Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. nóv. 1961 MOnCVlSBL AÐ1Ð 11 ÁVARÚTVEGUR 22 þúsund tonn — 180 millj. kr. „The Shipping World“ hefir birt yfirlit um hvað kostaði að byggja farmflutningaskip 21,750 DW að stærð, í enskri skipasmíða stöð 1. júlí þ. á. Heildar byggingarkostnaðaur skipsins var 1,481, 605 stpd. eða um 180 millj. ísl. kr. stálið í skrokkinn asamt tilheyrandi því, var um 30% af kostnaðinum. Aðal vél, hjáiparvélar og rafmótorar voru ca. 28%, loftleiðslur og loft- ræsting um 10%, en rörlagning- um skipið eru 10 tengingar, en auk þess hátalar á „mikilvæg- um“ stöðurn ofan dekks og neð- an. Til þess að auðvelda stjórn skipsins við trollköstun og upp- hífingu, er komið fyrir sérstök- um klefa aftan við brúna, þar sem skipstjórinn getur stjórnað öllum hreyíingum skipsins eins og úr brúnni sjálfri. Auk 8 yfirmanna á dekki Og í vélarúmi verða 27 aðrir skips- menn eða 35 manna skipshöfn ar, útbúnaður, innrétting og máln ing rúm 10%. Umsjón, vinnulaun, tryggingar, eins-árs ábyrgð og ágóðahlutur, var um 20% af heildarkostnaði skipsins. Skip það sem lagt var til grund va iar þessum útreikningi var ný- tízku einnar skrúfu skip, með yfirbyggingu á afturskipi. Skipið var nær allt rafsoðið í sam- setningum, nema á einstaka styrktarböndum. Eftir allri lengd skipsins var tvöfaldur botn, fyrir vatnsballest. Þús. skip úr hcimsflotanum 1960 Samkvæmt skýrzlum frá Loyds Register of Shipping voru upp- höggvin skip á árinu 1960 fleiri en nokkru sinni áður eða alls 830 skip, samtals 3,28 millj. tonna. En árið áður 789 skip samtals 3,12 millj. tonna. En fyrri ára hámark, er frá 1933 og var þá 2,4 millj. xonn. Af sjósíysum faekkaði í heims- flotanum um 171 skip, samtals 358,000 brt. árið 1960, sem er mesta skipatjón eftir styrjöldina, að tónnatali. Hliðstæðar tölur 1959 voru 181 skip 281,000 br. tonn. Heildarfækkunin í heimsflotan- um 1960 varð þannig 1.011 skip, um 3,64 millj. tonna, en 970 skip um 3,41 mxllj tonna árið 1959. Stórir norskir skuttogarar. Það hefir verið áður skýrt frá þvi, að Norðmenn eru að koma sér upp nýtízku togaraflota. f>eir byggja sjalfii 6 til 8 skuttogara af meðalsr.ærð, eftir norsku fyrir komulagi, en þeir kaupa einnig togara annars staðar að! I „Fiskaren'’ 1. nóv. s.l. er frá þvi skýrt, að hið nýstofnaða tog- araútgerðarfé! ag Nordtrál A/S í Harstad, eignist á árinu 1962, tvo nýja skuttogara, sem verði stærstu togarar Noregs. Bæði skipin eru byggð hjá Rickmers Werke í Bremerhaven, þeim fyrri verður hleypt af stokkunum 6. jan. n.k. og verður afhentur út- gerðarfélaginu í marzmánuði. Seinna skipið á að vera tilbúið til afhendingar sex mánuðum síð ar. Báðir togararnir verða 220 fet á lengd 9,60 m. á breidd og 7,15 m. af efsta dekki í botn. Þeir verða með sama byggingarlagi og þýzki skuttogarinn „Carl Kámpf“, sem hefir heppnast mjög vel, og er byggður h]á sömu skipasmíða- Stöð. Kostnaðarverð hvors þess- ara skipa verður 6 millj. N. kr. ,(um 36 miiij Isl.kr.) Aðalvél skipanna er 1600 ha. Deutz Diesel, og 360 ha. hjálp- armótor, a sama öxli, sem hægt er að nota eftir þörfum, einnig ski ftiskrúfa. Tryggt á að vera að ganghraði skipanna geti verið 14,75 mílur I skipunum verður fiskimjöls- vinnsla og frystiútbúnaður auk rýmis fyrir ísaðan eða saltaðan fisk. Af navigationsútbúnaði er nefnt m. a. gyrókompás, síma og talkerfi, tvær gerðir af radar, fiskileitarúbbúnaður með tvenns kcnar dýptarmælum, fisksjá, og asdictæki með lóðréttuoa geisla, og dýptarmæli. Fyrir talsamband Norskur skuttogari á hvoru skipi Með öllum útbún- aði kosta bæði skipin um 13 millj. N.kr. (um 78 millj. ísl.kr.) og hefir þetta fjármagn þegar verið tryggt af hinum norsku kaup- endum. Fiskimönnum fækkar í Esbjerg Fækkað hefir i félagssamtök- um fiskimanna í Esbjerg. Astæð- an er flótti frá sjósóknarstarf- inu. Rúmlega 200 félagsmönn um hafa horfið til annarra starfa og þægilegri í landi. Ófélags- bundnum fiskimönnum hefir einnig fækkað við fiskveiðar, þannig að talið er að um 400 manns hafi yfirgefið fiski- mannastrf í Esbjerg á þessu ári. Fiskveiðar Rússa 1960 Fiskveiðiafli Rússa nam 3,5 millj. tonna á síðasta ári, sem er helmingi meiri afli heldur en 1950. Þar af eru 2,7 millj. tonna sjávarafli. Fiskiskipafloti Rússa er nú sá stærsti í heimi, og hefir aukizt um 150% frá 1950, en hestaflamagnið fjórfaldast. Fiskveiðar Japana 1960 Heildarfiskafli Japana varð um 6,2 millj. tonna 1960, en það er um 5 % meira heldur en árið áður. Móðurskipa leiðangrar í norðan- verðu Kyrrahafi höfðu nær fjór- faldað aflamagn sitt á einu ári. Aflaverðmætið var talið vera um 922 millj. dollara (um 40 þús. miilj. ísl.kr.) H. J. Skautaís og skautaferðir ÞEGAR góður skautaís er á (innar, og hvatti til þess, aS Plasthiminn óþarfur í Háskólabíói? UNDARLEG og óvænt orð voru birt í blaði þessu fyrir skömmu. Var þar gestum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar tilkynnt, að á tón- leikum hennar í Háskólabíói heyrðist framburðurinn nógú vel, heyrðin væri nógu góð. Mikill úrvalsúrskurður það og huggun þeim, sem heyra annað í tónlisarflutningi en misjafn- lega þægilegan hávaða, og þeim hljóðfæraleikurum hljómsveitar innar, sem heyra varla í sessu- nautum sínum í hljómsveitinni! Nei, við höfum ekki ráð á því að glata persónuleika og lífi því, sem tónarnir tjá af sinni speki. Eftir að óhagstæðir uppsetn- ingarörðugleikar höfðu verið leystir svo vel sem unnt er, flutti þaulæfður kór og hljóm- sveit eitt rismesta verk tónbók- menntanna í þessum mótbyrjar- sal. Áheyrendur urðu að láta sér nægja að „heyra undir væng“ flest það, sem hafði kost að mesta vinnu og erfiði flytj- endanna — fullmótun tóns og hljóma, jafnvægis og styrkleika o.s-.frv. o.s.frv. á meðan rjáfrið naut alls' þessa. „Nógu gott“, sagði listamaður flatar og rúms — aukið og óyfirstíganlegt erfiði listamanns tímans. Ég leyfi mér að leggja til, að úr þessu verði bætt án tafar. Ef aurana skortir má bjóða unn endum hljómsveitarinnar að láta huga fylgja orðum og yfirlýs- ingum með því að halda „gjafa- tónleika“ og selja aðganginn fyrir 100—500 kr. á sæti. Háskóli íslands á margfalda þökk skilið fyrir að hafa slík- an hug á að leigja samkomusal sinn svo ágætan til tónleika. Það væri því skömm, að þeir, sem njóta þessarar gestrisni láti drag ast að stuðla að smíði plasthim insins umrædda. Þorkell Sigurbjörnsson. Reykjavíkurtjörn, er þarna einn eftirsóttasti og bezti leikvöllur bæjarins. Þangað þyrpast börn- in, jafnvel svo hundruðum skift- ir, með skautana sína til að njóta þessarar heilsusömu og ágætu íþróttar, og þó að allir séu ekki lærðir eða leiknir í þessari íþrótt í fyrstu, þá segja þó brosandi og rjóð andlit til um þá ánægju og hollustu, sem fæst með því að -hreyfa sig þarna á skautaísnum. En þegar mörg börn eru þarna saman að leik á litlum bletti, get- Ur ýmislegt komið fyrir, því þarna myndast slysahætta, og hafa þarna orðið smávægileg meiðsli á skautafólki, en þó miklu sjaldnar en við hefði mátt búast. Sérstaklega eru það dreng ir á stíghjólum, svo og „skelli- nöðrum", sem þarna auka á slysa hættuna, með því að þeysa á þess um tækjum innan um börnin, þar sem þau eru að leik. og er hreinasta mildi, hve vel hefur tekizt hingað til, að komast hjá stórslysi fyrir oft gálaust fram- ferði þessara drengja. Lögreglan hefur gert sitt til að hafa hemil á þessum drengjum, enda nauð- synlegt að hafður sé þarna lö.g- regluvörður, sérstaklega eftir að skyggja fer á kvöldin. Skautasvellið á Tjörninni hef- ur lengi verið eftirlætisleikvöllur hinna yngri og eldri bæjarbúa. Hér áður fyrr, þegar skemmtana- lif bæjarbúa var ekki eins fjöl- breytt og það er nú orðið, var það ein algengasta og bezta skemmtun þeirra að fara á skaut um á Tjörninni, enda tækifærin til þess mörg og góð þvi þá voru frostin meiri og stöðugri en nú til dags, þegar blessað þýðviðrið vefur okkur örmum mestan hluta vetrar. Fyrir allöngu hafði ég á hendi, um margra ára skeið. um- sjón með hreinsun og viðhaldi á skautasvellinu á Tjörninni. Lét ég vinna þetta í nafni Skauta- félagsins, en fyrir peninga, sem bæjarsjóður lagði fram. Var oft lengi skautasvell á Tiörninni í þá daga og mikið notað af yngra og eldra skautsfólki. Man ég, að krakkarnir voru ákaflega þakk- lát og hrifin af þvi að hafa þarna skautasvell til að leika sér á, þegar vel viðraði. Alltaf síðan hefur það verið skoðun mín, að nota eigi Reykjavíkurtjörn til skautaferða þegar tækifæri býðst, og halda þar við góðu skautasvelli. íþróttafélög hér gengust fyrir byggingu skautahallar, svo við gætum iðkað þessa ágætu íþrótt hér allt árið við hin fullkomn- ustu skilyrði. Tóku margir undir þetta í alvöru, og þótti ekki vanzalaust, að hér skyldi ekki vera til nein skautahöll. Síðan þetta var, eru liðið mörg ár, og enn bólar ekki á neinni skauta- höll, eða undirbúningi að bygg- ingu hennar. Vil ég þvi enn hvetja íþróttafélög og forystu- menn þeirra til að hafa á hendi forystu í þessu byggingarmáli, því ég tel það í anda íþrótta- mennskunnar að sýna þegnskap og fórnfýsi í því að laða og leiða unga fólkið að hollum íþróttum. Og íþróttasamtökunum beri einn ig að vinna að því, að skapa skil- yrði til slíkra íþróttaiðkana, þó ekki sé þar stefnt að keppni um met eða medalíur. Kjartan Ólafsson. Ný skáldsaga hjá Schönberg NÝ SKÁLDSAGA er út kom- in hjá Schþnberg bókaút- gáfunni í Kaupmannahöfn, skáld sagan „Retfserdighedens Hus“ eftir Karen Plesner. Höf- undurinn fjallar í sögu sinni um eitt af furðulegustu réttarmorð- um í danskri réttarsögu, mál kvennanna á Fejþ. Barnslí'k finnst og dómarinn á eyjunni hundeltir þrjár konur, flækir þeim í málið og fær þær dæmd- ar í fangelsi, þó engin þeirra viti eiginlega hvað um er að vera. En á síðustu stundu tekst að forða þessum réttarmorðum. Bókin er mjög spennandi. Hvatt til aðildar OSLÓ, 22. nóvember. — Utan- ríkis- og stjórnarskrárnefndir norska þingsins tóku í dag til meðferðar greinargerð samtaka iðnaðarins í Noregi um viðhorf iðnaðarins til Efnahagsbanda- lags Evrópu. Segir þar, að að- ild Noregs rnundi skapa iðnað- inum heima mikla erfiðleika í byrjun. Samt sem áður er hvatt til inngöngu í bandalagið þar A þeim árum skrifaði ég smá- eð Noregi sé mikilvægt að grein í Morgunblaðið, um holl-1 standa ekki utan þeirra sam- ustu og skemmtan skautaíþróttar | taka. — „Hæ, Mao! Viltu ekki £á slatta af HONUM — í staðinn fyrir þessa venjulegu vörur. I»ú varst alitaí svo hrifinn af HONUM!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.