Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. nóv. 1961 M o m C V rj R 1 4 f) / Ð 15 _. . n f/v Vl ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA ^‘v-y RITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSI» GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON IUS og ránið á þýzka studentinum Dieter Koniecki NYLEGA mátti lesa mifcla lof- grein í Þjóðviljamum um IUS, Ihið kommúníska alþjóðasam- band stúdenta. Til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um starfsaðferðir þessara samtafca, skal hér getið eins máls, sem vakið Ihefur gífurlega gremju 1 heimi stúdenta síðustu mánuði. Einn af leiðtogum þýzkra stu- denta heitir Dieter Koniecki. Koniecki hefur sérstaklega unn- ið mikið að því, að auka gagn- kvæm kynni milli stúdenta Aust- ur- og Vestur-Evrópu. 1 þessu skyni hefur hann ferðast mik- ið um Austur-Evrópu og haldið ræður og fyrirlestra og verið óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Hann hefur tekið þátt í stúdentamót- um í Tékkósóvakíu og sat þing IUS í Baghdað fj’rir Samiband frjálslyndra stúdenta í Vestur- Þýzkalandi. Einnig kom hann á víðtækum stúdentaskiptum milli stúdenta í Vestur-Þýzíkalandi og Sovétríkjunum. 1 janúar sl. var Koniecki, sem búsettur var í Vestur-Berlin, boð aður til fundar við fulltrúa IUS (hins kommúníska al'þjóðasam- bands stúdenta) í Austur-Berlín. Með tilliti til hins nána samstarfs Konieckis við stúdenta í Austur- Evrópu var þetta vissulega ekk- ert undarleg fundarboðun. — En síffan hefur Dieter Koniecki ekki sést. Itrekaðar tilraunir hafa verið gerðar, til að afla upplýsinga hjá austurjþýzikum yfirvöldum um örlög Konieckis. En það hefur engan árangur borið. Tveimur mánuðum eftir að Koniecki fór til Austur-Berlínar kom stuttleg tilkynning um það frá CETEKA fréttastofu tékknesku stjónnar- innar, að Koniecki væri í haldi í Tékkóslóvakíu. Tiiraunir voru gerðar af hálfu bæði foreldra Konieckis og opinberra aðila í Vestur-Þýzkalandi til að afla upp lýsinga um það, hvérs vegna Koniecki sæti í haldi í Tékkósló- vakíu. Þaff bar heldur engan ár- angur. Austur-þýzk yfirvöld vildu engar upplýsingar gefa um það tovernig Koniecki hefði ver ið fluttur frá Austur-Þýzkalandi til Tékkóslóvakíu. Um miðjan júlí varð það bunnugt, að Konieaki hafði verið dæmdur | yið leynileg réttarhöld í Prag I ’(þar sem IUS hefur aðsetur) til 10 ára fangelsis fyrir njósnir. i Stúdentasambönd um heim allan — í Ghana, Sviss, Chile, Lúxemburg, Basútolandi, Astra- líu og fleirum og fleirum — hafa mótmælt harðlega þessu athæfi bæði við ríkisstjórn Tékkó- slóvakiu og IUS, en ekki verið virt svars af hvorugum aðilanum. I einkaviðtölum við fulltrúa IUS hafa þeir svarað því einu til, að málið væri „mjög flókið og erf- itt“. Nú síðast hefur Stúdentaráð Háskóla Islands mótmælt harð- lega þessu grimmdarlega athæfi og tekið undir kröfuna um, að Koniecki verði látinn laus þegar í s tað. En allt kemur fyrir ekki. IUS gat ekki þolað, að Konieoki ferðaðist um Aust- ur-Evrópu og flytti þar sjónar- mið sín umbúðarlaust. IUS gat ekki þolað að Koniecki mótmælti ástæðulausum handtökum stúd- enta og prófessora í löndu-m Aust ur-Evrópu. Þess vegna lögðu fulltrúar IUS gildru fyrir Konie- oki í Austur-Berlín og áttu þar þátt í mannráni. Þess vegna var Koniecki fluttur nauðugur yfir til Tékkóslóvakíu og dæmdur við leynileg réttarhöld til langrar fangelsisvistar. Þannig eru starfs aðferðir IUS, hins kommúníska alþjóðasambands stúdent-a. Á Bretaþingi, feguröar- keppni og víöar „RIKISSTJÖRN hennar hátignar biður yður að gera sér þá ánægju að koma í tveggja vikna heim- sókn til Bretlands í haust“. Eitt- hvað á þessa leið var sagt við undirritaðan í síma í ágúst í sumar. Brezka utanrikisráðuneyt ið hefur boðið allmörgum mönn um utan á und-anförnum árum Og nú var boðið 4 mönnurn, sem starfað haf-a í æskulýðssamtök- um stjórnmálaflokka. Varð úr, að við Arni Gret-ar Finnsson lög- fræðingur, Björgvin Guðmunds- son fréttastjóri og Heimir Hannes son stud. jur. fórum utan 1. nóv. og með okkur til trausts og halds Brian Holt ræðismaður. Dvöld- umst við í Bretlandi til 16. nóv. Við vorum á sínum tíma beðn- ir að taka sa-man óskalista, þar sem greina skyldi, hvað við hefð um helzt h-ug á að sjá. Óskirnar reyndust mjög svipaðar, og vor- u-m við því lengst af saman, en þó var hópnum skipt nokkrum sinnum. T. d. fengu þeir Björgvin lagið, bæði í utanrífcisráðuneyt- inu og í skrifstofum Félags brezkra iðnrekenda. Þá hélt ráðu neytið fyrir okkur hádegisverð- arboð á Savoy hótelinu, sem komið hefur við sögu í ýmsum leikritum Þjóðleikhússins, t. d. Astum og stjórnmálum og Tengdasyni óskast. 'retlandsform Eftir ÞOR VILHJALMSSON* Næsta dag var fylgzt með rétt- arhöldum í Old Bailey, hinni og Heimir ekki að kynnast leynd frægu sakadóms-höll, og skoðað ardómum brezka íhaldsflokks-1 fangelsi í Wormwood Scrubs, ins, og ok-kur Brian Holt var leyft að fá okfcur blund, meðan hinir hrópuðu úti á einhverjum vellinum: Afram Arsen-al! Við flugum til London 1. nóv., og d-aginn eftir hófst heimsóknin með fonmlegum hætti, er við gengum á fund eins af aðstoðar- utanríkisráðherrum landsins, P. Thomas. Að öðru leyti fór dagur- inn í viðtöl um efnah-agsbanda- Frá affalfundi Stefnis sem fleiri Islendingar munu hafa kynnzt. Laugardaginn 4. nóv. var fyrrgreindur knattspyrn-uleikur aðal-atriðið á dagskrá, en daginn eftir var farið til Manohester,, Þar fylgdumst við með kosningábar- áttu og aukakosningum í Moss Side kjördæmi, þar sem kosið var 7. nóvember. Síðan var hald ið til Nottingham, einkum til að kynnast sveitarstjórnarmálum, stúden-talífi og kennslumálum. Við vorum m. a. á kappræðu- fundi í Nottingha-mháskóla, þar sem deilt var lun gildi reiðinnar fyxir menninguna, og reynd-ust þeir í mikl-um meirihluta, sem töldu vonzkuna ómissandi með öllu. Við komum aftur til London 9. nóvember, og það kvöld gerð- ist kostulegasta atvik ferðarinn- ar. Svo var, að þá fór fram feg- urðarsamkeppni, sem stúl-kur úr öllum heimshornum tók-u þátt í, þeirra á meðal Kolbrún Kristjáns dóttir frá íslandi. Björgvin er ekfci fréttastjóri af tilviljun, og hafði hann sem vænta mátti haft spurnir af atburði þessum. Vildi hann fara á vettvang og senda Alþýðublaðinu skeyti. Vegna fornrar vináttu við Morgunblað- ið mátti eg ekki til þess hugsa, að þess hlutu-r þyrfti eftir að Þróttmikið og blómlegt starf Stefnis STEFNIR, félag ungra Sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði hélt aðal- fund sinn 16. október s.l. Fund- urinn var fjölsóttur og í upphafi fundarins voru lesin upp nö-fn 50 r.ýrra félagsmanna. Formaður félagsins, Árni Grét -ar Finnsson lögfræðingur flutti skýrslu um störf félagsins liðnu starfsári. Hefur fél-agið h-aldið uppi þróttmikl-u starfi og félagar aldrei verið fleiri en nú. Af starfi félagsins á árinu ma nefna, að h-aldnir voru reglulega málfundir á háífsmánaðar fresti yfir vetrarmánuðina. Voru hin margvíslegustu efni tekin þar til meðferðar. Þá voru haldnar kvöldvöikur og tómstundakvöld á vegum félagsins á hálfsmánað- ar fresti. Arshátíð félagsins var haldin í marz mánuði s.l. Var sú sam- koma fjölsótt og 'hin ánæ-gjuleg- asta. I ársbyrjun beitti Stefnir a sér fyrir þeirri nýj-ung að efna til eftirmiðdagskaffis á laugar- dög-um fyrir félagsmenn og ann- að Sjálfstæðisfólk. A árinu bjó Stefnir herbergi \ Sigurffsson, Erlendur sitt í Sjálfstæðishúsinu nýjum húsgögnum og er það nú hið vist legasta. Að lokinni skýrslu formanns las Þór Gunnarsson gjaldkeri fé- lagsins upp reikninga þess, en síðan gáfu formenn hinna ýmsu nefnda skýrslu u-m störf þeirra. Kristján Loftsson flutti skýrslu fyrir málf-undanefnd, Þorgrímur Halldórsson fyrir kvöldvöku- nefnd, Erlendur Guðm-undsson fyrir tómstundanefnd, Þór Gunn arsson fyrir ferðanefnd, Sveinn Guðbjartsson fyrir kaffinefnd og Rei-mar Sigurðss-on fyrir skemmti nefnd. Þá mælti Þorgrí-mur H-alldórs- son fyrir tillögum til breytinga á lögum félagsins og voru þær samþykktar á fundinum. Síðan fór fram stjórn-arkjör, kjör í trúnaðarráð og kosning hinna ýmsu nefnda. Að loknum þessum störfum hófust almennar umræður um félagsmál og tófcu margir til máls. Voru menn einhuga um nauðsyn þess, að starfsemi félagsins yrði sem blómlegust á komandi vetri og að Stefnisfélag-ar legðu sig alla fram um að tryggja meiri- hluta sigur Sjálfstæðismanna í kom-andi bæjarstjórnarkosningu. Fundarstjóri á fundinum var! Matthías A. Mathiesen, alþingis-! maður, en fundarritari Guðlaug Kristinsdóttir. liggja, og slóst því í förina. Þeg- ar á staðinn kom, var allt afstað ið og Ungfrú Bretland orðin Ung- frú Veröld. Inn skálmuðum við i leit að Kolbrúnu. Þegar við höfð um árangurslaust gengið góða stund meðal fegurðardísa, frétta m-anna og starfsliðs, rákumst við á Fröken Danmörku. Spurðum við hana um hina íslenzku stall- systur hennar, og kom þá í ljós, að hin d-anska dama talaði ensku nokkru miður en í meðallagi. Varð úr, að undirritaður gerðist þarna túlkur af litlum efnum, og fór fram athyglisvert blaðasam- tal, þar sem hinir brezku blaða- menn sögðu í upphafi: „Fröken Argentína segir, að þér séuð eng in lady. Hvað segið þér um það?“ Daginn eftir sýndu íslenzku sendi-herrahjónin, Henri-k S-v. Björnsson og Gróa Torfhildur Björnsson, okkur þá vinsemd að bjóða okkur til hádegisverðar í sendiherrabústaðnum. Síð-ar sama dag sfcoðuðum við sjón- varpsstöð B.B.C., sem er í riýjr og glæsileg-u stórhýsi. Þessi heim sókn var að sönnu fróðleg og um margt ánægjuleg. Þó olli hún nökkrum áhyggjum. Var það vegna þess, að glögglega kom fra-m, bve viðamikið og dj'rt er að koma sam-an sjónv-arpsdag- skrám. Sú spurning hlaut að ger- ast áleitin, hvort það yrði hægt á næstunni í okkar litla þjóð- félagi, svo að mynd yrði á. Bret- arnir töldu ekki ástæðu til böl- sýni, enda myndu þeir láta okk- ur í té ágætar dagskrár fyrir gjafverð ! B.B.C. hefur við sjón- varpsstörf hvorki meira né minna en 8000 m-anns og er d-ag- skráin nokkru lengri en íslenzka útvarpsdagskráin. „Öháða sjón- varpið", svonefnda er í London að auki, og varpar út í a. m. k 7 stundir á dag. _ Um -helgina 11.—12. nóvember fórum við Arni Gretar á athygl- isvert námskeið, sem samtök ungra íhaldsmanna héldu í Clac- ton-on-Sea við Ermarsund. 13. nóv. var farið í skrifstofur stjórn málaflokkanna og stöðvar tveggja lögmannafélaga, en þau eru merkar og sérstæðar stofn- anir. Þá áttum við ánægjulega fcvöldstund með V. Feather, að- stoðarframkvæmdastjóra brezka alþýðusambandsins. 14. nóv. fór- um við í utanríkisráðuneytið til að ræða um Berlín og kjarnorku- sprengingarnar og þaðan í þing- ið. Þar hlýddum við m.a. á fjör ugan spurningatíma og á upphaf umræðu um styrk til togara. Á fundi voru m. a. Mac-millan, Selwyn Lloyd, Macleod, Maudl- ing og Duncan Sandys. Þegar fundur hafði staðið um stund, fór kliður um salinn. Reyndist tilefnið vera, að Churchill hafði birzt í dyrunum. Gekk hann til sætis, studdist við staf og virtist æði ellimóður orðinn. Ef því er bætt við, að síðasta heila dag okkar 1 Bretlandi, hinn 15. nóvember, höfðum við til að reka einkaerindi, hefur í stórum dráttum verið rakin ferðasagan. Má af þessu sjá, hvað helzt þykir til fróðleiks fyrir þá, sem utan fara í krafti þess að þeir hafi starfað í stjórnmálaflokkum, og raunar mótaðist dagsfcráin einnig af þvi, að þrír okkar hafa lagt stund á lögfræði. Astæða væri að víkja að mörgu fleiru, t.d. að leik húsferðum okkar, matseðlunum í ýmsum þeirra boða, sem við sát um — og svo því, hve ágæt öll fyrirgreiðsla var. Annaðist hana upplýsingadeild ráðuneytanna (Central Office öf Information). Þessa er vart kostur. Hins vegar mun reynt að víkja nokkru nán- ar að brezkum stjórnmálum síð- ar, þegar næst verður rúm hér á síðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.