skauta höllina á kvöldin og „curla“. í skautahöllinni geta þær fengið sér kaffisopa, því ým- iss félagssamtök kvenna selja þar kaffi 2—3 kvöld í viku til ágóða fyrir höllina. Kirkjukvenfélög starfa og innan safnaðanna og veita oft kaffi að messu lokinni. Annar byggist állt kristilegt starf á frjálsum framlögum safnaðarmeðlimanna, t. d. hef ur presturinn ekki önnur laun en þau sem sóknarbörn hans láta honum í té. Maðurinn minn þjónaði þremur kirkjum, einni í Lundar, annarri í 60 km. fjar xægð og þeirri þriðju í 75 km. fjarlægð. í Lundar mess- aði hann fimm sinnum í mán uði og fór ein messan fram á íslenzku. Við vorum alveg undrandi á því, hve kirkju- sóknin er góð fyrir vestan og miklu betri en hér heima. Hvað því veldur er ómögu- legt að segja, en mér virtist safnaðarvitund fólksins mun meiri; fólk leitar til prests- ins og hann fer í heimsókn- ir til þeirra og heldur góðu sambandi við það. Börnin vel siðuð Unglingarnir eru sérstak- lega skemmtilegir, frjálslegir en þó ekki framhleypnir. Og yfirleitt fannst mér börnin vel siðuð og kurteis. Páll sonur okkar, sem nú er 4ra ára, átti alveg hóp af leik- íélögum og kunni mjög vel við sig. Hann talaði alltaf ensku — en þessa viku sem hann hefur verið hér, hefur honum fleygt fram í íslenzk- unni. Við töluðum að vísu alltaf íslenzku á heimilinu og hann skildi hana vel, þó hann svaraði okkur alltaf á ensku. Forsetinn vakti allra athygli — Jú, jú, ég kom oft til Winnipeg, sekaast var ég þar þegar forsetinn kom þangað í opinbera heimsókn. Heim- sókn forseta íslands til Kan- áda heppnaðist mjög vel að allra dómi og var einhver sú bezta landkynning fyrir ís- land þar ytra, sem hægt er að hugsa sér. Hún vakti at- hygli allra, ekki eingöngu Vestur-íslendinga, og var mik ið um hana rætt í blöðum og útvarpi. N ágrannaklúbbar í Winnipeg er félagslíf kvenna mjög fjölbreytt. Þar starfa svonefndir nágranna- klúbbar; um það bil 10 kon- ur, sem búa nálægt hvor ann arri, hittast einu sinni í viku, venjulega fyrir hádegi, fara í leikfimi, drekka molakaffi saman, stundum eru kvik- myndir sýndar eða einhver fenginn til að halda fræð- andi fyrirlestra. Síðan koma allir klúbbamir saman einu sinni á sex vikna fresti kl. 9 á morgnana — það er al- deilis ekki verið að sofa út þar í borg- Konurnar fara i leikfimi og sund á eftir, síð- an eru sýndar fræðslukvik- myndir og á eftir ræða kon- unrar um myndina. Þetta er mjög skemmtilegur félags- skapur — þar er ekki verið að spjalla um bú og börn, heldur efni utan við heim- ilisstörfin. Man ég t. d. eftir því, að eitt sinn átti að breyta skólalöggjöfinni og átti að fara fram almenn kosning um breytinguna. — Konurnar kynntu sér vandlega allt þetta mál fyrir kosninguna og ræddu um það á fundum sínum. Hvað þau gerðu við börnin? Þau koma krökkun- um fyrir á einu heimilinu og skiptast á að gæta þeirra. í stuttu máli sagt, sagði Jóhanna Pálsdóttir að lokum, þá fannst mér fólkið fyrir vestan umgangast meira en fólk almennt gerir hér á landi og þekkjast betur. Hg. ' KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR + KVIKMYNDIR # á lífinu í fangabúðunum mjög í samræmi við lýsingu þeirra manna, sem þær hörmungar hafa reynt. Leikiurinn er einnig af- bragðsgóður, einkum þó leikur O. E. Hasse í hlutverki dr. Böhlers, enda er hann í fremstu röð þyzkra s'kapgerðarleikara. Eva Bartok, er leikur Alexöndru fer einnig mjög vel með það hlut- verk. BÆJARBÍÓ: Læknirinn frá Stalingrad ÞAÐ er ekki ýkja oft að hér hafa sést verulega góðar þýzkar kvikmyndir á síðari árum. Flest- er hafa þær verið gljámyndir, feknar í fögru umhverfi og fullar óperettu-rómantík, sem er frá- munalega væmin og leiðinleg. Heiðarfegar undantekningar hafa (þó einstöku sinnum komið fyrir, og er hin þýzka mynd, sem hér er um að ræða, ein þeirra. Mynd in er efnismikil og sýnir á áhrifa ríkan hátt, hversu hinar mann- legu tilfinningar, jafnvel undir Ihinn kaldranalegasta yfirborði, ráða úrslitum á örlagastundum. .— Myndin gerist meðal þýzkra hermanna í rússneskum fanga- búðum. Frægur þýzkur herlækn ir dr. Böhler, er einn af föng- unum. Hann reynir eftir mætti að linna þjáningar meðfanga einna með hjúkrun og lækning- um, þrátt fyrir það að rússnesk yfirvöld hafa harðbannað að ihann hefði læknisstörf með höndum. Hefur læknirinn með jþessu oft lagt líf sitt í hættu. — Alexandra Kasalirsskaja, höfuðs maður, er rússneskur kvenlækn- ir fangabúðanna, kaldlynd og hatar þjóðverjana. Atökin milli hins þýzka læknis og hennar eru oft mikil, en þegar ástir takast með hénni og- þýzka lækninum Sellnow, mildast hugur hennar nokkuð. — Nú ber svo við að sonur Vorotilovs hershöfðingja verður hættulega veibur svo að gera verður á honum heilaskurð. Hershöfðinginn biður Böhler lækni að gera skurðinn og fellst hann á það. Aðgerðin heppnast vel og bætir það mjög aðstöðu Böhfers. Honum er boðið að verða meðal fyrstu fanganna, sem sendir eru heim, en hann hafnar þvi, kýs heldur að Sell- now læknir fari, enda segist hann hafa enn miklu starfi að gegna meðal þeirra fanga, sem eftir eru. — En nú kemur Maskow, liðs- foringi til sögunnar. Hann er ástfanginn af Alexöndru og hat- ar því Sellnow lækni. Þegar Alexandra og Sellnow eru að kveðjast, kemur Markow að þeim, og ræður það örlögum elskendanna . . . Mynd þessi er byggð á sögu eftir Heins G. Konsalik. Er mynd in ágætlega gerð og lýsingarnar HAFN ARF J ARÐ ARBÍ Ó: Þetta er ísland HER er um að ræða úrval mynda úr „Sólskinsdagur á lslandi“, lit- kvikmyndinni, sem Kjartan O. Bjarnason hefur gert . Hefur hann sýnt þá mynd 3300 sinnum á Norðurlöndum og hlotið mikið lof fyrir hana í blöðunum þar. Er og skemmst frá að segja, að myndirnar eru afbragðsgóðar, læknar á fegurstu stöðum okkar dásamlega lands og myndatakan sjálf, gerð af listrænum smekk og glöggu auga fyrir því mynd- ræna. , Fegurðin við Mývatn er undursamleg og stórbrotin sjón er hið glóandi hraunflóð úr Heklu rennur eins og breitt og straumþungt fljót niður fjallshlíð ina. Enn fremur eru þarna sýnd- ar myndir frá heimsókn Ölafs Noregskonungs hingað, — frá Olympíuleikunum í Róm 1960, frá skíðalandsmótinu á Isafirði 1961, hundaheimili Carlsens minkabana og fjórðungsmóti sunnlenzkra hestamanna. — Allt eru þetta skemmtifegar og fróð- legar myndir. Kjartan skýrði myndina sjálfur. I húsinu var hvert sæti skipað og tóku áhorf- endur sýningunni með mikilli hrifni. Kjartan hefur með þess- um myndatökum unnið ágætt verk, sem án efa er einhver bezta landkynning, sem við höfum átt kost á til þessa. Karlakór Mývatnssveitar 40 ára MÝVATNSSVEIT, 20. nóv. — I gær minntist Karlakór Mývatns sveitar þess með samsæti í Skjólbrekku að hann hefur starfað óslitið í 40 ár. Aðal- hvatamaður að stofnun kórsins og söngstjóri hans mest af starfstímanum er Jónas Helga- son, hreppstjóri á Grænavatni. Kórinn bauð öllum Mývetn- ingum og nokkrum utansveitar- mönnum í afmælisfagnaðinn. — Margar ræður voru fluttar meðan setið var undir borðum og mikið sungið. Nokkur heilla- skeyti bárust eftir borðhaldið. Söng kórinn allmörg lög og varð að endurtaka mörg af þeim. Að lokum var stiginn dans. Fjölmennt var, enda allir vegir færir eins og á sumardegi. Eldbjarmi frá Öskju Alltaf sést eldbjarmi yfir Öskju og oftast er þar mikið hraunrennsli. — Jóhannes. Indverskir kommúnistor fordæmn Kínverjn Nýju Delhi, 21. nóv. INDVERSKI kommún- k istaflokkurinn gaf í dag út til- 7 kynningu, þar sem harðlega J eru fordæmdar aðgerðir Kín- i verja á landamærum Indlands. Segir forysta flokksins, að framkoma Peking stjórnarinn ar við Indverja sé sízt til þess fallin að vekja kommúnism- anum fylgi. Skorar flokkurinn á Pekingstjórnina að láta þeg- ar í stað af árásaraðgerðum sínum á indverskum landa- mærum. Nehru skýrði þinginu í Nýju Delhi svo frá í dag, að mót- mælaorðsendingu hefði verið komið á framfæri við Pek- ingstjórnina vegna undangeng inna áirekstra af völdum á- troðnings Kínverja við ind- versk landamæri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.