Morgunblaðið - 25.11.1961, Page 10

Morgunblaðið - 25.11.1961, Page 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 25. nóv. 1961 Útgelandi: H.í Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Ölaj sími 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Krisíinsson. r Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÍÐINGSVERK KOMMUNISTA GAGNVART FINNUM TTin furðulega ósanninda-' frétt Moskvumálgagns- ins á íslandi í gær um það að Þjóðverjar óskuðu her- stöðva á íslandi, er eitthvert mesta níðingsverk, sem þekkzt hefur í íslenzkri póli- tík. Fregn þessa þirta komm únistar á íslandi sama dag- inn og Kekkonen Finnlands- forseti er að hefja umræður við Krúsjeff til að reyna að ná samkomulagi við Rússa, sem tryggi sjálfstæði lands hans. Eins og kunnugt er byggja Rússar kröfur sínar um her- stöðvar í Finnlandi á því, að Þjóðverjar séu að seilast til hernaðarlegrar aðstöðu á Norðurlöndum, sem ógni ör- yggi Ráðstjórnarríkjanna. — Eins og við var að búast, tók kommúnistamálgagnið hér á landi þegar í stað af- stöðu með Rússum gegn Finnum og hefur síðan marg sinnis sagt, að herbúnaður Þjóðverja og samstarf þeirra í Atlantshafsbandalaginu með Norðurlandaþjóðunum réttlæti kröfur Rússa á hend ur Finnum. Svo rammt hef- ur kveðið að þessum áróðri, að jafnvel við íslendingar höfum verið sagðir ógna Rússum. Kommúnistar hér á ís- landi hafa verið að leita að heppilegu tilefni til að sýna Krúsjeff og hans mönnum, svo ekki verði um villzt, að þeir geti treyst fimmtu her- deildinni á íslandi á hverju sem gengur. Til að koma fram áformum sínum í Finn- landi ríður Krúsjeff nú á því að geta rökstutt fullyrðing- arnar um yfirgang Þjóð- verja á Norðurlöndum. Þá grípa þjónar hans á íslandi tækifærið og skrökva upp frá rótum þeirri sögu, ' að þýzk stjórnarvöld hafi leitað eftir herstöðvum á íslandi og segjast hafa „örugga vit- neskju“ um þetta, ef sagan er þá ekki búin til austur í Moskvu og birt hér að ósk Krúsjeffs. Það segir sig sjálft, að ekkert, er Krúsjeff þóknan- legra en fá þetta vopn í hendur og engum áhrifa- meiri níðingshætti gátu menn hans hér á landi beitt Finna. Þetta síðasta fólskuverk manna, sem bera íslenzk nöfn, ætti að nægja til þess, að íslendingar afmáðu þá smán að kjósa menn þessa til áhrifastarfa í okkar unga lýðveldi og jafnvel til setu á sjálfu Alþingi. BLÓM OG BROS 'P’ins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, tóku rússnesk börn með blómvendi á móti Kekkonen Finnlandsforseta, er hann kom til fundar við Krúsjeff. Og flugvöllurinn, þar sem vél Kekkonens lenti, var skreyttur rússneskum og finnskum fánum. Eftir ógnarsprengingarnar og orðsendinguna til Finna, sem fylgdi í kjölfar þeirra, breyta rússnesku ofbeldis- mennirnir nú‘ um bardagaað- ferð og brosa sínu blíðasta brosi. Þeir eru sýnilega minnugir þeirra kenninga Lenin-Stalinismans að „á einum og sama áfanga .... getur bardagaaðferðin skipt um ham mörgum sinnum“. En þess skyldu menn minn ast, að ofbeldismennirnir eru ekki síður hættulegir þegar þeir brosa. Aldrei talaði Hitler hærra um frið og vin- áttu en þegar hann var að hefja hernaðarátök. Aldrei voru kröfur Rússa um bann við kjarnorkuvopnatilraun- um háværari en mánuðina, sem þeir undirbjuggu hel- sprengingarnar. Aldrei varði kommúnistapressan um heim allan meira rúmi til að veg- sama réttarfarið í Sovétríkj- unum en meðan Stalin framdi herfilegustu glæpa- verkin, og svo mætti lengi telja. Væntanlega gera finnskir ráðamenn sér glögga grein fyrir þessu eðli hins aust- ræna einræðis og gjalda var- hug við „vinarhótunum“ þess. Rýtingur er falinn inni í hin um sovézku blómvöndum. VARNARMÁLIN rpíminn spyr í gær að því, hvað Morgunblaðið eigi við, er það segi, „að senni- lega séu þær hervarnir, sem hér eru nú ekki nægilegar, heldur muni þurfa meiri varnir“. Eins og kunnugt er hafa kommúnistar og fylgifiskar þeirra margsinnis haldið því fram, að íslendingum væri lítil vörn í hinu fámenna varnarliði. Rússar gætu yfir- 211 stjórnendur Krupps á ráðstefnu í Essen FLESTIR kannast við nafnið Krupp og hjá mörgum vekur það hroll. Það minnir of mikið á hörmungar heimsstyrjald- anna, því Krupp-verk- smiðjurnar þýzku voru aðal vopnaframleiðendur Vilhjálms keisara og Ad- olfs Hitlers. Fyrri viðskiptavinir Krupps eru margir komn- ir undir græna torfu, en Krupps verksmiðjurnar eru enn við líði. Síðastl. mánudag voru Iiðin 150 ár frá stofnun þessa fjöl- skyldufyrirtækis og var þá efnt til afmælishófs þar sem um 7000 gestir drukku skál Krupps í. kampavíni. I FANGELSl Stofnandi fyrirtækisins var Friedric'e. Krupp, en núverandi stjórnandi þess er sonar-sonar- sonar-sonur hans, Alfred Krupp. Þessi Alfred Krupp var handtekinn eftir lok síð- ustu heimsstyrjaldar, sakaður um að hafa notað þrælkunar- vinnu í st.órum stíl. Hann var sekur furdinn og dæmdur í tólf ára fangelsi. Lítið stóð þá eftir af verksmiðjunum, því flugvélar Bandamanna höfðu sinnt þeim sérstaklega vel á stíðsárunum. Einna helzt leit því út fyrir að Krupp félagið væri úr sögunni. En 1951 var Alfred Krupp sleppt úr haldi eftir að hafa setið í fangelsi í sex ár. A síð- asta ári störfuðu hjá Krupp liO.OOO manns og var velta félagsins sem svarar rúmlega 52.000.000.000,— íslenzkra kr. Utflutningur nam um 8.500 milljónum króna. UNDANÞAGUR Eftir neimsstyrjöldina kröfð ust Vesturveldin þess að Krupp félagið yrði leyst upp og eigur þess seldar. En eng- inn kaupandi fannst, er réði stað bætti Krupp nýjum fyrir- tækjum við samsteypuna. Fé- lagið hefur þó lofað að selja kola og stálver, sem það hefur yfir að ráða. Atti þessi sala að fara fram fyrir þrem árum, en eins árs undanþága hefur þrisvar verið veitt og allar lík- ur benda til að sagan endur- taki sig i janúar n.k. þegar nú- gildandi undanþága fellur úr gildi. I dag framleiðir Krupp ekki lengur heigögn, heldur ýmsar vörur, sem eftirsóttari eru af almenningj. Fyrirtækið hefuir sambönd um allan heim og í tilefni afmælisins á dögunum komu saman í Essen 211 „aðal- forstjórar*' frá ýmsum löndum. Sátu þeir ráðstefnu á heimili Alfreds Krupps skammt frá Essen og þar var meðfylgj- andi mynd tekin af þeim fyrir bandaríska tímaritið Life. All- ir eru þarna klæddir dökkum fötum með hvíta klúta í brjóst vasa. Alfred Krupp stendur fremst í miðju og við hlið hans sonur hans. MOTMÆLI Meðal gesta í afmælishófinu voru ráðherrar og 43 sendi- M herrar erlendra ríkja. Sendi- herra Sövétríkjanna, Smirnov, þáði boðið, en sendiherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands sendu sendiráðs- fulltrúa í sinn stað. Vildu þeir á þennan hátt sýna óánægju Vesturveldanna yfir því að ekkert hefur orðið úr því enn sem komið er að Krupp fyrir- tækið yrði leyst upp. Alfred Krupp við handtökuna 1945 bugað það á svipstundu, ef þeim sýndist. Morgunblaðið hefur ekki þá þekkingu á hermálum, að það geti full- yrt, hvort varnirnar eru nægilega sterkar, en það tel- ur þó augljóst, að eins og nú er umhorfs í heiminum megi undir engum kringum- stæðum veikja þær og miklu fremur sé ástæða til að efla þær. Tíminn spyr síðan, hvaða þætti varnanna Morgunblað- ið vilja efla. Því miður verð- ur að játa, að blaðið hefur ekki heldur nægilega þekk- ingu til að svara þeirri spurn ingu. Það er auðvitað ekki á færi annarra en herfræðinga og þá þeirra, sem þekkingu hafa á vörnum Atlantshafs- bandalagsríkjanna í heild, því að í þessu efni er um samræmda heildarstefnu að ræða. Að sjálfsögðu meta svo íslenzk stjórnarvöld til- lögur sérfæðinga í hermál- efnum á hverjum tíma, Meginatriðið er það, að á meðan ofsi ofbeldismann- anna í Kreml fer stöðugt vax andi, getur ekki komið til mála að lýðræðisþjóðirnar slaki á vörnum sínum. Þá væri voðinn vís. FIRMA. KEPPNI HAFNARFIRÐI. — Lokjð er firmakeppni Bridgefélags Hafn- arfjarðar og urðu 13 efstu liðin, sem hér segir: 1. Húsgagnabólstrun Ragnars Björns- sonar 83‘i stig; 2. Verzl. Ásbúð, Vest- urgötu 4, 82!i; 3. Úra & Skartgripa- verzlun Magnúsar Guðlaugssonar 82; 4. Alþýðuhúsið Hafnarfirði 82; 5. Verzl- un Pórðar Þórðarson 81 Vi; 6. Raftsekja- vinnustofa Sigurjóns Guðmundssonar V92; 7. Blómaverzlunin Sóley Völj; 8. Bílaverkstæði Vilhjálms Sveinssonar 79; 9. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 78‘/2; 10. Bílaverkstæði Hafnarfjarðar 7714; 11. Kaupfélag Hafnarfjarðar 76(4; 12. Venus h.f., 76; 13. Oliufélagið Skelj. ungur 76(4. Á miðvikudagskvöld kl. 8 hefst sveitakeppni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.