Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 1
24 sfður
trgwMaM^
4*. árgangur
271. tbl. — Miðvikudagur 29. nóvember 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsint
Ogur Rússa
óaðgengilegar
segja futltruar Vesturveldanna
Genf, 28. nóv. — (AP-NTB) —
f DAG hófust að nýju umræð-
nr í Genf um bann við tilraun-
um með kjarnorkuvopn. Komu
fulltrúar þríveldanna saman til
fundar að loknum fundi fulltrúa
Bandaríkjanna og Bretlands,
j bar sem rædd voru viðbrögð
j'við hinum nýju tillögum Rússa.
| Semjon Tsaraopkin, fulltrúi
! Rússa, lagði fram tillögur þær
sem birtar voru í Moskvu í gær,
og lýstu Arthur Dean, fulltrúi
Bandaríkjanna, þær þegar með
öllu óaðgengilegar.
Dean sagði, að ekkert fengi
hulið þá staðreynd, að tillög-
urnar væru spor afturábak frá
þeim árangri, sem hefði náðst
fyrr í umræðum í Genf. Þær
voru jafnframt tilraun til þess
að koma í veg fyrir kjarnorku-
tilraunir Vesturveldanna eftir
hina hrikalegu tilraunahríð
Rússa.
Dean benti á, að Sovétmenn
bæðu Vesturveldin nú að treysta
á góðan tilgang þeirra, aðeins
tveim mánuðum eftir að þeir
hefðu sjálfir bundið skyndileg-
an endi á þessar viðræður og
hafið stórfelldar kjarnorkutil-
raunir.
I *
1 Talsmaður brezku stjórnarinn
ar sagði að enn- hefði stjórn-
inni ekki borizt eintak af til-
lögum Kússa. Hann sagði enn-
fremur, að brezka stjórnin teldi
sig ekki bundna tillögu Breta
og Bandaríkjamanna frá 3. sept.
6l. um að hætta þegar í stað
tilraunum í andrúmsloftinu.
Enda hefðu Rússar hafnað þeirri
tillögu og hún því fallið úr
gildi eftir vikutíma. Um þær
rnundir hefðu Vesturveldin ver-
ið fús að taka á sig mikla á-
hættu til þess að koma í veg
fyrir tilraunir Rússa í andrúms
loftinu — síðan hefðu Rússar
gert nærri fimmtíu tilraunir og
hefðu þær breytt eðli málins
allverulega.
Tsarapkin fulltrúi Rússa sagði
eftir fundinn í dag, að honum
þætti miður, hvernig Vestur-
veldin brygðust við hinum nýju
tillögum Rússa. Hann sagði
Rússa hafa skoðað málið frá
nýjum sjónarhóli, en Banda-
ríkjamenn stöguðust á gömlum
sjónarmiðum.
Tsarapkin var spurður, hvers
vegna Rússar höfnuðu nú með
öllu alþjóðlegu eftirliti og svar-
aði hann því til að því yrði
ekki við komið eins og stjórn-
málaástandinu í heiminum væri
nú háttað.
Þessi mynd er tekin á Húsavík sl. sunnudag á rr.illi élja, og má sjá, hvernig ný élhrína er að
skella yfir. Tveir gluggar hússins eru alveg huldir snjó, en fyrir framan húsið stendur 6 mannr
Buick-bíll, sem er á bólakafi í fönn. (Ljósm. Mbl.: Silli).
engdasonur Krú-sjeffs o
ennedy ræða heimsmálin
Ég gæti skilið öróleika Rússa, ef Vestur-Þjóðverjar hefðu eigin kjarnavopn,
flugskeyti og sterkan sjálfstæðan her — mér yrði sjálfum órótt segir
Kennedy í viðtali við ritstjóra Izvestija, sem birt var í Moskvu í gær
Moskva, 28. nóvemtoer. —
(NTB — AP)
í dag birtist í Moskvu-
blaðinu Izvestija viðtal
er tengdasonur Krúsjeffs,
átti við Kennedy Banda-
ríkjaforseta s.l. laugar-
dag.
í viðtalinu kveðst Kenne-
dy m.a. telja, að yfirstand
andi örðugleika í alþjóða
málum megi rekja til
þess, að Sovétríkin vínni
stöðugt að því að koma á
kommúnisma um ger-
vallan heim.
Agaleysi og Urkynjun
Dómur Ulbrichts um austuar-þýzka
verkamenn, menntamenn og skáld
Berlín, 28. nóv. —NTB-Reuter.
AUSTUR-ÞÝZKI kommún-
istaforinginn, Walter Ul-
bricht, sagði í ræðu, sem
birt var opinberlega í dag,
að agaskortur væri ríkjandi í
austur-þýzkum verksmiðjum,
agaleysi áberandi í skólum,
bópar manna í samyrkjubú-
um fjandsamlegir stjórninni
og í austur-þýzkri list væru
hugsjónir úrkynjaðar. Jafn-
framt skýrði Ulbricht svo
frá, að austur-þýzkur iðnað-
ur hefði beðið mikinn hnekk
við lokun landamæranna
milli Austur- og Vestur-
Berlínar 12. ágúst sL
Þessa ræðu flutti Walter Ul-
bricht í miðstjórn kommúnista-
flokksins. Fyrri hluti hennar
var birtur í Neues Deutschland,
málgagni flokksins, á sunnudag,
en síðari hlutinn í dag.
Ulbricht sagði, að þótt múr-
inn, sem reistur var á borgar-
mörkum Austur- og Vestur-
Berlínar, hefði valdið mörgum
einstaklingum óþægindum, hefði
hann þó stuðlað að varðveizlu
friðar og hreinsað Joftið. Lokun
landamæranna auðvelduðu einn
ig austur-fþýziku stjórninni að
halda heima við og ala upp þá
verkamenn, sem hefðu rangar
hugmyndir um kerfi kommún-
ismans.
• Sóun og spilling
Ulbricht vísaði í ummæli
austur-þýzks hagfræðings, sem
hann lét falla fyrir fjórum ár-
um — að fjöldaflóttinn úr land-
inu hefði kostað Austur-Þýzka-
land 22.500 milljónir austur-
þýzkra marka. Síðan hefur þessi
tala stórhækkað, sagði Ulbricht.
Ulbricht réðist á forystumenn
byggingariðnaðarins í landinu og
sagði þá hafa byggt á röngum
aðferðum. Ennfremur sakaði
hann forystumenn samgöngu-
mála um eyðslusemi og óhag-
nýta notkun samgöngutækja.
Um deild þá ,sem sér um ut-
Framh. á bls. 2.
* Mikill hluti viðtalsins
fjallar um Þýzkalands-
málin og lætur Kennedy
þar m.a. í ljós, að hann sé
andvígur því að V-Þjóð-
verjar fái í hendur kjarn-
orkuvopn.
it Ennfremur, að hann telji
lausn Berlínar- og Þýzka-
landsmálanna mikilvægt
spor til bættra samskipta
Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna — og þar með til
varðveizlu friðar í heim-
inum.
Þjóðin eigi frjálst val
Viðtalið, sem er um sjö þús-
und orð tekur yfir hálfa forsíðu
Izvestija og alla aðra síðuna. AP
fréttastofan hefur eftir Pierre
Salinger, blaðafulltrúa Kennedys,
að umimæli Kennedys virðist höfð
eftir orðrétt og viðtalið hafi ver
ið birt í heild. Segir Salinger, að
það hafi verið forsetanum ánægja
að fá að kynna þannig skoðanir
sinar í hinum mikilvægustu á-
greiningsmálum fyrir rússnesku
þjóðinni. Telji forsetinn birtingu
viðtalsins ótvírætt spor í átt til
aukins skilnings milli Bandaríkja
manna og Rússa.
I viðtalinu segir Kennbdy m.a.:
— Að okkar áliti má rekja yfir-
standandi erfiðleika til þess, að
Sovétríkin vinna að því að koma
á kommúnisku skipulagi um heiim
allan. Ef Sovétríkin létu sér
nægja að verja eigin þjóðarhags
muni og þjóðaröryggi Og létu
önnur lönd um að lifa að þeirra
eigin óskum — það er að segja
lifa í friði — þá myndu þau
vandamál hverfa, sem í dag valda
svo mikilli spennu í heiminuin
Adzjubei kvaðst ekki sammála
forsetanum um, að Sovétríkin
reyndu að koma á kommúnisma
um allan heim — en Kennedy
svaraði: —
Leyfið mér að segja — án þess
við förum að deila — að Banda-
ríkin hafa þá hugmynd, að sér-
hver þjóð skuli eiga frjálst val
um stjórnarhætti. Ef frjáls þjóð
velur í frjálsum kosningum hið
kommúníska kerfi — að fengn-
um nægilegum tækifærum til að
kynna önnur sjónarmið — munu
Framh. á bls. 23.
Aflýstu Imndrað
flugferðum
PARÍS, 28. nóv. NTB — Reuter
í morgun hófst í París verkfall
hálfrar milljónar verkamanna við
járnbrautir, gas- og rafmagns-
stöðvar borgarinnar. Olli verkfall
ið stöðvun vinnu hjá milljónum
annarra manna. Mesta öngþveiti
var í samgöngum borgarinnar
í dag og flugfélagið Air France
varð að aflýsa yfir hundrað flug
ferðum. Engar óeirðir urðu í sam
bandi við verkfallið