Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. nóv. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 5 Fréttamaður blaðsins brá sér í Listamannaskálann fyrir skömmu og var ætlunin að rabba nokkra stund við Örlyg Sigurðsson, listmálara, sem heldur sýningu þar um þessar mundir. Við hittum Örlyg inni í miðjum sal þar sem hann er í hrókasamræðum við Kjarval og Jón Jónsson, bróður Ás- gríms. Fréttamaðurinn veigr- aði sér við að trufla þessar f jörugu samræður, þar til Ör- lygur kom og heilsaði honum með virktum og sagði: — Það hlýtur að vera erfitt fyrir yður að byrja viðtal án þess að hafa kynnzt viðkom- andi persónuleika. Það finnst mér, þegar ég byrja að mála einhvern, sem ég hef aldrei séð áður. Það er stundum kval arfullt fyrir báða aðila, en ég byrja alltaf á því að skissa fólkið til að kynnast lands- laginu. Má ég kannski rissa upp mynd af yður? — Sumir halda að þetta sé eins og að láta skera sig v.pp og opna án svæfingar eða deyfingar, en komast brátt að raun um, að þetta er leikur einn. — Hvernig er fyrir natúral ista að sýna nú á dögum? — Yfirleitt hakkar krítíkin okkur í sig, eins og hungraður úlfur sem kemst í sætmeti og finnst við hálfgerðar eftir legu kindur, sem villst hafa inn á vitlausa öld og eiga enga samleið með nútímanum. Það er því ekki nema fyrir hetjur úr hópi natúralista að sýna í dag, ef menn eru á annað borð svo barnslega stilltir að taka krítíkina alvarlega. En við listamenn erum manna við- kvæmastir. En er það ekfci einmitt viðkvæmnin og sársaukinn, sem örvar heilann til list- rænnar myndsköpunar? — Sízt af öllu er ég kjark- maður t.d. er ég alltaf með hjartað í buxunum, þegar ég stíg upp í flugvél. En ég flýg samt — og sýni samt. Menn eru og hræddir við að vera álitnir dragast aftur úr og tolla ekki í tízhunni. En ég held, að það verði aldrei gamaldags að leita sér yrkis- efna úr mannlífinu og mála og yrkja um mannskepnuna með öllum sínum kostum og |8! íf 1 I fc löstum, afkomenda Adams og Evu. Það hlýtur alltaf að koma við innsta sálarkjarna mannsins og hjarta, ef vel er gert. Og það skiptir vitanlega mestu máli, að vel sé gert, en öll mannanna verk eru mis- jöfn. — Myndirnar h5r á sýning unni eru flestar úr mannlíf- inu? — Já, eins og þér sjáið, blanda ég saman myndum af atvikum úr mannlífinu og portretum. Þau gnæfa upp úr hér og þar um salinn eins og einstaklingar upp úr mann- hafinu. Mannamyndirnar eru allar málaðar í olíu, en hug- myndirnar í vatnslitum. Eg vona að farvinn standist geisla virkni nútímans og liturinn leki ekki af eins og málning af húsþökum og kvenfólki síð ustu dagana. Þó maga vants- litamyndir ekki. hanga úti í rigningu frekar en konur. — Hvað viljið þér segja um stefnur í málaralist? — Eg held að ónumdar nán. ur séu ' mörgum listamannin um og menn leita langt yfir skammt og skyggnast ekki inn í sjálfan sig í leit að verð- mætum, en hlaupa á eftir utan aðkomandi tillærðum theorí- um, sem tröllríða listum og stjórnmálum á þessari sér- fræði- og tækniöld. Þar hélt ég aftur á móti að listimar kæmu með mótsvar í tak- markalausu sköpunarfrelsi, en ekki í þröngri absúlút kreddu dýrkun, og við, sem búum í lýðfrjálsu landi ættum að nota ökkur slíkt. Eg er ekki að upp hefja sjálfan mig með þessu, síður en svo, því ég finn manna bezt takmarkanir mín ar, sem maður og listamaður. Þess vegna er hæpið, oegar fólk er endalaust að ráðleggja mönnum hvernig bezt er að mála. Menn eiga fyrst að snúa sér að sjálfum sér og mega hólpnir heita ef lífið endist til sjálfsbetrumbóta, þó að þeir taki ekki aðra upp á arma sina með föðurilegum umvöndun- um. En nú er ég farinn að prdika sjálfur. — Mér þykir mest um vert að mér finnst eins og ég hafi komið mörgurn sýningargest- um í gott skap og er þá tii einhvers unnið, burt séð frá, listrænum tæknigöllum og framkalla bros og hlátur í táradal tilverunnar eins og jarðarfaratónninn er í henni versu í dag. Annars finnst mér, að það fari mér illa að reyna að vera spakur, eins og margir vilja í viðtölum. Við skulum þess vegna hætta núna. Sýning örlygs í Listamanna skálanum verður opin til sunnudagskvölds. örlygur Slgurðsson, llstmálart og eln mynða hans „Miss Hot’ kiss frá Harlem heimsækir ísland“. í dag verða gefin saman í hjóna band í Fríkirkjunni af séra Þor- eteini Björnssyni ungfrú Helga Sigurðardóttir, Fornhaga 13 og Alan Franklin Neuffer, Buffalo, KY. í dag verða gefin saman í hjóna band í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen imgfrú Agla Marta Marteinsdóttir (Jónssonar, skip stjóra) og Stefán Gunnarsson, flugmaður (Ásgeirssonar, forstj.). í dag verða gefin saman í hjónaband af séra Þorgeiri Jóns- eyni, Unnur Bergsveinsdióttir og Jón Ævar Þorgeirsson, stýrimað- ur. — Heimili þeirra verður að Langagerði 56. í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Garðari Þorsteins- syni ungfrú Hulda Hafnfjörð og Kjartan Elíasson. Heimili þeirra verður að HeWisgötu 3, Hafnarf. í dag verða gefin saman í hjóna band í Bessastaðakirkju, af séra Garðari Þorsteinssyni, ungfrú Hjörný Friðriksdóttir skrifstofu stúlka, Hraunsholti 8, og Jón Hilmar Björnsson vélsmiður, Breiðabliki, Seltjarnarnesi. Heim ili ungu hjónanna verður að Hraunsholti 8, Garðahreppi. f dag verða gefin saman í hjóna band af séra Jóni Auðuns ungfrú Erla Björg Magnúsdóttir, Lauga veg 162 og Bergsteinn Ragnar Magnússon, Snorrabraut 24. Heim ili brúðhjónanna verður að Snorrabraut 24. í dag laugardaginn 25. nóv. verða gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen unigfrú Elsa Bernburg, Stigahlíð 12 og Haraldur Baldvinsson, Reynimel 48. Heimili ungu hjónanna verð j ur að Reynimel 48. í dag verða gefin saman í hjóna | band af séra Árelíusi Níelssyni, | ungfrú Millý Birna Haraldsdóttir | Grettisgötu 90 og Ólafur Vil- ] hjálmsson, Vestmannaeyjum. Brúðhjónin dveljast fyrst um | sinn á Grettisgötu 90. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Guðrún Gestsdótt ir, Syðra'-Seli, Hrunamannahr., Árness. og Sveinn Finnsson, Eskiholti, Borgarhreppi, Mýr. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Steingerður Hall- | dórsdóttir, Sogavegi 141 og Eimil ] Bogason, Miðtúni 10. Opinberað hafa trúlofun sína ] Hrönn Hafliðadóttir, Jónssonar kaupmanns og ísólfur Þ. Pálmars son flugnemi, Pálmars Ísólísson ar, hljóðfærasmiðs. Tek að mér auglýsinga- teikningar hverskonar og skreytingar bóka. Er til viðtals alla virka daga frá kl. 10—17 á vinr.u- stofu minni að Bárugötu 5, simi: 13129. Hannes Frímannsson. Sölumaður óskast Samband óskast við góðan sölumann, sem vildi taka að sér að selja kaupmönnum og iðnrekendum vefn- aðarvörur og fl. beint frá útlöndum, gegn prósentum. Tilboð merkt: „Frá útlöndum — 7603“ afh. Morg- unblaðinu sem fyrst. Remtibekkur öskast einnig borvél Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir mánaðamót. merkt: „Járnsmíði — 190“. Smergelléreft frá nr. 30 — 220 fyrirliggjandi. Harpa hf. Sími 11547. Fyrir 1. des. NÝJAR VÖRUR — NÝTT VERÐ Ný sending af amerískum SÍÐDEGIS og SAMKVÆMISKJÓLUM á afar hagstæðu verði. Ný snið — Nýir litir. Kaupið eingöngu vörur með nýju tollunum. f, á Cjuorun Rauðarárstíg 1 Stórt bílastæði — Sími 15077. Hraðskákmöt. Haustmöt Tablfel. R.V.K. verður haldinn í Iðnó uppi sunnud. 26. þ.m. kl. 2 e.h. Þátttakendur eru beðmr að hafa með sér klukku. Öllum heimil þátttaka. Aðalfaguaðarfundur fyrir Lágafellssókn verður haldin í kirkjunni að aflokinni messu n.k. sunnud. 26. þ.m. Sóknarnefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.