Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. nóv. 1961 M O R C V IV B r. 4 Ð 1 Ð 3 ------———”— _ .... .... J STAKSTEIIVAR Esja klæðist vetrinum REYKVÍKINGAR fara í ull- arfötin sín. þeir sem ei«a, þesar kollurinn á Esjunni gránar. í dag birtum við mynd af okkar gömlu góðu Esju, bar sem hún er klædd hvítum hjúpi niður á lendar. 1 gæx tóku Reykvíkingar eftir því, að Esjan var orðin hvít. Þetta er í rauminni ekki í fyrsta sinni, sem hún verður hvít á þessu hausti, því um miðjan október hvítnaði hún niður fyrir brjóst og bringu, og Mosíellið og Lágafellið nikkuðu til hennar, ljósum kollUm og fyrir hálfum mán- uði gránaði hún aftur, en í bæði skiptin svipti útsynning- urinn af henni hjúpnum á samri stundu. Svo við bregðum okkur yf- ir í raunveruleikann og leit- um til sérfræðinga um veð- urfar og snjóafar, kemur í ljós að meðal'hiti haustmán- aðanna segir okkur talsverða sögu um Esjuna. Veðurstofan segir, að þegar meðalhitinn sé í Reykjavík kominn niður í tvær og hálfa gráðu, megi bú- ast við snjó í Esjunni. Þetta gerðist um s.l. mánaðamót. f>á er frostmark í 400 m. hæð, en Esjan er 800 m. há og á kolli hennar er þá jafnaðarlega 2—3 sfiga frost. Esjan hefur verið dálæti Reykvíkiniga frá upphafi vega, en hún hefúr líka fengið sínar ákúrur, eins og allt sem Reyk- víkingar dá, eg þurfum við ekki að taka nema gamlan vísuhelming: „Andskotinn í helvítinu hóar — hinumegin í Esj'unni snjóar". Þetta hef- ur sennilega verið orkt af ill- viljuðum andbýling Esjunn- ar. Hins vegar sagði skáldið Albert Engström fleira og feg urra um þefcta fjall, sem sum- ir bafa nefnt mykjuhaug Reykvíkinga, að: „Hún væri eins og fjólublár draumur“. Þetta eru hugljúf orð urn Esju af vörum skálds, hriínu sumarljóma. Veðurfræðingar og veður- athugunarmenn kalla Esjuna útvörð Austurbæinga á haust degi. Vesturbæingar njóta bennar affcur á móti litt, því norðan og norðvestan gustur- inn nær til þeirra með vestur- 'hiíðum hennar, beint strik vestan við Isekian. Nú er spáð norðlægri átt og kollur Esju hvítur nokkuð niður um hlíðar. Margir hafa ritað um þetta fjall og raunar orkt um það líka, en hér höld- um við okkur aðeins við óbundið mál. Watt segir um Esju, „að hinir björtu geislar kvöldsólarimiar, bregði bjarma á hið undurfagra Esj>u fjall, sem enn er sveipað vetr- arbúningi". (Þetta er skrifað 10. júní 1874). Þegar Norðlendingar eiga við að stríða hríðargarð norð- an úr íshafi ,nær hann oft suður á koll Esju, en þar er honum jafnan lokið, og þá sýnir þetta óskatfjall Reyk- víkinga mátt sinn og megin, sem skjólgarður þeirra. Víðtækar ályktanir Bandalags kvenna AÐALFUNDUR Bandalags kvenna, sem haldinn var í Reykja vik 30—31 okt. sl. samþykkti ýms ar tillögur. í skattamálum gerði fundurinn ályktanir í fimm liðum: Að per sónufrádráttur hjóna, er telja fram sitt í hvoru lagi, sé reiknað ur sem tvegigja einstaklinga, að eftirlaun sé farið með sem aðrar atvinnutekjur, að fóreldrar, sem kosta börn sín til mennta, haldi persónufrádrætti þeirra þótt þau hafi náð 16 ára aldri, að leitað sé sérskötfcunar kvenna, er vinna á eigin heimili, og að skattar og út- evör séú innheimt jafnhliða tekju öflun. Um barnagæzlu •g álfengismál. Varðandi barnagæzlu taldi fundurinn brýna nauðsyn að Bæjarstjórn Reykjavíikur leysi vandamálið með gœzlu barna á •ldrinum 6—9 ára, sem ekki geta notið aðhlynningar heima við. Um áfengismál gerði fundurinn tillögur í fimm liðum: Skorað er á foreldra að minnast ábyrgðar sinnar og forða börnum sínum. frá drykkjuskap og lausung. Þá teliir f'mdurinn að á skorti að lög um og leg'.um um skemmtanalíf unglinga sé framt>ig+. öll börn sem orðin eru 7 ára eigi »d hafa aldursskírteini. Strangara eftir- lit sé haft á skemmtistöðum til að forðast drykkj uskap unglinga. Um tryggingarmál skoraði fund urinn á Alþingi að samþykkja frv. ríkisstjórnarinnar um hækik- un Almannatrygginganna. Þar sem lögin væru nú í endurskoð- un lagði fundurinn áherzdu á all- marga liði og vænti þess að al- þingismenn og endurskoðendur tækju rökstuddar breytingar til greina. í skólamálum hvatti fundurinn til að hraðað væri skólabygging- um og búið betur að kennara- stétt landsins. Um heilbrigðismál gerði fundur. inn samþykktir er hvetja til að forða börnum og unglingum frá reykingum Verðlags- og verzlunarmál. Þá gerði fundurinn 7 samþykkt ir varðandi verðlags- og verzlun- armál, lýsti ánægju sinni yfir því sem áunnist hefir í byggingu íbúðarhúsa og hvatti til autkinna íbúðarbygginga er gerði efnalitlu fólki kleift að búa í nýju hús- næði, hvatti til afléttingar inn- flutningsgjalda af brýnustu nauð synjum. Þá mótmælir fundurinn afnámi ákvæða um bámarksálagn ingar á ýmsum nauðsynjavörum og vill að framfylgt sé verðmerk ingu vara. Verzlunareigendur ráði bót á vanþekkingu afgreiðslu fól'ks á vörum. Þá siiorar fundurinn á bæjaryf- irvöldin og Verzlunarráð að hlut- ast til um að hægt sé að kaupa nauðsynjavörur eftir almennan vinnutima. Þá sé settum reglum um hreinlæti afgreiðslufól'ks fram fylgt. Kjarnorkutilraunir. Að síðustu gerði fundurinn svo fellda ályktun um kjarnorkutil- raunir: Fundurinn mótmælir harðlega risakjarnorkusprengingum Sovét stjórnarinnar, sem vitað er að leiða mun geigvænlega hættu yf ir allar þjóðir heims. Alveg sér- staklega vill fundurinn veikja at- hygli á þeiri hættu, sem íslenzku þjóðinni er búin vegna hnattlegiu landsins og veðurfars. Jafnframt lýsir fundurin yfir andúð sinni á öllum tilraunum með kjarnorku- vopn og öllum vígbúnaði, og heit ir fullum stuðningi við sérhverja tilraun, sem miðar að því að koma á allsherjarbanni við fram leiðslu kjarnorkuvopna, og um leið raunhæfu eftirliti með því, að slíku banni sé framfylgt. Iívikmynd um stjörnugeiminn Á TÍMUM geimskota, geimferða og fyrirhugaðra mannaferða til annarra pláneta eða stjarna mun margan fýsa að rifja upp fyrir sér ýmis atriði um byggingu him ingeimsins og hreyfingar plánet- anna hverrar gegn annarri. Flest 1 ir munu kunna einhver skil á þess um málum, en nú er æði margt, sem hvetur hvern og einn til að kynnast þeim nánar. . því gefst kostur á morgun, laugardag, á kvikmyndasýningu Germaníu, þar sem sýndar verða tvær fræðslumyndir um þetta efni. Er önnur um stjörnufræðinginn þýzka Johannes Kepler, er uppi var á 16. og 17. öld og grundvall- aði þekkingu nútímans-á gangi himintunglanna. Hin fræðslumyndin er um him ingeimin eins og menn vita bezt um hann nú í dag og sýndar marg ar myndir teknar í mikla stjörnu- sjónauka. Enn fremur verða sýndar tvær fréttamyndir Kvikmyndasýningin verður í Nýja Bíói og hefst kl. 2 e.h. öllutn er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. „Bad loser" Magnús Kjartansson, ritstjórl Moskvumálgagnsins, er það, sem á ensku máli er kallað „b a d loser“; hann á erfitt með að taka ósigri sín- um. Glögglega kom það í ljós í landhelgismál- inu, þegar hann kenndi því um málefnalegar hrakfarir blaðs síns, að Morg- unblaðið hefði „þjófstartað", þótt það fengi upplýsingar sínar á sömu mín- útunni og blað hans. Og hrak- farimar að undanförnu virðast gjörsamlega hafa farið með geðsmuni ritstjórans. í einni ritstjórnargrein í gær helgar hann Morgunblaðinu m. a. eft- irfarandi orðasafn, sem sannar það, sem áður var vitað, að maðurinn er orðhagur: „Sefasjúkt, tryllingslegt ösk- ur, fáryrði, ofstæki, nýlendu- kúgun, hungur, ofboðslegir glæpir, réttarmorð, óþokkaverk, tryllingsköst." Hann segir blað- ið hamast gegn „frelsisbaráttu nýlenduþjóða", verja „pynding- ar og morð“. Hann segir: „Morg unblaðið hefur hamazt gegn öli- um tilraunum til friðar og sátt- ar og menningarlegrar fram- komu í alþjóðamálum — það hefur alla tíð verið ómcngað stríðsæsingablað." „Blað sem einatt óvirðir frelsi og menn- ingu með því að tengja þau orð við ofstækisfyllstu einræðisósk- ir sínar.“ Svo mörg eru þau orð. Víð sama heygarðshornið Þá eys ritstjóri Kremlviljans úr skálum reiði sinnar yfir dr. Benjamín Eiríksson, banka- stjóra, sem flutti í útvarpið sl. mánudag mjög athyglisvert er- indi. Hann segir: Ýmsir munu hafa minnzt þess undir þessum lestri, að Benjamín Eiríksson dvaldist í Sovétríkjunum um árabil ein- mitt á því tímabili, þegar hann telur nú að ástandið hafi verið einna verst.“ Ritstjóri Moskvumálgagnsins segir dr. Benjamín hafa barizt fyrir framgangi kommúnismans, þangað til „honum birtist sú staðreynd, að hann mundi ná skjótari vegtyllum sjálfur með öðru móti en því að vera trúr æskuhugsjónum sínum." „Æskuhugsjónir“ Magnúsar Magnus Kjartansson getur sýnilega alls ekki skilið það, að maður, sem kemst að því að það, sem hann hafði trúað á, væri byggt upp af stórglæpa- mönnum, fjöldamorðum og ill- virkjum, hverfi frá stuðningi við það og taki upp baráttu gegn því. Sjálfur heldur hann úl'ram baráttu fyrir þetta samfélag glæpanna, þótt allur heimurinn hafi nú verið upplýstur um það, hvers konar hryðjuverk þar ern framin. Morgunblaðið hefur spurt málgagn hans að þvi, hvort það álíti að Stalín einn hafi verið sekur um öU glæpa- verkin, hvort þeir samstarfs- menn hans, sem nú eru æðstu ráðamcnn í Rússlandi, séu sak- ieysið sjálft. Við þeirri spurn- ingu hefur ekkert svar fengizt, og treystir blaðið sér sýnilega ekki til að halda fram þeim firr um að Krúsjeff og hans menn séu heiðarleikinn uppmálaður. Engu að síður berst kommún- istadeildin á Islandi fyrir nú- verandi glæpastjóm Rússlands, með fullri vitneskju um eðli hennar og starfsaðferðir. Það eru fleiri en dr. Benjamín Eiriksson, sem hafa haft þi „æskuhugsjon'* að vinna fyrir kommúnismann, en síðan kom- izt að raun um, hver glæpa- samfylking stjómar honum og horfið frá villu síns vegar. En ástæðulítið er sýnilega að búast við því að Magnús Kjartansson láti af þjónustu vi* ofbeldis- og einræðisöfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.