Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. nóv. 1961 Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- ereiðum með litlu-m fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar Sími 16311. Stúlka óskar eftir vinnu, hef- ur gagnfræðamenntun og enskukunnáttu. Margt gæti komið til greina. Uppl. í sima 37851. Aukavinna Vantar fólk til innheimtu- starfa. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Aukavinna — 7627“. Rafha-þvottapottur til sölu. Upplýsingar í síma 33221. Keflavík Til sölu tvenn matrosuföt á 2ja—4ra ára, telpukápa, vetrardragt o fl. Uppl. í síma 2306. Til sölu tveir vetrarfrakkar á stór- an og þrekinn mann á Vesturgötu 45. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún og fiður- held ver. Seljum æðar- dúns- og gæsadúnssængur. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteig 29. Sími 33301. íbúð Óskum eftir 1—2ja herb. íbúð nú þegar. Húshjálp getur komið til greina. — Uppl. í síma 24831. Til leigu 3ja herbergja íbúð. Uppl. í síma 22931 eftir kl. 7 í kvöld. Óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð til leigu strax. — Upplýsingar í síma 16766. Stúlka óskast í kjörbúð, yngri en 20 ára kemur ekki til greina. Vogaver Sími 35390. Til leigu 2ja herb. íbúð í gömlu timburhúsi við Miðbæinn. Einnig stórt geymslupláss í kjallara. Uppl. eftir kl. 2 í síma 33366 og 18298. Salur til leigu að Laugavegi 28 fyrir málverkasýningar, — léttan iðnað o fl. Uppl. í síma 13799. Hafnfirðingar Herbergi til leigu að Fögru kinn 8. Uppl. í síma 50843. Vantar íbúð Vantar 3ja—4ra herb. íbúð strax. Sími 36258. í dag er miðvikudagurinn 29. nóv. 333. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 10:06. Síðdegisflæði kl. 20:41. Slysavarðstofan er opm allan sólar- hrlnginn. «— Læknavörður L.R. (fyrlr vitjaniri er á sama stað fra kL 18—8. Símí 15030. Næturvörður vikuna 25. nóv. til 2. des. er 1 Vesturbæjarapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kL 9—4 og helgidaga frá kL 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Síml 23100. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna, Uppl. i síma 16699. Loftleiðir h.f.: — Miðvikudaginn 29. nóvember er l>orfinnur karlsefni vænt anlegur frá N.Y. kl. 05:30. Fer til Glasg., Amsterd. og Stavanger kl. 07:05. — Snorri Sturluson er væntanlegur frá Hamb., Kaupmh., Gautab. og Ósló kl. 22:00. Fer til N.Y. kl. 23:30. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Skýfaxi fer til Glasg. og Kaupmh. kl. 08:30 í dag. Væntanlegur aftur kl. 17:00 á morgun. — Innanlandsflug 1 dag: Til Akureyrar, Húsavíkur, ísa- fjarðar og Vestmannaeyja. — Á morg- un: Til Akureyrar (2), Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. Pan American flugvél kom til Kefla- vvíkur í nótt frá N.Y. og hélt áleiðis til Glasg. og London. Flugvélin er væntanleg aftur í kvöld og fer þá til N.Y. Eimskipafélag íslands h.f.: «— Brú- arfoss er 1 N.Y. — Dettifoss fór frá Rvík í gær til Keflavíkur. — Fjallfoss fór frá Raufarhöfn í gær til Hjalt- eyrar. — Goðafoss fór frá Siglufirði í gær til Hólmavíkur. — Gullfoss er í Cuxhaven. — Lagarfoss er á leið til Ykspihlaja. — Reykjafoss fer frá Siglu firði á morgun til Seyðisfjarðar. — Selfoss er 1 Rvík. — Tröllafoss fer frá Rvík í kvöld til Vestmannaeyja. — Tungufoss fór frá Hull í gær til Antw. Hafskip h.f.: — Laxá lestar á Norð- urlandshöfnum. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —- Katla er í Leningrad. — Askja er í Napoli. H.f. Jöklar: — Langjökull er á leið til Rvíkur. — Vatnajökull fer vænt- anlega í dag frá Amsterdam til Rvíkur. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Rvík. — Arnarfell er í Hamborg. — Jökulfell er í Rendsborg. — Dísarfell fór frá Hornafirði 1 gær til Norður- landshafna. — Litlafell er á leið til Reykjavíkur frá Austfj arðahöfnum. — Helgafell er í Leningrad. — Hamra- fell er væntanlegt til Hafnarfj. 5. des. Farin er fold að grána, fölið byrgir skjána, klaki kemr í ána, kólnar fyrir tána, leggur ís yfir lána, líða tekr á mána, — hvað nær skal hann skána, skipta um og hlána? Kólna kærleiks bólin, kveinar margur dólinn, fýkr í flestöll skjólin, fúnaðr sumarnjólinn. týnd eru trúi ég, jólin, tekst af messurólin, sést ei heldur sólin, — sár er reynsluskólinn. grímsdóttur; um 1750). (Vetrarvísur Sigríðar HaU- j Næturlæknir í Hafnarfirði 25. nóv til 2. des, er Eiríkur Bjönrsson, — sími 50235. (xj Helgafell 59611130 kl. 6. IV/V. H. & V. I.O.O.F. 7 = 14311298^4 = E.T. II I.O.O.F. 9 = 14311298J4 = E.T. 1 — 9 III. RMR 1-12-20-V S-FR Norrænar stúlkur! — Fundur í kvöld í húsi K.F.U.K. Amtmannsstíg 2B, kl. 8:30 e.h. Takið handavinnu með. Lestrarfélag kvenna Reykjavlk: —- Fundur í Klúbbnum í kvöld kl. 8:30. Mjög áríðandi að félagskonur mæti. Kvenfélag Kópavogs: Fundur í kvöld kl. 8:30. Síðasti fundur fyrir jól. Orðsending frá Húsmæðrafélagi Reykjavíkur. — Konur munið bazar félagsins miðvikudaginn 6. des. Vin- samlegast komið gjöfum sem fyrst til frú Ingu Andreasen, Miklubraut 82, sími 15236 og annarra stjómarkvenna. Reykvíkingar! — Munið bazar og kaffisölu kvenskátanna í Skátaheim- ilinu, sunnudaginn 3. des. kl. 14:30. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur ár legan bazar sinn þriðjudaginn 5. des. kl. 2 e.h. 1 Góðtemplarahúsinu (uppi). Safnaðarfélagar, vinir og aðrir vel- unnarar félagsins eru beðnir að styrkja bazarinn með gjöfum. „Kornið fyllir mælinn“. Gjöfum veitt móttöku: Að alheiður Þorkelsdóttir, Laugaveg 36, sími: 14359, Sigríður Guðmundsdóttir, Mímisveg 4, sími 12501; Petra Ara- dóttir, Vífilsgötu 21, sími 13761; Guð- rún Fr. Ryden, Blönduhlíð 10, sími 12297. Minningarspjöld Styrktarfélags lam aðra og fatlaðra fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Roði, Laugav. 47 Bóka- verzl. Braga Brynjólfssonar, Hafnar- stræti. Hafliðabúð, Njálsgötu 1. Verzl. Útivist barna: Samkvæmt lögreglu samþykkt Reykjavíkur er útivist barna, sem hér segir: — Börn yngri en 12 ára til kl. 20 og börn frá 12—14 ára til kl. 22. Tekið á móti tilkynningum í Dagbók trá kl. 10-12 t.h. Um þessar mundir sýnir Guðmundur Þorsteinsson vatnslitamyndir og málverk eftir sig í Mokka-kaffi. Einnig eru þar til sýnis frummyndir af jólakortum, sem koma í þókabúðir innan skamms. Guð mundur gaf einnig út jólakort í fyrra og urðu þau mjög vin sæl. Myndirnar á sýningunni eru flestar til sölu. Einnig eru til sölu á Mokka eftirprentanir af þremur myndum, sem voru á jólakortunum í fyrra. Eins og kunnugt er hefur Guðmundur haldið margar sölusýningar hér í Reykjavík og alltaf selt vel. Flestar myndir hans eru í þjóðlegum 'stíl, af gömlum sveitabæjum og verbúðum. Sagðist Guðmundur hafa al- izt upp við þetta í æsku og það því oröið hans eftirlætis mótív. Guðmundur hefur selt mikið til útlanda og þá helzt í gegn um sendiráðin hér. Einnig hélt hann tvær sýningar í Winni- peg 1951 og eru það þær stærstu, sem hann hefur hald ið. Sýndi hann þar um 70 myndir. Guðmundur sýndi fyrst í Reykjavík 1942, var það sölu- sýning í Málaraglugganum. — En eiginlega var fyrsta sýning miín, þegar ég var í barnaskóla, sagði Guðmundur. Þá lét teiknikennarinn okkur teikna uppstoppaða fugla, sem sátu á kubbum. Eg teiknaði fuglana, en setti undir þá kletta og útsýn yfir hafið í bak sýn. Myndir mínar voru tekn ar og hengdar upp í stofimni okkar í barnaskólanum og héngu þar í tvo vetur. Guðmundur Þorsteinsson er málari að iðn, en hefur jafn framt því málað og teiknað. Hann lærði teikningu hjá Birni Björnssyni bæði í Iðn- skólanum og í einkatímum. Fyrst málaði Guðmundur helzt olíumyndir, en sneri sér síðar meir að vatnslitunum og er nú komin út í þá nær ein- göngu. En nú sagðist Guðmundur ætla að helga sig málaralist- inni meira, en hann híefði gert hingað til. Sýning Guðmundar á Mokka stendur yfir tæpan hálfan mán uð. Guðmundur Þorsteinsson og ein af myndum hans. (Ljðsm.: Ól. K. Mag) JÚMBÓ og SPORI í frumsköginum Teiknari J. MORA 1) Spori tók til að þvo leðjuna úr nösum sér, eyrum og hári, og þegar hann hafði skolað burt það mesta lýsti hann því hátíðlega yfir, að nú væri hann þess albúinn að halda áfram ferðinni. 2) En ekki var um það að ræða að komast lengra á bátnum eftir nær uppþornuðu fljótinu, svo að þeir skildu hann eftir, en gengu inn í þéttan skóginn til þess að reyna að átta sig á því, hvernig þeir gætu komizt áfram. 3) Þeir komu í dálítið rjóður, þar sem stóð einstakt, hátt tré."— Hér ei tilvalið verkefni handa þér, sagði Júmbó. — Klifraðu nú upp í tréð og reyndu að átta þig á umhverfinu. — Ágætt, vinur kær, anzaði leynilög- reglumaðurinn borginmannlega. — Við hittumst aftur hérna niðri eftir svo sem klukkutíma! -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.