Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVISBL AÐIÐ Laugardagur 25. nóv. 1961 Vinsamlegar umræður Kekkonens og Krúsieffs En Krúsjeff segir Danmörku og Noreg vera að grafa undan eigin Öryggi Novosibrisk, Moskvu og Helsingfors, 2Ij. nóv. — (AP-NTB) — ÞEIR Kekkonen, Finnlands- forseti, og Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, ræddust við í dag í Novosi- brisk í Síberíu. Eftir viðræðurnar var til- kynnt að í þeim hafi ríkt hreinskilni, gagnkvæmur skilningur og traust. Kekk- onen er nú á förum heim til Finnlands og mun ávarpa þjóð sína við heimkomuna síðdegis á sunnudag. í hádegisverðarboði í dag sagði Krúsjeff að Danmörk og Noregur væru að láta undan þvingunum vestur- þýzkra hernaðarsinna og að hægrisinnar í Finnlandi væru að reyna að grafa undan vináttu Finna og Rússa. Þótt lítið hafi verið látið uppi enn sem komið er um viðræðurnar, er yfirleitt bjartsýni ríkjandi vestan járntjalds og á það bent, að Krúsjeff hafi í ræðu sinni ekki minnzt á hernaðarlega samninga milli Finnlands og Sovétríkjanna. — Talið er í London að kröfur Rússa um viðræður við Finna séu gerðar af pólitískum, en ekki hernaðarlegum ástæð- um. — Ekki lengur friðarsvæði í hádegisverðarræðu sinni sagði Krúsjeff að líta mætti á heimsókn Strauss, varnarmála- Dungal i banda- rískum blöðum NEW Vork. 24. nóv. Einka- skeyti frá Sigurði Bjarnasyni. New York Times og fleiri bloð skýra frá því í dag að aðal- læknavísindatímarit Banda- j ríkjanna. Journal of Ameri- can Medical Association, hafi birt ritgerð eftir Niels Dungal um líkur fyrir krabbameini í maga vegna neyzlu reykts matar. Telji hann sig hafa Cundir efni, sem valda krabba meini í reyktu kjöti og vatnafiski. Blöðin skýra frá því að rann sóknir Dungals á krabbameini á Islandi bendi til þess að þetta mataræði geti valdið sjúkdómnum. Hafi hann próf að skoðun sína með því að fóðra rottur, sumar á reyktu kindakjöti og reyktum laxi og silungi, aðrar á óreyktri fæðu. Dungal hafi einnig rannsakað 2655 tilfelli af magakrabba á Islandi á tímabilinu 1921 til 1959 og kom þar í ljós að magakrabbi var langsamlega mestur þar sem neyzla var mikil á reyktum laxi og sil- ungi. Blaðið birtir þessa frá- sögn á áberandi stað og tel- ur rannsóknir Dungals at- hyglisverðar. ráðherra Vestur-Þýzkalands, til Noregs og varnarmálasamvinnu Dana og Vestur-Þjóðverja sem ógnun við Sovétríkin. Sagði hann að ekki væri lengur unnt að líta á Norðurlöndin sem það friðarsvæði, sem þau hafa verið hingað til. Þess vegna hafi Sov- étríkin sent Finnum orðsending- una, þar sem þeir óskuðu eftir umræðum um sameiginlegt á- tak til að styrkja vamir land- anna. Fyrsta skylda okkar er að múlbinda vestur-þýzku hernað- arsinnana og hefta þær hefnd- arhendur sem á óskammfeilinn hátt reyna að breyta landamær- um Þýzkalands frá því sem þau voru eftir síðustu heimsstyrjöíd, sagði Krúsjeff. Á þennan hátt munum við efla frið og ör- yggi allra þjóða j Evrópu. Óttast ekki Dani Krúsjeff kvaðst skilja það þeg ar Viggo Kampmann, forsætis- ráðherra, segði að Danmörk gæti ekki ógnað Sovétríkjunum. Við óttumst ekki dönsku þjóð- ina, sagði Krúsjeff. En við ótt- umst að Danmörk og Noregur dragist inn í hemaðarsamtök, sem beint er gegn okkur og undirbúin af vestur-þýzkum hemaðarsinnum án tillits til óska norsku og dönsku þjóð- anna um að fá að lifa í friðL Við vitum það, herra forseti, að þér leggið mikla áherzlu á þau vináttubönd, sem tengja Norðurlöndin. Við skiljum þetta vegna þess að við vitum hve mikið Finnland á sameiginlegt með þessum löndum. En svo virðist, sem Danmörk og Nor- egur geri nú sambandið við hlutlausa nágranna sína mjög erfitt, sagði Krúsjeff. Þá sagði forsætisráðherrann að ekki mætti vopna „þessa ■fyrrverandi nazista, sem nú stjórna vestur-þýzkum vamar- málum, og skríða eins og maðk ar inn í yfirstjórn Atlantshafs- bandalagsins. — Þegar maður þekkir viðleitni þeirra til hem- aðarævintýra, er ekki unnt að treysta þeim, jafnvel þótt þeir gefi hátíðlegustu loforð“. Krúsjeff kvaðst sannfærður um að Danmörk og Noregur væru að grafa undan eigin ör- yggi og skapa alvarlegt ástand í Norður-Evrópu og við Eystra- salt, með því að láta undan kröfum vestur-þýzkra hernað- arsinna og NATO um þátttöku í hernaðarundirbúningi. Kekkonen heldur heimleiðis á laugardagsmorgun. — Ferðast hann með flugvél til Moskvu, en þáðan með járnbrautarlest til Helsingfors. Hann er væntan legur til Helsingfors síðdegis á sunnudag og mun þá skýra finnsku þjóðinni frá viðræðun- um. — /* NA /5 hnú/ar S SV 50/inúlar H Snjö/oma > ÚSi 7 S/rúrir K Þrumur VtvaV KuUat/i/ Hi/atki/ Ht Hml 1 GÆR var hvöss norðanátt um land allt. Mikil snjókoma var um norðurhluta landsins, en bjart fyrir sunnan. Frá því í fyrradag hafði hlýnað tölu- vert á Norður og Norðaustur- landi, mest sjö stig á Raufar- höfn. Þar var sex stiga frost kl. 17 í fyrradag en eins stigs hiti kl. 11 í gær. Mikið há- þrýstisvæði er yfir Græn- landi, en djúp lægð fyrir norðaustan land. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og miðin: Allhvass norðan í nótt, lygnandi á morgun. víðast bjartviðri. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: Minnkandi norðan átt, snjófjúk með köflum í nótt, léttir til á morgun, frost 3—4 stig. Vestfirðir, Norðurland og miðin: Hvass norðan og snjó- koma fram eftir nóttu en heldur betra á morgun. NA-land. Austfirðir og mið- in: Hvass norðan, slydda eða snjókoma. SA-land og miðin: Allhvass norðan eða NA, slydda eða snjókoma austan tiL Brak úr Skíða finnst á Vatnsnesi SKAGASTRÖND, 24. nóv. — Kl. 21 í gærkvöldi var okkur til- kynnt frá Blöndósi, að fólk þar þættist hafa séð ljós úti á Húna- flóa, líkt og verið væri að skjóta rakettum, en síðan stöðugt ljós nokkra stund. Talstöðin hér hafði þegur samband við Óðin, sem þá þegar hafði fengið þess- ar fréttir gegnum Brú-radio. Hann var þá staddur um fimm tíma siglingu frá þeim stað er ljósið sást. Þeir á Oðni höfðu áður þraut.leitað þetta svæði og töldu vart hugsnlegt að bátur- inn gæti leynst á þessum slóð- Hurðin hrökk upp í 10 þús. feta hæð Douglas lenti í illviðri yíir hálendinu EIN af flugvélum Flugfélaffsins lenti í óvenjulegunr. örðugleik- um á leið til Egilsstaða. Var veðr ið þvílíkt, að hurð flugvélarinn- ar hrökk upp og reyndist ekki unnt að læsa henni aftur. Allt var á tjá og tundri í flugvélinni, en engin slys á mönnum nema hvað flugfreyjan fékk töluvert höfuðhögg. Það var siðdegis á fiimmtu- dag, að ein Douglas DC-3 vélin fór áleiðis til Egilsstaða með 14 farþega. Þá var allhvasst norð- an og áætlað var að fljúga í 10 þús. feta hæð beinustu leið. Flugstjórinn, Brynjólfur Thor- valdsson, skýrði Mbl. svo frá í gær, að flogið hefði verið skýjum ofar og veðrið verið hálfleiðin- legt. En eftir tæplega háífrar stundar flug, suður undan Lang- jökli, var flogið inn í mikinn storm. Lét flugvélin mjög illa — og var einn skellurinn þó I verstur. Hrökk hurðin þá upp og; aðstoðarflugmaðurinn, Amundi| Olafsson, fór aftur í til þess að loka henni aftur. Féll hún eðli- lega inn í dyrakarminn, en ekki var hægt að læsa henni. Batt aðstoðarflugmaðurinn hurðina fasta — og var síðan snúið við til Reykjavíkur. „Þetta var mik- ill veltingur‘“ sagði Brynjólfur, en ekkert var að óttast. Við sner um aðeins við vegna hurðarinn- ar.“ Flugfrevjan, Anna Þorkels- dóttir, sagði fréttamanni Mbl. svo frá, að við stærsta skellinn hefði allt lauslegt farið úr skorð um — og hún hefði kastazt upp í „þak“ farþegaklefans, fengið allmikið höfuðhögg og fengið stóra kúlu. , „Allt drykkjarvatn fór út og suður, kaffi, sem við vorum með á brúsum, spilltist líka — og allt fór úr klósettinu,‘“ sagði hún. „Sem betur fer var ég búin að taka allt niður af farangurshill- unum, annarst hefði stafað hætta af því. Farþegarnir voru allir bundnir, en enginn kenndi flugveiki. Einn var þó þungt haldinn. Það var farþegi, sem kom beint af sjúkrahúsi í Reykjavík, en þar hafði hann legið vegna fótbrots. Fann hann öft mjög tii ,í fætinum þegar flugvélin skókst sem mest — cg tók hann inn kvalastillandi lyf, sem hann hafði meðferðis." „Eg var á stjói allan tímann og átti fullt í fangi með að halda mér á köflum. Flugstjórinn sagði mér að óla mig í sætið, en það er ekki hægt að sitja og halda að sér höndum, þegar farþeg- arnir þurfa einhvers með“, sagði Anna. ,,Við vorum rúma klukku stund á lofti og ég var hálf dös- uð, þegar ég steig út úr flug- véiinni. Allir báru sig vel. En ég íhef aðeins einu sinni lent í því- líku veðri.“ Brandur Tómasson, yfirflug- virki Flugfélagsins, sagði í gær, að ekkert hefði reynzt athuga- vert við hurðina. Það væri eðli- legt, að erfiðlega hefði gengið að loka hurðinni á flugi, því loft straumurinn meðfram búknum hefði örlítið sogandi áhrif. Gjöf Bandaríkj- anna afhent SENDIHERRA Bandaríkjanna af henti í dag utanríkisráðherra Guðmundi í. Guðmundssyni ávís un að fjárhæð 5 millj. króna, sem er gjöf frá ríkisstjórn Banda- ríkjanna til Háskóla íslands í tjl- efni af 50 ára afmæli Háskólans nýlega. Háskólarektor tilkynnti um gjöf þessa við hátíðahöldin, sem fram fóru í byrjun október- mánaðar. (Frá Utanríkisráðuneytinu). Viðræður í París París, 24. nóv. (AP-NTB) FRANSKA utanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag að utan- ríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Vest- ur-Þýzkalands kæmu saman til fundar í Farís í næsta mánuði til að ræða Berlínar- og Þýzka- landsvandamálin. Senmilegt er talið að fundurinn hefjist 11. des., tveijn dögum áður en ráð- herrafundur Atlantshafsbanda- lagsins helst þar í borg. Um þessar mundir fara fram undirbúnmgsviðræður leiðtoga fjórveldanna. Monika í Merkigili MONIKA Helgadóttir, húsfreyja á Merkigili í Skagafirði, sem margir þekkja af afspurn, síð- an Hagalín skrifaði „Konuna í dalnum og dæturnar sjö“ er sextug í dag. Akranesi, 24. nóv. ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis manna hér efnir til Bingó-spils í Hótel Akraness sunnudaginn 26. nóv. Þar verða veitt góð verð- laun, en að loknu spilinu verður dansað til kl. eitL um. Það var síðan ákveðið að senda Húna HU til að leita þetta svæði aftur, þó segja mætti að veður væri með öllu ófært. Skipstjórinn á Húna, Hákon Magnússon, lagði svo af stað laust fyrir kl. 23.00 og leitaði þetta svæði allt aftur mest alla nóttina án árangurs. 1 dag hafa svo fjörurnar vestur af Blönduósi verið leitaðar og einnig var leitað á Vatnsnesi. Laust fyrir kl. 18 í kvöld barst sú frétt frá Gnýstöðum á Vatns- nesi, en þar býr Skúli Árnason, að hann hefði fundið á fjöru björgunarfleka úr korki, sem var um borð í Skíða og tvo línubelgi. Einnig hafði fundizt belgur með stöng undan bænum Sauðdalsá og var sá belgur merktur Skíða, Enn er hér ofsaveður og því til- gangslaust að hefja frekari leit fyrr en veðri slotar. Með Skiða voru bræðurnir Hjörtur og Sveinn Hjartarson, svo sem áður hefur verið frá skýrt. Sjálfsæví- saga Paster naks kom- in út MEÐAL bóka sem vekja mumi athygli núna er Sjálfs- ævisaga hins víðkunna skálds Boris Pasternaks. höfundar bókarinnar Zivago læknir, sem er í vissum skilningi framhald ævisögunnar. Sjálfs * ævisagan fjallar einkuun um Rússland fyrir byltinguna og þá menn sem þá bar jnest á, Tolstoy, Scriabin, Rachir.ini- noff, Gorki. Dostijevsky, einn ig segir hann frá mörgum er- lendum skáldum og lista- mönnum. Eru lýsingar skálds- ins stórbrotnar þó þær nái hámarki er hann lýsir sjálfs- morðum Majakovskís, Esénís og Maríu Tsvétajevu. Um bók sína Zivago lækni segir hann í lokaorðum bókarinnar .. , . ég hef nú lokið stærsta og þýðingarmesta ritverki mínu, því eina ritverki, sem ég ekki’ skammast mín fyrir, og serr. ég tek fulla ábyrgð á.“ Það er skáldsagan Zivago læknir.“ Aftan við bókin eru 32 myndasíður, ljósmyndir af skáldinu og fjölskyldu hans og vinafólki. Ennfremur er bundið aftan við ævisöguna nokkurt úrval ljóða skáldsins son hefir þýtt úr rússnesku. Sjálf hefir ævisagan vitanlega aldrei komið út í Rússlandi en mun vera þýdd úr ensku. Útgefandi bókarinnar er Helgafell og er frágangur fallegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.