Morgunblaðið - 24.11.1961, Page 2

Morgunblaðið - 24.11.1961, Page 2
2 MORCUISBLAÐIÐ Föstudagur 24. nóv. 1961 ÞESSA mynd tók ljósm. Mbl., Sv. Þorm., af hinni nýkjömu stjórn FFSÍ um borð í Gullfossi hjá for- seta samtakanna, Kristjáni Aðalsteinssyni. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Öm Steinsson, Guffmundur Oddsson, Sig- jrjón Einarsson, Kristján Aðalsteinsson forseti, Guff- mundur Jensson framkv- stjóri FFSÍ, Þorkell Sig- urðsson, Daníel Guðmunds son varaforseti og Halldór Sigurþórsson. Á myndina vantar þá Henry Hálfdán- arson ritara sambandsins og Karl Sigurffsson. Comet IV fórst 49 biðu bana — enginn komst af Mrarhjálpin hef- ur starfsemi sína SAO PAULO. 23. nóv. — Comet- þota frá argentinska flugfélag- inu Aerolineas Argentinas fórst í dag og meff henni 49 manns. Enginn komst lífs af úr slys- inu. Þetta var Come': IV og varff slysiff skömmu eftir flugtak af Viracopos-flugvellinum, sem er um 70 milur norð-austur af Frakkland þarf kjarnorkuvopn segir de Gaulle Strassbourg, 23. nóv. DE GAULLE sagði þjóð sinni í dag, aff hún fengi litlu ráðið um örlög sin, ef hún hefði ekki full- komnustu kjarnorkuvopn undir höndum — meðan önnur stórveldi hafa þau vopn. Viff munum birgja Er tímabært að stofna tækni- skóla? NÆSTKOMANDI laugardag held ur skólafélag Vélskólans í Reykjavík málfund. Rætt verður um hvort tímabært sé að stofna tækniskóla á íslandi. Frummæl- endur verða. Gunnar Bjarnason skólastjóri Vélskólans í Reykjavík Axel Kristjánsson frkvstj. form. Tækni fræðifélaga íslands og Egill Hjörvar form. Vélstjórafél. ís- lands. Fundurinn verður haldinn í hátíðasal Sjómannaskólans og hefst kl- 14.00. öllum er heimill uðgangur meðan húsrúm leyfir. Frjálsar umræður verða á fund- inum. alþincis Efri deil-d: 1. Parísarsamþykikt um vemd eignarréttinda á sviði iðnaðar J. umr. 2. Dómsmálastörf, lögreglu- •tjórn, gjaldheimtu o.fl., 3. umr. S. Tunnuverksmiðjur ríkisins, 1. uanr. Neðri deild: 1. Húsnæðismálastofn- un, frh. 1. umr. 2. Ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi 1. umr. 8. Almannatryggingar, 3. umr. 4. Vega lög. 1. umr. 5. Lausaskuldir baenda, 2. umr. okkur upp af öflugum kjarnorku vopnum, bætti hann viff. Franski forsetinn sagði þetta í ræðu, sem hann flutti á fundi þrjú þúsund foringja úr hernum. Lagði de Gaulle áherzlu á mikil- vægi Atlantshafsbandalagsins og sagði, að það hefði skapað grund- völl fyrir samvinnu lýðræðis- þjóðanna á sviði varnarmála. — En þrátt lyrir að Atlantshafs- bandalagið sé okkur lífsnauð- synlegt, þá verðum við að marka Okkar stefnu sjálfir, hafa okkar eigin her og vera sjálfum okkur nógir á öllum-sviðum. Það þýðir einfaidlega að herstyrkur okkar verður að standast samjöfnuð öflugustu herveldanna, við verð- um að íylgjast með tímanum. Frakkar verða því að eiga sinn kjarnorkuher — jafnlengi og aðrar þjóðir eiga kjarnorkuvopn. Þetta eru nræðileg vopn — og einmitt þess vegna megum við ekki láta aðra ógna okkur með þeim án þess að geta boðið byrg- in. r Aætlunarbíll Norðurleiðar tepp ist í Miðfirði SLÆM færð var víða komin á vegum norðanlands í gær eins Og segir frá í fréttum á öðrum stað í blaðinu. Áætlunarbíll Norðurleiðar, sem fara átti frá Akureyri kl. 9.30 í gærmorgun fór ekki fyrr en kl. 5 síðdegis og var óvíst að hann færi í gær lengra en í Varmahlíð- Bíllinn, sem fór úr Reykjavík hafði sig slysalaust norður í Mið- fjörð í Húnavatnssýslu en þar bilaði hann í vonzkuhríð og rann út af veginum, ?n engan sakaði Farþegum var vel tekið á bæjum í Miðfirði, en þeir voru alls um 20 talsins og gistu þeir þar í nótt, en munu halda áfram norður í dag með öðrum bíl, sem sendur verður frá Reykjavík. Sao Paulo. Þotan var komin unr. tvær mílur frá vellinum, þegar sprenging varff í henni — og hrapaffi hún þá til jarffar. Hún hafði haft stutta viðdvöl á flug- vellinuip. var aff koma frá Buenos Aires á leiff til New York. en átti að hafa viffkomu í Trinidad á leiðinni. Farþegar voru 37, en áhöfn 12 manns. Þegar varð Ijóst, aff eng- ir hefffu komizt lífs úr brakinu, því flugvélin splundraðist ger- samlega. Mynd eftir Ásgrím á 31 þús. kr. A UPPBOÐI Sigurðar Benedikts sonar í Sjalfstæðishúsinu í fyrra- dag var húsíyllir og líflega boð- ið í. Myndm sem fór á hséstu verði var mynd úr Norðurárdal eftir Asgrím. Seldist hún á 31 þús. kr. Þess má geta að hæsta verð sem gefið hefur verið fyrir myndir á uppboði Sigurðar er 40 þús. kr., en á því verði fóru einu sinni bæði mynd eftir As- grím Og önnur eftir Þórarinn B. Þorláksson. A uppboðinu í. gær var seld lítil mynd úr Borgar- firði eftir Jón Stefánsson á 20 þús. kr. og heldur lítil Þingvalla- mynd fyrir 17 þús. Pínulítil skútu mynd frá 1907 eftir Kjarval fór á 6.500 og lítil mynd eftir Þorvald Skúiason á 2.600. VETRABHJÁLPIN hefur nú þeg ar hafiff hina árlegu góffgerffa- starfsemi sína fyrir jólin. Magn- ús Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Vetrarhjálparinnar, skýrffi blaðamönnum svo frá í gær, aff Vetrarhjálpin mundi starfa_ meff Svipuðum hætti og un anfarin ár, þ. e. á frjálsum samskotum bæjarbúa aff mestu leyti. Því sem safnast saman er siffan út- hlutað til gamalmenna, einstæff- inga og barnmargra fjölskyldna, eftir því sem þörf þykir. ÚTHLUTAÐ TIL 7—800 AÐILA í FYRRA Stærsta framlagið til Vetrar- hjálparinnar er frá bæjarstjórn Reykjavíkur, sem veitir árlega kr. 200 þúsund til starfseminnar. Gjafirnar sem safnast eru mis- jafnar frá ári til árs- Á síðasta ári söfnuðust um 145 þúsund krónur alls, tæp 85 þúsund söfn- uðust fyrir forgöngu skátanna, sem verja 3—4 dögum á hverju ári til að safna í vissum hverf- um, og rúm 60 þúsund frá al- menningi. Þessari upphæð var síðan úthlutað til 7—800 aðila, bæði einstaklinga Oig heimila. Út- hlutað er í ávísunum, sem gefnar eru út á matvöru-eða fataverzl- anir, eftir því sem við á. í fyrra var t. d. úthlutað nýjum fatnaði fyrir 120 þúsund kr., mjólk fyrir 16—17 þús. kr., matvælum fyrir 140 þús. kr. og kolum fyrir um 2000 kr- Öllum fatnaði var út- hlutað í samvinnu við mæðra- styrksnefnd og verður svo enn. Hæsta úthlutun á heimili var Frakkar smíða nýja þotu París, 23. nóv. FRAKKAR cru nú að hefja und- irbúning að smíði meðalstórrar farþegaþotu, sem á að fljúga hrað ar en hljóðið, eða 3.600—4.000 km á klst. Franska stjórnin sam- þykkti þessa áætlun í gær, en nýju þotunni er ætlað að leysa Caravelle-þotuna af hólmi, þegar fram líða stundir. — Allmargar bandarískar flugvélaverksmiðjur hafa í undirbúningi smíði far- þegavéla, sem eiga að fljúga með svipuðum hraða. Þær eru hins vegar mun stærri en franska þot- an verður, munurinn verður sá sami og á Caravelle og DC-8. Óttast að hausaveiðarar hafi banað syni Rockefellers NEW YORK. 23. nóvember — Lítil von er nú talin um aff Michael Rockefeller sé enn lífs. Óttazt er að hann hafi orðið hausaveiðurum að bráð og meira aff segja hefur faff- ir hans, Nelson Rockefeller, fylkisstjóri, gefiff upp vonina. Fylkisstjórinn fór til i\yju Guineu til þess að leita son- ar síns. en hann var þar í rannsóknarferð. þegar hann týndist. Leitað hefur veriff á landi oe úr lofti en árang- urslaust. í dag leituðu fjórar í fyrra kr. 400,00, auk fatagjafa. en nauðsynlegt þykir að hækka úthlutunarupphæðina í ár. Út- hlutun á einstakling var um kr. 200,00. Gjöfum til Vetrarhjálparinnar er veitt viðtaka í skrifstofu Rauða krossins, Thorvaldsens- stræti 6, og eru þar veittar allar upplýsingar. Árangurinn af starfi Vetrarhjálparinnar er háður við- brögðum almennings. Það er ósk Vetrarhjálparinnar að hann bregðist skjótt og vel við og láti eitthvað af hendi rakna til starf- seminnar. Skátamir munu hefja söfnun sína 13. desember nk. ★ * í framkvæmdanefnd Vetrar- hjálparinnar eru: Magnús Þor- steinsson, sr- Óskar J. Þorláks- son, Kristján Þorvarðsson og Skúli Tómasson. Skákþing Suðurnesja SKÁKÞING Suðurnesja 1961, stendur yfir í Keflavík um þess- ar mundir. í meistarafiokki eru 5 keppendur, en tefld er tvöföld umferð. Sem gestur í meistara- flokki keppir Lárus Johnsen skákmeistari úr Reykjavík. At- hygli vekur að nokkrir sterkir skákmenn á Suðurnesjum taka ekki þátt í mótinu svo sem bræð urnir Ragnar og Óli Karlssynir. Staðan í meistaraflokki eftir fyrri umferð: 1. Lárus Johnsen 4 vinningar 2. Borgþór H- Jóns- son 2 v., 3.—4. Hörður Jónsson 1% v., 3.—4. Helgi Ólafsson 1% v 5. Páll G. Jónsson 1 v. í 1- og 2. flokki eru 18 kepp- endur og er keppt eftir Monrad- kerfi. Eftir 5 umferðir voru þess- ir efstir: 1. Sigfús Kristjánsson 4% vinningur, 2. Magnús Har- aldsson 4 v., 3. Pálmar Breið- fjörð 4 v., 4. Birgir Norðdal 4 v., 5. Óli E- Björnsson 3% v. — BÞ. Heimsóknin löngu ákveðin ÓSLÓ, 23. nóv. — Gerhardsen, forsætisráðherra, sagði í sjón- varpsviðtali í kvöld, að hann væri furðu lostinn yfir því að Kekkonen hefði lýst vanþóknun á Norðmönnum í sambandl við heimsókn v-þýzka varnarmála- ráðherrans þangað á dögunum. Kekkonen vissi, að langt var síðan þessi heimsókn var ráð- gerð, sagði Gerhardsen. — Morðingjarnir Framh. aé bls. 1. sem stjórnaði þessum Kongó-her- fiokki, er meira að segja horf- inn. Hann var einn af áhangend- um Gizenga. Yfirhsrstjórn SÞ tilkynnti 1 dag, að Ethiopiu-mönnum hefði verið fengin yfirstjórn hersveit- anna í Kindu, en hún var áður í höndum M&laja-manna. Meiri- hluti hermannanna er nú frá Ethiopú svo að eðlilegt var að þeim væri falin yfirstjórnin, en Malaya-menn munu illa hafa sætt sig við þetta og er orðrómur um að einhverjar illdeilur með her- foringjum Ethiopiu og Malaja I Kindu. Þær töfðu allar aðgerðir Og munu m a. hafa valdið þvi að Kongó-mennirnir sluppu til skógar. Síðar í dag var tilkynnt I Leopoldville, að Adoula, forsætis ráðherra sambandsstjórnarinnar, væri algerlega andvígur því, að hersveitir SÞ reyndu að hand- sama hina umræddu hermenn, tvö þúsund talsins. Hann sagði, að sambandsstjórnin mundi sjá um að þessum mönnum yrði refsað. Vxtað væri í hvaða her- flokkum þeir væru — og ákveðið væri að flytja flokkana frá Kindu og reyna að finna hina seku þar á meðaí. NA /S hnúhr ¥ SnjóÁomo \7 Skúrir KuUatkH / SV Sdhnúfor * 0»! K Þrumur ''////, raV HitnkH H, Hmi I flugvélar á svæffinu, sem Michael dvaldist síðast, þeg- ur spurnir voru hafffar af honum — og innfæddir fóru á eintrjáningum meðfrant. ströndum til þess að leita hans. Nelson Rockefeller mun fara flugleiðis heim á leiff á sunnudaginn. Sonur hans Michael var 23 ára að aldri. LÆGÐIN fyrir austan land ari og vindur því enn hvass- hafði lítið breytzt síðan í ari. Var versta veður fyrir fyrradag en þrýstilínur fyrir norðan, blindhríð viða og norðan land voru orðnar þétt- 4—8 stiga frost.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.