Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 24. nóv. 1961 JltogtnnMtaftifr tJtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. ✓ Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. SJÖNVARP Allmiklar umræður hafa að ** undanförnu orðið um sjónvarp og er tilefnið það, að Bandaríkjamenn hyggjast endurbyggja sjónvarpsstöð sína á Keflavíkurflugvelli, sem nú er orðin nær ónýt, og hafa hana nokkru afl- meiri en þá fyrri. Morgunblaðið telur, að þar sem við höfum óskað eftir hervernd Bandaríkjamanna og dvöl varnarliðsmanna hér á landi, geti ekki komið til mála að meina þeim að hafa sína sjónvarpsstöð. Það er heldur ekki mikið samræmi í málflutningi þeirra manna, sem annars vegar telja, að menningu íslands sé hætt við sérhver samskipti við varnarliðsmenn, en krefjast þess hins vegar, að þeim sé meinað að hafa þann aðbún- að, að þeir geti unað sæmi- lega á flugvallarsvæðinu. Endurbygging sjónvarps- stöðvarinnar hlýtur því að verða heimiluð. En þá segja sumir að hún eigi að vera svo veik að hún nái ekki til Reykjavíkur eða ráðstafanir eigi að gera til að trufla sendingar í þá átt. Miklir tæknilegir annmarkar eru þór á slíku. En þar að auki liggja fyrir upplýsingar um það, að innan skamms verði alþjóðlegar sjónvarpssending ar, sem endurvarpað er frá gervitunglum, komnar til sögunnar. Þá geta íslending- ar sem aðrir náð bandarísku sjónvarpi, en gegn því er sér staklega agnúast, þar sem það sé auglýsingasjónvarp, gagnstætt því, sem er um sjónvörp þau, sem Banda- ríkjámenn hafa utan heima- lands síns. Þar eru auglýs- kigar beinlínis bannaðar og dagskrár því ekki valdar með tilliti til auglýsingagildis. Á því er enginn efi, að ís- lenzkt sjónvarp mun rísa upp innan mjög skamms tíma. Við hljótum að fylgj- ast með þróuninni á þessu sviði eins og öðrum. Bann við sjónvarpi varnarliðsins skiptir hér ekki öðru máli en því, að það mun hraða byggingu íslenzkrar sjón- varpsstöðvar, enda þarf hún að vera fyrir hendi um það leyti, sem hinar alþjóðlegu sendingar byrja, því að þá mun fjöldi íslendinga afla sér sjónvarpstækja. Og auð- vitað verður íslenzka sjón- varpið að hagnýta erlent efni, bæði frá Bandaríkjun- um og Evrópulöndunum. Annars er áróðurinn gegn sjónvarpi varnarliðsmanna álíka rökfastur og baráttan gegn útvarpi þeirra á sín- A ÍSLANDI um tíma. Það átti að gjör- spilla allri menningu þjóð- arinnar. Nú heyrist þetta ekki nefnt, enda eykur rík- isútvarpið útsendingar sín- ar og notar til þess að miklu leyti sama efni og útvarps- stöð varnarliðsmanna. LANGE FASTUR FYRIR ins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, réðst Mikojan að Lange í hádegisverðarboði í Moskvu, þar sem Lange er nú í heimsókn. Kvað hann Norðmenn vera í bandalagi, sem beint væri gegn Ráð- stjórnarrikjunum og ekkert jákvætt leggja til alþjóða- mála. Lange svaraði Rússanum fullum hálsi. Hann sagði að friðarviljinn einn væri ekki nægur, það hefðu Norðmenn lært í síðustu heimsstyrjöld. Því væri eðlilegt að þeir leituðu öryggis í bandalagi við aðrar þjóðir, sem ættu við sömu vandamál að etja. Með árásum sínum hafa Rússar ætlað að skelfa Norð- menn á sama hátt og orð- sendingunni til Finna er ætl- að að fá þá til undanláts- semi við ofbeldisöflin, en Halvard Lange er mikill stjórnmálamaður, sem ekki lætur ógna sér. Hann þakk- aði Rússunum því gestrisn- ina með því að segja þeim skýrt og skorinort, hvar Norð menn stæðu og mundu standa, meðan kúgararnir í Kreml ógna heimsfriðnum. ALMANNA- VARNIR ess mun lengi minnzt, þeg- ar komnúinistar og full- trúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur sameinuðust í baráttu gegn því, að undirbúningur yrði hafinn að álmannavörnum á íslandi. Kommúnistar opin- beruðu þá kröfu sína um það, að ekki einungis landið væri varnarlaust, heldur skyldu borgararnir líka vera berskjaldaðir gagnvart geisl- unarhættu. Áróður sinn byggðu komm únistar á því, að í kjarnorku styrjöld væri engin vörn. „Þið verjist ekki Krúsjeff með koddaverum og svæfl- um,“ sögðu þeir. Þess vegna á alls ekki að hugsa um al- mannavarnir. Yfirmaður almannavarna í Noregi, sem hér dvelst nú, hefur rækilega hrakið þess- STALÍN var ólíkur Krús- jeff að því leyti að hann var lítið gefinn fyrir ferða lög. Hann lét sér nægja að senda erindreka sína, hvort heldur það var með ísöxi til Mexíkóborgar á fund Trotskys, eða til loft- varnarbyrgja Hitlers í Berlín. Sjálfur var Stalín með lífvörðum sínum í Kreml og þaðan skipu- lagði hann ofsóknir og undirbjó fjöldamorð. Og þegar hann lézt, eða öllu heldur þegar honum var hjálpað til að deyja, var ekki langt að fara. Aðeins örfáa metra til grafhýsis- ins þar sem líki hans var komið fyrir á viðhafnar- börum við hlið Lenins. Hitt var viðfangsefni fyr- ir guðfræðinga að komast að því hvar sál hans væri niður kominn. Líkið hafði að því er virtist fundið sinn eilífa hvíldarstað, þar sem stöðugur straumur Rússa og erlendra ferða- manna fékk að glápa á það. Og nú hefur Stálmaðurinn verið fluttur úr grafhýsinu að Kremlmúrnum. Hversvegna? Sjálfsagt vegna þess að sá, sem ve'.ti ábyrgðinni af glæp- um sínum yfir á svo marga aðra, verður nú, látinn og í annað sian, að taka á sig glæpi annars. KERFIÐ HEFUR BRUGÐIZT Aðferðin er einföld og hefur verið það í undanfarin þrjá- tíu ár og vel það. Kerfið er Eftir Constantine FitzGibbon sagt vera fullkomið. En kerfið hefur brugðizt. Skýrgreining- in getur ekki verið sú að þetta sé sök kerfisins. Þessvegna eru það menn, sem eiga sökina. I fyrsta lagi andstæðingar kerf- isins, í öðru lagi (þegar þeim hefur verið rutt úr vegi) stuðn mgsmenn kerfisins. Einræðis- herrann, meðan hann er á lífi, getur ekki gert neitt rangt. Þegar engar kartöflur fást í verzlunum, er það undirmönn- unum að kenna og missa þeir höfuð sín. Eðlilega eru verzl- anirnar tnn kartöflulausar, en réttlætið hefur sigrað. Og þeg- ar skeytingarlaus utanríkis- stefna er að því komin að ota landinu út í styrjöld, er það aðstoðarmönnunum að kenna. Hershöfðingjar eru skotnir. Landið ei enn á styrjaldar- barminum, en einræðisherr- ann hefur sýnt vilja sinn til að styrkja herinn. Og þegar ein- ræðisherrann deyr, eða er hjálpað til að deyja, kemur al bezta tækifærið. Hann átti sjálfur sök á þessu öllu. EKKIENDALAUST Og í valdabaráttunni, sem fylgir, um leið og keppendurn ir eru hver á fætur öðrum útilokaðir úr keppninni, var þetta allt þeim að kenna, þar til loks nýjum einræðisherra eru fengin völdin. Fyrst um sinn getur hann skellt allri skuldmni á menn, sem ekki geta svarað fyrir sig. En ekki endalaust, því kerfið er enn óstarfhæft. Og hvað þá? Nú hefur hann um ýmsar leiðir að velja, en flestar ófær- ar. Hann gæti til dæmis reynt að koma á heppilegra kerfi en Marx-Lenin-Stalin-Krú- sjeffisma, án þess að sleppa einræðisvöldum sínum. En þetta gæti virzt stjórnmálalega óframkvæmanlegt, því allt of margir framámenn eru of fast- tengdir gömlu svikamyllunni. Hann gæti reynt að dreifa völdunum og fá einræðisvöld- in í hendur fámennri yfir- stjórn. En einn þessara yfir- stjórnenda væri viss með að reka rýting í bak hans við fyrsta tækifæri. Hann gæti framkvæmt nýja umfangs- mikla hreinsun. MIKIL MISTOK Hugsamegt er að þetta sé það sem Krúsjeff er með á prjónunum til þess að draga hug landa sinna frá þeirri stað reynd að hann hefur hvað eftir annað beðið mikla ósigra í þeirri baráttu sinni að gera Sovétríkin að forusturíki. Hon um hefur ekki aðeins mistek- izt að leysa matvæla og hús- næðisvandamálin í Sovétríkj- unum Og jafnvel að halda yöldunum í kommúnisku hjá- ríkjunum (Albaníu Og sérstak lega Kína). Heldur hefur hann með óheyrilegu sinnu- Framh. á bls. 14. ar kenningar kommúnista. Hann og aðrir þeir, sem bezt hafa kynnt sér slík mál, telja að forða megi 95% íbúa, þótt til kjarnorkustyrjaldar dragi, ef ráðstafanir hafi verið gerðar til nægilegra almanna varna, en annars mundi meg- inþorri þjóðanna láta lífið. Hann upplýsti, að í Noregi væri nú skylda að hafa byrgi í hverju nýbyggðu húsi og væru þau ekki meiri mann- virki en svo að þau ykju byggingarkostnað um 1—2%. Almannavarnir eru mann- úðaymál, sem miða að því að bjarga mannslífum. — Allar siðmenntaðar þjóðir einbeita sér að því að koma upp slík- um vörnum og skipuleggja fyrirfram aðgerðir, ef neyð- arástand verður, sem auð- vitað getur líka skapazt af náttúruhamförum, svo sem eldgosum, jarðskj^lftum o. s. frv. Ber að fagna því, að ís- lenzk stjórnarvöld hafa nú tekið mál þessi föstum tök- um og hraða þarf fram- kvæmdum í þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.