Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 8
8 MOrtcniVBLAÐIÐ Föstudagur 24. nðv. 1961 Veðdeildarlán hafa tvð- faldazt miðað við árið 1958 Frá umræðum á Alþingi Á FUNDI neðri deildar í gær var tekið til 1. umræðu frumvarp sjö framsóknarflokksþingmanna um, breytingu á lögum um húsnæðis- málastofnun, bygrging-arsjóð ríkis- ins o.fl. Jón Skaftason (F), 1. flutnings maður, gerði grein fyrir, að með frumvarpinu væri lagt til, að há- markslán byggingarsjóðs hækki um 100%, úr 100 þús. kr. í 200 þús kr. enda geri sú hækkun naum- ast meira en vega á móti hækkunuim á byggingarkostn aði frá 1957 til þessa dags. Og þótt það hljóti að kallast verkefni ríkisstjórnar- innar að hafa forgöngu um fjáröfl un, vilji flutningsmenn frum- varpsins þó benda á eftirfarandi leiðir í því samjbandi: a) Ríkissjóður leggi fram fast árlegt tillag til sjóðsins nokkur ár í senn. b) Ákveðið verði, að hluti ár- legrar sparifjáraukningar gangi til byggingarsjóðsins. c) Álag það, sem getur um í a-lið 4. mgr. 3. gr. laga nr. 42 1. júní 1947, hækiki um helming, í 2%. d) Verulegur hluti af mótvirð- issjóði vegna 6 milljón dollara óafturkræfs framlags frá Banda- rikjastjórn vegna tekjumissis, er leiddi af gengisfellingunni 1960, geymdum í Seðlabankanuim, verði látinn renna til bygging- arsjóðs ríkisins. Nafni breytt. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) vakti athyigli á því, að í greinargerð þessa frunwarps væri sagt, að merkasta sporið í þá átt að stuðla að því, að sem flestir einstaklingar eignuðust í- búð, hefði verið stigið í tíð vinstri stjórnarnnar með lögum um hús næðismálastofun 1957. En flutn- ingsmanni hefði láðst að geta þess, í hverju þetta merkasta spor lægi. Enda sé það svo, ef málið er athugað nánar, að lögin frá 1957 eru að meginstofni eins og lögin frá 1955, er sett voru í tíð ríkisstjórnar Ólafs Thors, þeg ar hið almenna veðlánakerfi var sett á stofn. Hins vegar hafi nafni verið breytt á varasjóði al- menna veðlána- kerfisins og hon- um gefið nafnið byggingarsjóður ríkisins. Að vísu hafi tveim nýj- um tekjustofn- um verið bætt við: 1% álagi af tekju- og eignaskatti, stríðsgróða skatti Og influtningsgjöldum, er samtals nemur 5 milljónum á ári, auk 2i/3 af stóreignaskatti, en 9,4 milljónir hafi innheimzt af þeim skatti frá upphafi. Kvaðst Þorvaldur ekki gera ráð fyrir, að þessi viðbót tekna sé að áliti flútningsmanns svo merk, að merkilegra skref hafi ekki verið stigið. Skyldusparnaðurinn hæpin ráðstöfun. Eina veigamikla nýjungin frá 1955 sé því skýldusparnaðurinn, hana hljóti flutningsmenn að eiga við. Þar átti að vera fundinn tekjustofn, sem aukið gat árlegar tekjur sjóðsins stórlega. En ekki var gert ráð fyrir, að unga fólk- ið yrði 25 ára, og að til endur- greiðslna mundi koma. Raunveru lega sé það fé, er til útlána kem- ur, aðeins mismunurinn á inn- komnu fé og útborguðu, eða sem nemur fólksfjölguninni, en það gefur ekki mikið fé til ráðstöfun ar. Þegar jafnvægi er komið á þessa tekjuöflun nemi innkomur umfram endurgreiðslur 1 milljón króna á ári, en í tíð vinstri stjórn arinnar kostaði 2)4 milljón ár- lega framkvæmdin á skyldusparn aðarkerfinu. Aukning sparif jármyndunar. Þá benti ræðumaður á, að til þess að bæta úr lánsfjárskorti húsnæðismála væru einungis tvær leiðir fyrir hendi, annars vegar að auka frjálsa sparifjár- myndun eða lögbinda sparnað í formi skatta og tolla. Síðari leið- ina hefði engin ríkisstjórn treyst sér til að fara, þar eð tollar og skattar hefðu verið ærnir fyrir, því væri ekki önnur ieið fær, en auka frjáisan sparnað, en aukn- ing hans fer eftir þeim skilyrðum, sem efnahagskerfið veitir til sparnaðar á hverjum tíma. Þegar vinstri stjórnin tók við og áhrifa hennar gætti í peninga málunum, fór sparifjármyndun ört minnkandi, eins og sjá má af sölu veðskuldabréfa Landsbank- ans. Salan lækkaði úr 22,9 mill- jónu-m 1956 í 15,4 miljónir 1958 eða um 63%. Hins vegar var hún orðin 30,7 milljónir 15. ágúst 1961 eða 100% meiri en á öllu árinu 1958, síðasta valdaári vinstri stjórnarinnar. En einmitt með því að efla þessa þróun aukningu sparif j ármyndunarinnar, bygg j - um við traustan grundvöll und- ir veðlánakerfið og bæ-tum þann ig úr lánsfjárskortinum, en ekki m-eð úrræði vinstri stjórnarinnar að leiðarljósi. Ærin ástæða Jón Skaftason (F) endurtók, að 1957 hefði merkasta sporið verið stigið Og rökstuddi það á þann veg, sð þá hafi i fyrsta skipti verið efnt til verulegrar sjóðmyndunar byggingarsjóðs, sem raunar hafi þá verið nokkur fyrir árið 1955. Að vísu hafi tekj ur sjóðsins reynzt minni af ráð- stöfunum vinstri stjórnarinnar, en ráð hafi verið fyrir gert^ og kvaðst hann búast við, að Sjálf- stæðisflokkur.'nn væri valdur að því. Þá sagði hann, að aukning sparifjármyndunar í landinu und anfarin tvö ár sé mjög básúuð, hins vegar kvaðst hann ekki hafa Orðið var við, að byggingarsjóð- ur hefði notið þeirrar innláns- aukningar lán úr byggingarsjóði væru minni nú en 1956. Lán úr byggingarsjóði hefðu því ekki aukizt, þótt byggingarkostnaður hafi stóraukizt. Hannibal Valdimarsson (K) kvaðst hyggja, að flestir séu sajn mála um, að ærin ástæða sé til að tvöfalda upphæð lána úr bygg- ingarsjóði, vegna hækkaðs bygg- ingarkostnaðar. Þá sagði hann, að byggingasjóði með lögunum T annlækningastof an er opin aftur á MIKLUBRAUT 48. Sami sími. sami viðtalstími. JÓN SIGTRYGGSSON. Þingeyingar Reykjavík Munið spilakvöld Þingeyingafélagsins í Skátaheim- ilinu n.k. laugardagskvöld kl. 20,30. Sýndat verða myndir frá Oskjugosinu. Félagar fjölmennið og takið með gesti. Stjórnin. Ml.s. Brúarfoss New York - Reykjavík - Rotterdam - Hamborg Áætlun m.s. ,,Brúarfoss“ breytist þannig í desember: Frá New York 6 desember 1961 til Reykjavíkur 14. desember 1961 frá Reykjavík 20. desember 1961 til Rotterdam 25. desember 1961 frá Rotterdam 26. desember 1961 til Hamborgar 27. desember 1961. frá Hamborg 3. janúar 1962. H.F. Eimskipatelag íslands NýkomiÖ Dönsk prjónafiit á drengi ermalöng. Einnig mikið úrval af dönskum prjónahúfum. Verzlunin ÁSA Skólavörðustíg 17 — Sími 15188. Járnsmiðir óskasf eða menn vanir jáinsmíði og nemendur í vélvirkjun og járnsmíði. SIRKILL vélsmiðjan Hringbraut 121 — Sími 24912 og eftir kl. 7, 34449. Aðalfundur fólagsins verður haldinn miðvikudaginn 29. nóv. n.k. í Tjarnarcafé, uppi. Dagskrá: Venjuleg aðaifundar- stöif. Stjórnin Vélamaður og stýrimaður óskast á 100 tonna bát í flutninga. Upplýsingar í símum 19610 — 10419 og 36182. 1957 hefði verið tryggðar 118,2 millj. kr. í stofn- fé, sem Sjálf- stæðisflokkur inn hefði þó tekið að miklu leyti aftur með afnámi stóreigna skattsins. Enn fremur sagði hann, að alltaf hefði verið vitað, að árlegar tekj- ur af skyldusparnaði mundu lækka, er til endurgreiðslu kæmi. Alltaf hefði verið vitað, að um varanlega iausn var ekki að ræða. Allt fór saman í tíð Hannibals Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) svaraði þeirri fullyrðingu Jóns Skaftasonar, að aukin spari fjármyndun hefði ekki aukið iánastarfsemi til íbúðahúsabygg- inga. Endurlók hann fyrri upp- lýsingar sínar um, að sala banka- vaxtabréfa væri 100% meiri á þessu ári til 15. ágúst en allt ár- ið 1958, hér sé um svo mikinn mismun að ræða, að menn hljóti að taka eftir því. Enn fremur væri lánsupphæð byggingarsjóðs þegar orðin 52,5 milljónir miðað við 15. ágúst og eftir væri að ráð- stafa 20 milljónum, þannig kæmi þetta ár með hærri afgreiðslu íbúðarlána en nokurt annað ár. Þá vék Þorvaldur að ræðu Hannibals og rifjaði m. a. upp, að fyrir hans tíð 1 ráðherrastóli, en hann hafði með höndum yfir- umsjón húsnæðismála, hefði með- alupphæð lána af almennum veð- lánabréfum verið 55 þúsund kr. 1955, og 52—3 þúsund 1956. 1957, i tíð vinstri stjórnarinnar, hefðu þau lækkað í 35 þúsund krónur. Aður hefðu 2/7 lánanna verið vísitölutryggð og talað um, að þau ákvæði þyrfti að afnema, í tíð vinstri stjórnarinnar voru lántakendur þó skyldaðir til að taka lán, sem voru 50% vísitölu- tryggð. Þannig hefði allt farið saman í tíð vinstri stjórnarinnar: Lánsupphæð lækkað, lánskjör versnað og byggingarkostnaður hækkað um 30%. Byggingarkostn aður hefði því hækkað oftar en i tíð þessarar ríkisstjórnar eða seru svarar 26% reiknað út frá upp- lýsingum í greinargerð frumvarpa ins. 50% lánsfjárauknimg Emil Jónsson félagsmálaráð- herra minntist á, að tekjustofn- arnir gömlu frá 1957 hefðu brugð izt. Þannig hefðu tekjur af skyldu sparnaði hrapað úr yfir 20 millj. í 4—5 milljónir.. Þá benti hann á, að sá saman- burður, sem gerð ur hafi verið á lánum bygging- arsjóðs, sé vill- andi. Bæði árin 1960 og 1961 hafí um 20 milljóna lánveitingum seinkað fram yf- ir áramót, það þýði að bæði ár- in séu um 70 milljóna króna lán- veitingar í síað 52, eða um 50% aukning, ef miðað sé við árin 1957 og 1958, en þá væru lán- veitingar 45,6 og 48,7 millj. kr. Þá sagðist hann ekki halda þvl fram, að endanleg bót hefði verið ráðin á þessum málum, þótt hitt væri rangt, að þeim hefði aldrei verið eins illa komið. Umsókn- um um lán hefði fækkað frá því, sem áður var, þótt hitt væri ó- víst, hvenær hægt yrði að ná saman endunum. Staðreyndin er sú, að Islendingar eru í fjár- þröng, og þótt þörf sé fyrir hendi, er ekki alltaf hægt að sinna henni af þeim sökum. Möguleikar og þarlir standast ekki alltaf á og meta verður á hverjum tima hvar þö’ fin er brýnust. Lúðvík Josefsson (K) taldi, að lánaaukningm 1960 og 1961 væri ekki eins mikil, og tölur sýndu, þar sem víxlalánum hefði ein- ungis verið breytt í formleg lán byggingasjóðs. Hér væri því ekki um lánaaukningu heldur lána- breytingu að ræða. Jón Skaftason (F) og Hanniibal Valdimarsson (K) tóku aftur til máls og Kom ekkert það nýtfc fram í ræðum þeirra og Lúðviks, sem ástæða er til að rekja. Er Hannibal hafði lokið máli sínu var j. umræðu frestað og fundi slitið, þar sem mjög var liðið á venjulegan fundartima deildarinnar. HPINGUNUM- ftst/tralríluxto 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.