Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVISBLAÐIÐ Lauga-dagur 25. nóv. 1961 syni og Jóni O. Jónssyni, voru mislagðar hendur. Áhorfendur að þessum skemmtilega leik hefðu getað verið fleiri. KR — Ármann í 3. flokki í 3. flokki drengja vann KR auðveldan sigur yfir Ármanni. í hálfleik höfðu KR-ingar 15:2 yfir Ármann, en í síðari hálf- leik stilltu KR-ingar upp nýju liði, meira við hæfi Ármanns- piltanna, sem unnu þann hálf- leikinn 11:10, en töpuðu leikn- um, 25:13. Mj«g efnilegt lið hjá KR. — „Það var Ármann — ekki KR“ Nokkrar ungar KR-stúlkur komu að máli við mig inni á Hálogalandi og báru sig aum- lega. í frásögn af keppni Ár- manns og KR í Reykjavíkur- mótinu mun sú missögn hafa slæðzt inn að KR-stúlka hafi skotið að sinni eigin körfu. Þetta leiðréttist hér með. — Vissulega var hér ekki um KR- stúlku að ræða heldur eina af Ármanns-stúlkunum. — jbp. Rangers heim meS „Hrímfaxa“ Glasgow Rangers, hið heims- fræga, skozka knattspyrnulið, sneri heim til Glasgow í fyrra- dag frá Malmö í Svíþjóð eftir að sigra bæði í Þýzkalandi svo og í Malmö í Evrópubikara- keppninni. Farkosturinn, sem hið þekkta lið kaus sér, var Viscount-vél Flugfélagsins, Hrímfaxi. Stigahæstir ÍR Hólmsteinn Sig. .. 20 st. (5 v.) Sig. Gíslason .... 10 — Guðm. Þorst.......10 — (5 v.) Hólmsteinn skorar fyrir ÍR HARÐDR LEIKUR Í.R. OG ÁRMANNS 5 visað út af vegna brota ÞAÐ voru ekki fyrr en siffustu minútur leiks ÍR og Ármanns i körfuknattleikskeppninni, sem opinberuðu sigur ÍR. Allan leik- inn hafði keppnin verið hníf- jöfn og spennandi og alls óger- legt að segja fyrir um úrslitin. ÍR-ingarnir náðu þó mun betri Iokaspretti og sigruðu örugglega 60 : 51. Harkan var dómurum að kenna. Leikur ÍR og Ármanns var frá upphafi mjög harður og dómaramir létu ýmislegt af- skiptalaust, sem að öðru jöfnu hefði átt að dæma. — Varð þetta m. a. til að hleypa hörku í leikinn og oft var leikurinn líkur slagsmálum. Síðar reyndu dómaramir að sefa leikmenn með því að taka leikinn föstum tökum — reyndar allt of föst- um tökum, svo að vart mótti leikmaður hreyfa sig til að fá sér dæmda villu. Þannig fór því að hvorki meira né minna en fimm leikmenn viku af leik- velli er þeir höfðu fengið á sig fimm einstaklingsvillur hver maður. Þrír menn voru með 4 villur er leik lauk. ÍR-liðið fékk á sig 25 villur í leiknum en Ár- mann 23. Það þýðir að dæmd hefur verið rúmlega ein villa á mínútu út leikinn. Ármenningar yfir í hálfleik. í hálfleik leiddu Ármenningar leikinn með 23:21. í hálfleiknum höfðu liðin skipzt á um foryst- una og var leikurinn mjög jafn. ÍR-ingum veittist ekki létt verk að brjóta vöm Ármanns (mað- ur gegn manni) af sér, og vörn ÍR (svæðisvörn, zone) var vel á verði gegn Ármenningunum. Snemma í síðari hálfleik kom ust ÍR-ingar yfir, en Ármann jafnar og nú gengur á ýmsu, liðin ýmist yfir eða undir þar til að ÍR-ingum tekst að hrista af sér slenið, jafna 34:34 (Hólm- steinn) úr þreföldu vítakasti (endurtekið) og ná nú 6 stiga forskoti 40:34. Um þessar mund- ir fóru fyrstu leikmennirnir að „fá blýant skrifaranna í haus- inn“, þ. e. reknir út af fyrir fimm einstaklingsvillur. Á stutt- um tíma, eða um miðjan hólf- leikinn, fara þeir Hólmsteinn, Guðm. Þorsteinsson og Haukur Hanneson út af hjá ÍR' og hjá Ármanni þeir Birgir og Ingvar. Hætt er við að margir liðs- manna hafi þetta kvöld sett persónuleg met í villum. ÍR-liðið fékk sem varamann Helga Jóhannsson fyrrum fyr- irliða þeirra, en hann mun ekki hafa gert ráð fyrir að vera kvaddur til leiks, skráður sem varamaður, og borgaralega klæddur fram til síðustu stund- ar. Helga og félögum tókst enn að auka við forskot sitt og unnu 60:51. Síðustu körfuna skoraði Helgi sjálfur, en greinilega er hann ekki í eins góðu „formi“ og áður. ÍR—KRF í úrslitum ÍR og KFR leika til úrslita 4. des. n. k. og verður leikur- inn hreinn úrslitaleikur, bæði hafa sigrað keppinauta sína, þó ekki með yfirburðum, nema IR vann stúdenta 43:17. ÍR-liðið vann leikinn að þessu inni á mun meiri og betri keppn isreynslu. Ármannsliðið er í stöðugri framför og verður skeinuhætt þegar á íslandsmót- inu næsta ár. Hólmsteinn Sig- urðsson átti ágætan léik, skor- aði 20 stig. Þorsteinn Hallgríms- son var og góður jafnt í vörn sem sókn. Guðmundur Þorsteins son var í hvarfi. Sigurður Gísla son fór mjög vaxandi er á leik- inn leið og var góður undir körfunni. Ármannsliðið var gott með Birgi Birgis sem sinn bezta mann. Lárus Lárusson er og mjög skemmtilegur leikmaður. Sama er um Davíð Helason að segja. Dómurunum, Marinó Sveins- Þorsteinn Hallgr. . 10 — (4 v.) Haukur Hanness. . 6 — (5 v.) Ólafur 2 — (4 v.) Helgi Jóhannss. .. 2 — 60 25 Ármann Lárus Lárusson .. 10 st. Hörður Kristinss. . 10 — (4 v.) Birgir Birgis .... 9 — (5 v.) Davíð Helga .... 9 — (3 v.) Ingvar Sigurbj. .. 7 — (5 v.) Sigurjón Yngvars . 2 — (3 v.) Davíð Jónsson .... 2 — Sig. Guðm 2 — 51 23 — Bókmenntir Framh. af bls. 17. Norður-Þingeyjarsýslu, en að vonum felst í þeim lítill sannleik ur núorðið. Hefur Benjamín rannsakað bæði munnmælin og heimildir allar um Jóku og hreins að sögu hennar af kjaftaþvaðri, svo sem mögulegt er. Er von til þess, að minning Jóku sé um- vafin alls konar slúðri, því að hún var svo mikil ,,kynbomba“ á sínum tíma. að allar eiginkonur voru dauðhræddar um menn sína fyrir henni. Þetta hefur sjálfsagt verið mjög glæsileg stúlka, enda játa munnmælin, að hún hafi verið þokkamikil, vel gáfuð og sérlega myndarleg til allra verka. Greiða söm hefur hún verið við karl- mennina, en „der skal to til“ og Jóku naumast einni að kenna. að hún átti nokkur lausaleiksbörn. En illa var hún ræmd af ver- girni sinni og að síðustu hrakin úr sveitinni, þar sem hún átti heima. Atti hún svo í hrakning- um lengst ævi og bornar á hana alls konar vammir og skammir, svo sem gripdeildir — í viðbót við hið fyrrnefnda. En sjálfsagt er margt af þessum orðum auk- ið og hitt skiljanlegt, að skapstór kona og dugleg reyndi að bjarga börnum sínum og sjálfri sér frá hungrinu á ýmsa lund. Tei ég Hafnargarðurinn í Ólafsfirði, Hin háu ljósker eru nú á kafi í brimlöðri og sjást ekki. — Veðrið Framh. af bls. 20. lægsta hluta eyjarinnar. Sem dæmi um sjóganginn og ofsaveðr ið má geta þess, að í dag hefir verið farið á trillubátum um það svæði, sem venjulega er ekið bíl- um. Bryggjan í Hrísey er alveg horfin undir sjó og upp af henni er frystihús eyjarinnar. Frá því er sem sé siglt á trillum og upp að kaupfélagshúsinu, sem stend- ur uppi í brekku ofan við lág- lendi eyjarinnar. Kunnugir menn í Hrísey telja að ekki hafi þar komið annað ^ins veður og þetta síðan 1934. Ekki annað eins ofsavcður í 30—40 ár Á Grenivík segja menn að slíkt ofsaveður, sem geisaði hér síðasta sólarhring hafi ékki kom- ið í 30—40 ár og hefir hér orðið mikið tjón af völdum þess. Það er þó ekki kannað að fullu sök- um stórhríðar og veðurofsa. sem enn geisar, en geta má þess að sjórinn hefur rifið burt stóran olíutank. sem stóð hér á kamb- inum. Öll olía hefir flætt úr hon- um, en tankinn hefir rekið á fjöru innan við kauptúnið. Þá má nefna annað dæmi um sjóganginn. Maður kom inn í búð á staðnum í dag, en hún stendur alllangt frá sjó, og hefir ekki áður orðið fyrir ágangi sjávar. Maðurinn skyldi mjólkurbrúsa og nokkra pakka eftir á dyra- palli verzlunarinnár en brá sér inn til að verzla. Er hann kom út þátt hennar mjög merkilegan. og kannske á eitthvert skáldið okk- ar eftir að gera úr honum átak- anlega og mikla sögu. Annað eins hefur skeð. Þrátt fyrir allt, sem um hana er sagt, er augljóst af þessum þætti, að Jóka hefur haft marga kosti góða og líklega fleiri en þá, sem fram koma þar. Það er brotasilfur mikillar mann- lýsingar í þættinum um Rifs- Jóku. Næst er „þáttur af Guðmundi Sveinssyni.“ Er það heldur lítil- væg saga um mann, er hélt fram- hjá konunni sinni nokkrum sinn- um og var hýddur fyrir. Þá er „þáttur af Villa Hansar- syni,“ sorgarsaga af prúðum og hógværum manni. sem átti meiri gjörvuleika en gæfu. Þá er sagt frá Reimleikum í Þistilfirði 1913; mjög greinargóð saga og forvitnileg. Loks er „þáttur af Páli Jóakimssyni.“ Hann er nokkuð sundurlaus og naumast jafngóður hinum fyrri, en þó margt athygl- isvert og fróðlegt í honum. Síðari hluti bókarinnar er smærri þættir ýmsir, þar á meðal nokkrar endurminningar höf- undarins um samtíðarmenn sína og fleira. Margir fróðleiksmolar eru þarna samankomnir, og allir bera þeir vott um góða frásagnar gáfu Benjamíns. Held ég ekki að neinum lesanda leiðist í félags- skap hans. hafði sjórinn tekið allt sem á pallinum var og margt fleira neðar á götunni. Tók af bryggju Á Litla-Árskógssancii tók af bryggju, ' þar sem flóabáturinn kemur við alla jafna og á Hjalt- eyri flæddi upp í hús og gróf undan vitanum. & Esja og Reykjafoss við Hrísey Fréttaritarinn átti tal við skip- stjóra tveggja skipa sem liggja í vari sunnan undir Hrísey. Skipstjórinn á Ésjunni, Tryggvi Blöndal, segir að veðurofs: sé þar mikill til Siglufjarðar, en hefir ekki talið fært að fara þangað og hefir nú legið þarna í nærfellt sólarhring. Þá sagði skipstjórinn á Reykjafœsi, Guð- ráður Sigurðsson, að hann væri ný kominn í varið við Hrísey. Hann hefði legið við bryggju á Raufarhöfn en orðið að fara það- an sökum ofsaveðurs og taldi hann mesta lán að hann skyldi komast út úr höfninni. Stórsjór og veðurofsi var alla leiðina vest ur með ströndinni en skip eða menn sakaði ekki. Hann mun liggja við Hríse\ þar til um hæg- ist en hann er á leið til Siglu- fjarðar. Nokkur fleiri skip liggja í vari við Hrísey. Rafmagnsskömmtun á Akureyri Hér á Akureyri hefir verið ofsaveður í dag og nótt og mikil snjókoma. Víða er orðið illfært bifreiðum um bæinn. Orkuverið við Laxá hefir skilað mjög lítilli orku, sökum kraps í Laxá, og af þeim sökum hefir verið tekin upp rafmagnsskömmtun á orku- svæðinu. Övíst er hvenær henni lýkur en nánari fregnir munu að líkindum berast á morgun. Sjór braut flóðvarnargarð og bryg'gju SIGLUFIRÐI, 24. nóv. — Á stór- streymi og í hvassri norðanátt og hríð síðla kvölds í gær, gékk sjór yfir flóðvarnargarðinn norð- an Þormóðseyrar, sem Siglu- fjarðarkaupstaður á. Braut sjór- inn um 20 m skarð í garðinn rétt ofan við BP geymana eða þann kafla hans sem enn hafði ekki verið hlaðinn stórgrýti og flæddi yfir eyrina nyrzt og neðst. Rétt sunnan garðsins er svelg- ur. sem ætlað er að flytja send- ingar Ægis, sem yfir garðinn fara til heimahúsa. Svelgurinn hafði þó hvergi nærri við og bráuzt sjórinn milli húsa og verksmiðja. Hvergi fór hann þó suður fyrir Eyrargötu og hvergi vestur fyrir Túngötu. Á þessu svæði fór sjór- inn sums staðar inn í kjallara eða neðstu hæðir húsa og þurfti fólk að flýja nokkur þeirra. Bryggjur tekur af Þá fór sjórinn inn í mjöl- geymslu Síldarverksmiðja ríkis- ins, en ekki svo að tjón yrði af. ' Hinsvegar tók sjórinn eina af ( bryggjum SR, sem ýmist er köll-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.