Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. nóv. 1961 VORCVWBLAÐ1Ð STAKSTEINAB N#%*> TILi ÍSLANDS komu í gær frú Brittmgham og sonur hennar Thomas Brittingham 3rd frá Wilmingtcn í Delawarefylki og er erindi þeirra að velja einn íslenzkan stúdent úr hópi 10—11 umsækjenda, og styrkja hann tii ársdvalar og náms við háskólann í Dela- ware. Frá 1957 hafa Britting- hamstyrkir verið veittir 16 ís- lenzkum stúdentum og frá þvi er Thomas E. Brittingham jr., er lézt fyrir þremur árum, hóf *ð styrkja e enda námsmeim 1952 hafa 250 námsmenn hlot- ið Britting'hamstyrki til árs- náms í þremur háskólum í Bandaríkjunum. University of Delaware, University of Wis- consin og Swarthmore. Brittingham mæðginin í hópi átta fyrrverandi Einn íslendingur hlýtur styrk í ár. styrkþega á Reykjavíkurflugvelli í (Líósm.: Mbl. Ól. K. M ). gær. ' 250 námsmenn hafa hlot- ið Brittinghamstyrki — þar af 16 íslendingar — Styrkir nú veittir íslendingum að nýju. Kftir lát Thomas Britting- hams jr. lágu styrkir til ís- lands niðri um eins árs skeið, en verða nú veittir að nýju. Thomas Brittingham 3rd, sem hingað er nú kominn, ferð- aðist með föður sínum í sjö ár. er námsmeijn voru valdir úr stórum hópum umsækj- enda, og kom hann hingað síðast 1957. Lkkert breytt ,,Það hefur ekkert breytzt varðandi styrkina annað en að ég vel nú úr hópi umsækjenda í stað föður míns“, sagði Thom as Brittingham í viðtali við Mbl. í gær. „Eg hafði reyndar æfingu fyrir þar sem ég ferð- aðist með honum í mörg ár. Við erum ákveðin í að ísland verði framvegis í hópi þeirra landa sem við veitum styrki til, en nú veitum við styrk til námsmanna frá öllum Norður- löndunum, Holland og Belgíu. Að þessu sinni veitum við styrk einum íslenzkum náms- manni til náms við háskólann í Delaware. Okkur finnst gam an að hafa piltana nærri okk- ur, og það er ekki nema 15— 20 mínútna ferð frá skólanum til heimils okkar í Wilming- ton. Mikil þörf „Eg hefi þá trú að það sé mikil þörf á hlutum sem þess- um“ sagði Brittingham, „og mér vix’ðist sem þörfin vaxi með ári hverju vegna þess að við stöndum andspænis ýms- um vandamálum og hlutverk okkar er að auka á skilning milli þjóða okkar. Spennan í alþjóðamálum fer sífelt vax- andi og hin einu hugsanlegu ráð til að draga úr þessari spennu hljóta að koma frá æskufólki í heiminum. Og eft- ir því sem meiri skilningur ríkir milli þess, þeim mun minni hætta er á því að það óttist hvert annað og mistök- um í samskiptum þjóða hlýt- ur að fækka. Þetta er ástæðan fyrir komu okkar hingað", sagði Thomas Brittingham 3rd I þriðja sinn „Þetta er í þriðja sinn, sem ég kem til íslands", sagði frú Brittingham. „Við höfum jafn an átt ánægjulega daga hér, það hefur verið ánægjulegt að ræða við íslenzika námsmenn. Eg held að piltarnir héðan hafi komið heirn aftur með nýjar hugmyndir og að þeir hafi skilið aðrar hugmyndir eftir hjá okkur. Það er stað- reynd að Bandaríkjamenn vita lítið um ísland.“ „Mér þytkir mikið til Reykjavíkur koma, og fólkið tr elskulegt. Og það var sér lega fallegt að fljúga hér yfir í morgun og sjá sólina endur varpast af snjónum". Eins og snjóbolti. Frú Brittingham sagði að kunningi fjölskyldunnar í fylgzt með áihuga með því sem f jölskyldan gerði fyrir er lenda námsmenn, og væri hann nú að hugsa um að styrkja eirm erlendan néms- xnann til dvalar í Madison og náms við háskólann þar. Mað ur þessi, Bassett að nafni, kynntist einum fslendinganna, sem dvalið hafa í Madison á Brittinghamstyrkjum, og hefði hann því án efa sérstakan á- huga á fslandi í þessum efn um. „Þetta er eins og snjóbolti sem hleður utan á sig“, sagði frú Brittingham. Á flugvellinum í gær tóku námsmenn, sem dvalið hafa vestra á Brittinghamstyrkj- um, á móti frú Brittingham og Thomas Brittingham, svo Og meðli-mir úr stjórn íslenzk- ameríska félagsins, sem hefur haft milligöngu varðandi styrk ina hér. Þess má geta að á Norður- löndum eru klúbbar og félög fyrrverandi Brittinghamsstúd enta, og er þar oft efnt til þinga. í ráði er að eitt slíkt verði haldið í Kaupmannahöfn á sumri komanda. Þau mæðginin halda heim- leiðis til Bandaríkjanna í nótt eftir að hafa rætt við umsækj endur í dag. Fru Brittingham og Thomas Brittingham þriðji. «*W"« „Eiginleikar“ ’ Framsókia ar manna Moskvumálgagnið er skapvont i gær og agnúast meira að segj* við Framsóbnarmenni. Ástæðan er sú, að Tíminn hefur eins og önnur blöð lýðræðisflokkanna, fordæmt níðingsbragð það, sem kommúnistar á fslandi hafa beitt gegn Finnaxm. Moskvumálgagnið segir um Txmamenn: „Og Tíminn virðist vera þeirr- ar skoðunar, að Fiimar geti tryggt hagsmuni sina með því, að menn hér á landi ástundi flærð, undir- ferli og ósannindi. Það er að vísu ekki óeðlilcgt að Tímamenn bjóði fram þá eiginleika, sem þeir þekkja bezt.“ í fimm ár hafa Framsóknar- meim og kommúnistar nú verið í beinu og obeinu samstarfi, og er lýsing sú, sem kommúnistar gefa á bandamönnum sínum ófögur. Verður fróðlegt að sjá, hvort Tímamenn svara fyrir sig á við- eigandi hátt. Hið réita eðli Sannarlcga ætti tími að vera til þess kominn, að Framsóknar- menn gerðu sér rétta grein> fyrir eðli kommúnismans. Sannarlega ætti þeim að vera orðið það ljóst, að dekur við erindreka heims- kommúmsmans og hverskyns samstarf við þá er ósæmilegt fyr- ir lýðræðisflokk. Á það mun reyna innan skamms, hvort Fram sóknarmenn hafa gert sér grein fyrir þessum augljósu staðreynd- um eða ekki. Nú fara i hönd kosningar í verkalýðsfélögum. Fram að þessu hafa Framsókm- armenn dyggilega stutt kommún- Einkaleyfi rædd hjá Evrópuráðinu BRYNJÓLFUR Ingólfsson deild arstjóri í iðnaðarmálaráðuneyt- inu sat fyrir skömmu sérfræðinga fund á vegum Evrópuráðsins í Strasburg, þar sem rætt var um frumdrög að tveimur Evrópuráðs sáttmálum varðandi einkaleyfi. Er öðrum sáttmálanum ætlað að stuðla að samræmingu löggjafar um viss mikilvæg grundvallarat- riði varðandi einkaleyfi og hin um að greiða fyrir einkaleyfa- umsóknum, sem lagðar eru fram samtímis í ýmsum ríkjum. ’ Einkaleyfi skipta miklu máli í iðnaðarþjóðfélögum nútímans, og hefur verið unnið að einkaleyfis málum á vegum Evrópuráðsins allt frá árinu 1949. Tveir Evrópu ráðssáttmálar um þessi efni hafa þegar verið gerðir og staðfestir af 11 af 16 aðildarríkju-m ráðsins. ís land hefur hvorugan þessara sátt- mála staðfest, en í undirbúnin-gi mun vera að staðfesta a.m.k. ann an þeirra. Fjallar hann um form einkaleyfaumsókna. Fulltrúar frá íslandi hafa fylgzt með starfi ráðsms á þessu sviði um nokk- urra ára skeið. Á fundinum, sem haldinn var í Strasburg nú fyr ir skömmu voru fulltrúar frá öll urn aðildarríkjum Evrópuráðsins svo og frá Bandariíkjunum, Spáni og Sviss. Þar voru og fulltrúar frá alþjóðastofnunum, sem vinna að þessurn málum, m.a. frá Parísar sambandinu svonefnda, en nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fullgildingu sáttmála þess sambands. (Frétt frá upplý3ingadeilj Evrópuráðsins). Mekkir yfir Öskju 1 nær GRlMSSTöÐUM yið Mývatn, 28. nóv. — Askja heldur áfram að gjósa. Alltaf, þegar sést suð- ur til Dyngjufjalla, má sjá bjarma á himni, ekki sízt, þegar skýjafari er þannig háttað, að bólstrar eru uppi yfir fjöllunum, sem eldurinn lýsir upp. í dag sáust miklir mekkir yfir Dyngju fjöllum, en hvergi annars stað- ar svo að ekki er ólíklegt, að þeir stafi frá Öskjugosinu. — JS ista þar til valda. Nú gefst þeim tækifæri til að sýna, að þeir séu ekki stuðningsmeim kommún- ismans með því að taka upp heil- brigða baráttu við hlið lýðræðis- sinna og reyna að hrinda veldi kommúnista í þeim verkalýðsfé- lögum, sem þeir enai ráða. Varnarliðið og NATO Hin nýja stefna, sem Fram- sóknarmenn boða í afstöðunni til varnarliðsins og Atlantshafs- bandalagsinis er uggvekjandi. Flokkurinn leggur nú megin- áherzlu á að skilja rækilega að dvöl varnarliðsins á íslandi og þátttöku okkar í Atlantshafs- bandalaginu. Málgagn hans lætur að því liggja að við getum veitt Atlantshafsbandalaginu fullan stuðning, án> þess að veita því aS- stöðu fyrir varnarlið hér á landi. Eins og umhorfs er í heiminum I dag orkar þó ekki tvímælis, að aðeins varnir Atlantshafsbanda- lagsins fá hindrað útþenslu heimsvaldastefnu kommúnis- mans. Það væri því óðs manns æði að lina á vörnunum. En Framsóknarmenn virðast vilja undirbúa jarðveginn fyrir stjórn- arsamstarf við kommúmista, ef þessum flokkum auðnaðist að ná meirihluta á Alþingi. Þeir geta bent kommúnistum á, að við séum samningsbundnir að vera áfram í Atlantshafsbandalaginu og þess vegna sé tilgangslaust að mefna úrsögn úr því. Hinsvegar getum við sagt varnarsamningn- um upp með 1% árs fyrirvara. Kommúnistar mundu því láta sér það vel lynda, að Framsóknar- menn þættust áfram dyggir stuðu ingsmenn NATO, ef þeir femgj- ust til að vísa varnarliðinu úr landi. Er engu líkara, en nú sé verið að reyna að mynda grund- völl að utanríkismálastefnu, sem þessir tveir flokkar gætu í bróð- erná staðið að. Nauðsynlegt er því að almenningur fylgist vel með gerðum Framsóknarmanna í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.