Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 19
Laugardagur 25. nóv. 1961 M o n C TJ TS n f 4 Ð 1 fí 19 u3 lýsisbryggja eða netabryggja og liggur brak hennar á næstu bryggju fyrir sunnan, sem er löndunarbryggja og verðmaet iöndunartæki eru staðsett á. Þá gekk sjór yfir bryggjur neðst á eyrinni neðan Tjarnargötu og á land upp. Fór hin nýja hafnar- bryggja undir sjó sem lagði leið sína í vörugeymsluhús, er Eim- skip hefur á leigu. Unnu menn þar að björgunarstarfi í nótt og dag. Þá mun og söltunarbryggja Ólafs Ragnars hafa laskazt. Verkamenn á vegum Siglu- fjarðarkaupstaðar unnu fram á nótt í -í gær að aðstoðarstarfi ýmiskonar. Fóru þeir aftur út kl. 6 í morgun. Um kl. 10.30 í morg- un var sjór upp að gömlu Gránu- verksmiðj unni. Þetta er ekki eitt af stærstu flóðum sem hér hafa komið, en hefur þó valdið ýmiskonar vand- kvæðum og miklu tjóni og ekki er séð fyrir afleiðingar enn. Enda er veðurhæðin enn mikil og flóðhætta sízt minni í kvöld Höfnin á Dalvík. Nýi hafnargarðurinn, sem er 300 m. langur er til hægri en nú er 100 m. skarð í hann fram við haus. og annað kvöld, ef að líkum lætur og sævar og veðurguðir breyta ekki snögglega skapi til batnaðar. Hér er komin mikil fönn og sér varla milli húsa. — Stefán. Bátur sökk í höfn HÚSAVÍK, 24. nóv. — Stórhríðar veðrið, sem hér var komið í gær, hélzt í alla nótt og fór frekar versnandi, veðurhæð óbreytt en snjókoman meiri. Hafrót var í alla nótt og fram eftir degi, en með útfallinu í dag dró heldur úr briminu, hvað sem verður aft- ur með flóðinu í kvöld. Vegna stórstreymis hefir sjórinn gengið svo hátt á land upp að íá dæmi eru, og aldrei gengið svo hátt síðan hafnargarðurinn var byggð ur. í mestu fyllunum gekk hann upp fyrir brúna í Búðarárgilinu og flæddi í sundið milli frysti- hússins og síldarverksmiðjunnar. Þangað hefir borizt svo mikið spýtnabrak að illt er yfirferðar. Bátar sem voru upp á hafnar- uppfyllingunni og taldir í öruggu vetrarlagi flutu og færðust úr stað og tveir árabátar skemmd- ust lítillega. Stór olíutankur, sem stóð norð an^við síldarverksmiðjuna, færð- ist*til um 20 metra. Undirstöður undan olíugeymi síldarverk- smiðjanna fóru allar burtu nema ein tunna. sem múruð var undir eitt hornið og hvílir tankurinn á vegg við verksmiðjuna og svo þessari tunnu að framan. Skemmdir af veðri þessu munu töluverðar, en ekki í Ijós komnar en v,egna veðurs. / Bátur sekkur Ein trilla sökk í höfninni og hefir ekkert af henni sézt. Rúður brotnuðu í mjölgeymslu síldar- verksmiðjunnar og sjór gekk þar inn, bæði um glugga og hurðir og flaut undir síldarmjölsstæður, sem þar voru. Löndunartæki á brygjunni hafa týnzt og skemmzt, Nokkrar síldartunnur tók út af síldarplani, Annars er hér enn versta veður og óttast menn að með flóðinu í nótt geti meiri skemmdir orðið, hafi sjór þá ekki gengið niður, sem frekar eru taldar vonir til. Veðrið er heldur í rénun. Um tfjárskaða er ekki vitað, en þó eru menn farnir að óttast um það fé sem ekki kom fram við smölun í gær og fyrradag. / Englr mjólkurflutningar Engir mjólkurbílar komu i dag, en þeir áttu að koma úr Mývatnssveit og lágsveitum. en lögðu ekki af stað í morgun sök- 'Um veðurofsans og ekki er vitað um hvernig færð er á vegum. Neyzlumjólk er þó næg. Verra mun þó ástandið á Rauf- erhöfn í þessu efni, því héðan átti að fara bíll með neyzlu- mjólk til Raugarhafnar rétt áð- ur en óveðrið skall á og útlit ekki gott með að hann komist þangað á næstunni, en Raufar- hafnarbúar fá héðan mikið af sinni neyzlumjólk. Rafmagnstruflanir hafa verið hér síðan í gærkvöldi og raf- magnslaust á matmálstímum bæði í morgun og i kvöld, svo menn verða að lifa við skrínu- ikost. En yfir því er þó ekki að kvarta því rafmagn hefir verið það mikinn tíma dags að olíu- kyndingar hafa getað gengið, svo heitt mun almennt í húsum þótt dimmt sé yfir bæ og byggð. í GÆR átti blaðið tal við Óla Bjarnason í Grímsey og spurðist fyrir um veðrið þar og afleið- ingar þess. Óli sagði að hann væri nú búinn að vera þar í eyjunni í rúm 40 ár og aldrei hefði hann séð eins hásævað þar við eyjuna. Væri þetta tvímæla- laust einn mesti sjógarður sem að henni hefði lagzt. Sjórinn væri þegar búinn að brjóta hluta af síldarplaninu í höfninni. sem er þó skjólmegin við eyna. 6 trillur lægju frammi á legunni og væri ein þegar sokkin og bú- ast mætti við að tvær færu í við- bót, sem hætt væru komnar. Svo mikið er sælöðrið að hafnar- garðurinn er í hvarfi langtímum saman. Af bryggjum og hafnar- garði hefir skolað öllu lauslegu svo sem fiskkössum o. fl. Gríms- eyinga vantar eitthvað af kind- um en ekki er hundi út sigandi til að vitja þeirra. Óli sagði að í einu orði mætti segja að þetta veður væri óskaplegt. Ofsa moldviðrls stórhríð ÁRNESI, S-Þing., 24. nóv. — Hér hefur skipt snögglega um veður- far. Síðan í gærmorgun hefur verið ofsa moldviðris stórhríð með 3—6 stiga frosti, en undan- farna daga sumarblíða með 5—10 stiga hita. Mikill snjór er kom- inn, 2—3 m háir skaflar og rekið í ár og vötn, sem öll voru sumar- auð fyrir hríðina. Mjólkurbílar hafa ekki gengið í dag. Sauðfé er víðast í húsi. Þó mun eitthvað vanta af fé. Um fjárskaða er þó ekki vitað enn. Vatnsrennsli Laxár er mjög þorrið, vegna krapastíflu í Lax- árdal. Orkuvinnslu Laxárvirkj- unar er aðeins 3000 kílóvött og gamla Laxárstöðin óstarfhæf. Rafmagnsskömmtun er því upp- tekin. — Fréttaritari. GRUNDARHÓLI, Hólsfjöllum — Hér var fé smalað er veðurspáin versnaði í fyrradag en þó var það ekki sett á hús. Það er því mestallt úti og hefir verið gengið við það í dag, en þá kom ofur- lítið upprof. Ekki er vitað hvort eitthvað hefir farið í fönn, en það kemur oft fyrir í stórhríðum og kind og kind skríður í skjól og fennir. Ég dró eina kind úr fönn í dag en annars virtist mér fé ekki vera í hættu statt, eink- um það sem var í mellöndum. Það má gera ráð fyrir að eitt- hvað af fé fenni, en það er úti bæði hér og í Mývatnssveit. Stór- hríð er nú komin aftur í kvöld. — Víkingur. BÆ, Höfðaströnd 24. nóv. — Síða&tliðna tvo sólarhringa hefir verið hér öfsaveður, stórhríð og 9—10 vindstig. Á mörgum bæjum hér um slóðir er eitthvað af fé óvíst og fram til dala er það jafnvel sumt enn á afrétti. Engin leið er að eiga við neitt eða huga að neinu fyrr en upp styttir. Hér er mikið hafrót og hefir það gengið óvenjulangt á land upp. Hér í Bæ voru tveir bátar í naustum annar 7 tonna en hinn lítill. Sjórinn hefir tekið þá báða flutt langt til upp á land og til hliðar frá naustunum yfir stór- grýtisurð og eru þeir eitthvað brotnir, en ógerningur að kanna það nánar. Símasamband er sums staðar rofið og ekkert hægt að fara vegna ófærðar. Mikill sjór hefir gengið inn í Höfðavatn yfir Höfðamölina, sem er norðan Höfðans og líklegt er talið að hann hafi aftur brotið sér farveg út um Bæjarmölina, sem er sunnan megin. Bátar eru flestir uppi á landi á Hofsósi, nema hvað einn liggur á legunni en þar er nokkurt var. Geysifönn er komin fram til dala. — Björn. Fé hætt í fjörum á Skaga SKAGASTRÖND, 24. nóv. — Er óveðrið skall hér á var fé í kauptúninu og á nágrannabæj- um mestallt á húsi. En á yztu bæjunum á Skaga var það aftur á rnóti mestallt úti. Var það á bæjunúm Ósi, Tjörn. Höfnum, Vikum og Ásbúðum. Þar mun vart liggja úti minna en 1000 fjár. Sagði bóndinn í Höfnum, Jón Benediktsson, að ómögulegt væri að segja hvernig fé þessu reiddi af. Taldi hann fjöruna því hættulegasta vegna ofsabrimsins, sem er við ströndina, en fénu hættir til að leita niður í fjör- una. í gærkvöldi var versta veð- ur á Skaga og brimið óskaplegt. — Þórður. Holtavörðuheiði ófær STAÐ, Hrútafirði. — Hér hefir verið norðan grenjandi stórhríð og samgöngur yfir Holtavörðu- heiði eru algerlega tepptar. 1 Fornahvammi bíða 8—10 bílar og fjöldi manns. Þeirra á meðal er áætlunarbílar Norðurleiðar hf. sem fóru úr Reykjavík í morgun. Farþegarnir, sem voru méð Norðurleiðarbílnum er hlekktist á í Miðfirði í gær, sitja enn á Laugabakka og áætlunar- bíllinn sem fór frá Akureyri í gærdag komst seint í gærkvöldi til Varmahlíðar og þar situr hann enn. Hér á Stað bíður allmargt fólk á leið sinni norður í land. Síðustu bilar sem fóru suður yfir Holta- vörðuheiði fóru héðan kl. 22.30 í gærkvöldi og komust þeir klakklaust. Þrír bílar eru tepptir á heiðinni og allir fyrir það að þeir hafa lent út af veginum. Bílarnir bíða nú þess aB þeim yerði hjálpað. Jón Ólafssim hinn kunni jarðýtustjóri á Holtavörðu heiði bíður færis að leggja af stað á jarðýtu sinni til hjálpar. BLÖNDUÓSI, 24. nóv. — Hér hefir verið norðan stórhrið í tvo daga. Mjólkurflutning; r gengu þó vel í gær, en í dag hefir engin mjólk borizt. Fullorðið fé lá vís- ast úti fyrir hríðina en yfirleitt var smalað í fyrradag. Símasam- bandslaust er nú frá Blönduósi um austurhluta sýslunnar, en fréttamaður átti tal við Guð- mund Jónasson bónda í Ási í Vatnsdal. Hann kvað flesta hafa ■ smalað þar í fyrradag en síðan hefði lítið verið hægt að leita og nokkuð vantaði af fé. Á nokkr- um fremstu bæjunum í Vatnsdal var ekki smalað í fyrradag og þar hefir verið óleitandi síðan. Er því ekki vitað enn hvort fjár- skaðar hafa orðið. Brimbrjoturinn í Boiungarvík lét sig BOLUNGARVÍK, 24. nóv. — HérGJÖGRI, STRÖNDUM, 24. nóv. — gerði í nótt ofstopaveður af norð austri með blindhríð og svo miklu brimi, að annað eins hefur ekki sézt í áratugi. Fýkur hér yfir alla víkina og langt út á djúp. Yfir nóttina varð mörgum ekki svefnsamt, því allt lék á reyðiskjálfi, járnplötur losnuðu af húsum og rafmagnslínur slóg- ust saman. Og í morgun varð um tíma rafmagnslaust. Þegar tók að birta, var farið að kanna skemmdir. Voru þær mestar við höfnina. Var strax séð að veikbyggðir skjólveggir á brimbrjótnum höfðu á tveimur stöðum látið undan þessu for- áttu brimi. Á allstóru svæði var gat í skjólvegginn og lá stein- ruðningur á brjótnum nær öllum. Einngi hafði brostið um 2 m steinveggur norðan við síldar- plan íshúsfélagsins atf völdum brimsins. Vera kann að skemmd- ir hafi orðið meiri, en ekki hefur verið hægt að kanna það í dag sökum veðurofsa. En hér hefur verið iðulaus stórhríð í allan dag, varla fært á milli húsa. Skólanum var lokað í dag, því að ekki þótti ráðlegt í morgun að hleypa börnum út í óveðrið. Bátarnir voru komnir á ísafjörð fyrir veðrið, en þó lá mótorbát- urinn Hrímir hér ofarlega við brjótinn alla nóttina og urðu ekki skemmdir á honum. ÍSAFIRÐI, 24. nóv. — Sl. tvo sólarhringa hefur verið vitlaust veður hér, norðaustan stormur Og hríð. Ekki festir mikinn snjó hér á eyrinni, þó hefur aðeins hlaðið í skafla. Ekki er vitað um neinar skemmdir, enda er höfnin í vari þegar svona er. Veðrið er ekki enn gengið niður — A.K.S. í fyrradag gekk hér á mikið óveður og hefur það haldist síð- an. Er stórflæði og geysilegur sjór, sem gengur alveg upp á tún. Bátar sem búið var að setja upp, eru í hættu og var vakað yfir þeim í nótt. Kindur eru úti, en enginn hef- ur enn getað farið út og gætt að þeim. Veðrið er ekki farið að ganga niður enn. — Regína. HÓLMAVÍK. — Allir vegir eru nú tepptir hér við Hólmavík og eru engir mjólkurflutningar í dag. Iðulaus stórhríð er. Eitt- hvað mun af fé á fjöllum en ógerningur er að kanna líðan þess. Bátar eru hér í góðu varL — Andrés. Hús og bílar fjúka BLAÐINU barst sú frétt seint í gærkvöldi að varnarliðs- menn við radarstöðina á -Ieið arfjalli á Langanesi hefðu orðið fyrir miklu tjóni í otf- viðrinu sem þar geisaði. 5-6 bifreiðir hefðu fokið og stór- skemmzt eða eyðilagzt og einnig hefðu orðið skemmdir á nokkrum húsum og sum þeirra fokið með öllu. Blaðið reyndi að hafa samband við H-2, en svo er merki þessarar stöðvar, símleiðis í nóitt, en sambandið var það slæmt að ekki var hægt að fá fulla stað festingu fréttarinnar. Heyrðist þó svar þeirra, að hús hefðu fokið og stormur hefði verið mikill. Séð yfir höfnin í Hrísey. Bryggjan er nú öll undir sjó. íshúsið er næst u. ... og er nú farið á bátum fram með því upp í plássið. .nyndinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.