Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 3
IiaugaTv,a£'ur 25. nóv. 1961 MORGXJ'SBLAÐIÐ 3 — Alþingi Frh. af bls. 1 um það, að þau fái aðstöðu til herstöðvá og heræfinga á ís- landi. Hér er enn, sem komið er, aðeins um áþreifingar að ræða og hefur verið sérstaklega rætt við Guðmund f. Guðmundsson, utanríkisráðherra, og nokkra valdamenn aðra. Hins vegar mun engin formleg beiðni hafa bor- izt enn og ólíklegt, að hún ber- ist, nema Vestur-Þjóðverjar teljj sig örugga um jákvæðar undir- tektir“. Eg les ekki lengra úr þessari grein. Það hefur ekki verið venja mín að eltast við og mótmæla, þó að ósannar og rangar fullyrðing- ar kæmu í þessu blaði. En bæði sjálf frásögnin, sem hér er á ferðinni og eins sá tilgangur, sem virðist liggja á bak við hana, er með slíkum endemum, að ekki verður komizt hjá að mótmæla þessari frásögn og víkja að henni nokkrum orðum. Það er fullyrt í upphafi^grein- arinnar, að Þjóðviljinn hafi ör- ugga vitneskju um það, að vest- ur-þýzk stjórnarvöld hafi leitað fyrir sér um það, að þau fái að- stöðu til herstöðva og heræfinga á íslandi. Þessi fullyrðing er ó- sönn og tilefnislaus með öllu. Hvorki vestur-þýzk stjórnarvöld né neinir aðrir hafa leitað fyrir sér um það, að Þjóðverjar fengju aðstöðu til herstöðva eða heræf- inga hér. Það, sem blaðið segir um þetta, er þess vegna með öllu rangt og án hins minnsta tilefnis. Þá segir í greininni, að hér sé enn sem komdð er, aðeins um áþreifingar að ræða og hefur verið sérstaklega rætt við Gið- mund f. Guðmundsson utanríkis- ráðherra og nokkra valdamenn aðra. Einnig þetta er ósatt og gersamlega tilefnislaust. Það hef- ur hvorki verið rætt við. mig né neina aðra íslenzka valdamenn um það, að Þjóðverjar fengju hér neina aðstöðu. Állt, sem Þjóðvilj- inn segir um þetta, bæði hér í fyrirsögninni og það, sem síðar er sagt í greininni, or því ósann- indi frá upphafi. TILGANGURINN AUGLJÓS Það eru ekki nema íáir dagar síðan ríkisstjórn Sóvétríkjanna sneri sér til Finnlands með kröfu um, að Finnar tækju upp viðræð- ur við Sovétstjórnina um sam- eiginlegar varnaraðgerðir og hernaðaraðstöðu fyrir Sovétrík- in í Finnlandi. Sem ástæðu fyrir þessari kröfu sinni færði ríkis- stjórn Sovétríkjanna það, að Sov- étríkin væru í yfirvofandi hættu vegna árásar erlends ríkis. Árás- araðilinn átti að vera Vestur- Þýzkaland og jafnvel var í því sambandi talað um Noreg og Dan rnörk vegna þátttöku þeirra í Atlantshafsbandalaginu“. Síðar sagði ráðherra: „Eg þarf ekki að fara að ræða um það hér, hversu fráleitar og tilefnislausar þessar getsakir og ásakanir í garð bæði Noregs, Danmerkur og Vestur-Þýzka- lands eru. Það er alger óþarfi að gera það hér. En hinu hafa menn sjálfsagt veitt athygli, að í morgun um sama leyti og Þjóð- viljinn er að koma út, þá voru að hefjast viðræður á millí Kekk- onens forseta Finnlands, og Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovét ríkjanna, vegna kröfu Rússa um hernaðaraðgerðir, sameiginlegar varnaraðgerðir af hálfu Finna og Rússa. Á sama tíma, sem þessir tveir menn eru að hefja sínar viðræð- ur út af kröfum Rússa gegn Finn- um, þá er Þjóðviljinn að búa til og útbreiða til afnota þá sögu, að íslendingar standi í viðræðum um það að veita Þjóðverjum hér sérstaka hernaðaraðstoð. V\ð minnumst þess, að Þjóðviljinn hefur oft haldið því fram, að það væri ógnun við Sovétríkin og tilefni til afskipta Sovétríkjanna af okkar málum, að við værum aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að hér væri bandarískur her. Þetta hefur Þjóðviljinn og komm únistarnir á íslandi talið, að gæti verið tilefni til afskipta Sovét- Vaxandi eining um Kekkonen Helsingfors, 2?/. okt. (NTB) OLAVI Honka, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, tilkymiti í dag að hann hefði ákveðið að hætta við að bjóða sig fram gegn Kekkonen við næstu for- setakosningar í Finnlandi. Sagði Honka að heill föð- urlandsins væri bezt borg ið með því að hann hætti við framboð sitt. Eftir að tilkynning Honka hafði verið birt gaf Finnski þjóðarflokkurinn út tilkynn- ingu þar sem hann segir að flokkurinn muni einbeita kröftum sínum að endur- kosningu Kekkonens. Segir í tilkynningu flokks- ins að þetta sé gert til vernd ar utanríkisstefnu landsins og til að efla samstöðuna inn anlands. Honka tók þessa ákvörðun sína eftir að rætt hafði ver- ið í flokknum um tillögu frá K. A. Fagerholm þingforseta sjálfkjörinn forseti? Kekkonen — Verður hann um að yfirstandandi kjör- tímabil Kekkonens yrði fram lengt um sex ár. Framboð Honka var til- kynnt í maí sl. Var það stutt af þingmönnum fjögurra borgaraflokka. ríkjanna af okkar málum og jafn vel tilefni til þess, að Sovétrík- in hafa borið sínar kröfur fram á hendur Finnum. Nú bætist það við, að Þjóðvilj- inn býr til þá sögu, að sá aðilinn, sem Rússar telja sér hættulegast- an, Vestur-Þýzkaland, sé í samn- ingum við ríkisstjórn fslands um að fá hér hernaðaraðstöðu. Við fslendingar vonum að sjálfsögðu, að Finnum og Rússum megi tak- ast að leiða sín vandamál til lykta á vinsamlegan og friðsam- legan hátt og umfram allt viljum við fslendingar ekki blanda ókk- ur í þeirra mál. Það er þessara tveggja þjóða að ráða fram úr því. En allir fslendingar hljóta að fordæma það níðingsverk sem Þjóðviljinn er að vinna hér - örlagastundu finnsku þjóðarinn- ar, þegar hann lýgur upp jafn ógeðfelldri sögu og hér er fram- sett. Eg vil nota þetta tækifæri, um leið og ég lýsi frásögn Þjóð- viljans algerlega ósanna, til þess að fordæma og lýsa viðbjóði mín- um á því framferði, sem Þjóð- viljinn hefur hér viðhaft“. EKKI NÓG AÐ BERA TIL BAKA Einar Olgeirsson (K) hóf máls á því, að það væri eitthvað und- arlegt, þegar utanríkisráðherra sæi ástæðu til að skýra frá því, sem væri að gerast. Það væri ekki vani hans að skýra frá þvi. Ekki væri heldur mikið upp úr því leggjandi, þótt utanríkisráð- herra hefði borið ræðuna til baka, það væri vani diplómata að gæta sín og bera til baka og bera til baka nógu lengi. f því samfoandi gat hann þess, að hann hefði not að ■ stór orð 15. marz 1939, er Hitler fór fram á að fá að lenda hér flugvélum. Kvaðst hann hafa sent fréttir um það til Kaup- mannahafnar og fengið framan í sig daginn eftir, að það væru landráð að senda fréttir um það útan. Þá varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort Vestur-Þjóð- verjar væru ekki okkar ágætu vinir og bandamenn. Og hafa þeir ekki æfingarstöð í Englandi og í Frakklandí? Er það ekki bara gott að fá þá hingað? Eða hvað er utanríkisráðherra að derra sig? Er hann ekki búinn að koma okk ur inn í þetta þokkalega banda- lag? Er hann eitthvað sérstaklega reiður yfir, að við skulum spyrja, hvort þeir muni koma hingað? Eða hvað voru ráðherr- arnir Gunnar Thoröddsen og Guðmundur f. Guðmundsson að gera í Bonn? Kannski stjórninni í Bonn hafi dottið í hug, að fái fslendingar undanþágu í sam- bandi við Efnahagsbandalagið, þá standi Vestur-Þjóðverjum til boða herstöð á íslandi. Til að taka af allan efa yrði ríkisstjórn- in því að lýsa yfir í eitt skipti fyrir öll, að Vestur-Þjóðverjar fái ekki herstöð hérlendis um alla framtíð. Þá sagði hann, að íslendingar hefðu orðið fyrir hernaðarlegum ánásum af hálfu Breta, og þá hafi ekki verið kært, heldur samið við þá og því lýst sem stórsigri íslands. Eða dettur utanríkisráð- herra í hug, að nokkur taki fnark á honum, þótt menn iti, að hann kunni að bera til baka? NAUMAST TILVILJUN EIN Næstur kvaddi sér hljóðs Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra. Sagðist hann ekki geta annað en látið uppi áhyggjur sín ar vegna ræðu Einars Olgeirs- sonar. Það sé sök sér, þótt dag- blað birti tilefnislausa árás á stjórnmálaandstæðinga og ættu menn þó að kunna sér hóf í slík- um árásum, svo að þær yrðu ekki skaðsamlegar langt út fyrir lands steinana og allra sízt, að þær geti orðið skaðsamlegar þjóð, sem mjög á í vök að verjast og allir íslendingar eða a. m. k. flestir óska friðar og frelsis. Hitt er þeim mun alvarlegra, að Einar Ol- geirsson skuli að efni til taka undir þennan gjörsamlega tilhæfu lausa áburð hér í sinni ræðu. Hann hefði orðið maður að meirí, ef hann hefði viðurkennt, að hér væri um gjörsamlega ástæðulaus- ar getsakir að ræða. En því fór fjarri, að hann viðurkenndi það, þvert á mót' reyndi hann með öllu móti að gefa í skyn, að frá- sögn Þjóðviljans væri rétt. Þetta er þeim rnun vítaverðara og hlýt ur að vekia þeim mun meiri á- hyggjur hjá öllum góðviljuðum mönnum, þegar það er hugleitt, hvernig a stendur nú fyrir Finn- landi, og enginn hefur ýtarlegar en Þjóðviljinr hér á landi rakið það, að Fmnland væri sett í hættu með ágengni Þjóðverja á Norðurlöndum. Nú er þar að vísu um mishermi mjög mikið að ræða. En hitt er rétt, að Sovét- stjórnin hefur í kröfum sínum gegn Finnum fyrst og fremst stutt þær með því, að Þjóðverjar væru að koma sér upp bækistöðv um á Norðurlöndum. Það getur því naumast verið tilviljun, að Þjóðviljinn skuli einmitt sama daginn og viðræður Kekkonens og Krúsjeffs hefjast, birta með sínu stærsta letri og mest áber- andi hátt fregn um það, að Vest- ur-Þjóðverjar séu í þann veg að fá herstöðvar á íslandi. Þarna er um að ræða óskiljanlegt frum- hlaup, frumhlaup, sem ég hefði ekki með nokkru móti trúað fyr- irfram, að Einar Olgeirsson gæti verið samþykkur eða gæti haft annað en fulla andúð á. ALVARLEGAR AFLEIÐINGAR Máli sinu lauk forsætisráðherr ann með því að undirstrika, að í stað þess að firra Finna vand- ræðum með því að taka undir neitun utanríkisráðherra, haldi Einar Olgeirsson langa ræðu til að gefa í skyn, að áburðurinn sé réttur. Ekki getur samt farið fram njá honum, hversu alvarlegar af- leiðingar slíkur áburður mundi hafa, ef hann væri tekinn trúan- legur af valdamönnum Sövétríkj- anna. Þá mundi hann vera notað- ur sem enn ein og e. t. v. úrslita- rök fyrir því, að þeir yrðu að fá kröfum sínum gagnvart Finnum framgengt. Eða trúir hann virki- lega, að hér sé satt frá sagt? Og ef svo ei, hvaða rök færir hann þá fyrir máli sínu? Eða er hér um foeina, skipulagða her- ferð að ræða, sem íslenzkir menn hafa léð sig til, til þess að svíkj- ast aftan að okkar finnsku bræðra þjóð á þeirra neyðarstundu? HVER VAR HEIMILDIN? Guðm. í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra tók til máls og sagði m. a. að Einar Olgeirsson hefði farið að dylgja með það, að fréttin kynni nú að vera sönn. Og þessar dylgjur voru m. a. í því fólgnar, að hreyfa því hér, hvað tveir íslenzkir ráðherrar hafi verið að ræða, þegar þeir voru á ferðinni í Bonn fyrir nokkru. — Frá þessu hefur verið skýrt. Þetta er ekkert leynd armál. Ferð þeirra hafði verið undirbúin áður. Þeir áttu leið þarna um. Þeir áttu erindi við þá ráðherra, sem þeir ræddu við, en það kemur þessu máli ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þó að E. Olg. sé að reyna að nota þessa ferð þesSara tveggja ráðh. sem dylgjur, til þess að undir- byggja hina ósönnu fregn Þjóð- viljans, sem birt var þar í morg- un. Eg verð að segja, að þetta er næsta lúalega að farið. Þessi hv. þm. rifjaði líka upp í ræðu sinni, að fyrir allmörgum árum hafði hann hreyft því hér á Alþingi, að Hitler hefði auga- stað á ísianui sem lendingarstöð fyrir flugvélar. Eg man nú ekki eftir þessu máli. En þessi hv. þm. bætti því við, að hann hefði sím- að fregnina af þessum umr. út um allan heim. Og er það ekki eitthvað svipað, sem er verið að undirbúa og er á ferðinni hér? Tilgangurinn leynir sér ekki. En fyrst E. Olg. er að dylgja með, að fregnin kunni að vera sönn oj* vill draga i efa rnín andmæli, þá vil ég gjsinan minna hann á, að í Þjóðviljanum stendur, að blaðið hafi örugga heimild fyrir þessari fregn. Eg skora á E. Olg., ég skora é Þjóðviljann að upp- lýsa, hver þessi örugga heimild er. Eg skora á þá að tilgreina, hvaðan þeir hafa þessa heimild. Ef þeir ekki geta það, — ef þeir ekki vilja gera það, þá er það vegna þess, sem auðvitað er það sanna, að þeir hafa sjálfir skrökv- að fregninni upp. DAUÐHRÆDDUR UM AÐ FREGNIN SÉ RÉTT Einar Olgeirsson (K) tók aft- ur til máls og kvaðst dauðhrædd- ur um, að fregnin í Þjóðviljanum væri rétt. Hins vegar kvaðst hann ekkert vita um þessa fregn fram yfir það, sem í Þjóðviljanum stæði. En því miður væri það svo, að þegar svona fréttir hefðu kom- ið í Þjóðviljanum, þá reyndust Fra^mh. á bls. 8. STAK8TEIMAR □heiðarleg blað; mennska Tírr.inn skrifar í gær ritstjórn- argrein um. að Morgunblaðið hafi þagað yfir því að íslenzkar stúlkur hafi verið drukknar í samkomu varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Sannleikur þessa má.ls er sá. að þrjú Reykja víkurblaðanna birtu nær sam- hljóða hasarfrétt um þetta efni sunnudaginn 12. þ.m. og báru fyrir því ónefndan mann, sem hringt hefði tii blaðanna. Þó var þess getið. að lögregluyfirvöld á Keflavíkurflugvelli töldu frétt þessa ranga og stórýkta. Þessi huldumaður- hringdi hins vegar ekki til Morgunblaðsins, enda hefur hann mctið það réttilega að blaðið mundi ekki birta sögu hans. án þess að kvnna sér sann- leiksgildi hennar. í næsta blaði Morgunblaðsins er hins vegar birt frásögn af þessum atburðum, eins rétt og frekast var hægt að upplýsa. og síðar sagði Morgun- blaðið: „fordæmanleg eru skríls- læti eins og stundum hafa borizt fregnir af. oft að vísu stórýktar þar setr. íslenzkar stúlkur eru dauðadrukknar í samkvæmum varnarliðsmanna." Þetta er Tímamönnum full- kunnugt um, en engu að síður halda þeir því fram að Morgun- blaðið hafi þagað um atburðinn. Rangt og rétt Spekingurinn. sem skrifar auglýsingar þær, sem SÍS lætur birta í Tímanum aí og til, nefnir hugvekju sína í fyrradag „Víkið burt ranglætinu." Er hann þar á ný tekinn að tala um þau laga- ákvæði. að innlánsdeildir SÍS greiði til Seðlabankans á sama hátt og aðrar lánastofnanir. Finnst honum það hið m.esta rang læti. innlánsdeildir SÍS ættu að hafa algjöra sérstöðu i þessu efnl. Menn minnast þess, að þetta á.kvæði hefur verið eitt megin- árásarefni Framsóknarmanna á Viðreisnarstjórnina og var helzt að ski/ia að landauðn yrði. ef því yrði ekki breytt. Af því tilefni hefur Morgunblaðið marg- spurt Tímann um, hve hárri upp- hæð þessi innlög næmu fram að þessu. Við því hafa aldrei feng- izt nein svör, en það er eins og fyrri daginn. að Framsóknar- menn vilja hafa sérréttindi á öllum sviðum. „Máttarstoðir alls atvinnulífs“ SÍS höfundurinn heldur áfram og segir: ,.f stórum Iandshlutum eru kaupfélögin máttarstoðir alis atvinnulífs. Það striðir gegn öll- um rökum. að hvaða ríkisstjórn sem að völdum situr hljóti ekki að styðja bau í þýðingarmiklu hlutverki þeirra." Greinarhöfundur virðist sýni- Iega telja það eiga að vera hlut- verk ríkisvaldsins að styrkja samvinnufélögin enn meir en orð ið er, einkum í þeim stóru lands- hlutum. þar sem þau njóta þegar einokunaraðstöðu. í öðru orðinu tala Framsóknarmenn að vísu um það. að þeir séu fylgjandi frjálsri samkeppni, en í hinu orð- inu segja þeir að stórefla eigi aðstöðu SÍS svo að um fullkomna einokunaraðstöðu verði að ræða. Að þessu tilefni er rétt að rifja enn upp um,mæli Esra Péturg- sonar, læknis. flokksbróður SÍS- höfundarins. þar sem hann benti á hættu þá, sem samfara væri einokunaraðstöðunni. Flutti hann þar svipaðar skoðanir og Morg. unblaðið nefur margbent á, að ofurvald samvinnufélaganna væri stórhættulegt og skerti hag neytenda eins og öll einokun hlýtur að gera, en SÍS herrarnir virðast ekki fallast á þessar rök- semdarfærslur þótt þær sén bornar fram af flokksbróður l þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.