Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl. — eftir lokun — Innlendat fréttir: 2-24-84 Erlendar fréttir: 2-24-85 SUS-síða Sjá bls. 15 267. tbl. — Föstudagur 24. nóvember 1961 Vegir illfærir Sjómenn í bátum sín- um í Ölafsíjarðarhofn Akureyri, 23. nóv. H É R um miðbik Norður- lands hefur verið grenjandi stórhríð í allan dag og hef- ur veðrið valdið ýmsum erf- iðleikum, þjóðvegir orðið ill- færir og rafmagnsskortur orðið m.a. á Laxárveitusvæð- inu. Um tjón er ekki vitað enn sem komið er. Á Sauðárkróki byrjaði að snjóa í nótt og hefir kingt þar niður allmiklum snjó svo og í útsveit- um Skagafjarðar. Samgöngur hafa þó ekki teppzt að neinu ráði nema Siglufjarðarskarð, sem hefir lokazt. Bátar frá Sauð- árkróki og Hofsósi hafa stundað róðra undanfarið, en svo heppi- lega vildi til að enginn bátur var á sjó í nótt. Menn í bátunum í Ólafsfirði byrjaði veðrið með rigningu í gærdag, en er á kvöldið leið jókst frostið og gerði þá mikia hríð, jafnframt óx sjó- gangur. í alla nótt og dag hafa sjómenn orðið að vera í bátum sinum í höfninni tilbúnir að fjarlægja þá, ef með þyrfti- Eng- ir skaðar hafa þó enn orðið, en versni veðrið eitthvað að mun er bátunum mjög hætt. Vegurinn frá Ólafsfirði er ófær en stórum bifreiðum er fært um bæinn. í>etta er versta veður, sem þar hefir komið á þessum vetri. Færð þung Hér á Akureyri byrjaði að snjóa í nótt sem leið og hélzt all- mikið norðan hvassviðri með snjókomunni allt fram á kvöld, en nú er hægara og minni úr- koma. Sæmileg færð er enn um bæinn en nokkrir erfiðleikar á samgöngum út frá bænúm, eink- um austur og vestur um heið- arnar. Síðdegis í dag fór að bera á Framh. á bls. 23. Veðurhæð mikil Nokkrar kindur vantar á hvem bæ, en ekki óttast um þær enn HÚSAVÍK, 2. nóv. — Eftir tæp- lega hálfsmánaðar hlýindi og góðviðri breytti í gær um veður- far hér og gekk til norðanáttar, fyrst með slyddu og síðan snjó- komu, er á daginn leið og í dág er allsstaðar hér um slóðir stór- hríð, en þó ekki mikil fannkoma en aftur á móti mikil veðurhæð. Nokkrir bátar voru á sjó í gær, en enginn í dag. I gær var víða smalað sauðfé í sveitunum hér í kring og mun Konu vart hugað líf og hestur drepinn Þrjú umferðarslys urðu í yær BLAÐINU var kunnugt um að þrjú bifreiðaslys urðu í gær og eitt þeirra, að minnsta kosti, mjög alvarlegt. Vart hugað lif Um kl. 5 gærdag var tilkynnt um arekstur til lögreglunnar í Hafnarfirði. Mun hann hafa skeð nokkru fyrr á Krísuvíkurvegi. I>ar ientu saman vörubifreiðin G-2401 og jeppabifreiðin G-2404. Jeppabifreiðin stórskemmdist og bifreiðarstjórinn, sem var kona, slasaðist svo mjög, að í gærkvöldi var ekki vitað hvort hún mundi lifa slysið af. Kon- an liggur í Landakotsspítala. — Þeir sem í vörubifreiðinni voru slösuðust ekki. Gekk meiddur Snemma í gærmorgun kom maður illa haldinn að Leirvogs tungú í Mosfellssveit og bað hjálpar, eftir að hafa gengið nokkurn veg í stormi og kulda. Hafði hann ekið sendibifreið út af veginum skammt sunnan Kollafjarðarár og lenti hún á kletti þar og er talin nær ónýt. Bifreiðin var R-9267. Bifreiðar- stjórinn var meiddur á fæti og skrámaður í andliti. Drap hest í gær var piltur á leið út ölf- usið riðandi og rak á undan sér 3 hesta- Á móti þeim kom fólks- vagn og sá bifreiðastjórinn hest- ana ekki fyrr en hann var kom- inn fast að þeim. Tókst honum ékki að hemla í tíma og skipti það engum togum að einn hest- anna lenti framan á bifreiðinni, lagði saman hlífina, braut glugg- ann og lenti allt upp á þak bif- reiðarinnar. Féll hann síðan út af henni en var þá dauður. Bíll- inn stórskemmdist og tveir far- þeganna, sem í henni voru slös- uðust skárust á andliti og fengu heilahristing. Var þar um að ræða konu og 7 ára barn. flest hafa náðst í hús, en þó mun á mörgum bæjum vanta nokkrar kindur, sem menn óttast þó ekki um þar sem snjór er ekki enn það mikill að þær fenni, ef veðr- ið verður ekki því langstæðara. Annars var það vont fyrir féð að óveðrið byrjaði með bleytuhríð. Fyrsti snjórinn í Grimsey Grímseyingar telja þetta eigin- lega fyrstu snjóana á vetrinum, en þar hefir verið mjög óstillt tíðarfar undanfarið og hefir ekki lengi gefið á sjó. Kindur voru þar fyrst í gær hýstar á þessum vetri. Áætlunarbíllinn fór ekki Mjólkurbíll kom til Húsavíkur í dag úr Köldukinn og gekk á- N Samningar um útflutnings- - síldinn t GÆR tókust samningar milli verðlagsráðs L.Í.Ú. og ;jómannasamtakanna i n n a n A.S.f. og F.F.S.Í. við félag islenzkra botnvörpuskipaeig- enda um verð á síld tii út- flutnings í ís. í>á hefir verið samið um alla þætti málsins og má þá telja líklegt að sjómannafélög þau, sem hafa boðað til verk- fails frá og með 26. þ. m- af- lýsi verkfallinu. Verkalýðs- félag Grindavíkúr aflýsti verk fallinu í fyrradag, því þar átti að hefjast verkfall frá og með t kvöldi þess 22. nóv. Hið umsamda verð á síld- inni er 1,57 kr. miðað við inn- vegið magn, (þ. e. upp til hópa). gætlega, en'á morgun eiga þeir að koma úr öllum sveitunum hér í kring. Áætlunarbíllinn frá Ak- uxeyri, sem kom í gærkvöldi lenti í stórhríðarveðri bæði á Vaðlaheiði og Fljótsheiði, en bíll- inn, sem átti að fara í morgun fór ekki. Menn telja að ekki muni mikill snjór vera kominn á vegi vegna þess hve veður- hæð hefir verið mikil muni hann ekki hafa náð að festa nema á stöku stað. J Þessa mynd tók fréttaritari 1 blaðsins í Borgam-esi, Hörður Jóhannesson, að Neðra-Nesi í Stafholtstungum í gær. Á myndinni sést kýrin Laufa, sem er rauðsk jöldótt og • ber nafn sitt af þvi, og kálfarnir hennar þrir, tveir tarfar og ' ein kviga. Þetta er hin mynd- arlegasta fjölskylda eins og sjá má og móðirin kostagrip- ur, mjólkaði 19 merkur er hún stóð upp frá burði. Sild veiðist í Miðnessjó Sandgerði, 23. nóv. I GÆR fóru allir bátarnir héðan út á síldveiðar og fundu þeir síld í Miðnessjónum og fengu þar nokkrir bátar sæmilega veiði. Einnig fóru nokkrir bátar suð- ur fyrir Reykjanes eftir að vind- ur fór vaxandi og urðu þar einn- ig varir við síld. Síldin í Miðnes- sjónum er sæmileg en síldin í Grindavíkursjó er mjög smá og fer öll í bræðslu. Þrír bátar komu hingað með 2141 tunnur. Það voru Víðir II. 1328, Jón Gunnlaugs 263. Þessir bátar fengu síldina í Miðnessjó og Guðbjörg 550 tunnur úr Grindavíkursjó. — Páll. AÐEINS þrír bátar lönduðu síld hér í dag, samtals 1080 tunnum. Þetta er smásíld og blönduð millisíld og fór öll í bræðslu- Síldina fengu þeir Miðnessjó 35 sjómílur út af Garðskaga á Hólamiðum. Síld fékkst og í Skerjafirði suður og út af Eldey. Aflahæst bátanna hérna var Sig- rún með 580 tunnur, sem hún fékk í Grindavíkursjó en þar voru miklar lóðningar. Sigurður AK. fékk 350 og Ólafur Magnús- son 150. Höfrungur H. fékk 300 en kom ekki inn. Þegar fréttist um síldina suður frá í gær komu hingað inn firnm bátar gagngert til að skipta um nót og fá aðra smáriðnari. Þegar Sigurður Ak kom inn í morgun hristu þeir mikið af síld úr nót- inni uppi á bátabryggjunni. Kom ið er mokfiski úr fiskileitum Ak- urnesinga úr Forinni og allt suð- ur að Gróttu. Er það ýsa og fisk- aði þilfarsbáturinn Yngvi í gær á fjórða tonn af ý®u- Sjö trillur reru og hér í gær. Hæstur var Bensi með IV2 tonn. Norskt skip lestaði hér í morg- un rúm 300 tonn af lýsi. — Oddur. Aukaþing B.S.R.B. AUKAÞING BSRB verður sett í Hagaskóla i dag kl. 5 síðdegis. Þingið mun fjalla um launa- mái og samningsrétt opinberra starfsmanna. Voru tvo sólarhringa; Akureyri, 23. nóv. STÓR flutningabifreið fór héðan frá Akureyri á þriðjudag sl. áleiðis aust- ur á Austfirði með vam- ing. 1 bifreiðinni voru þrír menn, bifreiðarstjóri Órn Pétursson. Ferðin gekk sæmilega austur fyrir Möðrudals- fjallgarða, en þá fór veð- ur að versna og gekk ferð in þó sæmilega allt að Lagarfljótsbrú. Leizt þeim félögum ekki á veðrið og losuðu því varningin í skyndi og héldu til baka og komu seint í nótt í Möðrudal. Héldu þeir þegar áfram í Mývatnssveit og síðdegis í dag komust þeir niður i Reykjadal og munu gista þar í nótt. Þótti þeim ekki ráðlegt að halda lengra, enda búnir að vaka rúma tVo sólarhringa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.