Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 20
20 MORCUTSTiLAÐÍÐ Föstudagur 24. nóv. 196i.'' Margaret Summerton ■ HtíSIÐ via SJtílNN Skáldsaga V------------------/ eða að minnsta kosti nokkru af þeim — þegar hún hrekkur upp af. Ef pabbi þinn hefði lifað, hefðu þeir auðvitað gengið til þín. En nú á Evina engan eftir nema þig — eða því sem næst. Snögglega varaði eitthvert sjötta vit mig við því, að nú væri Tamara áhyggjufull. Hvernig veizt þú, hverja hún kann að eiga? Hún leit á mig gremjulega- Ég V-it, að Edmpnd er dáinn og nú’ vill hún komast í samband við Þig- Tortryggnin hlýtur að hafa skinið út úr mér, því að hún bætti við: Það er ekkert annað, segi ég þér. Hana langar bara til að sjá þig. Til athugunar? Eins og hatt úr búð. sem má endursenda ef hann ekki líkar. Ég stóð upp. Jæja, ég ætla nú að fara í bólið’, og ef þú þarft að ná tangarhaldi á aurun um hennar Edvinu, verðurðu að hafa þá út úr henni sjálf. Heldurðu kannske, að ég hik- aði við það ef ég hefði nokkra vo<n um. að hún léti þá af hendi? En það mundi hún bara aldrei gera — ekki túskilding með gati á! Þá er ólíklegt, að hún verði sérlega örlát við mig, benti ég henni á. Og hvað mundi svo verða, ef ég festí fingur á ein- hverju af þeim? Gefa þér helm- inginn? Hún brosti til mín og ég til hennar. Gremja okkar, móðgun og rifrildi hafði eytt sér upp á minna en klukkustund. Hún var Tamara. Ég /ar Charlotte. Það þurfti meir en smá-rifrildi til að gera meira en rftt teygja á band inu, sem mundi tengja okkur sam an meðan báðar lifðu- Á sunnudagsmorguninn hafði Tamara morgunverðinn tilbúinn, þegar ég skreið á fætur. Við töl- uðum ekki margt fyrr en að hon um loknum, en þá sagði hún: Ég er búin að panta far fyrir þig á vélinni klukkan eitt. Það vildi svo til, að áður en ég vissi, að þú kæmir, var ég búin að þiggja hádegisverðarboð. Það hentar mér ágætlega. Ef mig skyldi snögglega langa til að skoða borgina, get ég breytt til og farið seinna, en þar :em við Vanessa komum hingað svo jráð lega, hvort sem er, held ég að ég hugsi ekki um það. Þessi síðustu orð áttu að vera einskonar áherzla á það, að ég ætlaði mér alls ekki að fara að eyða fríinu mínu í Glissing Park hjá Edvinu gömlu, ömmu minni. Hún lét sem hún hefði ekki heyrt til mín og hélt áfram að fara bónarveg að mér: Er það nú til svo mikils ætlazt af mér, að þú farir til hennar Edvinu. Hvað sem okkur báðum kann að líða, þá hélt ég, að þú vildir koma í veg fyrir, að veslings hálfgeggj- uð gömul kona yrði fjárplógs- mönnum að bráð. Og hverjir eru þeir? Ert þú kannske þegar búin að heim- sækja hana? Hvernig getur þér doitið það x hug? Hvernig gæti ég það? Þá hefurðu bara sent einhvern fyrir þig. Þú hlýtur að vita eitt- hvað nánar um þetta alltsaman. Nei, alls ekki- Rétt sem snöggv ast var eins og hún hefði eitt- hvað farið út af laginu, en svo jafnaði hún sig aftur. Hvaða átt- ræð kelling sem er hlýtur að vera veik fyrir og umsetin af hverjum þeim sem hefur ein- hverja aðstöðu til að hafa af henni fé. Þú þarft e-ngar nánari upplýsingar til þess að geta látið þér detta það í hug. Allt í einu kom forvitnin upp í mér: Segðu mér eitt. Hvernig eignaðist Edvina öll þessi marg- umtöluðu auðæfi? Nú jæja! Hún hló sigrihrós- ándi eins og krakki og sveiflaði höndum í gleði sinni. Nú jæja! Þér er þá ekki eins mikið sama um þetta og þú lætur. Maðurinn hennar — öðru nafni blessaður William — fann einhverntíma demantanámu.. eða kannske hefur það annars verið gullnáma, þegar hann var kornungur mað- ur í Suður-Afríku. Svo seldi hann hana og varð ríkur á því. Hann eyddi því, sem eftir var ævinnar í að gera námuna stóra. Veiztu hvað mikið hann lét Ed- vinu eftir, þegar hann dó, x913? Ég hristi höfuðið. Hvorki meira né minna en þrjá fjórðu milljónar punda, eftir að erfðaskattur hafði verið dreginn frá- Ja, hérna! Þá hlýtur pabbi að hafa verið útgengilegur maður. Hún lét ekki neina móðgun í Ijós, og kannske hefur hún bara alls ekkert móðgazt. Tamara var gjörsamlega ónæm fyrir háði. Já, það hefði hann verið, ef hann hefði fengið að snerta nokkurn skilding af eignunum, en þær gengu allar til Edvinu, og hún peðraði lífeyri í Tim, sem hefði aldrei dugað einhleypum manni, auk heldur fjölskylduföður. Þeg- ar ég hugsa til.... Ég greip fram í fyrir henni: Hvemig veizt þú nema Edvina sé búin að missa það allt saman? Hvernig ég veit það? Hún glennti upp grænu augun. Mér nægir það að ég þekki Edvinu. Hún kunni vel að fara með pen- inga — það hafði William kennt henni. Nei, vertu viss, hún er ekki búin að tapa eyrisvirði af eignunum. Ég leit á úrið mitt og stóð upp frá borðinu, en Tamara greip í hönd mér. Það er ekki eins og þú eigir neina aðra arfsvon, Char- lotte. Og hamingjan skal vita, að pabbi minn lét okkur ekki mikið eftir, eins og byltingin var búin að fara með hann- Ég klappaði henni á handlegg- inn brosandi. Ég veit, ég veit! Pabbi þinn var rússneskur stór- hertogi. Hún þaut svo upp að ég hélt, að hún ætlaði að berja mig. Það var hann alls ekki og ég hef ald- rei sagt, að hann hafi verið það, eins og allur þessi bölvaður skríll, sem var að flækjast um allar jarð ir og þóttist vera náskylt keisar- anum. Faðir minn var velvirtur þjónustumaður við hirðina. Ég kinkaði kolli. Raunverulega hafði afi minn ekkert verið ann- að og meira en heiðarlegur borg- ari í Sankti Pétursborgí, gim- steinasali, sem átti arðbær við- skipti við höfðingjana. Hún sagði kuldalega: Það ætti hvorki að gera þér til né frá, eða hvað? Þetta blóð, sem þú hefur erft frá mér og minni ætt, skiptir þig hvort sem er engu máli. Nei Tamara, nú ertu ósann- — Ég er konan, sem ók á yður í gær. Ég er komin til að sjá yður — ég sá bara aftan á yður í gær. gjörn. En annars er sama, hver þú ert og hver faðir minn var, þá er ég bara ég sjálf- Og haga méf svo samkvæmt því. Maður hefur allt frá forfeðrum sínum — bæði lundarfar og út- lit. Hvaðan heldurðu, að þú hafir þetta rjómagula hörund og þetta fallega vaxtarlag? Þú ert hálf rússnesk og hálf ensk og við því er ekkert að gera. Bull og vitleysa. Ég er bara ég sjálf. Og kannske óábyrg gagnvart öllum og átt mér og henni ömmu þinni ekkert að þakka? Ég hristi höfuðið. Ég skyldi með ánægju gef< þér allt, sem ég I á. En með Edvinu er dálítið öðru máli að gegna. Og mér finnst þú varla geta nöldrað yfir því. Þú kenndir mér sjálf að hata hana. Hún sneri sér frá mér og það var eins og allur bardagahugur væri úr henni. Svo varð hún kyrr úti í eldhúsinu meðan ég var að koma fyrir dótinu mínu. Ég hélt, að ég hefði fengið að hafa síðasta orðið en það var nú vægast sagt misskilningur- Loksins fann ég, að ég gat ekki skilið svona við hana. Þrátt fyrir alla hennar spillingu og veraldar vizku var eitthvað barnalegt og samúðarvekjandi í fari Tamöru. Og svo varð mér það á að segja: Setjum nú svo, að þú ættir nóga peninga. Hvað mundirðu þá gera? Samstundis datt af henni öll deyfðin og þunglyndið. Á einni svipstundu færðist líf í hana og hún ljómaði af eftirvæntingu eins og krakki á jólunum. Ég er búin að ákveða það fyrir löngu. Ég mundi kaupa mér höll á bökkum Loire. Já, bara litla höll. Það er hægt að fá þær fyrir skít og ekki neitt, um þessar mundir. Heldurðu ekki, að þú mundir skrölta nokkuð mikið alein í heilli höll. Hún skellti í góm af óþolin- mæði yfir þessum bjánaskap í mér. Ég yrði alls ekki ein þar, kjáninn þinn. Ég mundi hafa gesti — borgandi gesti — allt úrvalsfólk- Þú veizt ekki hvað Kanarnir vilja borga fyrir að búa í raunverulegri höll, bara ef í þeim eru nýtízku vatns- og skolpleiðslur. Líka í lítilli höll? Stærðin hefur ekki svo mikið að segja, ef andrúmsloftið er af rétta taginu. Með kastalagröf og piparbyssu turnum? sagði ég. Hún hló. Gröfin er að minnsta kosti nauðsynleg. En hún er líka kring um allar þessar hallir. Og svona fór það, að enda þótt móðir mín hefði gert mér von- brigði með fregninni um andlát Esmonds og ég henni með því að þverneita að fara að grafa eftir peningunum hennar ömmu gömlu, þá skildumst við hlæj- andi og í bezta skapi. Um hádegi á mánudag var bæði París, Tamara og kastala- gröfin hennar allt saman skropp- ið saman £ huga mínum og orðið saman í huga mínum og orðið býsna smávaxið. Og á þriðjudags morgun þegar bréfið kom frá Ed vinu. var ég ekki forvitnari en svo, að ég lagði það til hliðar X X >f- GEISLI GEIMFARI •— Komið þið sæl vinir mínir, ung- ir í anda! — Þarna kemur Gar læknir! v .— Þið haíið sýnt mér mikinn heið- ur með því að biðja mig enn einu sinni að sýna ykkur rafeindaheilann minn, sem svarar spurningum — Mystikus metallikus! X- X- X- — Hvað tekur Gar læknir fyrir þetta? — Gar læknir gefur þessa þjón- ustu. Mystikus er tómstundaiðja '’ans óopnað meðan ég aðgreindi bréf- in til Sir Humphrey. Og loks þegar hann var farinn á einhvern fund, gaf ég mér tíma til að lesa orðsendingu ömmu minnar. — Skriftin var hornótt og það var eins og gamla konan hefði ætlað að reka göt á pappírinn. Góða Chailotte: — Mamma þín hefur vafalaust til kynnt þér, að ég mundi skrifa þér til, þar eð ég fékk heimilis- fang þitt frá henni- Hún mun einnig hafa sagt þér. að Esmond bróðir þinn drukknaði fyrir mán uði. feegar bátnum hans hvofdi í stormi hér úti fyrir. Erindi mitt með þessum linum er að biðja þig að heimsækja mig. Næstkomandi laugardagur 4- okt., gæti verið mér hentug- ur. Ef þú getur komið því svo fyrir, að þú sért laus frá vinnu þinni, vildi ég leggja til, að þú yrðir hér í Glis.sing eina viku. Ef þú vilt tilkynna mér með hvaða lest þú kemur, skal ég láta sækja þig á stöðina. Edvina Elliot aitltvarpiö Föstudagur 24. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tóleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Endurtekið tón listarefni). 17:40 Framburð«rkennsla 1 espæranto og spænsku. 18:00 ,,I>á riðu hetjur um héruð": — Guðmundur M. Þorálksson tálar öðru sinni um Gretti Ásmundar- son. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingrétt ir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og * Björvin Guðmundsson). 20:35 Frægir söngvarar; V: Fjodor Sjaljapin syngur. 21:00 Upplestur: Helgi Tryggvason kennari les kvæði eftir Bólu- Hjálmar. 21:10 Tónleikar: Strengjakvartett i D-dúr op. 20 nr. 4 eftir Haydn Erben-kvartettinn leikur). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds son XXIX. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hugleiðingar um héraðsljóða- söfn (Björn Daníelsson skólastj.). 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist: a) Frantisek Hauch leikur á píanó þætti úr „Skáldlegum stemmningum" op. 85 eftir Dvorák og Pólónes nr. í E- dúr eftir Liszt. b) Einsöngvarar, kór og hljóm- sveit San Carlo óperunnar f Napolí flytja atriði úr óper- unni „Linda di Chamounix‘* eftir Donizetti; Tullio Serafin stj.). c) Sinfóníuhljómsveit belgíska útvarpsins leikur ballettsvít- una „Sylvíu“ eftir Delibes; Franz André stj. 23:15 Dagskrárlok. Laugardagur 25. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —* 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. —- (15:00 Frétt ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson) 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur — (Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- sonj. 17:00 Fréttir — Þetta vil ég heyra: Kristinn Guðjónsson forstjóri velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á lei0 til Agra“ eftir Aimée Sommer- felt; XI. — sögulok (Sigurlaug Björnsdóttir þýðir og les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:05 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit Leikfélags Reykjavíkur: „Tíminn og við“ eftir J. B, Priestley, í þýðingu Ásgeini Hjartarsonar. — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikendur: Helga Valtýsdóttir, Helga Bachmann, I>óra Friðriksdóttir, Guðrún Step hensen, Guðrún Ásmundsdóttir, Helgi Skúlason, Birgir Brynjólff son, Sigríður Hagalín, Gísli Hall- dórsson og Guðmundur Pálsson, son. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. ^•-ÍO Danslög. — 24:00 Dagskrórlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.