Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 24. nóv. 1961 iuoncvNTtr að ið 23 — Óttast um bát Framh. af bls. 1. um 18 mílna siglingu frá Skaga- strönd og mun Sltíði hafa lagt línuna um % klst. NNA frá Skallarifi. Þegar Svanurinn hafði siglt í % klst. N af A frá Skalla- rifi var byrjað að kula á NA og komin nokkur undiralda og leit þá út fyrir uppgangsveður. Svanur sneri við Baldur Árnason, formaður á Svaninum, ákvað þá að snúa við og leggja línuna innar og dýpra jþar sem sjólag er betra og sigldi því inn og vestur í um % klst-, lagði síðan línuna í S og SV. Er þeir höfðu lokið við að leggja línuna, 24 bjóð, sigldu (þeir til baka aftur og byrjuðu að draga línuna inn og var veðr- ið þá alltaf að versna. Er þeir Ihöfðu dregið 4 bjóð slitu þeir. Ákvað Baldur þá að fara frá línunni og halda heim. Kl. mun þá hafa verið á 10. tímanum um morguninn. ' Helltu olíu í sjóinn. »i Stuttu eftir að þeir lögðu af Btað fengu þeir á sig smábrot og etímdu þó ekki nema með hægri ferð. Settu þeir þá smurolíu í brúsa með litlu gati á og létu út fyrir borðstokkinn á kulborða- Eftir það fengu þeir ekki brot á sig. Þannig keyrðu þeir áfram Ihægt inn fyrir vitann í Káifs- Ihamarsvík, en þar var sett á fulla ferð til Skagastrandar og ikomið þangað um kl. 13.00. Það er siður báta hér að tala eaman eftir veðurfréttirnar kl. 9.10 að morgni og hafði Svanur þá kallað i Skíða en hann ekki svarað. Veðurspáin um morgun- inn hafði verið mjög slæm, NA stormur og snjókoma. Kl- 12.30 töluðu bátarnir saman og anzaði Skíði þá kalli frá Vísi HU 14 og sagðist þá eiga eftir að draga 3 bjóð, sem hann væri að leita eð, hefði slitið nokkru áður, og tákveðið var að tala samán aftur ki. 3 síðdegis. Þá anzaði Skíði ekki og aldrei síðan, þótt stanz- iaust væri kallað i hann. k ‘ Leitaði á heinileið • ' Bátarnir voru svo að tínast fnn síðari hluta miðvikudags og eíðast kom Húni kl. 6, en hann fiafði leitað með ratsjá alla leið frá Skallarifi til Skagastrandar, en leitarskilyrðin voru mjög Blæm og varð hann einskis var. Komið var þá versta veður, haugasjór og mikil snjókoma. í gærkvöldi leitaði varðskipið Öðinn og í alla nótt og fram á dag við slæm skilyrði- Síðan hef- ir verið leitað hér með ströndinni alla leið frá Ásbúðum á Skaga og inn að Húnaós. Einnig mun hafa verið leitað á Vatnsnesi og ennfremur var beðið um að Ekipuleggja leit frá Hólmavík, en fréttir af þessum leitum höfðu ekki borizt í kvöld. Menn hér óttast að Skíði hafi íengið á sig sjó því sjólag var mjög slæmt eftir sunnanáttina og norðurstraumurinn mikill upp í norðanveðrið, sem svo fyrir- varalaust skall á. tj Bræður ókvæntir H Á Skíða voru bræðurnir Hjört- Ur Hjartarson og var hann for- maður, 36 ára, ókvæntur og barn laus og Sveinn Hjartarson, 40 ára, einnig ókvæntur og barn- laus. Þeir bræður eru úr stórum eystkinahópi, alls 16 talsins og ‘18 á lífi. Faðir þeirra bræðra, Hjörtur Klemenzson. er kunnur Bjómaður hér á Skagaströnd og rær enn á sumrin þótt kominn ■é á áttræðisaldur. Þeir bræður eru alvanir sjómenn og hafa etundað sjóinn alla sína ævi á Btærri og minni skipum. Veður er hér svo slæmt, grenj- endi stórhríð, að ófært er til leitar, en frekar mun verða leit- að er veður batnar- — Þórður. f • • Oryggisleysið Osló, 23 nóv. VEGNA morðanna á ítölsku flug- mönnunum 13 í Kindu-héraði í Kongó tilkynnti norski varnar- málaráðherrann í dag, að Norð- menn í þjónustu Sameinuðu þjóð anna í Kongó yrðu framvegis að halda sig innan marka herstöðva sinna. Þar nytu þeir verndar, én ef þeir færu út úr herstöðvun- nm á eigin spýtur, þá væri erfið- ara að tryggja öryggi þeirra. Fdrst eöa fdrst ekki? Curacao, 23. nóv. FURÐUSÖGUR flugu í dag milli neimsálfa og fréttastof- urnar virtust alveg ruglaðar í riminu. Fyrst fréttist, að skip eitt hefði sent út neyðarmerki undan strönd Colombiu, í Karabiska hafinu. Næst til- kynntu aðalstöðvar colomb- iska flotans, að franskt sjö þús. lesta skip, Equador, hafði sokkið þarna með manni og mús, 80 hefðu farizt. — A sama tíma og þessi frétt birt- ist lá umrætt skip í höfninni í Curacao í hollenzku Vestur- Indium. Aður bárust fréttir um að bandarísk flugvél sveimaði yf ir slysstaðnum og flugmenn hefðu séð lík á floti' — Þá bárust fregnir um að rangt væri, að allir hefðu farizt, skip á náiægum slóðum hefðu farið á vettvang og bjargað nokkrurn skipverjanna. I frétt frá Riohacha sagði, að skip írá fjórum löndum hefðu tek- ið þátt í leitinni, m. a. fimm herskip Celombiu. Utgerðarfélagið var þá búið að teija skipið af, en þegar fregnir bárust um að Equador hefði verið í Curacao í morg- un var reynt að hafa samband v,ð það þar. Skipið var þá farið, hafði lagt úr höfn siðar í dag. Loks skal þess getið, að um borð í skipinu eru 45 manns, en ekki 80. — Þegar síðast íréttist hafði enn ekki fengizt nein botn r þessa furðu frétt. Rætt um fjögur stjornarfrumvörp á Alþingi í gær Á FUNDI efri deildar í gær taka var tekið til 2. umræðu frum- varp um ’ Parísarsamþykkt um vernd eingaréttar á sviði iðn- aðar, en iðnaðarnefnd hafði samþykkt að mæla með frum- varpinu óbreyttu. Eggert Þorsteinsson (A), fram sögumaður nefndarinnar, gat þess, að samþykkt þessi hefði fyrst verið gerð 1883, en síðan verið endurskoðuð af og til, og g e r t væri ráð fyrir að a ð i 1 d íslands v e r ð i bundin við sam þykktina, e i n s og hún var, eft- §f i r endurskoðun |§ í London 1934. j|i Með samþykkt ;§§ þessari s t o f n i aðildarríkin t i 1 varanlegra sam- um verndun eignarrétt- inda á sviði iðnaðar og hafi um 60 ríki gerzt aðilar að sam- tökunum. En samkvæmt á- kvæði þeirra geti uppfinninga- maður, sem sótt hefur um einkaleyfi í einhverju aðildar- ríkja sámþykktarinnar, beðið í allt að 12 mánuði með að leggja fram í öðrum aðildar- ríkjum beiðni um einkaleyfi fyrir sömu uppgötvun og þó notið þar verndar frá þeim degi, er fyrsta beiðnin var bor- in upp. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs og var frumvarpið samþykkt samhljóða og vísað til 3. um- ræðu. ig til að í stað orðsins „elli- styrktarsjóðsgjöldum í 6. grein komi: „atvinnuleysistryggingar- gjöldum“ o. s. frv. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs og var frumvarpið samþykkt með breytingartillögum nefnd- arinnar og því vísað til 3. um- ræðu. — Neðri deild A fundi neðri deildar í gær var tekið til 3. 'umræðu frum- varp ríkisstjórnarinnar um Iðn- aðarmálastofnun Islands. Eng- inn kvaddi sér hljóðs og var frumvarpið samþykkt óbreytt og sent efri deild til afgreiðslu. Þá var tekið -til 2. umræðu frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun bóta almannatrygginga. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S), framsögumaður heil- brigðis- og félagsmálanefndar, skýrði frá því, að frumvarpið hefði verið samþykkt í efri deild og að nefndin hefði orðið sammála um, að mæla með því óbreyttu. En í þvi væri gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga hækkuðu frá 1. júlí s.l. um sama hundraðshluta oig laun opinberra starfsmanna hafa hækkað, en sú venja hafi skapazt, að þetta tvennt fylgdist að. Ekiki kvöddu fleiri sér hljóðs og var frumvarpið samþykkt óbreytt og því vísað til 3. um- ræðu. Hljómleikar Alþýðukórsins MÁNUDAGINN 27. nóv. kl. 9 heldur Alþýðukórinn fyrstu hljómleika sína í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Söngstjóri er dr. Hallgrímur Helgason en Jórunn Viðar ann- ast píanóleik. Kórinn syngur verkefni eftir níu höfunda, þar á meðal eru sjö íslenzk lög, er aldrei áður hafa verið flutt, eftir Jónas Helga son, Hallgrím Helgason og Ing- unni Bjarnadóttur. Minnzt verð- ur Bjarna Þorsteinssonar og til minningar um Björgvin Guð- mundsson verður sunginn einn kór úr óratóríu hans „Friður á jörðu“. Önnur viðfangsefni eru eftir Jón Leifs, Sigursvein D. Kristinss. og Jónas Tómasson en könsert- inum lýkur með kafla, Credo, úr As-dúr messu eftir Franz Schu- bert. Jórunn Viðar lei'kur undir í kórverkefnum Sehuberts og Björgvins Guðmundssonar, en auk þess leikur hún einleik, píanó sónötu n-r. 1 eftir Hallgrím Helga son. Er þetta fyrsta sónata, sem samin er og gefin út af íslenzk- um höfundi og hefir ekki heyrzt hér á konsert um tveggja ára- tuga skeið. Til gamans má geta þess, að kórinn syngur nú fyrsta íslenzkt lag, er birzt hefir á prenti hér á landi. Er það „Andvarp“ eftir hinn stórmerka brautryðjanda Jónas Helgason. Kom það út ein raddað í tímariti Jóns Ólafssonar, „Göngu-Hrólfi“, 17. janúar og 1. febrúar 1873. Borgarfógetum og borgar- dómurum f jölgað Þá var tekið til 2. umræðu frumvarp cíkisstjórnarinnar um dómsmálastörf. lögreglustjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík. Friðjón Skarphéðinsson (A), framsögumaður allsherjarnefnd- ar, skýrði frá því, að nefndin mælti með því, að frumvarpið yrði samþykkt, með nokkrum lítilsháttar breyt i n g u m þó. — Þannig orðist I. málsgr. 3. grein ar svo: „Dóms- málaráðherra er heimilt a ð á- kveða, áð í Reykjavík skuli vera f i m m til sjö borgarfóget- ar og sé e i n n þeirra yfirborgarfógeti“ í stað: „I Reykjavík skulu vera fimm til sjö borgarfógetar eftir á- kvörðun dómsmálaráðherra, og er einn þeirra yfirborgarfógeti". En meginbreyting frumvarpsins frá núgildandi lögum liggi í þessu, að borgarfógeta og borg- ardómaraembættum verði fjölg- að í fimm til sjö í stað eins, eins og nú er, og skuli þá yfir- borgarfógeti (dómari) hafa yfir- stjórn embættisins óg fyrirsvar út á við. Þá legði nefndin einn- Beðið um vitni SIÐDEGIS í gær keypti ung skólastúlka 14 hespur að appel- sínugulu garni til handavinnu. Að innkaupunum loknum settist stúikan inn á Hressingarskála, en þurfti að bregða sér á snyrtingu. Lagði hún garnið á stól frammi við dyr á meðan. Gleymdi hún garninu þar á meðan hún neytti veitinga, en er til átti að taka var það horfjð. Garnið var pakk- að irin í bláröndóttan pappír. Telpan sá tvær stúlkur áður en húr, uppgötvaði hvarfið og hélt önnur þenra á svipuðum pakka. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem gætu geíið upplýsingar um málið að geia sig fram. ___ — Vegir illfærir Framh. af bls. 24. rafmagnstruflunum á Laxárvirkj uninni og þrátt fyrir að topp- stöðin á Akureyri ynni með fullri orku varð að taka upp rafmagns- skömmtun hér um kl. 19. Þrjú hverfi í bænum eru nú raf- magnslaus og að sögn rafveitu- stjóra stafar þetta af stíflu i rennsli Laxár en ekki vatns- skorti úr Mývatni. — St E. Sig. Veðurofsinn mikill I samtali er blaðið átti við Siglufjörð segir fréttaritari þess þar, að norðan stórhríð hafi gert þar í fyrradag og stóð hún í fyrrinótt og gærdag allan og stóð enn í gærkvöldi. Veðurofsinn hefir verið mikill en snjó hefir ekki fest teljandi á láglendi og mun bifreiðum fært um allan — Landbúnaburinn Framh. af bls. 17. samið var um og mest öll hefur verið tekin með nýrri gengis- iækkun. Eg vil taka það fram, að ég er ekki neinn kaupskrúfu maður og ekki neinn sérstakur verka- lýðssinni, en satt að segja blöskr ar mér hvað kaupmáttur launa er orðinn lágur nú borið saman við önnur lönd og kaupmátt launa 1955, en þá tókst kommúnistum að hieypa dýrtíðarskrúfunni af stað með pólitískum verkföllum, eftir að eftirsóknarvert jafnvægi hafði náðst i efnahagsmálum þjóð arjnnar urn tveggja ára skeið, með þeim áiangri að þáverandi ríkisstjórn sagði af sér. Það er langt síðan, að ég sannfærðist um það, sem allir ábyrgir stjórn- málamenn ættu að vera farnir að sjá, að ríkisvaldið kemst ekki lengur hjá þvi, að semja nýja vinnulöggjöi er reisi skorður við þeirri ábyrgðarlausu verkalýðs- pólitík kommúnista, sem vinna markvist að þvi að steypa land- ínu fram af gjaldþrotabarminum, eða beint i faðminn á Rússum, ef ekkert er að gert. — Þótt undar- legt megi heita, hefur engin rík- isstjórn þorað að hrófla við vinnu löggjöfinni, eða hinúm svokall- aða verkfallsrétti verkamanna. Getur það verið, að þessi verk- fallsréttur sé svo heilagur, að ekki megi með neinu móti skerða hann, eða gera hann áhrifaminni — jafnvel þótt um þjóðarheill og sjálfstæði heillar þjóðar sé að ræða? Eða eru verkamenn eina stétt- in í landinu, sem ekki getur þol- að neinar breytingar á þeim lög- um, er snerta þeirra rétt og hagsmuni sérstaklega? Breyting- ar á vinnulöggjöfinni þurfa ekki að fela í sér afnám verkfallsrétt- ar. En það verður að samræma kaupsamninga og setja skorður við fyrirvaralausum verkföllum einstakra starfsmanna hópa, svo svigrúm geti fengist til að leysa ágreiningsmál í heild fyrir verka- mannastéttina áður en allt er komið í strand. Eg vænti þess að ríkisstjórn sú, er við höfum falið að fara með málefni þjóðarinnar þetta kjör- tímabil, beri gæfu til að stjórna málefnum bænda sem annarra með svo mikilli framsýni og viti að kommúnistum takist ekki að koma þeim áformum sínum fram að steypa stjórninni af stóli á miðju kjörtímabili. Þingkjörin stjórn á að fá starfs frið allt kjörtímabilið og síðan að falla eða sigra á verkum sín- um. Víðsýn og frjálslynd stjórnar- stefna er líkiegust til að skapa traustan efnahag og jafnrétti stéttanna. Þá mun skelfingar- stefna kommúnismans fara dvin- andi. En nú um sinn hrópar hún æ hærra og hærra á meiri og fleiri mannfórnir og stærri hel- sprengjur. Hermóður Guðmundsson Biglufjarðarbæ, en Siglufjarðar- skarð er ófært. Ekki er kunnugt um skemmdir eða skaða af þessu veðri hér á Siglufirði enda voru engir bátar á sjó. Rafmagn frá Skeiðsfossvirkjun höfum nægilegt. HKRR sendi Sveini Þormóðs- syni Sjöf SVEINN Þormóðsson ljósmynd- ari bað okkur að færa Hand- knattleiksráð Reykjavíkur sínar alúðarþakkir. Ráðið hafði ákveð- ið fyrir nokkru að gefa Sveini ágóða af leikkvöldi Reykjavíkur- mótsins í handknattleik 5. nóv. við sl. vegna meiðsla þeirrti er Sveinn hlaut í Vestmannaeyjum. 1 bréfi sem fylgdi ávísun að upphæð kr. 1800 sagði m. a. „Hagnaður leikkvöldsins 5- nóv. er sendur þér sem þakklætis- vottur fyrir störf þín og áhuga á að auglýsa íþrótt vora, hand- knattleikinn“. Róstusamt í Lúð- um Baluba Trilla sökk í höfninni Fréttaritarinn á Dalvík segir að í fyrradag hafi brostið þar á með norðan stórviðri og mikilli fannkomu, einnig varð mikill sjógangur. Nokkrir stórir bát- ar voru á sjó er veðrið skall á og hrepptu hið versta veður til lands ,en náðu allir höfn án slysa. Nokkurt magn af síldar- tunnum hafði verið flutt fram á hafnargarðinn, var þegar hafizt handa um að flytja tunnurnar til t baka á öruggan stað en sjórinn' ELISABETHVILLE 22 nov — tok þo nokkrar þeirra jEnn er róstusamt í flótta- Ein trilla sokk i hofmnrn og i mannabúðum SÞ hér, en þar gærkvoldi voru nokkrir bátar að dveljast 30 þúsund Baluþa- fara heðan og leita öruggari menn, sem ekki vilja hverfa hafna .Aætlunarbifreiðin til Ak- heim. Á mánudaginn brutust út ureyrar for nokkrum klst. fyrr hörkubardagar meðal flótta- frá Akureyri en venjulega þar fólksins og var upphaf þeirra eð hún vildi hafa samflot með deila um drykkjarvatn. Sænsk- hinum öflugu mjólkurbílum, sem ir herflokkar hafa nú fundið ganga þar á milli. Ekki er útlit alls 29 lík í búðunum, en ekki íyrir að áætlunarbifreiðin kom- er talið ólíklegt, að fleiri hafi ist til Akureyrar í dag. _____iverið drepnir — og líkin falin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.