Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Jt Föstudagur 24. nóv. 1961 'i Tíöni krabbameins StT VAR tíðin að skáld um allan heim nrtu ljóð um hvíta dauða og ribhöfundar skrifuðu skáldsögur frá berklahælum. Þetta heyrist ekki lengur. Nú varpar annar sjúkdómur meiri skugga á samtíð ina, sem er yrkisefni skáldanna. Við setningarathöfn aðalfundar Sambands krabbameinsfélaga á Norðurlöndum, sem haldinn var 16. október, flutti norskt skáld, Terje Stigen, mikið kvæði helg- að baráttunni gegn krabbameini, og nefndi það „Den usynlige armé“. Þó við blaðamenn látum okkur ekki detta í hug að nefna okkur í sömu andránni og skáld- in, þá þykjumst við einnig sækja efni í samtíðina. —~k— I sambandi við aðalfundinn var í þetta sinn erindaflutningur um krabbamein í legi. Fluttu 12 Norðuriandalæknar fyrirlestra um þetta efni, þar af einn íslend- ingur, Ölafur Bjarnason læknir, sem talaði um tiðni krabbameins í legi á islandi. Fréttamaður blaðsins gekk því í leit að fróð- leiksmolum um þetta efni á hans f-und í Rannsóknarstofu háskól- ans við Barónstíg, en Ólafur hef ur síðan 1949 haft með höndum allar vefjarannsóknir þeirrar stofnunar, sem ein annast slíka sjúkdómsgreiningu og tekur við sýnishornum frá sjúkrahúsum landsins og frá einstökum lækn- um. Allsherjar leit — Siðan 1949 hafa formenn og framkvæmdastjórar krabbameins félaganna á Norðurlöndum hitzt og borið saman bækur sínar, fyrst annað hvert ár og nú á hverju ári, sagði Ölafur Bjarna- son. Próf. Niels Dungal tók sem formaður íslenzku samtakanna Iþátt í formannafundunum. En auk venjulegra fundarstarfa, komu þeir sem umsjón hafa með krabbameinsskráningu í hinum ýmsu Norðurlöndum saman á fund og mætti ég fyrir okikar hönd. Þá kom í minn hlut að flytja einn fyrirlestur í erinda- flokknum um krabbamein í legi. — Eg býst við að Norðmenn hafi fyrst og fremst valið þetta efni til umræðu, til að skýra frá tilraun sem þeir hafa verið að gera, en 'hún er í því fólgin að framkvæma leit að krabbameini í legi, áður en nokkurra ein- kenna fer að gæta. Þessi tilraun var gerð í einu fylki, Ostfoldfylki í Noregi. Var upplýsingaplaggi dreift, þar sem konur á aldrin- um 25—60 ára voru hvattar til að koma í ókeypis skoðun. Und- irtektir voru mjög góðar, komu um 80% af konum á þessum aldri til skoðunar. Norska krabba- meinsfélagið stóð að tilraun þess ari og lagði fram íé til hennar, og telur það sig hafa náð svo góðum árangri að ætlunin er að reyna að útfæra þetta frekar, jafnvel svo að það nái yfir landið 1 heild, þó ekki sé enn fyrir hendi fé eða menntaðir starfs- kraftar til að ganga svo langt. Annars hefur þetta verið reynt víðar, bæði í Kanada og Banda- ríkjunum. Og reynslan hefur sýnt að eftir nokkur ár fækkar raunverulega því. krabbameini, sem komið er á hátt stig, og það eykur líkurnar fyrir lækningu. 20 tilfelli á ári hverju — Aður en við höldum lengra, væri fróðlegt að vita hvar við Islendingar stöndum hvað þenn- an sjúkdóm snertir, í samanburði við hin Norðurlöndin ? — Þeim tilfellum af krabba- meini í legi, sem hér hafa verið greind, hefur fjölgað siðustu 30—40 árin. Ég hefi reynt að afla allra tiltækra upplýsinga um þetta frá aldamótum, en fyrstu áratugina eru þær mjög af skorn- um skammti. A síðustu árum koma 'hér um 20 tilfelli á ári. Hins vegar eru sjúkdómstilfell in færri miðað við fólksfjölda en 'hjá nökkru hinna Norðurland- anna. Það er eins og tíðnin fari lækkandi eftir því sem norðar dregur. Danmörk er hæst með Getur það bent til þess að hann finnist yfirleitt seinna hér. Sérdeildlr til lækninga — Að mínum dómi ættu frurn rannsóknir á þessu sviði að vera í sambandi við þessa stofnun hér, hélt Olafur áfram og vék aftur að leit að krabbameini j legi áð- ur en þess fara að sjást merki. Hér á rannsóknastofunni fer fram öll vefjagreining hér á landi og nauðsynlegt að samband sé þarna á milli. En því miður er ekki aðstaða til að bæta neinu við hér; hvorki fyrir hendi hús- rými ne starfsfólk aflögu. 1 samfbandi við það er rétt að geta þess, að til þessa hafa þessi sjúkdómstilfelli verið tekin til meðferð i hinum ýmsu sjúkra- húsum í landinu. En sú stefna hefur verið rikjandi á Norður- löndum að beina þeim á sér sjúkrahús, sem fást við þessa teg und sjúkdóma, en lækning er óhugsandi dnnars staðar en í sjúkrahúsi. Radium er mi'kið not að við lækninguna. Og þar sem Landspítalinn er eina sjúkrahús- ið, sem hefur yfir því að ráða, er eðlilegast að slíkri sérdeild verði komið upp þar, ekki sizt þar sem tilfellin eru enn ekki fleiri en um 20 á ári. Eðlilegast væri að slík lækning færi fram á kvensjúkdómadeild, en hún er hér undir sama þaki og fæðing- ardeildin og óhæfilega lítil. Allir vita um sjúkrarúmaskortinn á fæðingardeildinni, en þetta er mál sem brýn nauðsyn er að ráða einhverja bót á. lægst hér af öllum Norðurlöndum 51 tilfelli á 100 þús. konur og Island lægst með 22 miðað við sama fjölda. — Kom fram nok'kur kenning um það hvernig getur staðið á því, að þessi tegund krabbameins fer lækkandi eftir því sem norð- ar dregur? — Nei, það kom ekikert fram um það og raunar ekkert hægt um það að segja. Þó hafa sumir látið sér detta í hug, og það er hrein tilgáta, að sýklar og þá helzt veirur, valdi eða eigi a. m. k. hlut að þessum sjúkdómi. Það var sett fram á alþjóðalækna- þingi í Vín um mánaðarmót ágúst og september sl., að veirur gætu átt sinn þátt í krabbameini í leghálsi. Það styður þessa kenn- ingu, að þessi tegund krabba- meins er yfirleitt algengari í þéttbýli en dreifbýli. Reynzla okkar hér er í samræmi við þetta. Það koma fyrir fleiri til- felli í Reykjaví'k en úti á landi. Mein á frumstigi læknast — Hefur verið gerð nokkur tilraun hér á landi til að leita að þessari tegund krabbameins, áð- ur en fer að bera á einikennum þess ? — Þegar leitarstöðin var sett á fót hér, var byrjað á þvj í mjög smáum stíl, en vegna fjár- skorts var ekki hægt að gera það eins og æskilegt hefði verið. Að- alatriðið í slíkri leit eru hinar svokölluðu frumurannsóknir. Með þeirri aðferð má finna krabbameinið alveg í uppihafi. Og í lang flestum tilfellum er hægt að lækna sjúkdóminn, ef hann finnst nógu snemma. — Verður sjúklingurinn hans sem sagt ekki var strax? — Það er mismunandi. Stund- um gefur hann íljótt einkenni, en stundum getur hann leynt á sér, svo sjúkdómurinn er farinn að dreifast út þegar hans verður vart, og þá minnka möguleikar á lækningu að sama skapi. — Hvað finnst krabbamein í legi fljótt hér á landi miðað við það sem gerist annars staðar ? — Það kom fram á fundinum í Osló, að aldur sjúklinganna er hlutfallslega hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, ■þegar sjúkdómurinn finnst. 5000 vef jasýnishorn greind — Þér drápuð á það, að engu meiru væri hægt að bæta á hér í Rannsóknarstofuhúsinu. Segið þér mér, hvaða rannsóknir fara hér fram ? — Hér eru framkvæmdar allar krufningar, sýkla- og blóðvatns- rannsóknir eru gerðar hér og svo vefjarannsóknirnar. .Þetta eru aðalþættir daglega starfsins. Og þessi daglegu störf hafa hlaðizt svo upp, að þau eru miklu um- fangsmeiri en góðu hófi gegnir. Þegar próf. Dungal kom þessari stofnun upp á kreppuárunum, er engir peningar voru neins staðar fyrir hendi, var það einstakt framtak og gert af stórhug. Sið- an hefur ekkert bætzt við, en verkefnin aukizt gifurlega. Ef ég tek sem dæmi mína deild, vefjarannsóknardeildina, þá komu inn um 200 sýnishorn á ári í upphafi, og hélzt það nokk- urn vegin óbreytt til 1949. Síðan hafa verkefnin farið sívaxandi, svo að í ár munu koma yfir 5000 sýnishorn til vefjagreiningar hér. Við önnumst vefjarannsóknir fyr ir öll sjúkrahús á landinu og fá- um einnig nokikuð frá einstökum • Bragabót um Egil og Öskju Þingeying Um dagínn birtum við hér í dálkunum vísur eftir Pál BergþórssOn veðurfræðing um þingeyinginn Öskju. Síðan hefur Egill Jónasson á Húsa- vík birt ema vísu um þetta efni 1 Dagbókinni hér í blað- inu. Páii hefur kannski fund- izt hann vera búinn að senda Þmgeyingum full miklar hnút- ur, þó i gamni sé, a. m. k. barst mér svohljóðandi brag- arbót frá honum um sama leyti og visan kom til Mbl. frá Agli. Þó menn hafi á Húsavík hneigðu úr Öskju kyni, ekki er hún í öllu lík Agn Jónassyni. Æstum logum Askja spjó upp un breiða sprungu. Hygg ég Egill hafi þó hættulegri tungu. Öskjuhraunsins hitaglóð hverfux eins og gengur. Ætla ég, að Egils ljoð ylji meir — og lengur. læknum. Svipaður vöxtur hefur verið í öðrum greinum hér. Við höfum satt að segja ekki getað annað ýmsum verkefnum, sem sjúkrahúsin hafa sótt á okk- ur með. En verið er að vinna að því af hálfu stofnunarinnar að fá fé til að byggja hér við, og liggur fyrir alþingi sem nú situr beiðni um fjárveitingu í því skyni. 400 ný krabbatiifelli — Ef við snúum okk'ur nú að krabbameinsskráningunni. Hvað koma mörg krabbameinstilfelli alls hér á ári hverju? —Ný tilfelli, sem skráð voru á sl. ári, voru alls 400. Hér hófst skráning á vegum Krabbameins- félagsins árið 1954. Eg hefi haft umsjón með því verki sem er unnið í skrifstofu félagsins, mest af Halldóru Thoroddsen. Við höf- um haft þann hátt á að leita til sjúkrahúsanna, sem senda inn til kynningar um þau krabbameins- tilfelli sem þau fá. Við reiknum með að flestir sjúklinganna komi fyrr eða síðar í sjúkrahús. Að minnsta kosti koma öll tilfelli til vefjagreiningar hingað. Að auki förum við yfir öll dánarvottorð. 1 Noregi og Sviþjóð er það lög- fest skylda að skrá krabbameins- tilfelli. Allsherjarskráning var fyrst tekin upp í Danmörku 1942. — Fundurinn í Osló var hald. inn til að ræða um þessa starf- semi yfirleitt, skiptast á skoðun- um um tæknileg atriði og hugsan lega möguleika á að taka upp samvinnu um rannsóknir á sér- stökum tegundum krabbameina, sagði Olafur að lokum. Kom fram vilji á að efla samstarf milli félaganna *g koma á föst- um reglum um hvernig skrán- ingu er hagað. Var þessi fundur mjög vel undirbúinn af Norð- manna hálfu, og móttökur aHar sérlega rausnarlegar. — E. Pá. Dó ekki af matareitrun FYRIR nokkrum dögum fregn- aði blaðið að kona ein hér i bæn- um hefði látizt af matareitrun, eftir að hafa borðað úr sardínu- dós, er hún fékk í vinning á hlutaveltu. Ekki fékkst sú fregn staðfest. En í gær fékk blaðið þær upplýsingar hjá borgar- læiknisembættinu að önnur dauðaorsök hefði komið fram við krufningu eftir að umrædd kona lézt og þetta því ekki rétt með farið. RIKISSTJÓRN Kúbu tilkynnti 1 dag, að hún myndi fara þess á leit, að Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi til fundar hið allra fyrsta til þess að fjalla um undirbúning vopnaðrar íhlutun- ar Bandarí'kj amanna í málefni Dominikanska lýðveidisins. Seg- ir Kúbustjórn að slík íhlutun í málefni landsins sé áfangi á leið til vopnaðrar innrásar Banda- rí'kjamanna á Kúbu. • Leikritið of snemma Fyrir nokkrum dögum kom að máli við mig móðir, sem vill koma á framfæri tilmæl- um til rikisútvarpsins frá heil- um hópi barna innan við 12 ára aldur.. Það er í sambandi við framhaldsleikritið í útvarp inu á þriðjudögum. Ekki svo að skilja að þessar mæður hafi neitt á móti leik- ritinu, siður en svo. Þeim finnst það einmitt mjög skemmtilegt og vel leikið og því góð dægrastytting að hlusta á það. En leikritið byrj- ar kl. 8 á kvöldin og erfitt er að vera búin að koma stálp- uðum börnum í bólið fyiir þann tima. Nú hafa þær rekið sig á, að krakkar á aldrinum 8—12 ára þola illa að hlusta á þetta ieikrit, þó þau séu alveg æst í það. Neyðaróp heyrast, og ýmislegt furðu- legt og óiiugnanlegt gerist, og krakkarnjr fá martröð, neita að vera ein o. s. frv. eftir að þau hafa hlustað á þetta. Yngri krakkar skilja ekki leik inn og eidri þola hann vafa- laust sér að skaðlausu. Þessvegna vilja þessar mæð- ur fara íram á það að leik- ritið verði fært aftar á dag- skrána, svo að krakkarnir hlusti ekki á það, en þeir full- orðnu þurfi ekki að loka fyrir við mxkla óánægju, enda mun fiamhaidsleikritið ætiað íull- orðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.