Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl. — eftir lokun — Innlendat tréttir: 2-24-84 Erlentlar i'réttir: 2-24-85 268. tbl. — Laugardagur 25. nóvember 1961 Sjávarutvegur Sjá bls. 11. 0 tonna skip kostost l\lilljónat|ón af ofviðrinu á l^orðurEandi Hafnarmannvirki brotna - Fólk flýr hús sín. Þessar tvær tr.yndir eru frá Þórshöfn og sýnir sú stærri krik- ann innan við hafnargarðinn. Þar má glöggt sjá hve hús standa skammt frá sjó og land er lágt. Mikil flóðbylgja á því auð- velt með að valda á þeim skemmdum. Minni myndin sýnir hafnargarðinn nýja en framan af honum mun hafa molnað í briminu. Þá sést læknishúsið þar og glöggt, en þar varð fólk að flýja undan sjónum. (Ljósm. Guðnv Ág.) EYJAFJÖRÐUR. — Eitthvert mesta tjón á mannvirkjum. sem enn er vitað að hafi orðið af hinu skæða ofviðri sem gekk yfir Norðurland og geysar þar raunar enn, mun hafa orðið á ýmsum stöðum við Eyjafjörð. Enn er ekki hægt að gera sér fulla grein fyrir hve mikið það hefir orðið, en sjá má þó að ofs- inn hefir valdið milljónatjóni. Hafnarmannvirki hafa sópazt burtu, vegi tekið af með öllu, og svo flætt og grafið undan húsum að búizt er við kð fólk verði að flýja þau. Báta hefir rekið á land og stór skip, um 130 lestir, hafnað fyrir ofan stræti í Ólafsfirði. Fréttaritari blaðsins á Akureyri Stefán E. Sigurðsson aflaði blaðinu þeirra frétta sem hér birtast frá Eyja- fjarðarhöfnum og skipum, sem liggja í vari við Hrísey. 130 lesta skip kastast langt upp á land Ofsaveðrið, sem gekk yfir Ólafsfjörð í fyrrinótt, hefir hald- ið áfram og heldur aukizt. Hefir það valdið hér geysimiklu tjóni. Að svo stöddu er ekki hægt að segja um alla skaðana sökum ofsahríðar og stórviðris. Vélskip- ið Sæþór, sem er 130 tonna nýtt stálskip gerði tilraun til þess að komast út úr höfninni í gær- kvöldi. í hafnarmynninu fékk skipið á sig stórsjó og snerist við og tók þá skipshöfnin það ráð að sigla upp í sandinn inni í Fdlk flýr hús sín er þau fyllasi af sjd höfninni. Með hinu geysilega flóði, sem gekk yfir í nótt kast- aðist Sæþór langt á land upp og liggur nú uppi í bæ. Er ókannað um skemmdir á honum. Nánar mun verða hægt að segja frá því á morgun. Víða hefir sjór brotið hér hús og valdið margvíslegu tjóni. Vél- skipið Ólafur bekkur sem lá hér í höfninni og var lestaður með fisk til utanlandssiglingar komst út úr höfninni og liggur nú í vari við Hrísey. Mikill snjór er kominn hér og er ófært um allan bæinn. Sem fyrr segir urðu skemmdir miklar hér, en ógerningur er að segja hve miklar þær eru vegna þess hve óveðrið er enn mikið. Einhverjar skemmdir urðu t. d. á hafnargarðinum. Sjógangurinn er svo mikill að staurar fram eftir hafnargarðinum eru sjást ekki. Vélskipið Guðbjörg gerði til- raun til að komast út úr höfn- út, en sloti því ekki er óvíst um afdrif hennar. Full áhöfn er á skipinu og næg olía og matvæli. Nú er komið á þriðja sólarhring, sem sjómenn hafa orðið að vaka yfir bátum hér í höfninni. Mun þetta ein hin versta raun sem á þá hefir verið lögð. Erfitt er að verja bátana áföllum og bryggjur eru teknar að skemm- ast. íbúffarhús í hættu í Dalvík í Dalvík fór stórhríðin vax- andi til muna með kvöldinu 1 gær og nóttinni. Hafa hér orðið mjög miklir skaðar m. a. hefir brotnað um 100 m skarð innan við haus á nýja hafnargarðinum, en hann er um 300 m langur. Um þetta skarð flæðir sjór nú óhindrað. Þá hefir sjór grafið undan vegi norðan hafnarinnar, og er hann með öllu horfinn norðan Brimnesár á löngum kafla. Sjórinn hefir brotið úr ÞÓRSHÖFN, 24. nóv. — Aftaka- veður gerði hér í gærkvöldi og nótt sem leið með svo miklum sjógangi, að menn hafa ekki þekkt neitt líkt áður. Skemmdir urðu afarmiklar á hafnarmann- virkjum, bæði hér á Þórshöfn og Bakkafirði. Ofsarok var á norðan og norð- austan en síðan norðvestan. Stór- straumsflóð var. Mun sjógangur- inn hafa orðið hvað mestur um kl. 22 í gærkvöldi. Flæddi sjór- inn þá yfir Báruna eða eyrina við sjóinn, en þar standa bæði íbúðarhús og önnur hús. Kjallara fyllti í nokkrum húsum, og sjór- inn gekk á húsin og stór- *kemmdi. Tveir bílar sópast burtu Sópuðust burtu beitninga- skúrar og einn bíiskúr, en í honum voru tveir bílar, eign sama manns, Þórðar Hjartarson- ar. Stórskemmdust þeir báðir. Flúði fólk úr neðstu hús- unum við sjóinn, samtals 20—25 manns. Sumt af þessu fólki hefur nú aftur snúið til íbúða sinna, þó ekki það fólk, sem átti illa farnar íbúðir. í einni íbúð í kjallara læknishúss- ins eyðilagðist algerlega innbúið og hefur fólkið því orðið fyrir miklu tjóni. Þarna bjuggu Sigur- björn Ólason og Guðlaug Óla- dóttir. Þarna höfðu hlerar verið settir fyrir glugga, en sjórinn brauzt inn úr dyrunum og virðist hafa komið upp úr gólfinu líka. Undirstöður grófust undan hús inu Klöpp, sem er um 70 fer- metra hús, tvær hæðir og kjall- ari. og er það í mikilli hættu, meðan sjógangurinn helzt slíkur, sem nú er. Vörur eyðileggjast Vörugeymsla í eigu kaupfé- lagsins fylltist af sjó. Þaðan var bjargað vörum í gærkvöldi fyrir nokkur hundruð þúsunda króna. Önnur vörugeymsla í eigu kaup- félagsins fylltist einnig af sjó og skemmdust þar miklar vöru- birgðir, aðallega sement og áburð ur. Ekki hefur enn verið hægt að rannsaka skemmdirnar. Sjórinn hefur grafið undan hafnargarðinum fremst, og hefur hann hrunið þar, en vegna sjó- gangs og óveðurs hefur ekki ver- ið hægt að athuga tjónið. ' Vegir sundurgrafnir Langanessvegurinn er grafinn sundur á kafla hér í þorpinu, og víða mun hann skemmdur annars staðar, þar sem sjór hefur borið á hann grjót og grafið undan honum. Er því ekkert vegasam- band frá Þistilfirði til Þórshafn- ar eins og er. Flugvöllurinn skemmdist eitt- hvað, en enn er ekki vitað með fullri vissu hve mikið, þar sem hann stendur undir sjó að miklu leyti eins og er. Veðrið er heldur að ganga nið- ur. en sjógangur þó enn mjög mikill, stórbrim og norðaustan þéttingshvasst. Hér sér ofan í höfnina í Ólafsfirði þar sem sjómenn berjast nú við að verja bátana áföllum og hafa gert á þriðja sólarhring. inni og leita vars annars staðar en sökum sjógangs kornst hún ekki út. Andæfir hún nú upp í veðrið inni í höfninni og hefir gert það í um einn sólarhring. Lægi veðrið mun skipið komast Einar verður að svara BJARNI BENEDIKTSSON, forsætisráðherra, komst m. a. svo að orði á Alþingi í gær í umræðum um það frum- hlaup kommúnista að birta ósanna fregn þess efnis, að umræður væru hafnar við Þjóðverja um að þeir fengju herstöðvar og aðstöðu til heræfinga á Islandi: „En nú í staðinn fyrir að firra Finna vandræðum af áburði Þjóðviljans og taka undir neitun utanríkisráðherra, þá heldur Einar Olgeirsson hér langa ræðu til þes að gefa í skyn, að áburðurinn væri réttur, og getur þó ekki farið fram hjá háttvirtum þingmanni, hversu alvarlegar afleið- ingar slíkur áburður mundi hafa, ef hann væri tekinn trúanlegur af valdamönnum Sovétríkjanna. Þá mundi hann verða notaður sem enn ein og e. t. v. úrslitarök fyrir því, að þeir yrðu að fá kröfum sínum gagnvart Finnum fram- gengt. Þess vegna verður að spyrja háttvirtan þingmann að því og hann verður að svara íslenzku þjóðinni og raunar miklu fleirum. Trúir hann virkilega á, að hér sé satt frá sagt? Og ef svo er, hvaða rök hefur hann fyrir máli sínu? Eða er hér um beina, skipulagða herferð að ræða, sem íslenzkir menn hafi léð sig til, til þess að svíkj- ast aftan að okkar finnsku bræðraþjóð á neyðarstund hennar?“ — bökkunum norðan við höfnina og eru nokkur íbúðarhús í hættu sökum sjógangsins. Inni í höfn- inni er gömul uppfylling og muna menn ekki sjógang á hana. í þessu ofsaveðri hefir hún mik- ið brotnað og nokkrir tugir lýsis- tunna sem á henni stóðu hafa horfið í særótið. Innmeð sand- inum innan við höfnina hefir sjórinn gert mikil spjöll, flætt kringum hús. og tvö verkstæði, svo að þau eru talin í mikilli hættu. Búizt er við að ef ekki lægir muni fólk flýja þau hús, sem nú eru í míéstri hættu. Ekki er fært á bifreiðum frá Dalvík til Akureyrar. Ekki hefir enn verið hægt að kanna skemmdir til hlítar, en þær munu nema milljónum. Farið á trillum eftir götum í Hrísey Yfir Hrisey gekk stórviðri og óvenjumikil flóðbylgja. Hefur þetta valdið stórskemmdum síð- asta sólarhringinn. Fiski- og síld- armjölsgeymslur hafa stór- skemmzt og flæðir . þar sjó upp á 3—4 pokaraðir. Neyzluvatnið í Hrisey hefir stórspillzt og er það vart nothæft vegna seltu en það er tekið úr brunnum á Framh. á bls. 18. Varðarkaffi « Valhöll verður ekki í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.