Morgunblaðið - 24.11.1961, Page 1

Morgunblaðið - 24.11.1961, Page 1
24 siour » 48. árgangur 267. tbl. — Föstudagur 24. nóvember 1961 Prentsmiðja Mor>, ^mlaðsins Sovjet-börn tóku á móti Kekkonen með bldmvendi Moskvu, 23. nóv. KEKKONEN, Finnlandsfor- seti, kom í dag til Novosi- birsk, en þar ræðir hann við Krúsjeff á morgun. Ýmsir framámenn kommúnista í bænum tóku á móti Kekk- onen, flugvöllurinn var skreyttur rússneskum og finnskum fánum — og rúss- nesk börn færðu finnska for- setanum blóm, sagði í Tass- frétt. —■ f morgun átti Kekkonen fund með_þange utanráðisriðh. Norð- manna í Moskvu, skömmu áður en þeir héldu þaðan, en Lange fór í fjögurra daga heimsókn til Uzbekistan. Róstur Ciudad Trujillo, 23. nóv. MARGIR létu lífið í óeirðum í Dominikanska lýðveldinu í dag. Mannfjöldinu lagði eld í hús * þriggja meðlima Trujillo-fjöl- skyldunnar og braust inn í hús fjórða fjölskyldumeðlimsins. Krúsjeff kom i morgun til Barnaul í Altai, sem er í Sí- beríu suðvestanverðri, um 160 km frá Novisibirsk. Ekki er ná- kvæmlega vitað hvenær Krús- jeff kemur til Novosibirsk til fundarins með finnska forset- anum, en hann verður á morg- Dœmdir til þrœlkunar MOSKVTJ, 23. nóv. — Tveir ung- ir V-Þjóðverjar voru dæmdir til 12 ára hegningar í dag, fundnir sekir um njósnir í Rússlandi. Var þeim gefið að sök að hafa ferðazt uim Rússland sem venju- legir ferðamenn, en í rauninni stundað njósnir fyrir Bandarík- in. Sagði saksóknarinn, að þeir hefðu tekið myndir af hernaðar- lega mikilvægum mannvirkj- um. Bæði Bandaríkjamenn og V- þýzík yfirvöld hafa neitað því harðlega, að þessir menn hafi stundað njósnir, en þeir voru báðir dæmdir til 3 ára fang- elsissetu og 9 ára þrælkunar. I Rússar tóku unglinginn Berlín, 23. nóv. RUSSNESKIR hermenn stöðv- uðu í nótt járnbrautarlest, sem flutti bandaríska hermenn og fjölskyldur þeirra frá Vestur- Bei-lín til Vestur-Þýzkalands. — Sögðu þeir, að a-þýzkur flótta- maður leynoist í lestinni og kröfð ust þess, að hann yrði framseld- ur. Eftir mikla leit fannst flótta- maöurinn, sem hafði falið sig vel í einum vagnanna. Var það ung- jingur >em stokkið hafði upp í lestina, er hún fór í gegn um smábæ einn 1 Austur-Þýzkalandi. Tóku Rússarnir hann í sína vörzlu. Varð samt bið á að lest- in fengi að halda ferðinni áfram og loks eftir hálfrar fimmtándu stundar töf var hægt að halda aftur af stað — áleiðis til Frank- furt. Myndin er tekin á einni af breiðgötum Elisabetville í Katanga þar sem brynvarin bifreið S. Þ. hefur skotið á tvær vopnaðar Jeppa-bifreiðir Katanga stjórnarinnar og eyðilagt þær. Munnleg loforö Rússa einskis virði Vesturveldin krefjast samninga um bann við kjarnorkutilraunum London og Washington, 23. nóvember. FORMÆLANDI brezku stjórn- arinnar sagði í dag, að Bretar mundu ekki fallast öðru slnni á stöðvun kjarnorkutilrauna án samnings þar að lútandi og ör- uggs eftrlits. Rússar hefðu byrj- að fyrirvaralaust að sprengja kjarnorkusprengjur í andrúms- Ioftinu og skellt skollaeyrur.i við öllum áskorunum um að hætta þeim leik. Bretar ætluðu ekki að treysta neinum loforðum í þessu efni framar- Hins vegar var því fagnað, að Rússar lýstu sig fúsa til þess að hefja aftur viðræður við Breta og Bandarí’kjamenn í Genf 28. þ. m. um samning um bann við kjarnorkutilraunum og það ylti á Rússum, hvort samkomulag næðist. Ef þeir sýndu samkomu- lagsvilja væri hægt að gera samn ing og hann yrði íyrsta skrefið í átt til allsherjar afvopnunar. Formælandi Bandarikjastjórn- ar tók í sama streng í dag. Það kemur ekki til mála, að við föll- umst munnlega á stöðvun Ttja orkutilrauna. Við teljum okkur hafa fulla heimiid til þese aS gera kjarnorkutilraunir hvenær sem er, ef það reynist nauðsyn- legt vegna öryggis þjóðarinnar. Rússar brutu hið munnlega lof- orð um stöðvun tilrauna þann 1' september meðan við sátum enn á rökstólum um bann við til- raunum. Viðræðunum í Genf var svo ekki slitið fyrr en 9. september, en frá því að Rússar byrjuðu að sprengja í septembor hafa þeir sprengt yfir 30 sprengjur í and- rúmsloftinu, sagði foi-mælandi Bandaríkj astj órnar. . Vill framlengja kjörtíma Kekkonens en tillagan fær daufar undirtektir Öttast um Skagastr andarbátinn Leit illframkvæmanleg vegna veðurofsa Hjörtur Hjartarson STcagaströnd, 23. nóv. Á miðvikudagsmorgun voru 10 bátar á sjó frá fskaga- strönd, tveir stórir, Húni og Máni, og 8 minni bátar frá 4—20 tonn. Landlega hefur verið hjá bátunum síðan um helgi vegna sunnanáttar. — Veðurspá hafði ekki verið góð á þriðjudagskvöld, lægð á leiðinni, sem valda mundi norðanátt daginn eftir. Stóru bátarnir höfðu farið á sjóinn á þriðjudagskvöld, Máni lagt línuna í Miðflóann og Húni á Kolkugrunni. Minni bátarnir fóru ekki fyrr en á tímabilinu 3—6 á miðvikudagsmorgun og allir frekar stutt nema Skíði H.U. 8 lestir áð stærð og Svanur HU 4, ellefu lestir að tærð. Fóru um 18 mílur norður Þeir fóru norður fyrir Skallarif Framhald á bls. 23. HELSINGFORS, 23. nóvember — Fagerholm, forseti þingsins og helzti andstæðlngur Kekkonens í síðustu forsetakosningum, lagði í dag til, að væntanlegum forseta- kosningum yrði frestað og kjör- tímabil Kekkonens framlengt um sex ár með sérstökum lögum. Tillaga þessi kom mjög á óvart, en hún kom fram í bréfi, er Fager holm, sem er úr socialdemokrat- iska flokiknum skrifaði fiokkum, þeim sem styðja Olavi Honka til kjörs í næstu forsetaíkösning- um. — Segir Fagerholm, að for- diæmi sé til fyrir því að forseta- kosningar hafi verið felldar nið- ur í Finnlandi með sérstökum Hforðingjarnir hlupu til skógar Leopoldville, 23. nóv. ALLT bendir mú til þess, að Kongómennirnir, sem myrtu ítölsku flugmennina 13, séu gengn ir úr greipum Sameinuðu þjóð- anna. Strax eftir morðin tilkynnti herstjórnin, að Kindu-héraðið yrði einangrað og Kongó-her- mennirnir afvopnaðir. En Kongómennirnir voru hlaupnir til skógar áður en her- sveitum SÞ tókst að koma þessu í iramKvay-.d — og herforinginn, Framh. á bls. 2. lögum, þegar aðstæður voru 6- venju erfiðar. Segir hann, að vegna hins al- varlega ástands — og þeirra erfið leika, sem framundan séu í ut- anríikismálum Finnlands, þá sé nauðsynlegt að taka til íhugunar hvort ekki beri að fella forseta kosningarnar niður að þessu sinni. Försetinn ber samkvæmt stjórnarskránni höfuðábyrgð á utanrí'kismálum landsins — og það væri sanngjarnt að veita hon um tækifæri til þess að helga þessum málum alla starfskrafta sina. Það væri ekki heppilegt að ríkisleiðtoginn þyrfti að standa í harðri kosningabanáttu þegar jafnalvarlega horfir og nú. Fyrstu viðbrögð annarra stjórn málaleiðtoga voru neikvæð. « Sukselainen, formaður bænda- flokksins, sagði að tillagan væri ekki nægilega rökstudd. Engin ástæða væri til að víkja frá lands lögum. — Formælandi social- demokratiska andstöðuflokksins, Simonen, sagði að Fagerholm hefði áður reynt að bjarga þeim stjórnmálamönnum, sem enga framtíð ættu fyrir sér, og vara- formaður kommunistaflokksins, Hertta Kuusinen, sagði að til- lagan speglaði upplausnina í hægri flokkunum. Engin ástæða væri til að fresta kosningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.