Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. nóv. 1961 MORGVNBL4ÐIÐ 13 skal aö kveldi lofa Elínborg Lárusdóttir: Dae skai a8 kveldi lofa. Horfnar kynslóðir II. Saga frá 18. öld. Bóka- útgáfan Norðri. 1961. ÞESSI saga er framihald sögtu skáldkonunnar, er kom út fyrir éri, og hún nefndi: Sól í hádegis- stað. Horfnar kynslóðir I. Bóðar þessar sögur eru saga fjölskyld-] unnar í Dal, Hákonar hins ríka, Þuríðar 'húsfreyjiu hans og Stefáns sonar þeirra. Stefán í Dal var skólalærður, en hafði kosið að setjast að heima og stunda búskap og taka síðar við ættaróðalinu. I fyrri sögunni er sagt frá því, að þeir Dalsfeðg- ar riðu í annað hérað til þess að toiðja konu til handa Stefáni. Var jþað Sólveig, elzta dóttir prest- ihjónanna á Máná. Bresthjónun- um, sem voru efhaU' il, leizt vel á þennan ráðaliag fyrir dóttur sína, en þegar ti. h?nnar kasta kom neitaði hún. Hún unni öðr- urn manni, fátækum og ráðalitl- um. Þegar Stefán var búinn til heimferðar og kvaddi Sólveigu lætur skáldkonan hann mæla svo: „Eg bið yðar ekki nema einu sinni, Sólveig. En ég mun ekki gleyma yður að sinni. Fari nú svo, að yður snúist hugur, þá látið mig vita.“ Þegar sagan, Dag skal að . kveldi lofa, hefst, er Stefán enn ókvæntur og veldur það foreldr- um hans áhyggjum. A Máná hafði það gerst, að Sólveig hafði átt tvö börn í lausaleik með rnanni þeim, sem hún hafði unn- að, en ekki fengið að eiga vegna íátæktar hans. En hann hafði og brugðizt henni og átt barn með annarri stúlku. Ekki hafði Sól- veig sett fyrir sig fátæfct hans, en er hann reyndist henni ótrúr, snerist hugur hennar og hún vildi engin samskipti hafa við hann framar. Nú hafði hún ekki rnargra kosta völ. Hún var fallin kona með tvö börn, og foreldrar hennar fátæk. Sendir hún þá Stefáni fáort bréf: „Þú sagðir einu sinni, að ég skyldi láta þig vita, ef mér sner- ist hugur. Ef þú ert sama sinnis, íþá er é'g reiðubúin að flytja að Dal eða hvert sem er. Hugur minn er mikið breyttur frá því, sem var. Eg á nú tvö börn. Ann- að barnanna verður hér, en hitt vildi ég mega hafa með mér.“ Þetta bréf varð tilefni örlaga- ríkra atburða, sem eru uppistaða og aðalþáttur sögunnar. Jafnframt því, sem sagan er saga fjöldskyldunnar í Dal, tvinn ar skáldfeonan inn í hana atburð- um, sem sýna þjóðhætti, kreddur og trú þeirra tíma, sem hún gerist á. A þessum tímum var mjög bart tekið á hjúskaparbrotum. Ef um enöurtefein brot var að ræða lá við dauðarefsing. Al- menningsálitið tók og mjög hart á öllu lauslæti. Konu, sem átti barn utan hjónabands, dæmdi almenningsálitlð mjög hart, og skuggi móðurinnar féll á barn hennar. Smáhnupl kostaði hýðingu, og eins þótt þjófurinn hefði aðeins stolið matarbita til þess að seðja hiungur sitt. Ef um ítrekaðan þjófnað, eða stærri þjófnað var að ræða, lá við Brimarhólmsvist eða jafnvel líflát. A þessum tím- um sultu fátæklingar tíðum, og ef harðindaár komu, flakkaði fjöldi manna um landið, bungr- aður og klæðlítill. Isáár og eld- gos urðu örlagarík fyrir þjóðina á 18. öld, jafnframt því, sem ein- okruna-rverzlimin saug blóð og maerg úr henni. Sparsemi var al- mennt mjög mikil, en vinnutími langur. Meiri hluti þjóðarinnar var bláfá'tækur, þó vouu ein- staka ríkisheimili, þar sem jafn- an var nógur matur. Þanigað leit uðu fátæklingarnir, til að fá sér bita og sopa og þau heimili áttu þess jafnan kost að fá duglegt vinnufól'k. Dæmi um eitt slíkt heimili var beimili þeirra Dals- hjóna. En þótt ríkidæmi væri mikið, þá eyddu auðugir bændur ekki mikiu í húsbúnað eða vegleg húsakynni. Flestar baðstofur voru ekki þiljaðar, nema að litlu leyti. Þótti það þv£ tíðindium sæta er Stefán í Dal reisti sér- stakt baðstofuhús, er hann þiljaði í hólf og gólf, enda var hann þá búinn að ákveða á eigin spítur án samráðs við foreldra sína að taka Sólveigu á Máná sér fyrir konu. Enn var í tízku, að auðmenn héldu veizlur miklar er þeir giftu dætur sínar. Presturinn á Máná var fátækuir. Stefán í Dal hafði tilkynnt Sólveigu, að hann kæmi á á'kveðnum degi að giftast henni, og myndi hann leggja til á sinn kostnað veizluföngin. Er hann tilkynnti foreldrum sínum um giftingaráform sitt og bað þau ríða með sér til veizlunnar, neit- aði móðir hans að fara. en faðir hans fór með honum. Meðal veizlufanganna, er þeir feðgar létu flytja til Mánár, var uxi einn mikill og feitur, er leiddur var milli héraða. Kaldar voru móttökur er hin unga kona kom í DaL Tengda- móðirin lét hana ekki sjá sig, og köld var sambúðin um allmörg ár. En annað barn sitt hafði Sól- véig haft með sér, dreng að nafni Benjamín. Eg vil ekki spilla ánægju vænt. Elinborg Lárusdóttir anlegra lesenda með því að rekja meir söguþráð þessarar skemmti legu sögu, en aðeins að nefna nokkru nánar þær sögupersónur, sem 'höfundi hefur tekist svo vel með, að þær munu seint gleym- ast lesendum. Vil ég þá fyrst nefna Sólveigu, prestdótturina frá Máná, sem var fögur og stór- lát, en brotleg samkvæmt al- menningsálitinu, þar sem hún hafði alið tvö böm í lausaleik. Ekki tók aimenningsálitið tillit þess, þótt hún hefði unnað mann- inum, sem átti börnin með henni. Hún hafði gengið að eiga mann, sem hún unni ekki, veit að þá er henni borgið fjárhagslega, en annars hefði ef til vill vergangur legið fyrir henni, vegna fátæktar foreldra hennar. Smátt og smátt lærir hún að virða mann sinn, og loks að elska hann, er hún sér hve mikill mannkostamaður 'hanri er. Hún ávinnur sér fljótt álit alls heimilisfóiksins í Dal. En á milli hennar og tengdamóður- innar er ekkert samband. Til þess voru þær of líkar. Sólveig er svo [ vel gerð frá höfundarins hálfu, að hún á skiMð að fá sæti meðal þeirra kvenna íslenzkra bó'k- mennta, sem lengi verður minnzt. Þuríður, hin stórláta húsfreyja í Dal, var jafnan drenglynd ef á reyndi. Berijamín litla, lausaleiks barni tengdadótturinnar, var hún góð, og svo fór. að hún unni hon- um sem sínu eigin barni. Hún fræðir hann um margt og hann verður enn samrýmdari henni en móður sinni. Og er hann hefur aldur til ákveður hún, að kosta hann í skóla, og meira segja ætl- ar hún sjólf að fylgja lau&aleiks- bami tengdadótturinnar til skóla staðarins. Þá bráðnar ísinn í brjósti tengdadótturinnar, hún klæðist sínum beztu fötum og gengur á fund tengdamóður sinn- ar. Þetta er glæsilegur sögukafM, gerður af mikilM list og djúpsæj- um skilningi. . Margir auðmenn þessa tímal Mtu mjög niður á fátækMngana, | en í þeirra flokki var ekki Há- kon í Dal. Hann var hjálpsamur fátækMngum og sá veilur aldar- farsins. Þess vegna tók hann létt á smáafbrotum. Fyrir einn fisk, sem hungraður drengur hafði hnuplað lætur hann eiganda fisks ins fá fullorðinn sauð, svo að hann kæri ekki drenginn. Ollum sögupersónum sínum lýsir skáldkonan af skilningi. Þó eru sumar þeirra misMtir sauðir eins og gengur og gerist í lífinu. Talsvert áberandi sögupersóna er prestskonan á Hjalla, maddama Jóney, frek, úndirförul og eigin- gjörn. Presturinn maður hennar er meinlaust góðmenni, ódugleg- ur að bjarga sér, en verður stimd um verkfæri í höndum konu sinn ar til verka, sem hann gengur nauðugur til. 1 sambandi við dauða hans dregur skáldkionan upp mynd af hjátrúarathöfn, þar sem heimilisfólkið slær prestinn dáinn utan undir, svo að hann fylgi því ekki. I lok sögunnar dregur skáld- konan upp hugnæma mynd af ævikvöldi Hákonar bónda, þar sem hann diáist að sínum fyrver- andi andstæðingi, fógetanum, og reikar um land sitt. „Blessuð veri moldin", lætur hún hann segja. En með þessum orðum, er frú Elínborg leggur í munn Há- konar bónda, túlkar hún sína eigin sikoðun. Hún veit að við íslenzka gróðurmold hefur líf- taug þjóðarinnar verið bundin um aldir, og við hana muni hún að miklu leyti verða tengd í fram tíð, ef þjóðin á að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Aðalefnj -sögu þessarar styðst við sannsögulega atburði. Sumar sögupersónurnar eru þekktir menn og konur, sem uppi voru á þeim tíma er sagan gerist, en nöfnum þeirra er breytt. Hákon í Dal er sami maður og Eiríkur Bjamason, sem lengi þjó í Djúpadal í Skagafirði og var oft kaUaður Eiríkur ríki eða Mera-Eiríkur. Mera-Eiríkur var hann kallaður vegna hrossafjölda síns. Bjami hét sonur hans, sem í skáldsögurmi er nefndur Stefán. Hann giftist Sigríði, er var dóttir séra Jóns Sigifússonar £ Saurbæ í Eyjafirði, er orðlögð var fyrir fagurð og gáfur. Nokfcrum árum áður, en Bjarni giftist henni, hafði hún veitt bónorði hans af- svar. Unni hún manni, er nefnd- ur var Rauðhúsa-Olafur og átti með bonum tvö börn. Var Olafur taMnn gáfaður, fríður sýnum en flysjungur, og vildi því séra Jón ekki gifta honum dóttur sína. Fór svo, að séra Jón skrifaði Bjarna með samiþytoki dóttur sinnar og bauð honum hana fyrir konu. Brúðkaup þeirra Bjarna var haldið í Saurbæ, og uxinn mikli, sem getur um í sögunni, er sannsöguleg persóna. Var hann leiddur alla leið vestan frá Djúpa VI2VNA Enskar fjölskyldur óska eftir íslenzkum stúlkum til heimilisaðstoðar. Góðir vinnu- veitendur og góð laun. Enskutím ar fáanlegir sé þess óskað. Skrif- ið á ensku tjl — Mrs, Dagnall Halfaicre Cottage, Eaton, Tai*- porley, Cheshire, England. dal til Saurbæjar til þess verða veizlumatur. Dag skal að kveldi lofa er 23. bókin, sem frú EHnborg Lárus- dóttir sendir frá sér á prenti. Kom hún út fyrir viku á 70 ára afmæli skáldkonunnar. Er þessi saga eiitt meðal beztu rita hennar. Hún sýnir í ríkum mæli þau þrjú höfuðeinkenni skáldkonunnar, sem hafa gert hana vinsæla. Koma þessi einkenni fram jafnt í skáldsögum hennar sem ævisög um. Þessi þrjú einkenni eru: Mikil frásagnarlist og frásagn- argleði. smælingjum. Hver þjóð verður að þekkja rætur sinar — sögu sína — ef henni á að vegna vel. Að því leyti er og skáld háð sama lög- máli og jarðyrkjumaður, að báðir verða að þetokja til hlítar þann jarðveg, sem þeir yrkja. Þorsteinn M. Jónsson. Þyrlur til landhelgis- gæzlu DANSKI flugherlnn hefur ný- lega fest kaup á fimm þyrl- um frá sænsku bifreiða- og flugvélaverksmiðjunium SAAB. Eru þyrlur þessar ætl- aðar til starfa á fiskieftirlits- skipum danska flotans við Færeyjar og Grænland, og verða afhentar á næsta ári. Þyrlur þessar nefnast Alou- ette HI. og hafa sæti fyrir 7 manns. Er þetta endurbætt útgáfa af Aiouette II, sem SAAB í Norrköping hefur smíðað undanfarið samkvæmt umboði frá frömsku flugvéla- smiðjunum Sud-Aviation. Bréf sent MBl: Islendingar og sfónvarpið Herra ritstjóri: ALITAMAL þykir það, hvört ieyfa eigi siónvarp hér á landi, og er þá ekxi að efa, að vara- semin g'ignvart þessari tækni- nýjung stafar af vantrausti á mætti íslenzkrar menningar. En þó kenrur þetta vantraust ein- ungis til af þvi að ekki er horft af nógu háum sjónarhól og af því að menn haía ekki kunnað að sjá það sem merkilegast hefur komið íram hér á iandi og er hið eina sem gæti loiað íslenzkri menn- ingu riokkúrri framtíð. Vill nú einmitt svo til að sjónvarp og oðM þess get'ur gott tækifæri til að minna á það sem hér kemur til greina. Dr. Helgi Pjeturss hélt því fram, löngu áður en sjónvarp kom tii sögunnar, að nokkuð sem Mkja mætti við sjónvarp, ætti sér stað milli Mfandi manna. Það er að segja, að hið lifandi efm, eins og það er a sig komið í hinum Mfandi Mkömum, búi yfir sams- konar möguleikum og sjónvarpið hefur siðar sýnt, og fram geta SVEINBJÖRN DAGFINNSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11, — Sími 19406 Staðarfellsskólinn Eftir áramótin mun hús- mæðraskóMnn að Staðarfelli efna til námskeiða í handa- vinnu, fatasaum og vefnaði. Umsóknir sendist sem fyrst. AMar upplýsingar á staðnum. Forstöðukonan OPTIMA ferðaritvélar í tösku Verð aðeins kr. 3630.— Garðar Gíslason hf. Hverfisgötu 6. komið í hinu Hflausa efni: að myndir eða sýnir geta flutzt milli fjarlægra staða. Dr. Helgi nefndi þetta bioinduktion eða lífstarfs- ieiðslu, og hann hélt því fram, að þannig væru draumar til komn ir, að sjón heyrn og tilfinning annars manns yrði virk í þeim sem sefur, fyrir samstillingu taugakerfanna. Væri þá hinn sofandi maður, dreymandinn, mjög sambærilegur við móttöku- tæki sjónvarpsins, þar sem hin- ar tilsendu myndir koma fijam, en senditækin sva'ra til þess, sem sambandið er við, draumgjafans, sem dr. Heigt nefndi svo. Þess konar samband hefur mjög oft átt sér stað hér á jörð, og er fullsannað, þótt aldrei hafi það verið skýrt náttúrufræðilega fyrr en í ritum riins íslenzka vísinda- manns. Dr Helgi hélt því fram, að sambandið væri við íbúa ann- arra hnatta, og mun sú stórkost- lega útsýn, sem með þeirri upp- götvun veitist, hafa átt mikinn þátt í því hve mikilH mótstöðu og undirtektaleysi kenningin mætti hjá þeim menntamönnum sem ekki voru jafningjar hans. Fremur mætti vænta þeirrar djarfhygM, sem hér er þörf, hjá vísindamönnum annarra þjóða, Og þykir mér nú mikils um vert að geta sagt þau vísindalegu stór- tíðindi, að amerískur fræðimað- ur og rithöfundur, Alan E. Nourse, hefur sett fram þá skoð- un í riti um stjörnufræði að sigra muni mega þá takmörkun hraðans, sein bundin er við hrað- fleygi ljóss og seguls, og nefnir í því sambandi hugsanaflutning, til sambands við aðrar stjörnur. Eltir áratuga bið er nú farið að rofa til fyrir þvi sem verða mpetti upphafið að endalokum þeirrar andstöðu og ranghyggju, sem taf ið hefur fyrir framgangi hinnar ísienzku heimspeki, svo að þeim sem séð hana hið raunverulega í þeim efnum, hefur stundum kunnað að virðast vonlaust um þann framgang og þá björgun sem af myndi leiða. Menn munu áður en varir fara að sjá, að þeir eru sjálfir inóttökutæki sjónvarps ■ frá öðrum stjórnum, og að til er lögmál, stiMilögmáMð, sem hafa má til þess að koma þeim sam- böndum í betra horf. Það er þess háttar sjónvarp sem ég vil að Islendingar ieggi stund á. Þorsteinn Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.