Morgunblaðið - 23.11.1961, Síða 17

Morgunblaðið - 23.11.1961, Síða 17
Fimmtudagur 23. nóv. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Sigríður Ágústsdóttir frá Birtingarholti F. 11. apríl 1902. D. 14. nóv. 1961. Um þessar mundir eru dagarn ir sífellt að styttast, og dimman feer meiri og meiri völd. — Ein imitt í dimmasta skammdeginu göngum við þó til móts við þá birtu, sem jafnvel hin fegursta sumardýrð hlýtur að fölna fyrir. — Blikandi stjarna, björt og skær, lýsir um lönd og höf — og vefur byggðir og ból yfir- garðneskum ljóma. — Þá eru hald in heilög jól, heims um gjörvalt ból. Fáar minningar greypast fast- ar og lifa lengur í hjörtum oikk- ar mannanna en þær, sem tengd- ar eru jólunum. — Þær ylja svo vel, þegar naþrir vindar næða — °g þegar starað er í sortann, þá gera þær götuna bjarta á ný. Úr hafi minninganna stígur jólamynd. — Tveir ungir menn sitja við jólaborð og gæða sér á því, sem það hefir upp á að bjóða. — í svip þeirra og fasi býr ákefð og leftirvænting. Til þess er líka ærin ástæða. Þeir bafa þýðingar- miklu starfi að gegna. Hlutverk (þeirra á þessum degi er að hjálpa æskuglöðum hópum hinnar upp- vaxandi kynslóðar til að koma auga á Betlehemsstjórnina — og íbeina hugum þeirra að undrinu mesta og stærsta: Jólabarninu, sem í jötunni liggur. — En ungu mennirnir tveir eru ekki einir í stofunni. Tii borðs með þeim situr einnig húsfreyj- an, — móðir annars þeirra. Hún er fríð sýnum. Framkoma henn- ar öll ber vott um tíguleik og festu. Bjart bros leikur um var- ir hennar. Ur augunum skín moð urleg mildi. — Það er auðsætt, að hugðarefni ungu mannanna á sterkan hljómgrunn í hjarta Ihennar. Orð konunnar, þau er ttiún lagði til málanna ,voru allt í senn: Fræðandi, hvetjandi og uppörvandi. Þau voru sprottin af sömu rót og móðurorðin, sem forðum knúðu fram á varir Matthíasar þessa ógleymanlegu játningu: „Aldrei skyn — né skilnings- t kraftur minn ákildi betur jóláboðskapinn". A þann hátt getur enginn talað nema góð og trúuð móðir. — Konan, sem hér um ræðir, var Sigríður Agústsdóttir fx-á Birt- ingaholti. I dag verður útför Ihennar gjör frá Keflavíkur- kii-kju. Sigríður er borin og barnfædd í Birtingaholti í Arnessýslu, því alþekkta höfuðbóli. Foreldrar ttiennar voru hjónin Agúst Helga son bóndi í Birtingaholti og Móeiður Skúladóttir Thoraren- sen frá Móeiðarhvoli. Hún var ein hinna yngstu í hópi 10 syst- kina. Elzt er Ragnheiður, hús- frevja að Löngumýri á Skeið- um. og siðan í aldursröð: Helgi, starfsmaður við Kaupfélag Ar- SVEINBJÖRN DAGFINNSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti XI. — Símj 19406. 1748 nesinga á Selfossi, Guðrún, fyrrv. húsfreyja að Olvesholti í Flóa, látin fyrir alllöngu, Skúli, starfs- maður hjá Slátur’félagi Suður- lands í Rvík, hann lézt á síðast- liðnu vori, — Guðmundur, starfs maður hjá Olíufélaginu í Reykja vík, Magnús, læknir í Hvera- gerði, þá var Sigríður, húsfreyja í Keflavík, Asdis, einnig hús- freyja í Keflavík, Aslaug, dó í frumbernsku, og yngstur er Sig- urður, óðalsbóndi í Birtinga- holti. , Heimilið í Birtingaholti var al- þjóð kunnugt fyrir frábæra reisn á öllum sviðum. Búskapurinn var rekinn þar með meiri glæsi- brag en víðast annars staðar um þær mundir. En þótt starfað væri af kostgæfni og kappi, jafnt ut- an sem innan dyra heimilisins, þá var ekiki látið þar við sitja. Birtingaholtsheimilið var hverj- um þeim, er þar dvaldi, skóli, — bæði i beinni og óbeinni merk- ingu. Bræður Agústs þrír, er lang skólanám stunduðu, og urðu síð- ar þjóðkunnir mennta- og menn- ingarfrömuðir, þeir síra Guð- mundur í Reykholti ,faðir dr. Asmundar fyrrv. biskups, síra Magnús, skólastjóri við Kenn- araskólann og síra Kjartan í Hruna, dvöldu oft um lengri eða skemmri tírna á bernskuiheimili sínu — og miðluðu hinni upprenn andi kynslóð óspart af þekkingu sinni. Þótt Agúst legði aldrei leið sína inn fyrir veggi hinna æðri menntastofnana, þá mun eigi að síður almælt, að hann hafi ekki staðið bræðrum sínum að baki, hvað gáfur og andlegt atgjörvi snerti. Og ekiki lét hús- freyjan, Móeiður, sitt eftir liggja. Hún var kona stórvel gefin, glæsi leg í útliti og fyrirmannleg í fasi. Hún var létt og glöð f lund, en gat verið mjög einörð og ákveðin, ef því var að skipta Sívinnandi var hún, og handa vinnu leysti hún svo vel af hendi, að fegurri sást ekki, og varð verla betur gert. — í stuttu máli má með sanni segja, að í Birt- ingaholti hafi verið valinn mað- ur í hverju rúmi. Ur þessum jarðvegi var Sig- ríður vaxin. I Birtingaholti hfði hún sín björtu og glöðu bernsku- og æskuár. — Þar ríkti óþving- uð æskugleði, er birtist bæði í sÖng og iéttum leik — og þrótt- miklum átökum í önnum dags- ins. Það gat vart hjá þvi farið, að styrkir og traustir stofnar yxu upp úr þeim jarðvegi, sem Birt- ingaholtsheimilið lét í té. Og það því fremur, sem þessir ungu stofnar voru umvafðir ástríki foreldranna — og vermdir af ein lægri trú. — Það hefir líka fyrir löngu sýnt sig, að systkinahóp- urinn stóri hefir í engu brugðizt þeim björtu vonum, sem við hann voru tengdar. — Hinn 24. júní árið 1927 gift- ist Sigríður eftirlifandi manni sínum, Skúla Oddleifssyni frá Langholtskoti í Hreppum. Hann var sonur Oddleifs Jónssonar og Helgu Skúladóttur, alþingis- manns frá Berghyl. Fyrstu tvö árin voru þau til heimilis að Birtingaholti og unnu að búinu þar. Til Keflavíkur fluttu þau árið 1930 og hafa átt þar heima upp frá því. Fyrstu árin suður þar var Skúli landformaður á fiskibátum, vann síðan í allmörg ár í Drátt- arbraut Keflavíkur. En árið 1951—1952, þegar kennsla hófst í hinum nýja barnaskóla, var Skúli ráðinn umsjónarmaður þar, og þeim starfa hefir hann gegnt óslitið allt fram á þennan dag. — Lengst bjuggu þau í húsi þvi, sem nú heitir að Vallargötu 19. Þar skapaði Sigríður fjöl- skyldu sinni það heimili, sem var helgidómur í vitund þeirra allra. Þar átti óbrotagjörn hamingja æðsta sætið. Hjónabandið var hið farsæl- asta. Það var grundvallað á gagn kvæmum skilningi, virðingu, ást og trausti. Börn þeirra eru fjögur. Elztur er Olafur, prestur og æskulýðs- fulltrúi Þj óðkirkj unnar, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ébbu Sig- urðardóttur, þá er Helgi, leikari, býr einnig í Reykjavík, kvæntur, Helgu Baehmann, leikikonu, Móeiður Guðrún, gift Birni Björnssyni lögreglumanni í| 1961 Undirritaðir útvega frá heimsfirmanu Villeroy & Boch, sem mun vera stærsta og elsta framleiðslufirma sinnar tegundar, allskon- ar hreinlætistæki, gólf og veggflísar úr harðbrenndu frost og sýruþolnu postulíni. Villeroy & Boch framleiða í 14 verksmiðjum með nær 15 þúsund starfsmönnum og hafa yfir 200 ára reynslu að balci. Jóh. Ólafsson & Co. Hevrfisgötu 18, Reykjavík. Keflavík og yngst er Ragnheið- ur, ógift í foreldrahúsum. Þau hjónin létu sér annt um uppeldi barna sinna. Sigríður vissi það og skildi, að „móður- hönd, er vögguvéin rækir,/vega- ljósin býr til fjærstu stranda“. Og samikvæmt því innti hún hlutverk sitt af hendi. Og um börnin öll sem eitt, má óhikað fullyrða, að þau hafa eigi brugð- izt vonum foreldra sinna né ann- arra, sem þau hafa fram til þessa átt samleið með. Samstaða heimilisins var ein- stök. Það var sem foreldrar og börn kepptust um að verða hvort öðru til sem mestrar gleði. Margar hamingjustundir átti Sigríður hin síðustu árin með barnabörnum sínum. En þau eru nú fjögur. Guðrún Ebba og Sig- ríður, dætur sr. Ólafs, Hallgrím- ur Helgi, sonur Helga og óskírð- ur sonur Móeiðar. Hjarta hennar átti kappnógan kærleiksyl handa öllum. Andlát Sigríðar bar óvænt að höndum. Það er mikill sjónar- sviptir að slíkri konu, sem Sig- ríður var. Stórt skarð er höggvið í heimilið að Vallargötu 19. — En þar er syrgt í von og trú, svo að mildri birtu slær á húmdökk- an harmanna himin. Eg bið algóðan Guð að blessa eiginmanninn og ástvini hans. Megi huggun, hljálp og styrxur veitast þeim öllum í rí'kum mæli á ókomnum tímum. Skammdegismyrkrið klæðir landið okkar sínum þétta og dökka hjúpi. Hin skammvinna dagsbirta dvín óðum, á meðan ég festi þessi fátæklegu minn- ingar- og kveðjuorð á blað. En dimman hið ytra fær engurn fölva slegið á þá birtu, sem býr mér í sál. Eg horfi nú á þá mynd, sem minningin kallar fram í huga minn af Sigríði Agústsdótt ur, á sama hátt og ég horfði á hana sjálfa og hlýddi á orð henn- ar á jólunum fyrir níu árum, þeg ar elzti sonur hennar og ég vor- um að feta fyrstu skrefin á braut þeirrar þjónustu, sem stóð hjarta hennar sjáifrar allra næst. I sál mér hljóma þessi sígildu orð eins af skáldum okkar um móð- urina: „Hún er engill,, sem Guð oss gefur.“ Bj. J. Sex nýjar barnabækur NYLEGA eru komnar út sex nýjar barna og unglingabækur á vegum bókaútgáfunar Setbergs, sem ætlaðar eru misjöfnum ald- ursflokkum. Fyrst skal nefna bókina: ÞRIR KATIR KETTLINGAR, sem er í stóru broti og með fallegum litmyndum á hverri opnu. Þetta er saga um þrjá káta ketlinga, þá Klóa, Gepil og Snepil. Letrið er stórt og greini- legt, enda er bókin ætluð yngstu lesendunum. Þá er það bókin MAMMA SAGÐI MER SOGU. Þetta er bók fyrir börn é aldrinum 6 til 10 ára. I henni eru stuttar og lærdómsríkar sögur. Vilbergur Júlíusson valdi sögurnar. Bókin er prýdd 32 teikningum. HELGA OG VINKONUR HENNAR er skáldsaga um heil- brigðar og tápmiklar stúlkur. Þessi bók er eftir sama höfund og bókin Friða fjörkálfur, sem gef- in var út í fyrra og seldist upp. Bókin Helga og vinkonur henn- ar er skrifuð á léttu máli og ætluð stúlkum á aldrinum 10 til 13 ára. GUNNAR GEIMFARI er spenn- andi drengjasaga um ævintýra- lega ferð til stjörnunnar Marz. Hún er ætluð strákum á aldrin- um 12 til 15 ára. HEIÐA OG BORNIN HENNAR, sem er framhald bókarinnar Heiða í heimavistarskóla. Bæk- urnar um Heiðu, Pétur Klöru og afa gamla á fjallinu. eru einhverj ar vinsælustu barna og unglinga- bækur, sem þýddar hafa verið á íslenzku. Þá er að síðustu bðkin ANNA FÍA GIFTIST. — Þetta er þriðja og síðasta bókin um Onnu Fíu og vinkonur hennar. Hinar bækurn- ar Anna Fía í höfuðstaðnum, sem komu út í fyrra, vöktu strax, hrifningu stúlkna á skólaaldri. Þessar Onnu Fív bækur fjalla um heilbrigðar og tápmiklar stúlkur, skólann þeirra, heimilið og þær sjálfar. Freysteinn Gunnarsson skóla- stjóri hefur þýtt allar bækurnar um Onnu Fíu. Visindi Framh. af bls. 12. þætturn upplýsingum a? vinna, komandi frá flesturr löndum Jarðar eða gerfihnötl um sveimandi fyrir ofan loft- lögin, að erfitt er orðið at vinna úr þeim öllum, „áðux en veðrið er skollið á“. Við stærstu flugvelli heims ins er flugumferðin smám san an að komast í öngiþveiti vegna hins sívaxandi fjöldí flugvéla, sem sveima á loft leiðunum. Radartseki með raf eindaiheila á bak við sig, serr gæti fylgst með allri umferð inni og gefið til kynna, þegai eitthvað óvanalegt gerðist, t.d flugvél viki af sinni fyrirfrarr áætluðu leið, er það sem flug umferðastjórnunum dreymir nú um. Bionics mun hjálpa til vic að gera þennan draum að verv leika og með hinar stöðugv framfarir í framleiðslu fín gerðra raftækja í huga, er ekki úr vegi að ljú'ka þessar, grein með þessum þönkum Hver veit, nema að eftir oa tíu ár hafi veðurspámaðurinn flugumferðarstjórinn og heixns meistarinn í skák eitt sameig- inlegt. Það, að þeir séu allii vélar. Valgarður Kristjánsson héraðsdómslögmaður Eskihlíð 20. Öll venjuleg lögfræðistörf — Fasteignasala. Viðtalstími kl. 18—19 alla daga nema laugardaga kl. 14—17- Simi 3-84-81.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.