Morgunblaðið - 29.11.1961, Side 2

Morgunblaðið - 29.11.1961, Side 2
2 MOnGVlSHl 4 Ð 1B Miðvikudagur 29. nóv. 196? Islenzkt sanddæluskip Mun dæla sandi fyrir Sementsverksmiðjuna MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að fyrirtækið „Björgun h.f.“ hafi ákveðið að festa kaup á fullkonmu sanddæluskipi í Þýzkalandi, sem annast mun dælingu á skeljasandi úr Faxaflóa fyrir Sementsverksmiðjuna, en hingað til hefur danskt skip annazt það verk. Hafa þegar tekizt samningar milli Björg- unar h.f. og Sementsverk- smiðjunnar um þessa dæl- ingu, sem spara mun millj- ónir í gjaldeyri árlega. Jafnframt mun hugmynd- in vera sú að hið nýja sand- dæluskip dæli byggingarefni, sandi og möl, á land í Rvík, og ef til vill víðar, en mik- ill skortur er nú orðinn á góðu byggingarefni í höfuð- borginni og víðar, sem kunn- ugt er. Hið nýja sanddæluskip er um þúsund smálestir og mun rúma nálægt 500 rúmmetra af sandi. Sementsverksmiðjan notar ár- lega um 100 þúsund rúmmetra af skeljasandi og verulegfc magn Nýtt smásagnasafn eftir Ingimar Erlend KOMIN er út ný bók eftir Ingi- mar Erlend Sigurðsson og ber hún nafnið „Hveitibrauðsdagar". Þetta er smásagnasafn, 12 sögur, er heita: Regn, Böggla-Sbína, Kysstu mig, Hveitibrauðsdagar, Rottuveiðar, Draumurinn, Heim- þrá. Ósýnilegt handtak, Bros, Huldumaður, Snjór og Þrjár lík- kistur. Þetta er önnur bókin, sem Ingimar Erlendur gefur út. Fyrir tveimur árum kom út eftir hann ljóðabók, Sunnanhólmar. Ingi- mar er ungur höfundur, fæddur árið 1934. Hann birti fyrstu sögu sír.a í Lífi og list, er hann var 15 ára. Síðan hafa ljóð og sögur eftir hann verið lesnar í útvarp, fiuttar á bókmenntakynningum Og birzt í ýmsum tímaritum, svo sem Birtingi, Félagsbréfum, Tíma riti Máls Og menningar, Vikunni Og Mbl. Hann hefur hlotið 1. verðlaun í smásagnakeppni. Und anfarin 3 ár hefur Ingimar verið blaðamaður við Mbl. Hin nýja bók Ingimars „Hveiti- ALÞINCIS ifcrd) Sameinað Alþingi miðvikudaginn 29. nóv. 1961, ki. 1:30 miðdegis. 1. Viðurkenning Sambandslýðveldis íns Þýzkalands á 12 milna fiskveiði lögsögu við ísland, þátill. Frh. einnar umr. (Atkv. um nefnd). 2. Samkomu- lag um aðstöðu Færeyinga til hand- færaveiða við ísland, þáltill. — Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). 3. Jarðboranir að Leirá í Borgarfirði, þáltill. Frh. einar umr. (Atkvgr. um nefnd). 4. Námskeið til tæknifræði- menntunar, þáltill. Frh. einnar umr. (Atkvgr. um nefnd). 5. Afturköllun sjónvarpsleyfis, þáltill. Hvemig ræða skuli. 6. Hveraorka til fóðurfram- leiðslu, þáltill. Hvernig ræða skuli. 7. Haf- og fiskirannsóknir, þáltill. Hvern ig ræða skuli. 8. Meðferð ölvaðra manna, þáltill. Ein umr. 9. Heyverkun armál Fyrri umr. 10. Lýsisherzluverk- smiðja, þáltill. Ein umr. 11. Héraðsskól inn á Snæfellsnesi, þáltill. Ein umr. 12. Jarðaskráning, þáltill. Ein iunr. 13. Læknisvitjanasjóður, þáltill. Ein umr. 14. Öryggi opinna vélbáta, þáltill. Eín umr. 15. Endurskoðun girðingalaga, þáltill. Ein umr. 16. Gufuveita frá Krísuvík, þáltill. Ein umr. 17. Bygg ingarsjóðir sveitabæja, þáltill. Ein umr. 18. Landafundir íslendinga í Vestur- heimi, þáltill. Ein umr. 19. Kvikmynd un íslenzkra starfshátta, þáltill. Ein umr. 20. Átta stunda vinnudagur , verkafólks, þáltill. Fyrri umr. brauðsdagar" er 106 blaðsíður að stærð, prentuð í prentsmiðju Jóns Helgasonar og gefin út af Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. 15 millj. kr. til hafn- arfram- kvæmda EFNAHAGSSAMVINNU- STOFNUNIN í Washington hefir með samningi dags. 25. október s.l. samþykkt að veita lán að fjárhæð 155 miiljónir króna til hafnarframkvæmda hér á Iandi af fé því sem. Bandaríkjastjórn eignast hér á landi vegna sölu á landbún- aðarafurðum. Fyrirhugað er að lánsféð skiptist milli 15 hafna. Verð- ur það notað til greiðslu kostn aðar við framkvæmdir. sem unnar verða frá gildistöku samningsins. Sendiráð Banda ríkjanna hefir nú Rreitt Framkvæmdabankanum 8,5 milljónir króna. sem fyrstu útborgun lánsfjárins. (Frá Framkvæmdabank- anum). þarf af byggingarefni í Reykja- vík. Auk þess gera forráðamenn Björgunar h.f. ráð fyrir að geta dælt byggingarefni 1500 metra á land upp, og mundu þannig t.d. geta dælt sandi langt á land, þegar farið verður að steypa Keflavíkurveginn Sanddæluskip- ið er væntanlegt til landsins í vor. Björgun h.f. á lífcið sanddælu- skip, Leó, sem unnið hefur að sanddælingu með góðum árangri, m. a. á Hornarfirði, Akranesi og RifL Pabbi tók fyrstu myndina London, 28. nóvember — NTB-AP — Reuter. OPINBERLEGA var tilkynnt í London í dag, að sonur Mar- grétar prinsessu og Snowdon lávarðs (Anthony Armsfcrong Jones) skyldi skírður David Charles. Hinn opinberi titill drengsins verðu Linley greifi. Ekki er enn vitað hvenær skírnarathöfnin fer fram Og heldur ekki hvenær Margrét Og maður hennar halda til heimilis síns í Kensington höll. Þau hafa um hríð búið í Clar- ence house. Drengurinn er skírður nafn- Þetta er fyrsta myndin, sem tekán er af Margréti prins- essu og syni hennar og ljósmyndarinn. er enginn annar en faðirinn sjálfur. Vakti mikla athygli og ánægju í Bretlandi, að honum skyldi þó leyft að taka myndirnar sjálfur — enda stæði það engum nær. hann sem hafði verið konung- legur hirðljósmyndari áður en hann kvæntist prinsessunni. Sonur þeirra Margrétar er nú þriggja vikna. Hann er ljóshærður og bláeygur — og augsýnilega hið fegursta barn. inu Albert eftir afa sínum Albert. Charles heitir hann George konungi sjött'a, en í höfuð föður síns, sem skírður fyrsta skírnarnafn hans var var því nafni auk Anthony. Góð síldveiði í nólt og fyrrinótt ALLVEL leit út með síldveiðarn ar í nótt, þegar Mbl. átti tal við skipstjórann á Fanney kl. 22.30 I gærkvöldi. Bátarnir voru þá að kasta í slóðinni 34—36 sjómílur VaS % S af Garðskaga, og hafði verið ágæt veiði verið þar. Tveir báfcar voru þá farnir í land, Reykjaröstin og Sigrún, sá síðar- nefndi með 800 tunnur. Kunnugt var um þennan afla: Jón Trausti 5—600 tunnur, Auðunn 400 tunn- ur, Svanur RE 300 tn., Björn Jóns son 300 tn., Jón Finnsson 300 tn., Bjarnarey 200 og Vilborg 100 tn. Flestir bátanna voru þá enn að veiðum, og leit sæmilega út með veiðiskap ef veðrið skyldi hald- ast, en þá var blíðuveður. Aðfaranótt þriðjudags veiddist allvel í Kolluál og Miðnessjó. Afli einstakra báta: (í tunnum): ingiber Öílafsson 700, Valafell 600, Stapafell 600, Steinunn 600, Halldór Jónsson 550, Guðfinnur 500, Pétur Sigurðsson 500, Hannes lóðs 500, Bergvík 450, Arni Geir 350, Jón Finnsson 350, ^ NA !S hnúfar ^ SV 50 hnútor X Snjókoma > OS/mm Skúrir K Þ/umur WS KuUodH Hittskit A F þessu korti má sjá, að hér á landi. norðaustan stormur og snjó- I dag má búast við, að koma er á hafinu milli Vest- lægðin sunnan við landið fjarða og Grænlands. Á sama verði komin austur fyrir það tíma er vindur hægur á aust og hvöss norðanátt um allt an og léttskýjað víðast hvar land með talsverðu frosti. Eldey 350, Ami Þorkelsson 300, Manni 260, Gunnólfur 200 og Víð- ir II. 150. AKRANESI, 28. nóv. — A síld- armiðunum suður í Miðnessjó var blankalogn í nótt, en töluvert mikil alda. AUir bátarnir héðan nema einn fengu þarna síld í nótt. Aflahæstir voru Sigurður AK með 600 tunnur, Sigurður SI 450 (fékk það vestur undan Jökli), Höfrungur II. 400 og Har- aldur 250. Hinir fengu frá 150— 200 tunnur. Skírnir fékk óhemju stórt kast, en Vestmannaeyja- bátur lagði svo nærri, að nót Skírnis rifnaði, og náðu skipverj ar með herkjum 200 tunnum úr þessu mikla kasti. Afli bátanna í dag er smásíld, blönduð millisíld, og fer hún ölí í bræðslu, nema síldin af Sigurði SI, sem var söltuð. — Oddur. SANDGERÐI, 28. nóv. — Hingað komu fimm bátar í morgun með 821 tunnu síldar. Aflahæstur var Jón Gunnlaugs með 360. Þá Jón Garðar með 320 og Víðir með 127. Síldin fékkst í Miðnessjó. Línubátarnir tveir reru í dag í fyrsta skipti um langan tíma vegna veðurs, en eru ekki komn- ir að. — P. Ó. P. 3 bátar komu með síld til Keflavík SJÁLFSTÆBISKVENNAFÉ- LAGUE) Sókn í Keflavík heldur sinn árlega bazar í Sjálfstæðis- húsinu föstudaginn 1. des. kl. 9. Margt ágætra muna. Allur ágóði rennur til góðgerðarstarf- semi fyrir jólin. Spilakvöld HAFNABFIRÐI. — Spilakvöld Sjálfstæðisfélagamia er í Sjálf stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Verðlaun verða veitt og heildarverð* Ia,,u um jóla- leytið. Grindavíkur í gærdag, og fór hún öll (1472 tunnur) í bræðslu. Hrafn Sveinbjarnarson II. kom með 571 tunnu, Hrafn Sveinbjarn arson I. með 476 og Þorkatla með 425 tunnur. Síldin fékkst í Mið- nessjó. Öskjuliraun stækkar f GÆR flaug Sigurður Þórarins- son, jarðfræðingur, inn í öskja með Agnari Kofoed Hansen. Var sæmilega bjart veður og sást vel til Öskju. Sagði Sigurður að enn kraumaði í einum gíg. Skvett ist upp úr honum, en ekki mikið. Nýja hraunið er alltaf að auk- ast að flatarmáli Og telur Sig- urður að það hafi stækkað um ca. 1 ferkm. síðan hann var síðast fyrir hálfum mánuði. Hraun- straumurinn hefur lítið lengzt, en hraunið fyllt upp sunnanmegin meðfram fjallinu. Einnig hefur hraunið stækkað um sig í suð- vesturátt og er sást í gær mest glóð í mjóum álum niður eftir Öskjuopinu, eins og verið hefur undanfarnar vikur. — Agaleysi Framh. af bls. 1. anríkisviðskipti, sagði Ulbricht. að samningar hefðu verið gerð- ir, sem sæju ekki einu sinni fyrir nægilegu fé handa samn- inganefndum erlendis. Þá sagði hann að gera þyrfti verulegar breytingar í landbúnaðinum. Ulbricht ræddi lengi um agaleysi í verksmiðjum og skól- u.k.i, jafnt meðal nemenda sem kennara, og hann gagnrýndi mjög vestrænar tilhneigingar manna. Um listamenn Austur- Þýzkalands sagði hann, að þeir væru oft haldnir nýtízkulegum og úrkynjuðum hugmyndum. Margir listamenn væru hlynnt- ir kommúnískum hugsjónum, en þeir gerðu ekkert þeim til fram dráttar eða til uppbyggingar sósíalismans. Loks drap Ulbricht á þá Bería og Malenkov. Sagði hann Bería hafa haldið því fram, að Sovétríkin ættu ekki lengur að styðja Austur-Þýzkaland og Málenkov hefði verið ákafur stuðningsmaður kapítalisma og heimsvaldastefnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.