Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 25. nóv. 1961 MORCVTÍBL AÐIÐ 17 .Kristmann Guðmundsson skrifar um^ BÓKMENNTIR SILKISLÆÐAN. EFTIR ANITRU. ÞÝÐANDI STEFÁN JÓNS- SON NÁMSSTJÓRI. f S AFOLD ARPRENTSMIÐ J A Þetta er þjóðlífssaga, vel Ibyggð og spennandi, sem með köflum hefst upp í það að vera allgóður skáldskapur. Hún ger- ist á Heiðmörk, nálaegt Mjös- vatni, og hefst á Jónsmessunótt, rétt áður en farið er kveikja í ‘bálköstunum, sem hlaðnir hafa verið upp meðfram vatninu úti um allar sveitir. Ættarsögur eru mjög algengt fyrirbæri meðal frænda okkar Norðmanna, og hafa margar góð- ar bækur einmitt verið látnar gerast í þeim héruðum, er þarna koma við sögu. Heiðmörkin er ríki dimmra sikóga, umhverfi, sem mjög er ólíkt Islandi, og því forvitnilegt fyrir íslenzka les- endur að kynnast því og íbúum jþess. Nú vill svo vel til, að sumt af þessu fólki er af íslenzkum aettum, og má vera, að það sé orsökin til, að einn norskur gagn rýnandi telur bók þessa minna á einhverjar sögur eftir íslenzka rithöfunda, enda þótt slíkt sé hin mesta fjarstæða. Sagan er eins norsk og hún getur verið, og það er einmitt aðalkostur henn ar. Hún lýsir norskum hugsana- gangi allvel á köflum, þótt stund- um slái út í fyrir höfundinum og hann reyni nokkuð á trúgirni les enda, einkum þeirra, er þekkja vel til þar í sóiknum. Norskir rithöfundar eru yfir- leitt meistarar tækninnar, og ekki þarf Anitru að saka um það, að hún kunni ekki sitt handverk. Hún leiðir lesandann strax á fyrstu blaðsíðunum inn í býsna sérkennileg.an heim, er henni fekst að gera vel trúlegan. Það er aðalpersóna sögunnar, Halldís, sem kynnt er lesandanum fyrst, og er hún að flýja undan þrumu- veðri út í gamla bæinn á óðali sínu, Steinum. En í þessum gamla bæ hefur frændi hennar, Jóhann að nafni, aðsetur sitt. Er hann hin ótrúlegasta persóna, sem höf- undurinn ræður ekkert við og kemur aldrei ltíi í. Raunar notar hún hann nánast sem eins konar hallardraug í mestum hluta sög- unnar og til þess að auka það undirspil óhugnaðar og gamallar vangæfu, er fylgir Steinaóðalinu. — Persónusköpun er höfundin- um yfirleitt ekki lagin, þótt nokkrar aukapersónur séu all- sæmilegar. Þó fær lesandinn imargar svipmyndir af Halldísi, sem gæða hana smám saman nokkurs bonar lífi. — En atburða sköpunin og atburðarásin er hröð og vel gerð, hæfilega þrungin spennu, sem ég hygg, að geri flest urn lesendum erfitt fyrir að hætta við bókina, áður en hún er lesin til enda. Prásagnargáfa höfund- arins gefur bæði atburðum og umhverfi líf — enda þótt marg- ar af umhverfislýsingunum séu ruglingslegar og erfitt að átta sig á, hvernig sú sveit er í laginu, sem höf. er að lýsa. En hún kann að koma mönnum á óvart og er J>ví prýðilegur skemmtisöguhöf- undur. Stundum tekst skáldkon- unni líka að skapa stemmningar, sem jaðra við það að vera góður skáldskapur, enda þótt oftast vanti herzlumuninn. Það er mikill kostur á bókinni, að hún er vel þýdd á lifandi is- lenzkt mál og prýðilega frá henni gengið í alla staði — nema ef telja skyldi örfáar prentvillur. VIÐ BRUNNINN. EFTIR KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK. PRENTSMIÐJAN LEIFTUR Kristján frá Djúpalæk er snoturt skáld og frægur fyrir hagmælsku; eru ferskeytlur hans margar landfrægar. Ekki verður sagt, að hann bæti miklu við sig í bók þessari, en þó er ekki um það að villast, að handverk sitt kann hann nú betur en nokkru sinni áður, og er tækni- þjálfun hans orðin aðdáunarverð. ipflli Kerin eru vel gerð, en misjafnt í þeim innihaldið. Margt er þó hér til að gleðjast yfir, t. d. þetta litla erindi: „Og tungan hún varð oss sigursverð í sókn, þegar dimmast var. A ættland vort ljóma í áugum heims frá eldi skáldanna bar. Og fjöregg sitt enn á þjóðin í vörslu þar.“ Þetta er úr kvæði, sem nefnist „Við brunninn." VI hluti þess og siðasti eru tvö falleg vers; mjög snoturt er einnig kvæðið „Skáld.“ — „Huggast við hörpu“ er fallegt ljóð. I því er þetta vers: „Raula ég löngum og róa minn huga söngum. Ætlað er aungum að una hér langa hríð. Tamur er munni sá tónn. er ég fyrstan kunni. Allt, sem ég unni á æskunnar björtu tíð.“ Þá er „þögnin geymir", laglegt • Ijóð — og síðan nokkur kvæði án sérstakra tillþrifa, en síðan „1 rökkvuðum ,garði“, þýðlegt Ijóð. Næst er þjóðvísa, sem nefn- ist „1 þeirri", snoturlega gerð. „Uppeldi“ og „Söngfugl" eru mjög lagleg kvæði og „Jahvi“ er viturlegt og vel ort ljóð. Þá kem- ur eitt af fegurstu kvæðum bók- arinnar og nefnist „Dauði“; „Löngum þú kemur með líkn. Líf vort á engan þann blómsturgarð, að ódáinsakur þinn sé ekki helmingi fegri, og birtist í sólarsýnum. Jafnvel jarðhundnum hug. Jafnvel mínum. Deyja sem barn er bezt, það bliknar svo margt, er við dáðum ung. Þá er hugur vor hreinn sem himinn sóllanda þinna. Og laugaður þeirra ljósi. Dunar dægranna fljót, að dimmum ósi. Rætur miðaldra manns, moldinni tengjast og gleyma sól, og bergja þar beiskan drykk, sem blindar skyggnustu augu. Og nærast við girndaglóðir. Velkominn snemma vors. Vinur. Bróðir.“ „Grunleysi" og „Kveldsýn" eru bæði snortur án sterkra tilþrifa. Síðan eru allmörg kvæði, er les- andi tekur lítið eftir. en þá er gamansamt erindi, sem nefnist „Leyndarmálið1, „Þagmælska systir, ég segi þér leyndarmál: Eg sá bara Jósep minn. Frá bernsku mín ást var aðeins bundin við hann, og eins var í þetta sinn. Mig furðar svo á að finna það enn í dag, að fólk getur engum treyst. — Eg sagði henni mömmu, svona rétt upp á grín, söguna um hinn — þú veizt.“ Þvínæst koma enn nokkur miðlungskvæði, en „Gamall hestamaður" er mjög vel ort og ágætt á marga lund. Allstór kvæði og dável ort eru „Hugleiðing" og „Við torgið", en skilja kannske ekki mikið eftir að lestri loknum. Svo kemur auðvit- að þetta venjulega kvæði um Jónas Hallgrímsson, sem allir kommúnistar verða að yrkja fyrr eða síðar og er að þessu sinni fremur syfjulegt. Skárri er „Ut- mánaðarnótt í Beinahelli“, og síðasta erindið í ,,Haustþönkum“ er snjallt: „Því sumarið heldur með haust í blóði til hafs sínum kugg, gegnum veður ströng, með septembermánann við sigluhúna og sólina í hálfa stöng.“ Snoturt er líka seinasta ljóðið í bókinni: „Þjóðvísa.“ Eins og að ofan er sagt, tel ég ekki Kristján frá Djúpalæk hafa bætt miklu við sig með þessu ljóðakveri, nema hvað tækni hans er nú vandaðri en nokkru sinni fyrr. Og bókin er snotur; velunnurum skáldsins mufl bykja fengur að henni. SAGNÞÆTTIR EFTIR BENJAMÍN SIGVALDASON. FORNBÓKAVERZLUN KR. KRISTJÁNSSONAR. Allmikið liggur nú eftir Benja- mín Sigvaldason og margt af þv£ hin fróðlegustu kver, sem gam- an er að lesa. Benjamin er skemmtilegur rithöfundur, þótt vitanlega hafi hann sína galla eins og aðrir. Þetta er þriðja bindi sagnaþátta hans, og hefur margt forvitnilegt og fróðlegt birzt í bindunum öllum. Þriðja bindi hefst á „Þætti af séra Ein- ari Nifculássyni, galdrameistara, og afkomendum hans.“ Þessi þátt_ ur hefur áður birzt í „Grímu“ fyrir 12 eða 13 árum en það rit er nú uppselt fyrir löngu og því gróði að fá þáttinn endurprentað an. Vitanlega get ég ekkert um það sagt, hversu áreiðanlegar eru heimildir höfundarins, en hann ■hagnýtir þær á skemmtilegan hátt í mjög læsilegri frásögn. Fróðleg og athyglisverð er einn ig sagan af Rifs-Jóku. Um konu þessa ganga enn munnmæli í Framh. á bls. 18. s. vetrarDANSLEIKUR “HLÉGAR0! MOSFELLSSVEIT I KVÖLD • Sætaferðirnar ódýru eru frá B.S.Í. kl. 9 og 11,15. • Stefán syngur öll nýjustu lögin. • Allir virðast skemmta sér að Hlégarði. LLDÓ-sext. & STEFÁIM Hafnfírðingar MIÐNÆTURSAMKOMA í kvöld kl, 11 í húsi K.F.U.M. og K. Hverfisgötu. Ungir menn tala og syngja. Verið velkomin. Keflavík Slysavarnadeild kvenna heldur 30 ára afmælisfund sinn í aðalveri þriðjudaginn 28. þ.m. kl. 8,30. Kaffidrykkja — Upplestur Skemmtiþattur (Hjólmar Gíslason). Félagskonur vinsaml. tilkynni þátttöku í sírija 1162. STJÓRNIN. bþDDDuuuuouuuLJUkJuuuoouuDDDDDDbbbbbbbbbl NÝKOMIÐ FRÁ STAHLWILLE Stakir lyklar í tommu- og millimetramáli. Stakir toppar í tommu- og millimetramáli. ■By ggingavörur h.f. Siml 35697 Laugoveg 178 f f f » » k-Sl » TTTI * -r-r. 8.^2] - -rz ■ ^ n« LJOl n g. I » -rrt» * -tt . þjdnusta lírv *rv lír* lir* Ar* fc* IÍpí *■* FRAMVEGIS FLYTJUM VIÐ BÆKUR FRÁ BRETLANDI OG ÞÝZKALANDI MEÐ FLUGVÉL- UM — EKKERT AUKAGJALD ^ ^ V-* 4 SntrbjornJónssonaíbM THI EN6LISH B00KSH0P * Hafnarstræti 9 Simar 11936 — 10103. 4 *!-* crer crcr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.